Morgunblaðið - 06.01.1971, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.01.1971, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1971 bá&um áttu'fn EFTIR FEITH BALDWIN 50 izt sérlega gáfuleg. Samtalið var alltaf að deyja út, þrátt fyrir heiðarlega viðleitni Hðnnu. Loksins sagði hún og yppti öxl- um: — Kannski væri réttara, að ég færi. — Það væri ekki svo vitlaust, sagði Pat, án þess að depla aug- um. — Nei, sagði Kathleen ein- beitt. Hanna leit af dökku andliti mannsins og á fölt andlit stúlk unnar. Svo sagði hún i uppgjaf artón: — Nú, jæja, hvers vegna ekki berjast fyrir áhorfendur. Ég skal vera dómari. — Það er meira vit i því, 26600 al/ir þurfa þak yfirhöfudid Ití SÖLUSKRÁ [\\ KOMIN ÚT Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) simi 26600 sagði Pat snöggt. — Sjáðu til, Hanna, þú kannt tökin á þessu öllu. — Enginn betur, sagði Hanna. — Kathleen er orðin brjáluð, sagði hann. — Hún segist elska mig. . . og um mínar tilfinning- ar þarf ég ekki að fjölyrða. . . . og hún hefur slitið trúlofuninni okkar vegna þess að henni lík ar ekki það, sem hún telur við- skiptaaðferðir minar vera. Hanna varð daufari á svipinn. Hún leit á Kathleen og spurði: — Hjálpi mér, Kate, er þetta satt ? — Já, það er satt, sagði Kath- leen, án þess að hreyfa sig. Ef Pat vildi draga Hönnu inn í mál ið, var það ekki sjálfri henni að kenna. En hugur hennar fyllt- tst gremju. — Þú ert vitlaus, sagði Hanna. — Hvað ættir þú að kæra þig um . . . nokkurn skapaðan hlut yfirleitt? — Ég veit, hvað þú átt við, sagði Kathleen. — En það vill bara svo til, að ég Íít allt öðru vísi á málið. — Ef ég elskaði einhvem mann, sagði Hanna — sem lifði á því að kúga fé af saklausum stúikum, féfletta konur og mun aðarleysingja, þá yrði ég ekk- ert hrifinn af því, og mundi jafnvel skamma hann sundur og saman, en ég færi aldrei að hlaupa frá honum. — Bravó! sagði Pat. Kathleen leit á vinkonu sina og eymdin skein út úr augunum. — Fyrirgefðu, Hanna. Ég veit Útvarpsvirki Útvarpsvirki með góða þekkingu i rafeindafræði (Electronic) og starfsþjálfun í viðgerð og eftirlit á ýmsum rafeindatækjum, óskar eftir vinnu. Tilboð óskast sent til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 15. janúar merkt: „Útvarpsvirki — 6675". Sendisveinrt Heildverzlun óskar eftir að ráða nú þegar pilt eða stúlku til sendiferða hálfan eða altan daginn. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 8. þ m. merkt: „Röskur — 6834". Sölumaður — bílar Þekkt bifreiðaumboð vill ráða duglegan og færan sölumann sem fyrst. Vinsamlegast leggið inn nafn og heimilisfang á afgreiðslu Mbl. merkt: „Bilaumboð — 6676". að þú telur mig einhverja fyrír myndarmanneskju, en svona er það nú bara. Ég get ekki að þvi gert. — Farðu heim til þin, Pat, sagði Hanna, — og ég skal tala yfir hausamótunum á henni. Hann fór, án þess að hreyfa andmælum. Þegar hún var orðin ein með Kathleen, sagði hún: — Þú þarft þess ekki, ef þú vilt það ekki, og auðvitað varðar mig ekkert um það. . . Ég er bara forvit- in. Er þér alvara að halda, að hann Pat sé fantur? — Já, ég held hann sé óheið- arlegur, sagði Kathleen. — Vertu ekki að draga úr þvi. Fantur er fullgott orð. Veiztu sönnur á þessu? — Nei, ég hef það ekki svart á hvítu, ef þú átt við það, Ég hef engar sannanir í höndunum. En ég veit nóg til þess að. . . — Fæst stórviðskipti eru nú rekin alveg stálheiðarlega, sagði Hanna hóglega. — Ekki einu sinni Eloise h.f. — Ég ætla mér ekki að gift- ast Eloise h.f. minnti Kathleen hana á, og brosti ofurlítið. — Og heldur ekki honum Pat? — Stendur heima. — Og samt elskarðu hann enn? Kathleen stóð upp og fleygði vindlingnum sínum í eldinn. Stóð svo kyrr og horfði á flökt andi logana. — Ég elska hann, það er að segja ég elska flesta eiginleika hans. Ég elska göngulagið hans, röddina hans og hendurnar og . . . Hún þagnaði og Hanna sá, að hún skalf, rétt eins og hún fengi kölduflog. — Líkami minn elskar hann og samtimis ber ég ekki nokkra minnstu virðingu fyrir honum. En það hélt ég að ég bæri. Ég helt ég elskaði hann af því að hann var öðruvísi, af því að hann væri góður og heiðarlegur maður og hreinskil- inn. . . jafnvel gallarnir hans hrifu mig. En nú snýst hugur minn gegn þessum eiginleikum og honum sjálfum. Það er eng- in framtíð í eintómri ást og engu öðru. Hún sneri sér frá arninum, gekk inn í herbergið sitt oglok aði á eftir sér. Hanna fór ekki á eftir henni fyrr en íöngu seinna, en þá fleygði hún frá sér reyfaranum, sem hún var að lesa, slökkti ljósin og staðnæmd ist við dyrnar hjá Kathleen og heyrði þá, að hún var að gráta. Hún kallaði nafn hennar lágt og snerti hurðarhúninn. En dyrnar voru aflæstar. Næsta sunnudag fór Kath leen þangað sem kona Jim Hain es lifði sínu gleðisnauða lífi, inn an grinda. Þetta var óhugnan- legur^ staður eins og slíkar stofnanir eru oftast. Þau Jim töluðu ekki margt saman á leið inni. Einu sinni, þegar þau voru rétt komin á leiðarenda, sagði hún við hann og horfði beint fram fyrir sig: — Jim. . . það var viðvíkjandi okkur Pat. Ég verð að segja þér það, af því Stattii ekki þarna eins og þva með ra, hjálpaðu már lieldiir inn jólatréð. að ég lofaði þér að þú skyldir fá að fylgjast með því. Þetta er orðið breytt, vegna ósamkomu- iags, eins og sagt er í skilnaðar réttinum. Mér hefur skjátlazt illilega, Jim. Þú mátt hvorugu okkar leggja það illa út, ef þú getur. Hann svaraði, án þess að hafa augun af veginum framundan: — Já, ég hélt hann væri orð inn vitlaus. — Þú varst ekkert hrifinn af mér og vildir heldur ekki láta hann vera það. —Ég vissi, að það mundi enda svona. Þetta var nýjabrum hjá þér. En svo hefurðu sjálfsagt farið að hugsa um fólkið þitt. Það eru höfðingjar, er ekki svo? En pabbi hans Pats var aldrei annað en alþýðumaður. — Þetta er illa mælt og alveg óviðkomandi samkomulaginu milli okkar. Heldurðu að mér væri ekki sama þó að Pat hef ði komið til landsins í lestinni, og heldurðu að ég væri ekki hreykin ef hann hefði unnið sig upp á eigin dugnað? Bíllinn tók ofurlítinn kipp. Jim sagði eftir nokkra þögn. — Ég hélt nú, að þér væri ekki sama um það. En um dag- inn. . . þegar þú sagðist ætla að gera hann hamingjusaman, þá trúði ég þér. — Mér var lika alvara með það þá. — En hvað kom svo fyrir? — Ég get ekki talað um það, Jim, sagði hún. — Ég get líka verið þögul. Hafnfirðingur — Gnrðhreppingnr Þann 7. janúar flyt ég í nýja lækningastofu á Strand- götu 8—10. Viðtalstími kl. 13,30—14.30. Símaviðtöl vinsamlegast milli kl. 12,30 og 13,30 í síma 5-27-02. Vitianabeiðnir fyrst um sinn fyrir hádegi í síma 4-28-63 eða 2-18-18. Sérfræðingsviðtöl (lyflækningar) eftir samkomulagi. BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR læknir. Endurskoðunnrstofn Hef opnað endurskoðunarstofu að HVERFISGÖTU 82, 3. hæð. Sími 11860. ÓLAFUR G. SIGURÐSSON löggiltur endurskoðandi. Hún gekk með honum inn i stóru gráu bygginguna og bar böggul af skrautlegum timarit- um, en hjarta hennar var fullt kvíða. Kvíða og hræðslu við það, sem hún vissi ekki hvað var. Hún hafði ekki búizt við litlu ungu konunni, sem komið var með inn til þeirra í mót- tökuherbergið, í för með mið aldra þjónustukonu,. Hin síðar nefnda ávarpaði Jim. — Hún hefur verið að hlakka til að hitta yður. Hún hefur verið al- veg með sjálfri sér undanfarið, hr. Haines. Köstin eru orðin styttri og strjálli. Það færðist ofurlítill ljómi yf ir fölt andlit hans. Hann sagði: — Francesca! og breiddi út faðminn, en konan hljóp til hans og faðmaði hann að sér, kjökrandi. — Ég hélt þú ætlað- ir aldrei að koma! sagði hún. Hún var dökkhærð grann- vaxin og mjög falleg. Og hún var ungleg rétt eins og árin hefðu algjörlega farið framhjá henni. Kathleen dró sig í hlé ásamt starfskonunni. Hún sagði: — Svona er hún stundum. Mjög þæg og auðveld í umgengni. — Ég kem alltaf, elskan mín, sagði Jim og strauk svarta silki mjúka hárið á henni, sem var stuttklippt. Hún dró sig til baka og leit á Kathleen. — Hver er þetta? spurði hún. Röddin var mjó, líkust bamsrödd. — Það er hú.n ungfrú Ro- berts, sagði Jim, hún er komin að heimsækja þig og færa þér eitthvað að lesa. — Hún er falleg, tautaði Fran cesca. Hún leit á Kathleen með velvildarsvip. En svo urðu aug un eins og þokukennd. Hún hallaði sér að man?ii sínum og sagði: — Er hún stúlkan þín núna? Málrómurinn var vesæld arlegur. Tárin komu fram í aug un á Kathleen og henni varð tregt um mál. — Nei, flýtti Jim sér að segja, — vitanlega ekki. — Þú ert stúlkan mín og eina stúlkan, sem ég hef nokkurn tima átt. Hún er bara kunningi. En nú var Francesca farin að gráta. Hún hélt utan um Jim og horfði á Kathleen með sýnilegri óvild. Umsjónarkonan gekk til hennar. Og Jim sagði i örvænt ingartón um leið og hann bað Kathleen fyrirgefningar með augunum: — Hún er stúlkan hans Pats. Það varð óviðkunnaleg þögn. — Stúlkan hans Pats? endur- tók Francesca. Pats? Það var eins og hún væri að hugsa og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.