Morgunblaðið - 06.01.1971, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIE'VIKUDAGUR 6. JANÚAR 1971
7
Súrt smjör
Hansinn niðri hefir í sér,
hljóðar eins og vargur,
rófan mnnninn út nm er;
úr homun drekkur margur.
Þetta er gömul gáta um is-
lenzka strokkinn, eitt af þeim
búsgögnum, sem héldust svo
að segja óbreytt frá landnáms
öld og frám að seinustu aida
mótum. Á þessum langa tima
urðu menn að læra öll bjarg
ráð í lífsins skóla, og þau
voru hin sömu öld fram af
öld. Eitt hið allra nauðsyn-
iegasta, sem hver ung stúlka
varð að læra, var að „koma
mjólk í mat“, eila gat hún
ekki orðið góð húsfreyja.
Meðferð mjólkur var marg
breytt og vandasöm. Úr
mjólk voru gerðir ostar, skyr,
sýra og smjör. Erfiðast var
að ná smjörinu úr rjómanum.
Til þess þekktu menn enga að
ferð aðra en þá, að skaka
rjómann i strokk. Strokkam-
ir voru að visu misjafnlega
stórir og misjafnlega mikið í
þeim, enda mjög misjafnlega
„þungir.“ Þá þótti vel strokk
ast, ef ekki þurfti nema 600—•
700 bulluslög til þess að skilið
væri í honum, en bulluslög-
in gátu líka orðið 1200—1400
áður en strokkurinn var
skekinn. Var það oftast tal-
ið kvenfólksverk að skaka
strokkinn, en þar sem mikil
var vinnuharka, kom þetta
oft í hlut smalans, á meðan
hann beið þess að ærnar
væru mjaltaðar. Af því mun
vera kominn talshátturinn:
„Það stenzt á endum strokk-
ur og mjaltir," Þótti þá vel
ganga ef smalinn bafði skek
ið strokkinn, þegar mjalta-
konur komu úr kviunum. Áf
imar voru algengur svala-
drykkur og að þvi lýtur sein
asta hending gátunnar.
Smjörið var dýrmætast
allra mjólkuraifurða. Það var
eigi aðeins helzta og bezta
feitmeti í fæðu almennings,
heldur var það einnig ömgg-
ur gjaldmiðill. Leiguliðar
greiddu landskuldir í smjöri.
Og það var einnig gjaldmið-
i)l í vöruskiptaverzlun sveita-
manna og sjávarbænda. Þvi
var sagt, að sá þyrfti ekki að
kvíða sulti, er ætti smjör og
fisk í búi.
Framleiðsla smjörs var ann
ars með þessum hætti: Ný-
mjólkinni var hellt í tréilát
(trog, bakka og byttur) og
þar var hún látin standa í sól
arhring, eða lengur. Hafði
rjóminn þá setzt ofan á. Mjög
var það komið undir haglend
inu hvað mjólkin var feit og
rjóminn þar af leiðandi mik
ill og þykkur. Em sagnir um,
að á nokkrum stöðum hafi
rjóminn verið svo þykkur,
að leggja mætti skaflaskeiíu
ofan á hann, án þess að skafl-
amir gengi í hann. Þegar
mjólkin var íullstaðin, var
undanrennunni rennt undan,
svo aðeins rjóminn varð eftir
í ílátunum. Og svo var hann
settur í strokkinn. Þegar
strokkurinn var skekinn,
tóku húsmæður smjörið af
honum, og varð þá að byrja
á þvi að hnoða það rækilega,
eða þar til ekki kom vottur
aí vætu úr því. Þetta var
gert vegna þess, að smjörið
var aldrei saltað, og almennt
var ekki farið að salta smjör
fyrr en á 19. öld. En þegar
smjörið var svona vel hnoð-
að, var engin hætta á að það
gæti úldnað eða þránað við
geymslu. Konurnar gerðu nú
skökur (sums staðar kallaðar
dömlur) úr smjörinu, og
komu skökunum fyrir á svöl-
um stað. Þarna var smjörið
svo geymt um misseris skeið,
og þá var það farið að súma
og varð þétt í sér. Siðan
mátti geyma það árum sam-
an, allt undir 20 ár, án þess
að það skemmdist, eða tæki
nokkrum breytingum. Um
þetta súra smjör segir Eggert
Ólafsson: „Það er hollt og
Ijúffengt öllum þeim, sem því
venjast, einkum þó á vetrum,
þvi að þegar harðfiskur er
tugginn með þvi, gefur það
öllum líkamanum jafnan, hæg
an hita, og greiðir betur fyr-
ir útgufun líkamans heldur
salt'smjör."
1 Skíðarímu, sem talin er
vera eftir Svart Þórðarson,
Slrokkur og bnlla.
Skyrgriixl.
skáld Ólafar riku á Skarði,
er talað um „þrifomt smjör",
sem sérstakt lostæti, en „þrí-
fomt" merkir þar „mjög gam
alt“. Þá vildu hjú íyrir eng-
an mun skipta á hinu gamla
súrsmjöri og nýju eða sölt-
uðu smjöri, og bændur töldu,
að eitt pund af súru smjöri
jafngilti tveimur pundum af
nýju eða söltuðu smjöri. Aft
ur á móti var ekki hægt að
geyma saltað smjör lengur k
en svo sem eitt ár, þvi að þá
tók það að þrána.
Þessi aðferð íslenzkra hús-
mæðra að gera smjör, sem
hægt er að geyma óskemmt
(eða batnandi) áratugum sam
an, var mjög merkileg upp
götvun og hefir varia þekkzt
í nálægum löndum.
Á höfuðbólum, í klaustrunum
og á biskupsstólunum, sem
fengu landskuldir greiddar í
smjöri, söfnuðust oft miklar
birgðir, svo að vel hefði mátt
kalla smjörfjöll, eins og nú
er tekið til orða. Þama barst
að meira smjör en staðimir
þurftu sjálfir á að halda, og
þess vegna seldu þeir erlend
um kaupmönnum af birgðum
sínum. En þá létu þeir salta
smjörið, því að erlendis
kunnu menn ekki að meta
súrt smjör. Nú var það
reynsia, eins og fvrr er drep-
ið á, að hin rétta súrgerð
kom ekki í smjörið íyrr en
það haíði verið geymt í
nokkra mánuði. Fram að þeim
tima var smjörið vont á bragð
ið og var kallað „lángað 1
smjör.“ Það var slíkt smjör
sem saltað var á höfuðbólun-
um, en afleiðingin varð sú, að
það varð bráðlega mjög ólyst
ugt og að lokum óætt með
öllu. Þessi var orsökin til
þess, að óorð komst á íslenzkt
smjör erlendis, og þetta óorð
mun haía við það loðað allt
fram á þessa öld.
Frá
horfnum
tíma I
KRISTUR OG KONURNAR
Nú dreg ég fram
minningamyndir
sem mér geta hugsvölun veitt.
Við sögunnar litriku lindir
er letrið með hrifningu skreytt.
Svo fæ ég verk til að vinna
sem vekur mér gleði og þor
fornhelgum sögnum að sinna
um syni er mörkuðu spor.
Með hórkonu hróðugir fóru
herrar til fundar við Krist.
Við lögbækur sínar þeir sóru
að sú ætti að grýtast sem fyrsL
Svarið hið gullvæga greinist
sú göfgin er bundin við Krist
„hver sannlega syndlaus er
reynist
sá kasti steininum fyrst.“
Að grýta hinn grátna og veika
ei göfginni samboðið er
því lögmálsins letri mun skeika
sem leiðir slíks harðræðlfc fer.
Þeim fyrirgefst flest sem að
kunna
þau íræði sem bezt eru til
af kærleikans krafti að unna
og kunna á ástinni skil.
Far þú og syndga ekki framar
þér fylgir hin guðlega náð
þá allt það, sem angrar og lamar
að eilífu burt verður máð.
Því Kristur hann konurnar
skildi
þann kraft og þá draumljúfu ást,
sem hefir sitt harmræna gildi
í hjörtum sem verða að þjást.
Kristur við konurnar talar
með kærleika, mildi og yl
í anda og sannleika svalar
þeim sálum er mest finna til.
Ein bágstödd og bersyndug
kona
nú birtist mér sorgmædd og
þreytt
á gröf sinna vorbjörtu vona
hún veí hafði likklæðið breitt.
Nú kyssir hún írelsarans fætur
með fegurstu tárunum þvær
ef syndina sáriega grætur
hún .sefandi hugarró nær.
Hún þerrar með lokkunum
löngum
lausnarans fæturna næst.
Með ilmsmyrsla fegurstu
föngum
hún fórn sinni 3yftir nú hæst.
Já, Kristur hann kunni að meta
þann kærleik í auðmýkt og trú.
En syndanna ferilinn feta
íramvegis aldrei mátt þú.
Liíja Björnsdóttir.
SKRIFSTOFUHERBERGI BROTAMÁLMUR
1—2 S)k"ifstafuhort>erg» með ekfuneraðstöðu óskast. Sími 25891. Kaupi allan brotamálm teog- hæsta verði, staðgreiðste. Nóatún 27, sími 2-58-91.
SKÁKÞING REYKJAVlKUR Innrton á mongun kL 20— 23. Lokainnritun taugardag kl. 13—17. Upplýsingar í simum 83540, 81835. Skákheimili T. R. TIL LEIGU þriggja herfoergja íbúð á góð- um stað í borgimni fyrir tegbxsamt fólk. Tilfooð send- ist Mongun'bl., menkt „Regtu- semi — 6833".
HÚSHJALP Óska eftiir búsbjálip uim tíme vegne veikinda búsmóður. Upplýsingeir i sima 1635 K ef levík. HANDAVINNUNÁMSKEIÐ í smelti, tauþrykiki, hvít-svart berpisaumur og fle»ra. Inmiritun í sima 84223. Jóhanna Snorredóttir.
KEFLAVlK Vemtair stéDku i vst. Upplýs- irgar: K irikj'uveg 28 A eftiir kiL 7 e. h. IBÚÐ TIL LEIGU STRAX Tvö berbergi, eldhús, sór- geymsla og bitii. íbúðinmi fylgja öll búsgögn. Tilfooð send'ist afgr. Mbl. fyr'r 8. þ. m. merkt „6517“.
STÚLKA ÓSKAST I VIST bálfan eðe sllan dagiinin. U pplýsingar gef nar í síma 36556 m«i kll. 13 og 14 næstu daga. FYRIRFRAMGREIÐSLA SkótefóHk vilil taka á (eigiu tvö sénhembengi eða tveggja berbengja fbúð. Upplýsinger í síma 82330.
IBÚÐ 1 REYKJAVlK sem þarfnast slandsetningör 70—100 fm að staerð ósikast ti'l keups mMibðafaust. Tilfo. sendist Mbl. f. h. á laugardag 9. þ. m. mer'kt „70—100 6518". MATREIÐSLA - SÝNIKENNSLA Nýir floklkar í janúair, nýir spennandi réttw. Matreiðste eitt kvöld eða seimnS part vi'kulega 4 sinnum eða/og smunt brauð 3 sinnum. Sími 34101. Sýa borláksson.
Offsefprentarar
Plötugerðarmaður óskast nú þegar.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
HILMIR H/F., Skipholti 33.
Jörðin Meiruhlíð
i Hólshreppi er til sölu, áhöfn og vélar geta fylgt ef óskað er.
Semja ber við undirritaðan sem gefur nánari upplýsingar.
JÓNATAN ÓLAFSSON
Meiruhlíð.
Sími 94 7276.
Símstöð Bolungarvík.
TILB0Ð
óskast i nokkrar jeppa- og fólksbifreiðir, er verða til sýnis
föstudaginn 8. janúar 1971, kl. 1—4 e.h., í porti bak við
skrifstofu vora að Borgartúni 7.
Tiiboðin verða opnuð sama dag kl. 5, að viðstöddum bjóð-
endum.
Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast
viðunandi.
I
INNKAUPASTOFNUN Rl BORGARTÚNI7 SÍMI 10140 ÍKISINS
íbúð óshost til houps
Höfum sérstaklega verið beðnir að auglýsa eftir 2ja—3ja her-
bergja íbúð í Austurborginni. ibúðin gæti borgast upp. Af-
hending ekki nauðsynleg fyrr en í vor.
Allar upplýsingar veitir
EIGNAMIÐLUNIN Vonarstrœfi 12
Símar 24534—11928.