Morgunblaðið - 30.01.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1971
19
EVR
Tékkóslóvakía
á nýju ári
EFTIB
MAGNÚS SIGl'BDSSON
FYRSTU utanstefnu ráðamanna í
Tékkóslóvakíu til Sovétríkjanna á
þessu ári er þegar lokið. Ekkert gaf
betur til kynna, hvaða stjórnarhættir
og hvaða hugsunarháttur ráða ríkjum
í landinu nú en nöfn þeirra manna,
sem CTK, fréttastofa Tékkóslóvakíu,
kunngerði í tilkyntningu sinni, að væru
í fyrirsvari fyrir nefndinni. Þeir Gust-
av Husak, leiðtogi kommúnistaflokks
landsins, Lubomir Strougal forsætis-
ráðherra og Vasil Bilak hafa átt meiri
þátt í því en nokkrir aðrir að móta þá
afturhaldsstefnu, sem setur svip sitnn
nú á allt þjóðlíf í Tékkóslóvakíu.
Sérstaka athygli vakti, að Vasil Bil-
ak var nefndur í sömu andránni og
hinir tveir. Hann hefur verið einhver
ákafasti réttlínumaðurinn innan komm-
únistaflokksins og kappkostað að af-
má öll spor þeirrar frelsishyggju, sem
upp kom í Tékkóslóvakíu á valdatíma
Alexanders Dubceks. Bilak var í hópi
þeirra, sem fordæmdir voru fyrir föð-
urlandssvik vegna samstarfs við Rússa
eftir innrásina 1968. Fyrir tiistuðlan
hans fremur en nokkurs annars manns
er kommúnistaflokkur landsins að nýju
orðinn að valdatæki þeirrar forrétt-
indastéttar flokksstarfsmanna, sem fyr-
ir löngu hafa selt allar hugsjónir fyrir
embætti og fara sínu fram í skjóli sov-
ézks hervalds án nokkur tillits til vilja
fólksins í landinu. Augljóst dæmi
þessa er sá mikli skortur, sem nú er á
verkamönnum og ungu fólki til virkra
starfa í flokknum. Þetta er þeim mun
tilfinmanlegra, þegar þess er minnzt
hvaða hlutverki kommúnistaflokkurinn
gegnir í sósíalísku þjóðfélagi. Flokk-
urinn grípur inn í alla þætti þjóðlífs-
ins, hann er ríkið og rikið, það er
hann.
Á fundi miðstjórnar kommúnista-
flokksins í desember sl. var endanlega
samþykkt yfirlýsing þess efnis, að inn-
rásin 1968 hefði verið nauðsynleg. Eft»ir
leiðis verða atburðirnir þá túlkaðir
fullkomlega í samræmi við þá skýr-
ingu Sovétstjórnarinnar og bandalags-
ríkja hennar, að herlið hafi verið sent
inn í Tékkóslóvakíu að ósk þúsunda
manna í Tékkóslóvakíu, fyrst og fremst
meðlima í kommúnistaflokknum en
einnig samk. beiðni fólks utan hans.
Tilgangurinn var sá að koma í veg
fyrir gagnbyltimgu í landinu, sem ella
hefði verið óumflýjanleg, og haft i för
með sér blóðuga borgarastyrjöld.
Frelsisáform þau, sem kunngerð
voru í stefnuyfirlýsingu kommúnista-
flokksins frá 10. apríl 1968, voru nú
endanlega borin á hauga og helztu
leiðtogum flolcksins þá borin á brýn
svik við flokkinn, þjóðir Tékkóslóvak-
íu og sósíalismann í heild. Allt ein-
kenndist flokksþingið í desember af
vilja réttlínumanna eins og Vasil Bil-
aks, sem að því keppa, að Tékkósló-
vakía verði að lokuðu einræðisríki með
sama hætti og á timum Novotnys.
Bn það sem vekur hvað miesit athygli
á vetibvamigi þjóðmála i Tétokósióvakíu
á nýju árii, er sú breyting aö e.fila skuii
að nýju m*i ð.st j ó rma rva'kliö í Prag
Vasil Bilak
Fulltrúi sovétvaldsins —Fulltrúi aftur-
haldsins.
en hætta við þau áform að dreifa vald-
inu á þann hátt, að landið yrði nánast
sambandsríki Tékka og Slóvaka. Gustav
Husak hefur orðið að láta þar undan og
mátt gefast upp við að framfylgja
þessari hugsjón sinini, sem jafnan hef-
ur verið honum mikilvægari en nokk-
uð annað. Nú skal öllu stjórnað frá
Prag á nýjan leik.
Það er hins vegar áreiðanlega Hus-
ak að þakka og ber vissulega að meta
að verðleikum, að ekki hefur enin ver-
ið byrjað á pólitískum sýndarréttar-
höldum. Að vísu er vitað um einstök
dæmi þessa, en það hafa verið réttar-
höld yfir mótmælendum, sem efnt
hafa tiÚ óeirða eða óspekta. Rétitar-
hölcium þeim, sem byrjuð voru yfir
sikákmieiista.rairauim Ludek Pachman og
félögum hans, hefur verið frestað um
óákveðinn tíma. Þeir, sem áður höfðu
verið handteknir, hafa flestir verið
látnir lausir aftur. Dubcek og stuðn-
ingsmenn hans eru einnig frjálsir ferða
sinna að þessu leyti, enda þótt yfir-
lýsing miðstjórnarinnar í desember
beri það með sér, að vafasamt sé að
spá nokkru um örlög þeirra. Greini-
legt er, að Dubcek ætlar sér ekki að
verða við ágengnum tilmælum um, að
hann gagnrýni sjálfan sig og gerðir
sínar frá þeim tíma er hann var flokks
leiðtogi. En þessi einarða afstaða karan
einmitt að halda yfir honum hlífiskildi,
því að það væri til lítils fyrir núver-
andi valdhafa í Tékkóslóvakíu eða
Sovétríkjunum að fá Dubcek leiddan
fyrir rétt, þar sem hann héldi ákveð-
inn fram réttmæti gerða sirana. Öðru
máli gegndi, ef hann játaði á sig mis-
tök.
Þannig heldur Tékkóslóvakía aftur
á bak inn í það myrkviði afturhalds,
sem verið hefur hlutskipti landsins
lengst af í sósíalískri sögu þess. Á
þeim tæpum tveimur árum, sem liðin
eru, frá því að Alexander Dubcek
sagði af sér sem leiðtogi kommúnista-
flokksins, hefur afturhvarf frá frelsis-
og mannréttindastefnu hans einkerant
þjóðlif landsins meira en nokkuð ann-
að.
Vill afnema
herskyldu
- Fjárlög USA
Framli. af bls. 1
hið mesta um margra ára skeið.
Fjárveitingar eru auknar til
heilbrigðismála, til aðgerða til
verndunar umhverfinu o.fl. Aftur
á móti er enn dregið úr útgjöld-
um til geimvísinda og er það
gert á þeim forsendum að Apollo
áætlunin sé senn á enda. Forset-
inn fer t.d. aðeins fram á helm-
ing þess fjármagns, sem banda-
riska geimvísindastofnunin
NASA fór fram á, til að vinna
að því að fullgera kerfið, sem
flytja á geimfara og visinda-
menn á milli jarðar og geimrann
sóknarstöðvar.
Þar sem fjárlagafrumvarp
þetta tekur til áranna 1971—72,
er það mjög mikilvægt stjórn-
málalega séð fyrir forsetann, því
að forsetakosningar verða í byrj
un nóvember 1972. Það sem hvað
mestu máli skiptir fyrir forset-
ann, er að aðgerðir hans til að
draga úr atvinnuleysi og glæða
efnahagskerfið nýju lífi. Mistak-
ist þetta, má gera ráð fyrir að
róðurinn til endurkjörs geti orð-
ið erfiður, að því er stjórnmála-
fréttaritarar telja. Forsetinn kall
ar frumvarpið sjálfur „frumvarp
ið til að binda enda á atvinnu-
leysi“ og segir að raunverulega
verði um 100 milljón dollara
tekjuafgangur, ef reiknað sé
með auknum tekjum rikisins, er
atvi'n'nultey.si sé horfið eða næst
um þvi horfið.
Washington, 29. jan. —
AP-NTB —
NIXON Bandaríkjaforseti hét
því í gær að róa að því öllum
árum að afnema herkvaðningu
sumarið 1973. í boðskap til
þingsins, hvatti Nixon þing-
menn til að leggja fram tillög-
ur til umbóta sem fyrst til að
flýta fyrir þvi að Bandaríkja-
her verði eingöngu skipaður
sjálfboðaliðum.
Hvatti hann þingið til að
hækka laun hermanna um upp-
hæð, sem nemur 1,5 milljörðum
Bandaríkjadala, og að hinir
lægst launuðu njóti þeirra hækk
unar mest. Þá lagði hann til að
skattur yrði lækkaður af laun
um hermanna og að teknar yrðu
upp nýjar aðferðir til að fá
menn til að gegna herþjónustu.
Nixon sagði að enginn gæti
— Komið með
Framh. af bls. 28
Jacobsem, fóru á.saml tveim-
ur íélögum síraum úr Sírius-
sJeðaheirdeildiminii i Daraeborg
tiil leitar að herdeildarfélaga
sínum, sem villtist frá stöð
imini. Hrepptu þeiir fjórmenn-
ingar fárviðri hið mesta og
gífuT'lega.r frosithörkur. Fuku
tjöldiin ofara af þeim, og urðu
þeir að lliggja á berairagri í
tvær riætur. Hl'utu mienraimir
tveir þá kalsárira. Aranar leið-
araguir var gerður út frá Dane
borg tiiíi lieiitar að þeim fjór-
menniiiragum, og barsit þeim að
stioð á síðustu stundu. Var
komiið með þá tiil Danieborg
ar sl. miðvikudag.
„Annar mainnanna gait sjálf
ur haltrað með aðstoð um
borð í fliuigvéllna í daig“, tjáði
Iragimar okkiur ennifremur,
„en hinn var ver farinra, mik-
ið kallinn á fótum. Vairð að
dúða hann i tvo sveámpoka
og aika horaum að vélinini á
hundaslieða.“
Ekki var flugferðin sjálf
án óhappa. Flugvélin fór frá
Reykjavík á fimmtudagsmorg
un, og var millilent í Meist-
aravik. Þar var gaddurinn
40 stig, og er vélin hóf sig á
loft aftur, tókst ekki að ná
hjólabúnaðinum upp, þannig
að lenda varð aftur í Meist
aravik. „Gaddurinn olli því,
að leki hafði komið að einni
leiðslunni í hjólabúnaðinum“
sagði Ingimar. „Vélamaður-
inn okkar byrjaði strax í
gærkvöldi að reyna að stöðva
lekann með aðstoð manna í
Meistaravík, og hafði lokið
því í morgun. Kuldinn komst
upp í 46 stig í nótt, þaranig
að strax kl. 7 í morgun var
byrjað á því að hita upp
mótorana á vélinni með sér-
stökum hiturum, því að með
öðrum hætti þarf maður ekki
að láta sig dreyma um að
koma mótorunum í gang. —
Tekur venjulega um 214
tíma að hita mótorana nægi
lega í slíkum gaddi, en við
höfðum hugsað okkur að
vera komnir í loftið um há-
degisbilið. Þá urðum við
enn fyrir óhappi, því að ann
ar hitarinn bilaði. Gripum
við þá til þess ráðs að ræsa
annan mótorinn meðan við
notuðum hitarann til að hita
hinn upp. Þá dundi þriðja
óhappið yfi,r okkur, því að
sigti á olíukerfinu á mótor
nr. 2 reyndist ónýtt. Véla-
manninum tókst þó að lag-
færa það, og í loftið vorum
við komnir um 3 leytið í dag.
Lentum við í Daneborg um
kl. 4 í dag, en þar var þá
37 stiga frost. Við stöldruðum
þar einungis við meðan mönn
unum var komið um borð,
en síðan var flogið beinustu
leið til baka hingað til
Reykjavíkur. Fengum við
góðan meðvind, og vorum að
eins 4 tíma á leiðinni", sagði
Ingimar að endingu.
sagt fyrr um með vissu, hvenær
hægt yrði að enda herskyldu,
en sagði að stjórn sín myndi
leggja höfuðáherzlu á að af-
nema hana sem allra fyrst. en
auðvitað yrði að gera slíkt með
þjóðaröryggi í huga.
Óspektir
í Carnegie
Hall
New York 29. janúair, AP, NTB.
Stúdentar, sem berjast fyrir
mannréttindum til handa sovézk-
um Gyðingum og Ameríkumenn
af pólskum ættum, trufluðu í
gærkvöidi sýningu þjóðdansa-
flokks frá Síberíu í Carnegie
Hall í Nevv York. Gera varð hlé
á sýningunni vegna óspekta og
lögreglan skipaði að salurinn
yrði ruddur þar sem hótað hafði
verið i síma að sprengja yrði
látin springa í salnum meðan á
sýningunni stæði, en engin
sprengja fannst.
— Guinea
Framli. af bls. 1
fyrir nokikrum dögum, en út-
varpsfrétitdr benda tiil þess að
átta menn hafi verið Kífflátirair.
Conakry útvarpiö slkýrði frá
því að Sekou Touiré forsetii hefði
ákveðdð að slíta stjórnmálasaim-
bamd'i við Vesitiuir-Þjóðverja á
gruindvelM rainnsókniar, sem saigt
er haifa lieiitit í ljós að auk portú-
gatekra málaliða ha.fi Vestiur-
Þjóðverjar teikið þáttt í iranirás-
artiilraiuninn.i og að vestur-þýzk-
ir útisendarair hafi stofnað tiil
saimsæris gegn stjómdnnd. Hdng-
að tiil hafa Vestw-Þjóðverjar
aðeiras verið saikað'ir uim aö hafa
séð innirásaiidðiniu fyrir vopn-
urn.
Tveir Vestu r-Þ.jóðverjar voru
nýlega dæmdir í ævilanigt fang-
elisi fyrir þátittöku í innrásartál-
raAjninnii. Um 100 vestur-þýzkiir
borgarar voru rekndr úr landi
i Guineu í lok desember.
IranlOieguistu þaikkir til aRra
þeirra, er á viiragjarnilegan
hátit glöddu mig áttræða
18. janúar síðastiliðinn.
Steinunn -lónsdóttir,
Nökkvavogi 24.
Nýr sérréttur
„ftölsk PIZZA“
margar fyHingar
INÝ TECUND
AF BOTNUM
S.TiSitS.t
haffi
LAUGAVEG 178