Morgunblaðið - 06.01.1971, Page 17

Morgunblaðið - 06.01.1971, Page 17
MORGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1971 17 — Undir hvítum seglum Framh. af bls. 15 \ En næsta dag, þegar dalurinn rís á fætur er skóguriinn horfinn að heiman frá sínum trjám. f gráu haustljósi standa þau, nakin og strjál, sem förumenn, tepptir við fljótið, og þekkja sig ekki framar fyrir hin sömu tré. Að sögn skáldsins fjallar þetta Ijóð um hvernig „mansævin líður“. Fræg er setningin úr Síðdeg isboði T. S. Eliots: „Maðurinn er alltaf ein<n“. Tómas Guð- mundsson yrkir í ljóðaflokki sínum um Mjallhvíti: „Því eng- inn, ef aðeins hann vonar, / er einn á þessari jörð“. Veg- urinn, vatnig 0g nóttin endar á sáttargjörð: „Og ég og nóttin verðum aftur ein“. Líf og dauði hafa sameinast, maður- inn horfið til upphafs síns. Þannig er heimsmynd skálds- ins Tómasar Guðmundssonar heilsteypt og felur í sér hugg un, því að skáldskapur hans er í innsta eðli sinu hylliing — lofgjörð um líf og dauða. Tómas Guðmundsson hefur ekki brugðiist þeirri köllun skáldsins að vera trúr skáld- skap sínum. Hann hefur ekki heldur svikist um að njóta Iíf3ins. Hann hefur fagnað líf- inu af trúarlegri tilbeiðslu þess manns, sem á sér vissu. Tómas Guðmundsson hefur með eftirminnilegum hætti gert grein fyrir viðhorfum gín um til lifs og listar í bókinni Svo kvað Tómas. Þangað munu margir leita, sem fræðast vilja um skáldið. Bókmenntamaðurinn Tómas Guðmundsson er glæsilegt for dæmi ungum mönnum. Hann hefur verið strangur við sjálf- an sig og aðra. Hann ritstýrði á tímabili ásamt Magnúsi Ás- geirssyni einu helsta bók- menntatímariti á Norðurlönd- um, Helgafelli. Ég hef reyndar grun um, að Helgafell hafi hætt að koma út vegna þess hve þeir Tómas og Magnús voru kröfuharðir þegar velja skyldi efni í ritið. Tómas Guðmundsson hefur átt sæti í bókmenmtaráði Al- menna bókafélagsins frá stofn- un þess og lengi verið formað ur ráðsina. Það starf er að mestu unnið bak við tjöldin, en óhætt er að fullyrða að Tómas hafi með smekkvísi sinni og góðum ráðum bjargað mörgu handriti frá að verða óhrjáleg bók og þar með heiðri margra rithöfunda. Margt af því, sem lofsvert er um útgáfu Almenna bókafé- lagsins ber að þakka Tómasi, en hinu má heldur ekki gleyma að fleiri hafa lagt sitt af mörkum til að félagið héldi reisn sinni. Fjöldi greina um bókmennt ir hafa birst eftir Tómas Guð mundason og lýsa þær í senn einlægri ást hans á bókmennt- um og skarpskyggni hans sem bókmenntamanns og gagnrýn- anda. Sem dæmi um merkar ritgerðir af þessu tagi nefni ég greinar um Jónas Hallgríms- son, Hannes Hafstein, Einar H. Kvaran og Gunnar Gunnars- son. Tímarit eins og Helgafell og Félagsbréf Almenna bóka- félagsins eru heimildir um bókmenntaskrif Tómasar Guð- mundssonar, en ekki held ég að sakaði að safna ritgerðum hans saman í bók. Sú bók yrði fagur vitnisburður um skáldið og manninn Tómas Guðmunds son. Ekki vil ég láta hjá líða í þessu sambandi að minnast á bækumar, sem þeir Tómas og Sverrir Kristjánsson hafa skrif að í sameiningu. Þessi bóka- flokkur ber heitið íslenzkir ör lagaþætt'ir og síðan 1964 hafa sjö bindi komið út, þar sem fjallað er um margvísleg efni úr íslensku þjóðlífi. Sumir þáttanna hafa vakið mikla at hygli og hlotið lofsamlega dóma. Ungt listafólk hefur fagnað ljóðum Tómasar Guðmunds- sonar, samið við þau lög og sungið. Ljóðin í Fögru veröld eru síður en svo gamalt þing. Boðskapur þeirra og skáldleg- ir töfrar eru æskunnar. Hún kann að meta hið „undarlega ferðalag“, sem þau skýra frá, og gerir með því Tómas Guð mundsson að sínu skáldi. Ég vil að lokum þessa af- mælisirabbs færa Tómasi Guð mundssyni persónulegar þakk- ir. Með fágaðri framkomu sinni og eðlislægri hjartahlýju hefur mér alltaf þótt hann dæmigerð ímynd þess skálds, sem þarf ekki að ástunda sýnd armennsku til að vekj a eftir- tekt. Samfylgd hans hefur ver ið mér mikils virði. Ég veit að hann hefur verið hollráður mörgum ungum skáldum, sem leitað hafa til hans. f dag er hann höfuðskáld íslands og rödd hans er síður en svo þögnuð. Ljóðið, sem hann flutti í Þjóðleikhúsinu við frumsýninigu Marðar Valgarð®- sonar í fyrra, sannar okkur það, að hann á enn brýnt er- indi við samtíð sína. — Líknarstarf Framh. af bls. 13 anna er að heimsækja aldna og sjúka í heimahúsum, en þessi lið ur í starfinu er enn í mótun að sögn Sigríðar. — Tilgangur þessara heim sókna, er sá að veita persónu- lega aðstoð og upplyftingu, en á ekkert skylt við heimilishjálp. Konurnar lesa t.d. fyrir sjúkling ana eða gamalmennin, aka þeim til læknis og fleira þess háttar. Talsvert hefur verið um þessar heimsóknir, og hefur bæði verið leitað til okkar og eins höfum við frétt af einstaklingum sem við höfum boðið aðstoð, en eins og ég hef áður sagt, þá er þetta starf enn á byrjunarstigi og í mótun. TÓNABÆB Eins og flestum er kunnugt, þá hefur borgin rekið opið hús fyrir aldrað fólk í Tónabæ. Hitt er ekki eins víst að allir viti að konur úr kvennadeild Rauða krossins og konur úr hinum ýmsu safnaðarfélögum I borg inni veita mikla aðstoð við þessa starfsemi. Tónabær er opinn 2—- 3 i hverri viku fyrir aldraða og mæta þá þessar konur, spila við fólkið, sjá um kaffiveitingar, að stoða við föndurvinnu og fl., en í allri þessari starfsemi er fólg- in mikil vinna af hendi sjálf- boðaliðanna. Að lokum sagði Sigríður Thor oddsen að hún vonaði að fleiri, bæði karlar og konur gengju í Rauða krossinn, til þess að hjálpa þeim við að hjálpa öðr- um og sagðist hún vona að hin frjálsa samhjálp yrði aldrei úr sögunni. Núverandi stjórn kvenna- deildar Rauða krossins skipa: Sigríður Thoroddsen, formaður, Geirþrúður Bernhöft, Katrin Hjaltested, Halla Bergs, Sigríð- ur Helgadóttir, Björg Erlingsen og Guðrún Holt. — Smá hugleiðing Framhald á bls. 16. rennsli um árfarveginn og foss inn væri ekki skert frá vori til hausts. Ég veit að þeir eru margir, sem ekki mega til þess hugsa, að neins konar tækni sé beitt í sambandi við Gullfoss, og munu því hneykslast á þessum bollaleggingum mínum, en eins og fyrr segir, á að mega beita vísindum og tækni á jákvætt ekki síður en neikvætt, og stendur ekki í hinni helgu bók, að maðurimn eigi að gera sér jörðina undirgefna? (en ekki bara standa og glápa!). Það er mjög margt fleira at- hyglisvert og, eins og vænta mátti, skemmtilega fram sett í grein Halldórs Laxness, en það er orðið framorðið og ég fer að hætta og hátta. Aðeins eitt eða tvö atriði verð ég þó að minn- ast á. Halldór spyr hvað við ís- lendiingar eigum að gera við peninga, að vísu bætir hann við „þegar búið er að útanskota fyr- ir okkur fegurstu stöðum lands- ins“. Jú, sumir fljúga til Maj- orku, og raunar ekki svo fáir, það er satt, en Halldór veit- ekki síður en hver annar, að „peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal“, og þó að trú- lega sé mikið til í því, að við íslendingar kunnum ekki með peninga að fara, þá vitum við báðir, að hér hefur margt og nytsamt verið gert, sem ekki hefði getað gerzt án peninga (og strits hugar og handa). Að lokum vil ég geta þess, að ég hef eing og Halldór Laxness, ávallt verið mikill aðdáandi Sigríðar Tómasdóttur í Bratt- holti, þótt mér hafi að vísu ekki auðnast að sjá hana, en þegar hann lætur að því liggja, að um urkynjun sé að ræða meðal kvenna í „nágrenni þessa vatns- falls“, þá ber það vott um, að hann hefur í seinni tíð gert víð- reistara um aðrar slóðir en Biskupstungur og Hreppa! 3. janúar 1971 Guffmundur Marteinsson. — Jarðarbúar Framhald af bls. 12. wn sjálfa borgina ásaimt út- borgum eða öðru þéttbýli sem beiinlínfe er temgt henni. I Sknanini, sem fjallar um hið eiginlega borgarsvæði, eru eftirtaldar 20 borgir tald- ar stærstar í heiimi: Borg fbúar Ár Tókíó 9.012.000 1968 New Yorfe 7.964.000 1968 London 7.763.800 1968 Moskva 6.942.000 1970 Sj anghaí 6.900.000 1957 San Paulo 5.684.700 1968 Kaíró 4.225.700 1966 Rio de Jameiro 4.207,300 1968 Peking 4.010.000 1957 Seoul 3.794.900 1966 Nýja Delhi 3.621.100 1969 Chicago 3.550.400 1968 Buenos Aires 3.549.000 1969 Leníngrad 3.513.000 1970 Mexíkóborg 3.483.600 1969 Tíentsín 3.220.00 1957 Kalkútta 3.134.100 1969 Ósaka 3.078.000 1968 Karatsjí 3.060.000 1969 Dj akarta 2.906.500 1961 Þessi skrá tekur ekki til mokkurra stórborga, þar sem stór hluti borgarbúa býr fyrir utan sjálfan borgarkjarnainin. Meðal þeirra er París með samanlagðan stórborgaríbúa- fjölda upp á 8.196.700, Los Angeles með 6.859.000, Fíla- delfía með 4.828.500 og Det- roit með 4.127.400 íbúa. FRJÓSEMISSTIG í árbókinni eru upplýsiing- ar um frjósemisstigið í 80 löndum. Með frjósemiisstigi er átt við raunverulegam fjölda fæðinga á hverja komu, en ekki getu kvenma til að aia börn, sem talin er vera að meðaltali 12 börn á kven- manmsævi. Flestar konur hag nýta eioungis hluta af frjó- semisskeiði — vemjuleiga að- eins um þriðjung eða fjórða hluta eða emm miirana. Hæstu tölum-ar koma frá Jórdaníu og Bahráin, þar sem hver kona elur að meðaltali fimm börn. Mörg lönd í Asíu, Afríku og Ástralíu hafa fjög- urra barnia meðaltal. í Evrópu er meðalta.lið kringum tvö börn á hverja konu. Meðal undantekninga eru þó Albamáa, þar sem með- altal á konu er fjögur böm, og Irland, þar sem meðaltal- ið er þrjú böm. f Bandairíkj- unium og Kamiada er meðail- talið eiminig þrjú börn á hverja komu. Sérstök tafla hefur að geyma skrá yfir fjölda liffandi fæddra dætra í 92 löndum miðað við fjölda kvenma. í Pakistan fæðast 3,7 dætur á hverja komu, og er það hæsta meðalital í heimi. f Vestur- Berlín fæðast hins vegar 0,9 dætur á hverja komu, og er það lægsta meðaltal í heimi. í mörgum vaniþróuðum löndum fæðast rúmlega 3 dætur að meðaltali á hverja konu, en í iðnaðarilöndunium eir meðal- talið tæplega 1,5. Meðal Evrópulanda sem hafa hærra meðaíltal má nefina Albaníu með 2,7 dætur á hverja komu, ísland með 1,6, írlamd með 1,9, Rúmeníu með 1,8. Samsvarandi tölur fyrir Ástralíu eru 1,4, fyrir Kanada 1,2, fyrir Japan 1,1, fyrir Nýja Sjáland 1,5 og fyr- ir Bandaríkin 1,3 dætur á hverja konu. BÖRN FÆDD UTAN HJÓNABANDS Upplýsinigar um börn, sem fædd eru utan hjónabands, li-ggja fyrir. frá 115 löndum og sýna miklar sveiflur. Skýrslur frá ákveðnum pörfcum Rómönisku Ameríku og Vestuir-Indíum benda til, að þar fæðist yfi.r 70% alilra barraa utan hjómabands. Á sama tíma eru börn fædd ut- an hjónabands í Arabiska sambamdslýðveldinu og ísrael innan við 1%. í Evrópu sveifl ast hlutfallið milli 1,1% í Grikklandi og 30% á fslandi. Nýjusfcu tölur frá Bandaríkj- uinum eru 9,7 prósent frá Emg landi og Wales 8,5%, frá Kam ada 8,3% og frá Ástralíu 7,7%. f árbókinni er hinis vegar lögð áherzla á, að upplýsing- ar séu í mörgum tilvifeum óáreiðamlegar. Félagsleg við- horf vallda því, að raunveru- legur fjöldi bann-a, sem fædd eru utan hjónabands, er ekki gefinrn upp. Tölurnar, sem gefnar eru, veita samt laus- lega hugmynd um umfang vandamálains í tillteknum löndum. BARNADAUÐI vera allgóður mælikvarði á heilbrigðis- og velferðar- ástand á hverjum stað, er á undanhaldi víða uim heim. Lægst er dánartala barna í Svíþjóð eða 12,9 á hvern 1000 lifandi fædd böm. f Hol- landi er bamadauðinn 13,1 á hver 1000 böm, í Noregi 13,7 og í Fiinmlaindi 13,9. f viissum löndum Afríku, Asíu og Róm- önisku Ameríku er barnadauð inn enn kringum 100 á hver 1000 lifandi fædd böm. — Engin Framhald af bls. 12. með 200 miKjón simálesfcuim a/f hrísgrjónum. Þesisi aiúlkn- ing stafaði bæði af góðum veðurskillyrðum í helztu hris- grjónaræktarlönduim heims og af áframhaildandi tækni- framförum, ekfei sízt sífell't meiri útbreið®lu hrisgrjóna- tegunda sem gefa aif sér mikla uppskeru. .— Hveitiiframlleiðslan minink aði um sex prósent. Sam- dráttuirmn var aligengaisbur í iðnaðarlöndum og löndum með miðstýrðum efnahags- kerfum, en í Asíu og Róm- önskiu Ameríku fengu mörg lönd betri hvéitiuppskeru en nokkru sinni fyrir. Meðal þeirra voru Indland, Pakist- an og Argentlna. -— Kjötiframileiðslan jóksit á að gizka um tvö prósent, en meðalaukning síðastliöinn áratug nam fjórum prósent- um. — M j ólikiu r f'ramle iðtsla n vai óbreytt. í Austur-Asíu, Ástra- llíu og Rómöinsku Ameirílku jókst hún, en minnkaOi að sama skapi í Bandaríkjun- um, Vestur-Evrópu og Sovét- ríkjunum. — Sykurframleiðslan jókst um íimm prósent efitir sam- drátt 1968. —- Framl'eiösila sítrúsávaxta jókst aftur í náílega ölHum löndum. -— Teframileiðslan jókst um tvö prósent og náði hámarki, þar sem voru 1,1 millljón lestir. — Kaffii- og kafeó-fraun leiðsllan réfcti við eftir milk- inn samdrátt árið 1968. Barnadauði, sem taliinn er Skriistofumaður óskust Innflutnings- og verzlunarfyrirtæki óskar að ráð mann til að annast innfiutnings- og tollpappíra ásamt fleiru, sem við kemur innflutningi. Tilboð sendist til afgr. Mbl. fyrir 12. 1. merkt: „Framtíðar- vinna — 4348". Frá sjúkrasamlagi Reykjavíkur Snorri Jónsson læknir hefir sagt upp störfum sem heimilis- læknir frá og með 1. febrúar 1971. Þeir samlagsmenn sem hafa haft hann að heimilislækni snúi sér til afgreiðslu samlagsins, hafi samlagsskírteini meðferðis og velji nýjan heimilislækni. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Númskeið í vélritun hefjust 7. januar Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Innritun og upplýsingar í símum 21719, 36112 og 41311 VÉLRITUN FJÖLRITUN SF. Grandagarði 7. Þórunn H. Felixdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.