Morgunblaðið - 30.01.1971, Side 16

Morgunblaðið - 30.01.1971, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1971 Gunnlaugur Jónasson; Spillir virkjun fallvatna fossum og öðrum náttúruverðmætum? Eins og kunnugt er hefir Orku stofnun haft með höndum að undanförnu rannsóknir á fall- vötnum landsins og hagkvæmni þeirra til orkuframleiðslu. Rann sóknir þessar hafa sýnt og sann að, að nýtanleg orka í stórám landsins er svo mikil að furðu gegnir. Er því hér um að ræða eina mestu auðlind, sem fundizt hefir hér á landi til þessa; auð- iind, sem ef landsmenn hafa dug í sér og hugrekki til að hag nýta, myndi geta gert íslenzku þlóðina auðugri, að tiltölu, en fiestar aðrar í veröldinni. Sýn- ist nó óumdeilanlegt, að Orku stofnun og verkfræðingar henn- ar hafi hér unnið hið mesta þjóð nytjastarf og eigi að hljóta þakklæti alþjóðar fyrir. Samt bregður svo undarlega við, að heyrzt hafa þó nokkrar hjá- róma raddir og það jafnvel málsmetandi manna, sem láta sér fátt finnast um þensi tíðindi og þykjast sjá ails konar annmarka á hagnýtingu þessarar miklu auð iindar. Hefir í því sambandi verið haldið fram svo miklum fjarstæðum og staðleysum að undrun sætir. Verkfræðingum Orkustofnunar er hallmælt og hafðar uppi í þeirra garð lítt rökstuddar getsakir um þjóð hættulegar fyrirætianir. Finnst mér varasamt, að þegja alveg við þessu og get þvi ekki orða bundizt, þar sem um svo mikil- vægt þjóðmál er að ræða. Ég er vitanlega ósérfróður í þessum efnum, en hefi þó kynnt mér eft ár föngum nokkrar bær hug- myndir, sem verkfræðingar hafa sett fram um beizlun íslenzkra failvatna. Vil ég þvi hér á eftir fara nokkrum orðum um þær heiztu mótbárur, sem úrtölu- menn hafa haft á orði og sett á prent gegn þessum fyrirætiun- um. Sum ummæli virkjunarand- stæðinga eru þó ekki svaraverð, svo sem það, að verkfræðingar Orkustofnunar séu með „virkj- unaræði“ og ráðnir í því, að vaida stórkostlegum landspjöli- um og náttúruskemmdum, hugs- andi ekki nokkum skapaðan hlut um afleiðingar fyrirætlana sinna. Ég sný mér þá að því, að taka til athugunar nokkrar af þeim mótbárum úrtölumanna, sem mér finnast helzt svaraverðar: 1. Stórám verði veitt í nýja farvegi og nokkrir fegurstu og tignariegustu fossar landsins látnir hverfa, t.d. Gullfoss og Dettifoss. Gott dæmi um furðulegar hug- myndir sumra sómamanna um þetta er t.d. að finna i annars afhyglisverðri grein Halldórs Laxness um náttúruskemmdir, sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag s.l. Ýmislegt annað er og i grein þessari, sem ég get ekki fallizt á og ennfremur eitt og annað, sem vissulega orkar tvimæiis, þótt þess verði lítt get ið í þessu spjalli mínu. Einkum mun ég ræða hér nokkuð þau ummæli hans, að Orkustofnun og málssvarar hennar ætli sér að þurrka Gullfoss út úr ís- lenzku landslagi. Segir hann að „kontóristi" frá Orkustofnun hafi lýst þvi yfir i útvarpi „að væntarnieg virkjun foesins yrði framkvæmd þannig, að farvegi Hvítár verði breytt og fossstæð ið þurrkað upp (þ.e. fossinn lát inn hverfa) þó þannig, að hleypa mætti fossinum á þegar „túristar" kæmu að skoða hann (tilviitnun dál. stytt). Nafn þessa „kontórista" er ekki til- greint. Hér er nú eitthvað mál- um blandað, því í grein eftir Jakob Bjömsson, verkfræðing hjá Orkustofnun, sem birtist í timariti stofnunarinnar Orkumál um, hefti nr. 19 í júní 1969, kemst hann svo að orði: „Kom- ið hafa fram raddir um það, að óþarfi sé að rannsaka virkjun Gulifoss, því hún komi aldrei til greina vegna þess, að þá yrði Gullfossi spillt. Þetta er mis- skilningur. Enginn ábyrgur virkjunarsérfræðingur, sem ég þekki til, hefir látið sér til hug- ar koma, að eyðileggja Gullfoss. Aliar áætlanir Orkustofnunar um virkjun Hvítár ganga út frá því sem forsendu, að útlit foss- ins, yfir sumarmánuðina, verði með öilu óbreytt, frá því sem nú er og að engin mannvirki verði sjáanleg frá fossinum og nánasta umhverfi hans. Tekið skal fram, að þetta er ekkl hugs að þannig, að ferðaskrifstofa hringi í virkjunina og segi: Heyrðið þér, við verðum með hóp ferðamanna við Gullfoss kl. 12. Viljið þið gera svo vel, að hieypa 120 teningsmetrum á sek úndu á fossinn í tæka tíð.“ Hvenær sem er að sumrinu verð ur Gullfoss eftir virkjun i engu frábrugðinn því sem nú er." (til vitnun lokið). Ég held að flestir verði mér sammála um það, að taka verði meira mark á því sem Jakob Bjömsson, verkfræðingur Orku stofnunar, segir um þetta mál, en „kontoristinn", sem Laxness vitnar til. Svipuð hygg ég að myndu svör Orkustofnunar um Detti- foss og raunar um flesta aðra fossa í ám, sem virkjanir eru ráðgerðar í. Ekki þarf að undrast það, þótt menn séu almennt nokkuð ófróð ir um þau náttúruskilyrði, sem fyrir hendi þurfa að vera til þess, að vatnsorkuframleiðsla sé möguleg og hagkvæm. Flestir munu þó vita, að vatnsmagn og fallhæð skipta þar miklu máli. Það verður og að minnast þess að vatnsorkuver verða að skila jafnmiklum straumi raforku á nótt sem degi allt árið um kring. Vatnsmagn fallvatna hér á landi er afar breytilegt eftir árstím- um og veðurlagi og hagnýt fall hæð er mjög breytileg og sum staðar ekki fyrir hendi. Jökulár eru nokkuð sérstæðar i þessu tilliti. Vatnsmagn stóru jökul- ánna er gífurlega mikið allt sum arið, nær því hvemig sem viðr- ar, en aftur á móti stórum minna að vetrarlagi, einkum í langvinn um frosthörkum. En hafandi í huga nefndar forsendur, má ljóst vera, að aðeins er hægt að hagnýta til raforkuframleiðslu minnsta rennsli hverrar ár, hvort sem hún er stór eða lítil. Dálitið, en þvl miður viðast hvar ekki mikið, er hægt að bæta úr þessu, þar sem landslag leyfir myndun stórra uppistöðulóha til vatnsmiðlunar. Rétt er því að hugfesta sér, að það eru þrjú meginatriði, sem ráða orkumagni falivatna: minnsta vatnsrennsli, fallhæð og vatnsmiðlunarmögu- ieikar. Sökum þessa er það tóm vitleysa, að segja að verkfræð- ingar ráðgeri, t.d. að breyta far veg Hvítár og láta allt vatns- magn hennar renna í nýjum far vegi að heppilegum virkjunar- stað og skilja hinn eldri farveg árinnar eftir vatnslausan, Raun veruleg ráðagerð er hins vegar sú, að vatnsmagn sem svarar til minnsta rennslis árinnar, að við bættu vatni frá vatnsmiðlunar- uppistöðu, yrði ieitt eftir skurði og/eða jarðgöngum að virkjun arstað og látið „koma við í túrbínu" eins og Einar í Mýnesi orðaði það svo laglega, áður en aað fer aftur í ána, þó að vísu neðan fossins. Nú er minnsta rennsii Hvítár eins og ann- arra jökulvatna aðeins litið biot af þvl heildarvatnsmagni, sem á ári hverju rennur eftir þeim far vegi árinnar, sem hún hefir runnið eftir um aldir og árþús- undir. Eins er því farið um aðr- ar íslenzkar jökulár, að á sumr- um belja þær fram með gífur legum vatnsflaumi, sem þvi mið ur er ekki, að svo stöddu hægt að hagnýta til orkuframleiðslu, og sér þá enginn þótt það litla brot, sem svarar tl minnsta rennslis árinnar, sé látið renna úr farveginum að virkjunar- stað. Satt er það, að í miklum frostum að vetrarlagi yrði litið vatn í Gullfossi, en þá er hann hvort sem er í klakaböndum og enginn sýningargripur, raunar alls ekki heldur þótt áin væri óvirkjuð. Rétt er að taka með í reikninginn, að tvisvar til þrisv Gunnlaugiir Jónasson. ar á öld gæti komið fyrir svo míkið frost t.d. í ágústmánuði uppi á hálendinu.í einn eða tvo daga, að vatnsmagn minnkaði svo mikið í Hvítá, að Gullfoss yrði óálitlegur ásýndum og yrði við það að una, ef áin væri óvirkjuð. Ef áin hins vegar væri virkjuð samkvæmt þeirr áætl un, sem fyrir liggur, mætti auð veldlega, þegar svo stæði á, bæta svo miklu vatnsmagni í ána úr miðiunaruppistöðu henn ar, að fossinn gæti skartað í sínum fegursta skrúða, þrátt fyr ir óhagstætt hitastig uppi á há- lendinu. Það er nú svo um alla fossa i ám, hvort sem þær eru virkjaðar eða óvirkjaðar, að þeir eru ekki alltaf jafn mikil- úðiegir, en sá er munurinn, að í virkjaðri á, með sæmilegri vatnsmiðlun, er æfinlega hægt, þegar þurfa þykir, að sýna fossa hennar í sínu mesta veldi. Svo mörg orð um Hvitá og Guilfoss. Fyrirhuguð virkjun í ánni skemmir ekki Gullfoss, en getur hins vegar aukið tign hans og mikilleik, þegar mikið þykir við iiggja. Ég hefi nú rætt nokkuð um Hvitá og Gullfoss, en nokk- uð sama má segja um flestar eða aliar stórár, sem til stendur að virkja og fossa í þeim. Þá langar mig til, að vikja nokkrum orðum að austfirzku stóránum vegna þess þar ðrlar einnig á nokkrum misskiln- ingi hjá almenningi, sem ef til vill stafar, að einhverju leyti af ónákvæmu orðalagí hjá þeim, sem ritað hafa um hinar stór- merku hugmyndir verkfræðinga um sameiginlega virkjun þeirra i einu orkuveri i Fljótsdal, sem myndi verða í hópi stærstu vatnsorkuvera í heimi. Misskiln ing þennan og stórhneyksiun sumra, varðandi þessi áform, mun ég nú taka til nokkurrar athugunar hér á eftir. Um fossa í austfirzku jökulán urn er það að segja, að þeir eru hvorki margir né sérlega merki- legir. Og vegna þessa ótta nátt úruunnenda, að fossar landsins hverfi úr ám vegna vatnsvirkj- ana er óhætt að tjá þeim, að engir umtaisverðir né frægir fossar í nefndum ám eru i minnstu hættu vegna umgetinn- ar virkjunar þeirra. Lagarfoss má nefna. Hann er ekki hár né formfagur, en þó nokkuð svo mikilúðlegur, þegar fljótið er í vexti, en stenzt ekki samanburð við Gullfoss, Dettifoss eða Goða- foss. En Lagarfoss er nú ekki allsendis í hættu, því hann myndi mjög færast í aukana, einkum að haustiagi og vetrar lagi og virkjunarmöguleikar hans margfaldast, ef virkjun í Fljótsdal kæmi til framkvæmda. Um Dettifoss má vísa til hins sama og áður er fram tekið um Gullfoss. í Jökulsá á Dal eru, að mér er sagt engir fossar frá jökli til sjávar, en vera má, að einn foss bættist í tölu stór- fossa landsins fram af hinni 200 metra háu stíflu, sem ráðgerð er í ánni í hinum svonefndu Hafra hvömmum. 1 Jökulsá i Fljótsdal kunna að vera einhverjir fossar, en álitiegir eru þeir naumast, þvi ég minnist þess ekki, að hafa heyrt nokkum foss þar nefndan með nafni. Þá virðist þess misskilnings gæta hjá ýmsum, að verkfræð- ingar áformi að veita jökulán- um á Dal og Fjöllum í heilu lagi austur heiðar og í Lagarfljót, og muni stór svæði á Fljótsdals héraðí þá fara undir vatn. Hér er auðvitað ekki um neitt slíkt að ræða. Það er aðeins minnsta rennsli þessara fljóta, sem er ekki nema lítið brot af heildar- vatnsmagni þeirra, sem flutt yrði að virkjunarstað í Fljóts- dal, og þó nokkru meira vegna vatnsmiðlunar í Kreppulóni og Hafrahvammalóni eða u.þ.b. 130 sekúnduteningsmetrar úr Jök- uisá á Dal. Færu þessir vatns- flutningar væntanlega fram einkum að vetrarlagi, eftir skurðum og jarðgöngum, því að sumarlagi þykir mér iíklegt, að Jökulsá í Fljótsdal geti lagt til þá 300 siefcújndiuttienliinigsmieitra af vatni, sem gert er ráð fyrir að orkuverið þurfi á að halda til framleiðslu u.þ.b. 1500000 kíló watta. En þó svo færi, að hag- kvæmt vrði talið að láta áður- nefnda 245 sekúnduteningsmetra úr nefndum jökulám renna að staðaldri í Lagarfljót, hefi ég pkki trú á því, að það gæti vald ið skaðvænlegum vatnsflaumi þar. Það er vafalaust útreikn- anlegt hve vatnsborð Lagar- fljóts mvndi hækka mikið við þetta aukna vatnsrennsli og væri æskilegt, að einhver „kont óristinn" eins og Laxness kall- ar þá, sem starfa hjá Orkustofn un, vildi fræða menn um þetta. En hvað sem bvi líður er aug- ljóst, að vatnsflutningar þessir myndu auka mjög minnsta rennsli Lagarfljóts, en það verð ur oft í vetrarfrostum svo lítið, að það hlýtur að torvelda mjög þá rennslisvirkjun í Lagarfossi, sem nú er ákveðin. Eftir að birtar voru hug- myndir verkfræðinga Orku- stofnunar á síðasta ári um stór- virkjun í Fljótsdal, kvaddi mað- ur nokkur, sem ég man nú ekki lengur nafn á, sér hljóðs í Morgunblaðinu, stórhneykslað- ur yfir þeirri fáránlegu uppá- stungu verkfræðinga, að flytja vatn frá Jökulsá á Fjöilum og Jökulsá á Dal til virkjunar í Fljótsdal. Tvennt taldi hann þessu til foráttu. Fyrst það, að menga Lagarfljót, sem hann virðist helzt halda að sé berg- vatn, með jökulkorgi úr nefnd- um jökúlám, með þeim ískyggi- legu afleiðingum, að þar gæti engin lifandi skepna lengur þrif izt. Svo virðist helzt, að manni þessum sé ókunnugt um það, að jökuiá rennur um Fljótsdal og í Lagarfljót árið um kring og á sumrum með miklu meira magni jökulvatns, en ráðgert er að flytja þangað frá hinum jök ulánum. Lagarfljót er því ævin- lega með svo miklum jökullit, að ekki sér þar til botns á 30—•' 40 cm dýpi og er þó í því tals- verð silungsveiði. í það renna nokkrar allstórar bergvatnsár og verður því að telja ólíklegt, að miklu muni þótt 245 sek- únduteningsmetrar jökul- vatns renni í fljótið til viðbót- ar þvi jökulvatni, sem í það rennur frá Jökulsá í Fljótsdal. Ef um slíka jökulmengun yrði að ræða, væri hennar þá helzt að vænta á vetrum. Þessi mót- bára virðist því fremur lítilvæg, svo ekki sé fastar að orði kveð ið. 1 annan stað telur þessi mað- ur undarlegt, að verkfræðingar skyldu ekki láta sér til hugar koma, að virkja vatnsmagn þetta með falli niður I Jökuldal og litur helzt út fyrir, að hann haldi, að Jökuldalur sé jafndjúp ur og Fljótsdalur og faílhæð of- an í hann þvi svipuð. Þvi mið- ur er þessu ekki til að dreifa, því Jökuldalur er um það bil 400 metrum grynnri en Fljóts- dalur. — Flutningur á 245 sek- únduteningsmetrum vatns frá Jökulsá á Dal og frá Jökulsá á Fjöllum, er þvi engin sérvizka verkfræðinga, heldur byggist einfaidlega á því, að vatnsmagn þétta skiiar tvöfalt meiri orku í orkuveri í Fljótsdal, en ef bað væri hagnýtt í orkuverum í þeim vatnsföllum, sem það er tekið úr, auk hagstæðari virkj- unarskilyrða í Fljótsdal að öðru leyti. 2. Látin hefir verið i ljós sú skoðun, að vatnsmiðlunarlón þau, sem verkfræðingar Orku- stofnunar ráðgera að mynda uppi við Vatnajökul vegna vlrkj unar í Fljótsdal, þ.e., Evjaba'^ka lón, Hafrahvammalón og Kreppulón muni botnfrjósa á vetrum og þiðna seint eða ekki á sumrum, verði því að litlu gagni og kynnu auk þess, að hafa óhagstæð áhrif á veðurfar og gróður á þessum slóðum. Eng inn neitar því, að ís muni leggja á þessi vötn á vetrum, eins og öll önnur vötn í land- inu, en að þau muni botnfrjósa er næsta furðuleg staðhæfing. Öll þessi lón eða stöðuvötn, sem mynduð verða með stiflum og fyrirhleðslum, munu vera í um það bil 600—700 metra hæð yf ir sjó, þó líklega nær 600 metr- um. Svo vel vill til, að úr þessu er hægt að skera strax, jafnvel án allra mæiinga eða frekari rannsókna. Á Fjarðarheiði, milli Hérsuðs og Seyðisfj. eir aMistórt stöðuvatn við alfaraveg í liðlega 600 metra hæð yfir sjó. Ekki veit ég um dýpt þess, en ólik- legt er að hún sé yfir 10 metrar þar sem dýpst er. Snjóalög eru mikil á Fjarðarheiði og ísþvkkt af þeim sökum miklu meiri en hún gerist á vötnum þar sem snjóléttara er. Samt leysir is af vatni þessu á hverju sumri, venjulega seinni hluta júnimán aðar. Engar minnstu likur eru til þess, að jafnþykkan ís leggí nokkru sinni á miðlunarlón þau, sem gerð kynnu að verða vegna þeirrar virkjunar, sem hér er um rætt. Svæðið norð- austan Vatnajökuls er með úr- komuminnstu stöðum á landinu og gizka ég á, að ís leysi af vötnum þar viku eða hálfum mánuði áður én af Fjarðar- heiðarvatni. Vötn þessi yrðu í hópi stærstu vatna hérlendis og verða likleg til þess að milda ioftslag á þessum slóðum og stór auka náttúrufegurð þar upp frá. 3. Og þá er það gæsin. Tæp- ast getur hún taiizt mikill nytjafugl hér á landi. Samt mun hún njóta nokkurrar frið- unar hér eins og margir aðrir fugiar og má teljast sjálfsagt. Hún mun hafa vetursetu á Bretlandseyjum og er þar ofur- hieátt elslkiuð aif sportveiðdmönn- um, en þeir eru fjölmennir þar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.