Morgunblaðið - 12.03.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.1971, Blaðsíða 8
MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 12. MARZ 1871 BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR Gullna hliðið á Logalandi I»að lá við, að mér brygði, þeg- ar mér var sagt það snemma {þessa vetrar, að Ungmennafélag Reykdæla hefði ákveðið að sýna Gnllna hliðið í félagsheimilinu á Logalandi. Félagið hefur raunar sýnt með yfirleitt góðum árangri merk leikrit, bæði er- lend og innlend, og stundum hef ur því tekizt svo vel, að segja má, að það hafi verið með ólík- indum, miðað við aðstæður. Önn um kafið fólk við aðkallandi störf hefur sýnt mikinn dugnað og fórnfýsi við æfingar og marg vSslegt umstang, sem starfsemin befur krafizt, og hefur þetta fuLft mikil og góð áhrif, dregið hugina í bili frá dagsins önn- um og áhyggjum, aukið samhug ®g félagshyggju og yfirleitt menningarlegan áhuga . . . En Gallna hliðið, með sínu samspili Ijóðrænnar fegurðar, kimni, sem stundum teflir á tæpt vað, og hinnar dýpstu alvöru, tengt átakanlegum veruleika liðins tima i lífi þjóðarinnar og felandi I sér svipmynd hinnar eilífu bar áttu ills og góðs, máttarvalda Ijöss og myrkurs, er erfitt við- fangsefni, gerir miklar kröfur til margra leikendanna, sviðsetn ing vandasöm og viðsjál, vand- gerð leiktjöld og mikið und- ir þvi komið, að vel takist til um ljósa- og hljóðtækni. Og ég hugsaði sem svo: Ef þeir fjöl- mörgu, sem þarna leggja hönd á plóginn, beint eða óbeint, reyn ast hafa reist sér hurðarás um öxá, þrátt fyrir allkunnáttusama leikstjóm og sviðsetningu Bjama Steingrimssonar, sem hef ur áður reynzt hér mjög vel, íapar ekki aðeins Ungmennafé- lag Reykdæla fé á sýningu Gullna hliðsins, heldur verður fyrir þungum vonbrigðum, sem kunna að hafa slævandi áhrif á áhugann til svona eða hliðstæðr ar starfsemi hjá hinum fjöl- mörgu, sem þarna hafa meira eða minna verið að verki og sveitinni og jafnvel að ein- hverju leyti héraðinu öllu orð- ið þetta nokkur menningarleg- ur hnekkir . . . En þetta hefur sannarlega farið á annan veg en mig hálft um hálft uggði. Sýningar eru þegar orðnar 8 og alltaf sýnt fyrir fullu húsi, fólk sótt þær úr öllu héraðinu og menn komið til að sjá þær sunn- an af Akranesi og úr Reykja- vík og ekki aðeins úr naestu sýslum sunnan heiða, heldur voru og í gærkvöldi nokkr- ir sýningargesta komnir norðaui yfir Holtavörðuheiði. Af ýmsum ástæðum getur ekki næsta sýn- ing orðið fyrr en sunnudaginn 14. þessa mánaðar, en þegar hafa all margar pantanir borizt um aðgöngumiða á þá sýningu. Leiktjöld eru sérlega vel gerð og vekja aðdáun áhorfenda, en þar hafa verið að verki tveir Reykdælir, Ingibjörg Einarsdótt ir frá Runnum og Stefán Magn- ússon í Birkihlið. Einkum þóttu mér hin mjög svo vand- gerðu leiktjöld annars þáttar haglega máluð og eðlileg; verður þar vart á betra kosið. Um ljós- brigði sá Jón f»órisson, kennari í Reykholti, og Snorri Jóhannes son, sem einnig er þar kennari, annaðist um þrumurnar og hrap hljóð, og var hvort tveggja sá áhrifavaldur, sem til mundi ætl- azt í leiknum. Baðstofusviðið í fyrsta þætti var mjög við hæfi. 1 þessum þætti einum kemur fram mjög eftirminnileg persóna, Vilborg grasakona. Hana leikur Bryn- hildur Stefánsdóttir í Birkihlið, með miklum ágætum. Hún finn- ur að vonum mikið til sin, er hæglát, en berorð og ærið rögg- söm, þá er til þeirra kasta kem- ur að bægja frá útsendurum övmarins. Kerlingu Jóns bónda, leikur sú kona, sem ávallt hef- ur þótt mikið til koma á leik- sviðinu á Logalandi, Halldóra Þorvaldsdóttir í Reykholti. Hún skiiur hlutverkið mæta vel, er hæg í fasi, tilfinninganæm, en raunsæ á vammir bónda síns, þótt hún unni bonum meira en sjálfri sér og eigi hugkvæmni þor, seiglu, hvasst viðmót og loks laundrjúga og hallkvæma bragðvísi til að bjarga bóndan- um óverðugum og fordæmdum inn í dýrð himnaríkis. Jón sjálf- an leikur Ármann Bjamason á Kjalvararstöðum, og ferst hon- um það þannig, að Jón nýtur sömu vinsælda leikgesta, hvort sem hann liggur rymjandi og formælandi á banabeði, ergir sig og öfuguggast í skjóðunni, stendur á nærklæðunum uppi í hárinu á postulunum Pétri og Páli eða skýtur sársmeykur skömmum að Óvininum, stand- andi að baki kerlingar sinnar við hlið himnanna. Mun öllum hafa þótt mun minna til hans koma, þegar hann sést að lok- um í hvítum klæðum, sem hólp- ið Guðsbarn — að minnsta kosti í sjón. Eins og þeir munu allir muna, sem leikritið hafa séð eða lesið, kemur Óvinurinn til sögunnar í öðrum þætti, það er á leið Kerl- Ingar með skjóðuna í hendi upp kletta og klungur þess mikla og torfæra f jalls sem sérhver verð- ur að klífa, sem vill knýja á hið Gullna hlið himnanna. Óvin inn leikur Sverrir Guðmunds- son, kennari á Kleppjámsreykj- um. Er gervi hans auðsjáanlega trú stæling á þeim hóf-hala-og homum prýdda búnaði, sem Lárus heitinn Pálsson var í, þá er hann iék þetta hlutverk við mikinn hróður. Ég man mjög vel, hve frábærlega hinn bráðsnjalli leikari fór með þetta hlutverk, jafnt á sviðinu í Iðnó og síðar í Þjóðleikhúsinu, og sannarlega uggði mig, að leikur Sverris mundi ekki þola neinn saman- burð. En hvað sem því líður, tókst honum með allt að þvi ólík Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR OG ALVARA GAMAN Björn J. Blöndal: Á heljarslóð. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Keykjavík 1970. Bjöm J. Blöndal er sérstæður I hópi íslenzkra rithöfunda. Allt frá berxisku hefur hann lifað í Tii sölu Við Birkimeft 2ja herb. rúmgóð hæð með svölum. herb. hæð við BtómvaBagötu og Sörfaskjól, 1. hæðir. 4ra herb. hæðir við Gnoðarvog og Rauðalæk. 4ra herb. risíbúð við Sogaveg með sérhita. 5 herb. hæð við Kleppsveg og Álfheima. Glæsiteg 4ra herb. nýteg hæð í háhýsi við Kteppsveg og Sæ- viðarsund 7 herb. efri hæð og ris við Greni- mel með sérinngangi. Einbýltehús einnar hæðar um 140—150 fm við Nýbýlaveg, nýtegt og faltegt hús. 6 og 7 herb. einbýtishús í Smá- íbúðahverfi og margt fieira. [inar Sigurðsson, hdL Ingólfsstræti 4. Simi 16767. Kvöldsími 35993. óvenju nánum og gjöfulum tengslum við íslenzka náttúru, enda reynzt undra næmur á all- ar hennar furður og dásemdir, jafnt í lofti og á láði og legi, allt sem grær í skauti hennar, öll hennar tilbrigði í litum og formum. Og margoft kemur það fram i bókum hans, stundum ber lega, en oftar svo sem vafið nokkurri dul, að hann skynjar víðar líf en flestir aðrir og sér fleiira en .flestum er sjáanlegt. Hann er sannur og þakklátur unnamdi gróðurafla tfflverunnar, og honum er unaður að veita öðrum hlutdeild í þeirri nautn og gleði, sem þau veita honum. Og víða tekst honum þetta á bók um sínum á svo látlausan, ein- faldan og áhrifaríkan hátt, að glöggur lesandi verður ekki að- eins hirifinn, heldur og undrandi. Björn J. Blöndal er sérlega vel að sér um ýmis alþýðleg fræði, minnugur á orð og orðtæki og kann vel með hvort tveggja að fara til persónulegrar, en þó eðlilegrar tjáningar. Hann þekk ir einnig mjög margt af þvi, sem flestir munu nú kalla hindur- vitni, en reist er á reynslu kyn- slóðanna á liðnum öldum, nátt- úrubarna, sem höfðu af nauðsyn tamið sér að skerpa skynfæri sín og athugunargáfu, og sitt- hvað af þessu notar Björn oft og tíðum þannig, að það varp- ar dulúðgum blæ yfir lýsingar og frásögn. Bjöm hefur og stundum brugð ið þannig á leik í frásögnum sín um, að auðsætt má vera hverj- um lesanda, að hann er gæddur ríku skopskyni, enda kemst hver sá, sem kynnist honum og hon- um á annað borð fellur í geð, f.ljótlega að raun um, að hann er með afbrigðum minnugur á sögur sérkennilegra manna og allt skoplegt í fari þeirra, fram komu og orðalagi — og kann frá þessu að segja á fágætilega skop legan, en þó trúan hátt. Það er einmitt þessi hliðin á Birni, sem einkum snýr að les- endum hans í bókinni, sem hann hefur gefið hið alvöruþrungna nafn, Á heljarslóð, sem út kom á síðastliðnu hausti. Hún segir fyrst og fremst frá rosknum borgfirzkum mektar- bónda, Ófeigi Ófeigssyni, og hans fyrstu persónulegu kynnum af einni kunnustu og voldug- ustu annastétt í víðri veröld, Is- lenzkum læknum, en þessum kynnum fylgir alllöng dvöl 1 stóru sjúkrahúsi í höfuðborg Is- iands. Ófeigur hafði fengið ýmsa al- genga barnasjúkdóma endur fyr ir löngu, en annars voru þreyta og tirmburmenn þær einu þján- i.ngar, sem hann þekkti unz hann einn morgun vaknaði haldinn sárum verkjum um allan skrokk inn. Ekki dugði sem læknislyf, Framh. á bts. 25 Kerling og Óvinurinn. indum vel að gefa sennilega hug mynd um fas, tilburði og alla gerð þess ógnarbílds, sem var forfeðrum okkar ægilegur veru- leiki og raunar mun vera það enn mörgum heittrúuðum manni, þó að myndin hans muni orðin i flestra augum ærið breytt. Þær fjórar persónur leiksins, sem þegar hefur verið getið, eru þær, sem höfundurinn hef- ur lagt mesta rækt við, og þær verða auðvitað leikgestum eftir- minnilegastar. Þar sem Kerling- in stanzar á leið sinni um klungrin i áttina til Gullna hliðs Ins, hrapa úr fjallinu og verða á vegi hennar sex fortapaðar sálir, sem þau hjón, hún og Jón, hafa haft af all eftirminnileg kynni í jarðlífinu. Þær eru þjóf- ur, böðull, drykkjumaður, frilla Jóns, rífkisibubbi og sýsluimaður. Þessar persónur leika Stefán Eggertsson á Steðja, Þorvaldur Þórisson í Reykholti, Jón Þor- steinsson í Giljahlíð, Gerður Unndórsdóttir í Reykholti, Jakob Guðmundsson á Hæli og Kjartan Sigurjónsson, söng- dýrð himnanna, en sér þó eftir ýmsum gæðum jarðlífsins og lætur það með nokkruim sárs- auka í ljós; bónda hennar leik- ur Guðni Sigurjónsson i Litla- Hvammi og tekur myndarlega í nefið, þrátt fyrir sína himna- ríkisvist. Foreldra Kerlingar leika Jóhannes Gestsson á Giljum og Ragnhildur Þorsteins- dóttir á Úlfsstöðum, — en þau fá bæði lítið tækifæri tll per- sónusköpunar frá hendi höfund- ar. Fiðlungurinn er Þorvaldur Jónsson, sem áður kom fram í lí'ki böðuls. Hann syngur hin fögru ljóð, Hrosshár í strengj- um og Ég beið þin lengi lengt, sem orðin eru sígild undir hin- um frábæru lögum dr. Páls Isólfssonar, ferst Þorvaldi það vel. Lokaþátturinn við Gullna hliðið tekst stórum betur. Andrés Jónsson í Deildartungu leikur Pétur postula og Þor- valdur Pálmason kennari á Kleppjárnsreykjum postulann Pál, en Mariu mey sýnir Sigríð- ur Einarsdóttir í Runnum. Post- ularnir eru virðulegir og Bjarni Steingrímsson, leikstjóri. kennari. Allt þetta fólk fer sómasamlega með hlutverk sín, en svo lítið sem frilla Jóns kem- ur þarna við sögu, verður hún í tryllingslegri angist sinni og kvöl, játandi ást sina á Jóni hónda í skjóðunni, gædd slíku lífi, að hún verður að minnsta kosti hér ein eftirminnilegasta persóna leiksins. Þriðji þáttur gerist, þegar upp á fjallið er komið og sýn gefur til hins Gúllna hliðs. Þar koma til móts við Kerlinguna prestur þeirra Jóns, hjón, sem hafa verið nágrannar þeirra í jarðlífinu og borið til kerling- arínnar góðan hug, foreldrar hennar og þrjú börn þeirra Jóns og Kerlingar, en börnin hafa dá- ið í bernsku og eru orðin engl- ar. Þá er og þarna kominn ung- ur fiðlungur úr Himnaríki, leik- andi á sitt hljóðfæri. Það, sem þarna gerist er veikaLsti hluti leikmyndarinnar og leiksins, enda spauglaust að koma þar öllu heim og saman. Presturinn er Guðbrandur Valdimarsson á Breiðabólsstað. Hann leggur sér til hátíðlegan prestlegan tón — eins og líka í öðrum þætti Steinar Vilhjálmsson, sem birtist á kletti og övar og aðvarar f jall- göngufólkið á vegi þess upp klungrin. Ingibjörg Helgadóttir í Litla-Hvammi leikur vinkon- una, sem hefur forklárazt í ákveðnir, svo sem vegsemd þeirra og ábyrgð krefur, en það er talsvert erfitt að sýna þá tvo þjóna Drottins úr Nýja- testamentinu, er orðið hafa flest um minnisstæðastir, sem hafa les ið Biblíuna á annan hátt en Óvinurinn gerir. María mey er fögur, sviptigin og glæsileg. Þess skal að lokum getið að áður en leikurinn hófst, ias Kjartan Sigurjónsson ProloguH skáldsins á áhrifarikan og eðli- legan hátt. Þessi leiksýning er eftir öll- um aðstæðum beinlínis afrek, og ég hygg mér sé óhætt að segja, að sýningargestir séu mér lang- flestir, ef ekki allir, sammála um það. Matthías skáld og rit- stjóri Jotiannessen segir í hin- um merka Formála sínum að GulLna Hliðinu, sem Helga fell gaf út 1966, að leikritið hafi, þegar það var fyrst sýnt í Reykjavík 1941 „sett svip á menningarlíf bæjarins allan þennan vetur, það stækkaði bao inn.“ Ég er ekki í vafa um það, að sýningarnar á Gullna hliðinu hér á Logalandi hafa varanleg áhrif á menningarlíf Reykdæla og alls héraðsins að einhverju og áreiðanlega meira leyti en séð verður í fljótu bragði. Mýrum 7. marz, Guðmundur Gislason Haga.Iin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.