Morgunblaðið - 12.03.1971, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1971
21
lf!l
Frá óeirðunum í Belfast á Norður-frlandi. Brezkir liermenn flýja undan unglingi, sem býr
sig undir að kasta að þeim bensínsprengju. Reginald Maudling innanrikisráðherra, sem hefur
kynnt sér ástandið af eigin raun, sagði nýlega á blaðamannafundi, að „langt strið gegn hryðju
verkamönnum væri framundan á Norður-írlandi“.
Fréttamyndir
Nokkur hundruð bændur fengu í lið með sér eiginkonur sinar
börn og vinstri sinnaða stúdenta til þess að efna til mótmæla-
aðgerða gegn eignanámi lands vegna fyrirhugaðrar gerðar nýs
flugvallar skammt frá Tokyo fyrir skömmu. — Konurnar og
börnin grétu liástöfum þegar lögreglan kom á vettvang og
flutti þau burtu með vatdi
Óeirðir eru næstum þvi daglegt brauð í Japan. Hér eiga verðir við bandariska flugstöð í Okin
awa í höggi við fjarskiptastarfsmenn, sem gera sig líklega til að ráðast inn á flugstöðvar-
svæðið
Bandarískj búfræðingurinn Claude Fly, sem var i haldi í 208 daga hjá skæruliðasamtökunum
Tupamaros í Uruguay, en nýlega látin iaus, þjáist af hjartasjúkdómi og dvelst nú í sjúkra-
liúsi i Montevideo. Hér er kona hans í lieimsókn hjá lionum í sjúkrahúsinu.
Forsætisráðherra Kanada, Pierre Elliot Trudeu, og brúður, hans
eyddu fyrstu hveitibrauðsdögum sínum á skíðum við Altavatn
í Brezku Columbiu, um 120 km norður af Vancouver
Mannrán cru orðin algeng í Suður-Ameríku. Nýlega var bankastjóra í Caracas i Venezúela,
Enrique Dao, rænt. Lofað var að láta hann lausan gegn lausn irgjaldi. Bróðir bankastjórans,
Anibal Dao, sem sést hér fremst á myndinni, hafði eftirlit með greiðslu lausnargjaldsins. Bak
við varðmanninn, sem heldur á tösku með lausnargjaldinu, er þingmaðurinn Jose Navarro, sem
komst að samkomulagi við mannræningjana um greiðsiu lausnargjaldsins.
Töluvert fannfergi liefur verið í suðurhluta álfunnar i þessum
mánuði. í Róm urðu margir að skilja við bíla sína vegna snjó-
komu. Stúlkan á myndinni átti í erfiðleikum með að finna bíi
sinn. I baksýn er ráðhúsið.