Morgunblaðið - 06.01.1971, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1971
Dr. Gunnlaugur Þórðarson:
Uppgjöf í landhelgismálimi?
Myndin hér að ofan sýnir í stórum dráttum 50 sjórnilna t'isk-
veiðilandhelgina, sem afmarkast og- af 200 metra dýptarlínunni
(punktalina), þar sem hún ferutan. Innst er dregin 12 sjómílna
landheigín.
Þann 6. þ.m. birtist í Morgun-
biaðinu erindi, sem Hans G.
Andersen, fyrrverandi ambassa-
dor íslands í Osló flutti á veg-
um Stúdentafélags Reykjavíkur
í Ríkisútvarpið, 30. þ.m.
Á einum stað segir ambassa-
dorinn fyrrverandi:
„Oft hefm- verið á það bent,
að fyrir Htið land eru lög sverð
þess og skjöldur. íslendingar
hafa í landhelgismálum farið þá
leið að vinna að þróun þjóðarétt
ar og notfært sér síðan þá þró-
un.“
Það mætti ætla af þessum orð-
tiin fyrirlesarans, að við íslend-
ingar séum engir smákarlar á
sviði þjóðréttar, höfum þar unn
ið stórvirki að því er tekur til
landhelgismála. Staðreyndin er
því miður önnur, við höfum
ekki fylgt neinni fastmótaðri
stefnu í landhelgismálum og
ekki skapað neinn þjóðarétt að
því leyti, enda væri okkur þá
lítill vandi á herðum, ef þessu
væri svo varið.
Þegar landhelgin var færð út
í fjórar sjómílur fyrir Norður-
landi, var höfuðáherzla lögð á
að tengja landhelgi Islands
hinni svokölluðu skanðinavisku
4ra-sjómílna reglu. Hið sama
endurtók sig, þegar landhelgis-
linan var dregin umhverfis allt
landið. Þegar landhelgin síðar
var færð út í 12 sjómílur 1958
var það gert, af þvi að sumar
aðrar þjóðir höfðu miðað land-
helgi sína við þá víðáttu, en við
höfðum þá hvorki þekkingu né
þor til þess að standa á fornum
sögulegum rétti okkar til miklu
víðáttumeiri landhelgi.
SKRÍTIÐ „GU»SIMA1LL“
1 erindi sínu víkur fyrirlesar-
inn að samningnum um 3ja sjó-
mílna landhelgi við ísland, sem
Bretar og Danir gerðu og getur
þess, að þeim síðarnefndu hafi
verið hallmælt hér fyrir samn-
ingsgerðina. Ekki víkur amb-
assadorinn fyrrv. einu orði að
því, hvaða réttarverkanir upp-
sögn samningsins hafði, heldur
setur hann fram þá furðulegu
kenningu, að vegna þess að 3ja-
sjómílnalandhelgin hafi þá ver-
ið föst í sessi „sem guðspjall,"
er ekki hefði fengizt haggað hafi
verið tilgangslaust að segja samn
ingnum upp. Skal siðar vikið að
þessari gömlu firru ambassa-
dorsins fyrrv. um að 3ja sjó-
mílna reglan hafl verið nær því
alþjóðalög, en fyrst á það bent
að mergur málsins var sá, að
með stofnun lýðveldis óx ís-
lenzku þjóðinni fiskur um hrygg
og þegar það var orðin stað-
reynd og seinni heimsstyrjöld-
inni lokið, hlaut að koma að því
að landhelgissamningnum yrði
sagt upp, hvað sem skoðunum
Breta á 3ja sjómílna landheig-
inni leið.
Hinu má ekki gleyma, að jafn-
an voru uppi þær raddir á Al-
þingi, sem kveða vildu niður
allar óskir um uppsögn samn-
ingsins og virtust gæta annar-
legra hagsmuna, en það er um-
liðið og skal ekki farið út í þá
sálma hér.
Vissulega hefði mátt búast við
að fyrirlesarinn reyndi að gera
grein fyrir því, hver hafi verið
réttarstaða Islendinga í land-
helgismálum við brottfall samn-
ingsins frá 1901, en mér er
ókunnugt um að því efni hafi
nokkurn tíma verið gerð við-
hlítandi skil af hálfu íslenzkra
stjómarvalda. Hins vegar var,
sem fyrr segir, greinilega reynt
á lævíslegan hátt að binda land-
helgi íslands við hina gjörsam-
lega ófullnægjandi 4ra sjómílna-
reglu, sem hefði getað orðið
landi og þjóð til óbætanlegs
tjóns og er það ekki ambassa-
domum fyrrv. að þakka að sú
varð ekki raunin. Augljóst var
að árið 1952 átti ekki að ganga
lengra og þá var lagt kapp
á að sannfæra þjóðina um að í
landhelgismálum ætti hún ekki
meiri rétt og átti 4ra sjómíina
landhelgin greinilega að vera sá
grundvöllur, sem þjóðin átti að
byggja baráttu sína á. Þeir menn,
sem vöruðu við þessu tilræði við
þjóðarhagsmuni, voru úthrópað-
ir og bomir alvariegustu sök-
um. En sem betur fer varð rás
viðburða önnur og landheigin
færð út í 12 sjómílur 1958. Var
það vissulega mikilvægt spor,
en það var óheppilegt og raun-
ar hrapallegt að marka ekki
sérstöðu Islands í landhelgis-
málum með því að færa land-
helgina út í a.m.k. 50 sjómílur.
Skal nú vikið að þeirri alvar-
legu firru talsmanns ísl. stjórn-
valda að 3ja sjómílna-reglan
hafi verið slik alþjóðalög sem
jafngiltu „guðspjalli", en loks
orðið „steindauð á ráðstefnunni
í Genf árið 1958.“
Slík staðhæfing ber vott um
annaðhvort minnisleysi eða
óskiljanlega blekkingarhneigð.
Spyrja mætti hvaða nauðsyn
Bretum hefði verið að gera samn
ing við Dani 1901 um 3ja sjó-
mílna landhelgi, ef það voru
alþjóðalög á þeim tima, meira að
segja samning með uppsagnar-
ákvæði. Nei, þá hefði Bretum
ekki verið það nein nauðsyn. Al-
þjóðaráðstefnan í Haag 1930
leiddi enn betur í ljós að 3ja sjó-
mílna reglan átti ekki stoð í
þjóðarétti, enda er það alkunn
staðreynd, sem fyrirlesarinn
vissi mæta vel. En hví þá að
halda fram þessari fjarstæðu,
sem aðeins spiilir málstað okk-
ar?
ER FORNI RÉTTURINN
FJARSTÆÐA?
Hitt er þó aivarlegra, að lítil
sem engin tilraun skuli hafa
verið gerð til þess að gera grein
fyrir sögulegum rétti islenzku
þjóðarinnar í þessu máli, hvað
þá að halda honum fram. Sumir
gætu af þessu ályktað að kenn-
ingin um hinn sögulega rétt sé
fjarstæða, þar sem honum hefur
verið svo lítill gaumur gefinn.
Skal það nú lítið eitt nánar athug
að.
1 doktorsritgerð minni og
tugum greina í blöðum og tíma-
ritum hef ég hamrað á mikilvægi
þess réttar, sem tók í fyrstu til
landhelgi, sem var allt að 50 sjó-
mílur. En sú var skoðun íslenzku
þjóðarinnar og danskra stjórn-
valda eins og vel kemur fram í
gömlum skjölum um þessi efni,
t.d. í bréfi danska utanríkisráðu-
neytisins, frá 1741, en þar segir:
„Lega íslands er alkunn. Hið
kalda loftslag gefur jarðyrkju-
manninum ekkert svigrúm, íbú-
arnir hafa ekkert að grípa sér til
lífsviðurværis, nema fiskveið-
anna. Þeir hafa litla báta, sem
þeir hætta sér ekki á Iangt á
hafið út, og mættu þeir ekki
treysta því, að þeir hefðu einir
not þessa litla fjögurra milna
svæðis, heldur yrðu að vera þar
innan um útlendinga . . . þá ættu
landsmenn á hættu að deyja úr
hungri. Af þeirri ástæðu hefur
veiði með ströndum fram verið
bönnuð frá upphafi vega, og
hafi Kristján IV ákveðið hreidd
svæðisins 8 mílur (þá var 1 mila
sennilega 6 sjómílur — 48 sjó-
mílur), þvl næst sex milur og
loks ákvað Kristján V. árið
1682, að breiddin skyldi vera
4 mílur (þ.e. 16 sjómílur).
Það, sem er sérstaklega athygl-
isvert við þetta bréf er, að þar
er í raun réttri í fyrsta sinn sett
fram hin svokallaða landgrunns-
kenning, það er að hver þjóð eigi
að búa að auðlindum þeim, sem
finnast í landgrunninu eða haf-
inu yfir því, sbr. hin athyglis-
verðu orð bréfsins að þeir (Is-
lendingar) mættu treysta því að
fá að búa einir að fiskimiðum
sínum. Bréfið er þeim mun
merkara að því leyti að það er
sett fram einungis um landhelgi
Islands, en grunn þess með fisiki-
miðum er betur og skýrar af-
markað en nokkurt annað land-
grunn á þessari hnattkúlu okkar,
þar sem þvi snarhallar víðast
hvar út á djúpsævið.
Sami skilningur birtist t.d. í
bænaskrá frá Alþingi 1869, en
Framh. á bls. 20
Guðmundur Marteinsson, verkfræðingur:
Smáhugleiðing um áramóta-
hugleiðingu Laxness
Á GAMLÁRSDAG birtist í Morg
umblaðinu skemmtilega skáld-
legt sambland af sannleik og öfg
um eftir Halldór Laxness, sann
kölluð vandlætinga- og vakn-
ingarræða.
Það verður kannski talið ó-
viðeigandi og ótuktariegt af al-
mennum lesanda annað en að
segja amen í hljóði að loknum
lestri, en ég freistast til að gera
frekar að umtalsefni lítið brot
af greim Halldórs, þótt mér sé
ljóst að ég mun með því að lík-
indum stórhneyksla hann og
sennilega marga flein.
Ég ætla sem sé að „leggja til
atlögu við“ eitt fegursta djásn
landsins, sjálfan Gullfoss.
Þegar staðið er uppi á brún-
imni vestan við fossinn og horft
til austurs, blasa við feikna and
stæður: fossinn í sinni óumræði
legu fegurð og tign, og svo auðn
in og landeyðingin skarpar upp
máluð en á flestum öðrum stöð-
um á voru blessaða hrjáða
landi. Það er nú að vísu hætt
við, að fæstir þeirra sem fara
að skoða Gullfoss veiti landeyð
inguruii og auðninni á þessum
slóðum neina sérstaka athygli.
Svipað þessu sést svo sem víða
annars staðar, og fossinn dregur
að sér alla athygli flestra sem
þangað koma. En fyrir þá sem
meira og minna hafa á langri
ævi fylgzt með þeim harmleik
sem þama hefur gerzt og er
emn að gerast, dregur þetta
„sjónarspil“ venjulega úr ánægj
unni af því að standa augliti til
auglitis við Gullfoss.
Hamarsholt, rétt austan við
Gullfoss, var byggt ból þangað
til fyrir svo sem 80 árum. Þá
varð þar ekki lengur vært, og
nú er aðeins svolítill skiki eftir
af túnimu, en allt í kring er
eyðimörk.
Og sem þú stendur þarna uppi
á brúninni og horfir á andstæð
urnar, gætum við hugsað okk-
ur eins og í ævintýrunum, að
huldumaður úr klettunum kæmi
til þín og gerði þér tvo kosti,
sem þú yrðir að velja á milli.
Væri annar kosturimn sá, að
Gullfoss réði þarna ríkjum í
allri sinni dýrð til eilifðamóns,
en auðnin austan við ána héld-
ist einnig óbreytt, og landeyðimg
in héldi áfram jafnt og þétt,
svo sem verið hefur. Hinn kost
urinn væri sá, að allt landið
umhverfis Hamarsholt, sem hef
ur verið að eyðast undanfamar
aldir, fengi aftur sinm þykka,
græna gróðurfeld, en Gullfoss
yrði flattur út, fossinn hyrfi. —
Jæja, það er þægilegt, að huldu
fólk er ekki lengur tiL
Nú má fyrir alla muni ekki
skllja orð mín svo, að ég sé
á einhvern hátt að kenna Gull-
fossi eða Hvítá um uppblástur-
inn á bökkum hennar, en hina
vegar getur það varla talizt guð
last að verja fyrstu dögum árs-
ins í loftkastalabyggingar, eins
og til dæmis að hugsa sér að
Gullfoss væri virkjaður meðal
aitnars í þeim tilgangi að græða
að einhverju leyti þau sár, sem
hinn voveiflegi uppblástur hefur
valdið. Svipaður loftkastali hef
ur komizt niður á jörðina
skömmu austar, í Þjórsárdal.
Landsvirkjun (náin frænka
Orkustofunar!) gekkst fyrir því
að rækta gras á „dauðum“ vik
ursöndunum vestan við Sáms-
staðamúla, ekki aðeins til augna
yndis, heldur hefur það orðið
veruleg björg í bú í grasleysi
og óþuirrkum í fjarlægum hér-
uðum. Til fulltingis við sig fékk
Landsvirkjun Landgræðslu rík-
isins, svo og hóp af ungu fólki
úr nærsveitunum. Með þessu
sýnist mér Landsvirkjun hafa
sett fagurt og gagnlegt for-
dæmi, og jafnframt lagt fram
dæmi um það, að vísindi og
tækni má nýta til þess að vinna
með hinni lifandi náttúru, en
ekki endilega í andstöðu við
náttúruna, eins og möcg ljót
dæmi eru um.
Nú vil ég setja fram þá hug-
mynd, eða réttara sagt þá ein-
dregnu tillögu, að í sambandi
við hugsanlega virkjun Gull-
foss verði sett ófrávíkjanlegt
skilyrði um landgræðslu í stór-
um stíl á Gullfoss-svæðinu.
Skuli ákveðnum hundraðshluta
af afrakstri orkuversins varið í
þessum tilgangi, og reiknað með
því í kostnaðaráætlun virkjunar
innar og rekstraráætlun orku-
versins.
En svo eru það þessi tvö
hræðilegu orð, virkjun Gullfoss.
Ég minnist þess, að þegar ég
var unglingur og hinar miklu á
ætlanir um virkjun Þjórsár
voru á döfirmi, var sögð saga
af gamalli konu sem átti heima
á Þrándarholti og fossinum
Búða í „Þjórsá undan Þrándar-
holti“ (raunar fremur flúð en
foss). Gömlu koniunni var sagt
að nú væri Gestur á Hæli bú-
inn að kaupa Búða. Já, hún hélt
að það mætti nú missa sig fyrir
sér, bannsett rosahljóðið í hon
um Búða. Hún mun hafa gert
sér einhvers konar hugmynd um
að Gestur á Hæli ætlaði að
hnýta Búða í bagga og reiða
hann í burtu, og þá væri hún
laus víð bannsett rosahljóðið í
honum þegar landsynningurmn
var að gera boð á undan sér.
Og nú hefur Gullfoss verið
„tekinn í karphúsið af verkfræð
ingakontór Iðnaðarmálaráðuneyt
isins“, segir Halldór Laxness,
og er honum svo sem ekki lá-
andi þó honum blöskri.
Tvær staðreyndir eru nokk-
urn veginn kunnar varðandi fyr
irhugaða eða hugsanlega virkj-
un Gullfoss. Önnur er sú, að
hann hefur verið „tekinn í karp
húsið“, þ.e. það hafa verið gerð
ar einhverjar áætlanir um virkj
un hans, og hin er sú að þetta
er mikið feimnismál (eða er
það ekki staðreynd?) Nú er það
að vísu svo, að virkjun Gullfoss
er ekki hugsuð á næsta leiti, og
þess vegna kann að vera að ekki
sé talin ástæða til að hafa hátt
um hana, en spurning er hvort
ekki væri rétt og viðeigandi
(gjaman að gefnu tilefni) að
hlutaðeigandi ráðamenn og sér
fræðingar gerðu lýðum Ijóst
hvernig hugsað er að leysa þetta
viðkvæma mál.
Vera má að þetta hafi verið
gert að einhverju leytL Ég
heyrði ekki útvarpserindi það
sem Halldór Laxness vitnar í,
en það erindi vírðist hafa gefið
honum fáránlega mynd af að-
ferðinni.
Það er vitað, að v ð Niagara-
fossana á landamærum Banda-
ríkjanna og Kanada, rétt við
stórar borgir, eru mikil orku-
ver, en það verður ekki annað
séð en að fossarnir skarti sínu
fegursta eftir sem áður. Hvemig
það er gert veít ég ekki gjörla
en vitanlega er það tæknílegt at
riði.
Gullfoss er í óbyggðum. Hann
sér enginn maður yfír vetrar-
mánuðina nema ef tíl vill smal
ar úr nærliggjandi sveitum, og
þeim er það engin nýjung. Því
skyldi hann ekki þann tíma
mega haga sér eins og honum
(eða Orkustofnun eða Lands-
virkj un) sýnist?
Vatnsorkuver eru í rauninni
einföld í smíðum. Þau saman-
standa af þessum aðalþáttum:
Stíflu (með opnanlegum hler-
um), aðrennsli (skurði, pípu,
göngum) vélasal og frárennsli
og þar að auki tengivirkjun).
Verði Gullfoss virkjaður, hlýt-
ur það að vera almenn krafa,
að stifla verði svo langt fyrir of
an fossinn, að hún verð ekki
til truflunar eða lýta, aðrennsli
verði eftir neðanjarðargöngum
(ósýnilegt), vélasalur og frá-
rennsli niðri í árgljúfrinu eða
inni í berginu utan sjónmáls frá
fos'sinum, og sömulejðis tengi-
virkjun.
Hugsan-legt væri, að úr lónl
sem myndaðist ofan við stíflu
mætti um takmarkaðan tima á
ári hverju veita vatni yfir á
landssvæði, sem verið væri að
græða upp.
Sjálfsögð krafa væri að vatns
F'ramhald á bls. 17