Morgunblaðið - 12.03.1971, Síða 20
20
MORGUNBL.AÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1971
Páll H. Jónsson, Laugum:
Sagan af dátan-
um óþekkta
ÉG DUNDA við störf mín
dimman skammdegismorgun og
hlusta um leið á þul hljóðvarps
ins þylja fréttir. í þeim er með-
al annars sagt frá skemmdar-
verkum, sem unnin hafa verið
nóttina áður á vinnutækjum
þeirra verktaka, sem hafa með
höndum framkvæmdir vegna
virkjunar við Laxá í Suður-
Þingeyjarsýslu. Það er í annað
sinn, sem slík skemmdarverk
eiga að hafa verið unniin.
Fyrir fáum mánuðum, þegar
þetta gerist, hafði á öðrum vett
vangi verið safnað liði að hætti
lénsherra til forna og beitt of-
beldi með svip áf múgæsingu,
til iausnar mistökum, sem auð-
velt var að leysa eftir öðrum
leiðum og enn auðveldara hefði
verið að koma í veg fyrir. Of-
beldi það sló óhug á marga hér-
aðsbúa, þótt öðrum þætti það
gott. Mig beit sá óhugur illa og
fast.
Fleiri fréttir, óhugnanlegar,
ná eyrum þess er hlustar, ein
þennan dag, önnur hinn, oft
margar í einu, frá ýmsum at-
burðum og ólíkum stöðum, utan
lands og innan.
Allt hverfur þetta að einum
punkti þennan dimma dag. Mér
verður á vörum vísukom. Sú
staka er gerð undir áhrifum
þess óhugnaðar, sem óhappaverk
og heimskupör af ýmsu tagi
vekja, og nú síðast þessi morg-
unfrétt. Staka þessi gengur und-
ir nafninu „maurasýruvísan“.
Vísur geri ég oft. Til þess
bið ég engan leyfis. Ég geri þær
fyrir sjádfan mig, en fer stöku
sinnum með þær í eyru vina
minna og góðkunningja. Fyrir
kemur að þeir læra þær. Það
er velkomið.
Af einhverjum ástæðum var
þessi skammdegisvísa mín flog-
in um allt héraðið á fáum dög-
um. Skömmu síðar var hún kom
in á prent í fimm eða sex viku-
og dagblöðum, ails staðar án
míns leyfis, enda ekki um það
beðið. Hitt er annað mál, að
bloðunum var velkomið að birta
hana og reiðilaust frá minni
hendi.
Ekki verður í fljótu braði
séð hvað gerir vísukorn þetta
svo eftirsóknarvert. Stakan er
ekki betur gerð en þúsundir af
stökum, sem ortar eru um allt
land. Ekki er í henni vegið per-
sónulega að nokkrum manni.
Ekki er þar lagður neinn dóm-
ur á deilumál í héraði. Ekki er
þar einu orði hallað á þá menn,
sem fyrir síðustu jól voru flokk
aðir undir hið fagra heiti „þjóð-
hollir íslendingar"; ekki heldur
hina, sem samkvæmt þeirri skil
greiningu hljóta þá að nefnast
óþjóðhollir.
Húsvörður óskast
Staða húsvarðar við Tollstöðvarbygginguna í Reykjavík er
laus til umsóknar. Æskilegt er, að húsvörðurinn hafi getu
til að vinna iðnaðarvinnu til viðhalds húsakynnum og munum
þeirra stofnana, sem aðsetur hafa í byggingunni.
Staðan verður launuð skv. kjarasamningi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 5. apríl nk.
Fjármálaráðuneytið, 10. marz 1971.
Vegna útfarar
Guðjóns Baldvinssonar viðskiptafræðings verða skrifstofur
okkar lokaðar frá hádegi í dag.
Stefán Hirst
HLRAÐSDÓMSLÖGMADUR
• Ausfurstrætí 18 ♦ Reykjavík •
CREPE NYLON
HERRASÖKKAR
BARNASOKKAR
UNGLINGA- OG
DÖMUSOKKAR.
FJÖLBREYTT LITAÚRVAL.
DAVÍÐ S. JÓNSSON
& CO.,
Þingholtsstræti 18.
Sími 24333.
Hins vegar er í stökunni felld
ur dómur um þingeyska meim-
ingu. Hún er sögð sjúk —
menguð —. Sú mengun er þar
kennd við maurasýru að gefnu
tilefni.
Samkvæmt mínum skilningi
er hugtakið menning sú mynd
mannlífsins sem blasir við aug-
um á hverjum tíma og hverj-
um stað. Menningin — mann-
lífið í Suður-Þingeyjarsýslu er
lítið brot af mannlífinu í land-
inu öllu, hvorki verra né betra.
Áfellisdómurinn í stökunni er
um þingeyska menningu, en þar
er ekkert orð um það, að hún
sé sýktari en menning þjóðar-
innar allrar. Við þennan dóm er
ég fús að standa og færa rök
fyrir, ef krafizt verður.
Næst gerist það, að ég frétti
á spotspónum að í dagblaðinu
Vísi væri komin staka, sem
nefnd væri „svar til Páls“ vegna
„maurasýruvísunnar“. Ekki
hafði sú staka verið mér send
áður en hún var prentuð og
ekki sendi blaðið mér hana eft-
ir að hún var birt. Hins vegar
tók það á sig ábyrgð á henni
með því að birta hana undir dul
nefninu „bóndi“,
Liðu nú fram dagar. Þá fékk
Óskar Sigtryggsson, bóndi á
Reykjarhóli bréf, póstlagt á
Húsavík. Úr umslaginu kom
ósnyrtileg úrklippa úr Vísi, með
„svari til Páls“. Ekkert nafn
sendana fylgdi, hvað þá staðsetn
ing né dagsetning.
Vitanlega taldi Óskar sér vís-
una með öllu óviðkomandi og
sendi hana til mín. Þannig
komst hún að lokum í mínar
hendur.
Staka þessi er rétt kveðin
hringhenda. Efni hennar er í
stuttu máli það, að ég sé
„auðnu“-laus í tali, beiti blekk-
ingum, sé menningar „rýr“ og
montinn. Er sú einkunn reiði-
laus frá minni hendi og það álit
höfundarins honum velkomið og
iætur mig með öllu ósnortinn.
Nú liðu vikur. En um það bil
sem „náttúruverndarmenn" í
Reykjavík undirbjuggu andlega
tombólu í Háskólabíói til styrkt-
ar „Þingeyingum", barst Óskari
Sigtryggssyni bréf að nýju, þar
sem hann var að vinnu sinni
heima í héraði. Það var póst-
lagt í Reykjavík í janúar 1971.
Dagsetning á póststimpli var
svo máð að hún verður ekki
lesin.
Eins og í hinu fyrra bréfi
fylgdi ekkert nafn engin dag-
setning né staðsetning. Inni-
haldið voru 13 vísur, vélritaðar
af viðvaningi á hálft aunað blað,
Stærð A 4. Helmingur annars
blaðsins var skorinn af, sem
sýnir lofsverða nýtni á pappír,
Fyrstu 6 vísurnar eru stílaðar
til óskars Sigtryggssonar. í
þeim er honum líkt við hund,
sem „byrsti" sig á móti Íögum,
en skríði fyrir ranglæti, sé svik-
ari við allt, sem heiðarlegt sé
í ættbyggð sinni, láti kaupa sig
fyrir gull, sé montinn og beri
„auman“ hlýhug til átthaga
sinna. Þá örlar þar einmig á
hótunum.
Allar eru vísurnar hnoð og
tveir þriðju hlutar þeirra ýmist
með rangri stuðlasetningu eða
bragliðaskipun, nema hvórt
tveggja sé. Hins vegar ótviræð
tilraum, að yrkja nafnlaust níð
og ærumeiðingar.
Síðari 7 vísurnar eru stílaðar
„til Páls“. Taka menn það svo
hér í héraði, að þar sé átt við
•mig, þótt margir séu Pálamir.
Sá kveðskapur er mjög í ætt
við stökuna í Vísi, nema alls
fjarri dýrum kveðskap. Er þar
litlu bætt við þá frómu einkunn,
sem mér var gefin í þeirri visu,
nema helzt því að ég hafi aldrei
ort neitt nema leirburð, og
dylgjur um það, að ég muni
hafa hætt mér út á vetrarhálk-
una og helt maurasýru á vinnu-
tæki Norðurverks. Lýkur blað-
inu á fróðlegum upplýsimgum
um „efnaformúlu" maurasýru.
Þrjár vísumar verða að telj-
ast rétt kveðnar; hinar ekki.
Síðan þetta gerðist er sagt frá
þvi í dagblaði úr Reykjavík, að
„Laxársamkoman" í Háskólabíói
hafi verið hið fegursta manna-
mót og er það gleðilegt. Einnig
kemur í ljós, að þeir suður
þar kunna ennþá óðinn um hina
blessuðu sveit. Það er einnig
gleðilegt. Þá bárust fundinum
„fjölmargar kveðjur, — flestar
úr Suður-Þingeyjarsýslu — og
þar á meðal voru nokkrar í
bundnu rnáli," segir blaðið.
Enn er sagt í fjölmiðlum, að
„fundurinn“ hafi samþykkt
„ályktun", þar sem meðal ann-
ars bændum á bökkum Laxár
og Mývatns er þakkað „fordæm-
ið, sem þeir hafa gefið öðrum
landsmönnum með einarðri og
drengilegri baráttu gegn lands-
spjöllum í héraði sínu . . .“
Sem sagt gott.
Vonandi hafa ljóðakveðjur
heimamanna til þeirra fyrir
sunnan verið betur kveðnar og
af öðrum toga spunnar, en
kveðjur þær í nafnlausu níð-
hnoði, sem okkur Óskari á
Reykjarhóli voru sendar að
sumnan.
Og hamingjan gefi að sá
„drengskapur", sem að baki
þeirrar kveðju býr, sé allt ann-
ars eðlis en sá ,,drengskapur“,
sem ályktunin lofar og þakkar.
Ekki kemur til nokkurra
mála að gera veður út af þess-
um kveðskap . til okkar Óskars,
þótt nafnlaus níðbréf hafi hing-
að til verið flokkuð á lægsta
þrep menningar í mannlegum
viðskiptum. Það er einungis sú
aðferð, sem við er höfð til þess
að koma honum á framfæri og
þær ástæður, sem líklegar eru
til þess að hann sé yfirleitt
kveðinn, sem vekja til umþenk-
ingar.
Óskar Sigtryggsson er einn
þeirra sárfáu Þingeyinga, sem
hefur haft hugrekki og þegn-
skap til þess að ræða deilumál
í héraði frá öðru sjónarhorni
en þeir, sem hæst hafa látið og
staðið fyrir svonefndum mót-
mælaaðgerðum og hersamkom-
um. Hann hefur skrifað fáar,
stuttar greinar um málið og
rætt það efnislega, án minnstu
persónulegrar áreitni og út frá
því sjónarmiði, að enn væri
bæði skoðanafrelsi og málfrelsi
í landinu. Hann hefur ekki um
það skeytt, hvort hann væri
einn á báti eða ætti sér skoð-
anabræður, ekki allfáa. Hann
hefur talið að hófleg, rök væru
hyerju málí meirí styrkur en
ofbeldi og mái.amiðlun betri en
stórmæli, sem leiddu til strands.
, Þessi afstaða Óskars Sigtryggs
sonar er eina hugsanlega skýr-
ingin á hinu nafnlausa níðbréfi
til hans, og að honum skuli vera
send nafnlaus . eftirlíking af
skammarvísu um mig, sem hon-
um kom þó ekkert við.
Ég hefi ekki komið við sögu
í núverandi deilumálum héraðs
ins. Aftur á móti hafa atvikin
hagað því svo, að ég hefi um
alllangt árabil átt nokkurn þátt
að mannlífinu norður hér. Hvort
sá þáttur hefur verið til meins
eða gagns er ekki mitt að dæma.
En nokkur vorkunn er mér,
þótt mér standi ekki á sama
um menningu héraðsins, og þótt
mér á dimmum vetrardegi þyki
sem eitthvað sé bogið við mann
líf þess, eins og það kemur fyr-
ir sjónir.
Þessi afstaða mín og svo hin
margumtalaða maurasýruvísa,
sem svo óverðskuldaða athygli
hefur vakið og því miður virð-
ist hafa valdið miklum sárind-
um í sumum tilfellum, er eina
skýringin, sem ég kem auga á
sem orsök þess að mér skuli
vera sendur nafnlaus níðkviðling
ur, þótt eftir krókaleiðum sé.
Níð þessa nafnlausa dáta,
hver sem hann er, skiptir okk-
ur Óskar á Reykjarhóli ekki
minnsta máli. Það skiptir hér-
aðið og málefni þess heldur
ékki rieinu hvað um okkur
kann að vera persónulega sagt
eða skrifað. Það er anhað og
miklu alvarlegra í efni.
Hamingjan hjálpi því málefni,
sem hefur slíkum hermönnum
á að skipa sem þeim, er standa
að hinum nafnlausu bréfum,
hvað þá ef þeir skyldu telja sig
kjörna til þess að berjast í fylk-
ingarbrjósti.
Ekki vitmar nafnlaust níð um
hugrekki heldur hugleysi. Ekki
um góðvild heldur hið gagn-
stæða. Ekki um vitsmuni held-
ur í þessu tilfelli um tregar
gáfur. Ekki um hugsjónir og
fórnarlund, heldur um mið,
dregin af maurum og ótta þess,
sem hefur vonda samvizku.
Og hamingjan hjálpi þessari
blessuðu þjóð á þeim degi, þeg-
ar skoðanafrelsi og ritfrelsi og
frelsi til að gera stökur verður
af henni tekið og látið varða
Stórmælum, og ofbeldi látið
skera úr um ólík sjónarmið og
lífsviðhorf.
Það er gott að vera kominn á
síðari hluta æviinnar og eiga
þess góða von, að þurfa ekki
að lifa slík ótíðindi.
„f Kinninni fyrir norðan“
stendur enn það fjall, sem hef-
ur þrjú nöfn, eftir því hvaðan
það er séð. Af því fjalli hefur
Nóbelsskáldið tekið dæmi þess
að ekki aðeins einn sannleik-
ur, heldur tveir og jafnvel þrír,
varði ýms mál. Það dæmi stend-
ur þannig óhaggað. Af því dæmi
mættu þeir gjarna draga lær-
dóm, sem staddir eru í sálar-
háska í fremstu viglínum ótta-
sleginnár veraldar og verða
nauðugir viljugir að ráða fram
úr vandamálum maninlífsins.
Gildir það jafnt hvar sem er á
hinni hrjáðu jörð.
Margir bjartir sólskinsblettir
prýða mannlífið í Suður-Þing-
eyjarsýslu sem og annars staðar
á landinu. Það breytir ekki
þeim dómi, að yfir því hvílir
einnig dimmur skuggi margs
konar meinsemda. Það bætir
ekki úr skák að loka augunum
fyrir þeirri staðreynd.
■Við Óskar Sigtryggsson mun-
um ekki birta hinn nafnlausa
níðkviðling, þótt margir hafi
farið þess á leit. Til þess er
hann í eðli sínu állt of nauða
ómerkilegur og illa gerður. Hihs
vegar teldum við það ekki br®t
á neinum leikreglum, þar sem
höfundurinn hefur kosið að fara
í felur. Aftur á móti mun kveð-
skapurinn geymdur á söfnum,
til vifnisburðar, ásamt öðru,
þegar menning þess tímabilfl
sögunnar, sem við nú lifum á
verður brotin tll mergjar.
Ég hefi hins vegar séð mig
til neyddan að segja framari-
| greinda sögu. Til þess liggja
þrjár höfuðástæður. Sú fyrst, að
dómur minn um þingeyska
menningu, sem að gefnu tilefrii
var felldur í einni lítilli stöku,
hefur farið svo í taugarnar á
mönnum, sém raun ber vitni, f
öðru lagi, að þeirri stöku hefur
verið „svarað“ með persónulegri
áreitni — sem að vísu mig
varðar engu — í víðlesnu blaði,
undir dulnefni. f þriðja lagi sú
glæfrastefna, sem deilumál hér-
aðsins hafa tekið, ef inafnlaus
níðbréf og persónulegar að-
dróttanir skulu vera helzta
málsvörn gegn rökum og hófleg
um umræðum.