Morgunblaðið - 30.01.1971, Síða 24

Morgunblaðið - 30.01.1971, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1971 hana mætti nota fyrir fleka, og svo héldu þeir Joel henni fastri, en stúlkurnar bröltu upp á hana, hálfnaktar og skjálfandi. Karlmennimir ýinist óðu eða syntu og héldu í flekann. — Vertu ekki að horfa, elsk- an, sagði Paul með ákafa. Það flaut lík fram hjá þeim, bamslik, skaddað svo að það var óþekkjaniegt. Flekinn hélt áfram og menn- irnir héldu í hann og höfðu stjóm á honum. Þau kynnu að ná til staðarins þar sem brúin hafði verið. Og það tókst og þar var ekki sérlega djúpt og þar var fleira fólk fyrir, að bíða. Vesældarlegt og niðurdregið, haldandi á krakka, hundi eða kannski skartgripaskríni — en ailir að bíða eftir björgun. Bátamir komu loksins og fluttu þau á land, sem var að vísu illa útieikið en þó að minnsta kosti fast undir fótum. Þama lágu tré yfir veginn þveran, háspennuvírar og hvers kyns brak, rétt eins og brjálaður maður hefði verið þama á ferðinni. Þau fengu afdrep í húsi nokkru í þorpinu . . . þurr föt og viskí. Hanna sat hjá Joel og hélt um hendurnar á honum. — Þú ert sjálfsagt búinn að fá verra kvef, sagði hún nöldrandi. — Geturðu ekki náð í lækni, Paul? — Læknarnir hafa nóg að gera við slasaða fólkið, sagði Joel og lagði höndina á svarta hárið hennar. —• Það er allt i lagi með mig. — Þú segir það, sagði Hanna snöktandi. Frú Keates var uppi og í rúm- inu. Hún hafði fengið slæmt taugaáfall, enda orðin gömul. Konan með barnið var að bíða eftir einhverjum fréttum af manninum sínum. Kathleen og Paul sátu saman við oliuofninn. Kathleen var í peysu, sem var henni alltof stór og vaðmálspilsi, sem var tekið saman í mittið. Stórt einbýlishús til sölu á fallegum stað. 110 ferm k|atari undir, með inn- byggðum bílskúr. Upplýsingar í síma 40865. Leikhúskjallarinn 'OPIÐ I Kvöldverður framreiddur frá kl. 18. Vandaður matseðill. Njótið rólegs kvölds hjá okkur. Borðpantanir i síma 19636 eftir kl. 3. Hár hennar var rennblautt og og hún var með fleiður á kinn- inni. Hún sagði: — Við verðum að athuga, hvemig Pat líður. Paul stóð upp og leit á hana. — Já, ég er að fara til þess núna. — Paui . . . Hann sneri við. — Já? — Þú bjargaðir honum. Hann yppti öxlum. — Hann var rotaður og gat ekki bjargað sér sjálfur. Það þýddi ekki neitt að brjóta heilann um tilgang hans með þessu, þar var ekki annað að finna en mannlega samúð og vorkunnsemi. Það var ekkert leikhúsatriði, þar sem verið var að bjarga manninum, sem stúlk- an elskaði, því að maður vissi, að hún elskaði hann ekki leng- ur. Tárin runnu hægt niður eftir kinnum hennar. Það var farið að draga úr storminum. Á morgun mundi fréttast um dauða og sorg, hörmungar og hetjudáðir. — Paul . . . sagði hún. — Vertu ekki lengi burtu frá mér. Hann gekk til hennar. Joel og Hanna voru þarna inni, og litu ekki hvort af öðru. Þau heyrðu ekki til hans, enda hefði hon- um verið alveg sama um það. — Kate, gerðu þér þetta ljóst. Þetta er sorgarleikur en ekki neinn hverdagslegur viðburð- ur. Láttu þér ekki detta í hug að þó ég hafi bjargað Pat frá drukknun, þá... — Það var ekki það, enda þótt ég skildi þá fyrst. . . —- Ég vona, sagði hann og augun Ijómuðu, — en ég vil ekki herma upp á þig neitt lof- orð! Eftir storminn kemur logn. Þá veiztu huga þinn. Ég vil ekki, að þú farir neitt að heimska þig af því að þú ert uppgefin . . . og sloppin úr hættunni og . . . Hún sagði: — Gott og vel, en þú getur haldið áfram að vona. Hann laut niður og kyssti hana fast og innilega, en sneri sér síðan undan. Hún sat þama með hendur i skauti, án þess að taka eftir Joel og Hönnu og þjón- ustufólkinu, sem sat i hnipri úti i horni, eða konunni með bamið og öllu hinu fólkinu, sem þama var samankomið . . . Það leið heil klukkustund áður en Paul kom aftur. Þegar hann skellti aftur hurðinni og kom inn, vissu allir, hvað á seyði var. Joel bölvaði og Hanna rak upp ofurlítið óp. Kathleen glennti upp augun. Hún spurði: — Er hann dáinn ? — Já, sagði Paul. Hann stóð hjá henni án þess að snerta hana. — Það var þetta höfuðhögg. Ég gat ekki náð í hana móður hans, af því að það er ekkert símasamband. En við skulum ná í bíl og aka til borgarinnar, það getur tekið iangan tíma, en það tekst einhvern veginn. — Veslings Molly, sagði Kath- leen og kom varla upp orðunum. Hún gat grátið vegna Pats, sem hafði ekki sloppið, og Molly, sem gat ekki sloppið. Paul mundi skilja, hvers vegna hún var að gráta. Hann lagði arminn um hana og hélt henni upp að sér. Eftir nokkra stund hætti hún að gráta. Hún sagði um leið og hún leit á hann, ástaraugum. — Gott og vel, Paul, við skul- um k«ma okkur af stað. (Söguiok). KH.KRISTJANSSDNH.F. f,Qpi 10i ANDSBPAUT ? f,i.V' 3 53nO tml Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. l>ú veizt ekkert, hvernig þú átt að verja starfsþreki þínu. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú verður fyrir óvæntu happi, sera gerir þér ðaginn ánægju- legan i dagsins önn. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú skalt láta fólk njóta sannmælis. Þér verður þakkað það fljótlega. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú ættir að nota nútíma aðferðir við störf þín. Það er furða, hvað verkin vinnast fljótar með því móti. I.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Það skapar þér skcmmtiieg tækifæri að kynnast nýju fólki. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú heyrir eitthvað í dag, sem á eftir að verða þér til skemmt- unar lengi. Vogin, 23. september -— 22. október. Margir verða til að koma róti á tilfinningarnar, bæði í betrl og verri skilningi. Sporðdrekinn, 23. októlær — 21. nóvembev. Þú kemur betra skipulagi á vinnuna í dag. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Nú er um að gera að vinna sem mest sjálfur, lála aðra gera minna. Steingeitin, 22. desentber — 19. janúar. Þú verður að vita, hvernig þú gctur náð tii kunningjanna, ef áætlanir brcytast. Þú skalt ckki spara spurningarnar, og mcð því komast á sporið og leiðrétta misskilning. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Lífið breytist skemmtilega mikið á næstunnl. Þú skeinmtir þér með fleira fólki við að rifja upp endtirminningar. Kiskarnir, 19. febrúar — 20. rnarz. Það er aUra veðra von í fjölskyldunni, og því fyllsta ástæða tll að fara að öUu mcð gát. Takið eftir Breytum gömlum kæliskápum í frystiskápa. Smíðum einnig alls konar frysti- og kælitæki við yðar hæfi. Gerum einnig við ísskápa og frystikistur. Fljót og góð þjónusta. — Sækjum sendum. Reykjavíkurvegi 74. Hafnarfirði, sími 50473. Fræðslunámskeið fyrir byggingaverkamenn Verkamannafélagið Dagsbrtin gengst fyrir fræðslunámskeiði fyrir byggingarverkamenn dagana 1.—4. febrúar. Kennslugreinar: 1. Járnabendingar (Járnabindingar). 2. Steinsteypa (leggja niður steypu o. fl. í meðferð hennar). 3. Öryggismál á vinnustöðum. Aðalkennari verður Gunnar Sigurðsson verkfræðingur. Námskeiðið hefst 1. febrúar n.k. kl 20,30 og lýkur á fimmtu- dagskvöld. Kennsla verður 2 klst. á hverju kvöldi. Námskeiðið verður haldið að Laugavegi 18 3. hæð. Aðeins vanir byggingarmenn koma til greina og skilyrði að þeir séu félagsmenn í Dagsbrún. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig á skrifstofu Dagsbrúnar í dag eða mánudag, símar 13724 og 18392. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.