Morgunblaðið - 07.04.1971, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7 APRÍL 1971
RAUÐARÁRSTÍG 31
bilaleiga
HVERFISGÖTU103
V W SendferSabifiwl-VW 5 mrms-VW s»e!n»j|n
VW 9ma«u-Landrover 7manna
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
Bílaleigan
ÞVERHOLTI 15 SÍMI15808 (10937)
Bílaleigan
UMFERÐ
Sími 42104
SENDUM
Notaóir bílartil sölu
Hunter, sjálfsk., ekinn 3 þús.
'70
Hunter, ekinn, 14 þús. ’70.
Hillman Super Minx station
'66.
Jeepster, 6 cyl., sjálfsk. '67.
Jeepster, 4 cyl. '67.
Bronco '66.
Taunus 20 M, 4ra dyra '66.
Taunus 12 M '66.
V.W. '63
Saab '66
Fiat 1100 ’67
Opel Rekord, 4ra dyra '66.
Skoda Combi station '65.
Renault Dauphin '62.
Dodge 4ra dyra '60.
BÍLAR FYRIR SKULDABRÖ1
Rambler Rebel '66.
Rambler American '66.
Rambler American '67.
Allt á sama stað
EGILL,
VILHJALMSSON
HE
Laugavegi 118 — Síml 2-22-40
LESI0
JHorBimhTatiiíi
DBClECn
0 Er betra röngu tré að
veifa en öngu?
Svo nefnir Bjöm O. Bjöms-
son eftirfarandi pistil:
„Ég var að enda við að
horfa á mynd úr Straker-
myndaflokknum, sem sjónvarp
ið íslenzka hóf að sýna fyrir
þó nokkrum vikum. Myndir
þessar fjalla allar — eftir því
sem mér hefur skilizt — um
fjandsamlega áleitni tæknihá-
þróaðra íbúa annars hnattar, á
mannkynið, sem mætt er af
mönnum með hæfilegum vam-
arráðstöfunum undir stjóm
ungs ofurmennis er Straker
nefnist. Enn sem komið er
myndaflokknum, hefur Straker
heppnazt að koma i veg fyrir
valdatöku híns fjandsamlega
geimveldis, en ekkert lát er á
áleitni þess.
Við íslendingar teljum okk-
ur friðarsinna. Hins vegar er
vitanlegt að fjandsemisurgur
er í þeim mæli ríkjandi með
stórveldunum — svo að hið
minnsta sé sagt, — að þau eru
stöðugt við því fullbúin að
hleypa af stokkunum algerri
útrýmingu alls Ufs á jörðinni.
Að visu er viðhöfð ýmiss kon-
ar viðleitni þess að draga úr
hættunni, sem vitanlega stafar
af þessum ótrúlega viðbúnaði.
Hins vegar fer jafnframt fram
stöðugur og margvíslegur áróð
ur, í misjöfnum mæli eftir
ástæðum, til viðhalds og aukn
ingar ótta almennings við yfir
VOLKSWACEN
Laugavegi
170-172
Simi
21240
HEKLA hf
EKKI SÉRLEGA ÆSANDI
Þér.grípið ekki andann é lofti eða farið úr hálsliðunum þótt
þér sjáið Volkswagen á förnum vegi. — Nei, alls ekki. Það er
vegna þess að hann er svo algeng sjón og lætur svo lítið
yfir sér. Aðalkostir hans eru fólghir I aksturseiginleikum, ekki
sjónhendingu. Þar er hann í sérílokki. Volkswagen er við-
bragðsfljótur, þægilegur, öruggur og auðveldur { akstri. Hann
er ódýr I rekstri, auðveldur í viðhaidi og ódýr t innkaupi,
vandaður að öllum frágangi og traustur af allri gerð. Voiks-
wagen er sígildur en ekkert tízkufyrirbæri. Hann er í hærra
endursöluverði en aðrir biiar.
^ Volkswagen varahluta- og viðgerðaþjónusta.
í allan bakstur!
B smjörlíki hf.
vofandi árás samkeppnLsrikis,
en stíkt veldur, þegar til lengd
ar lætur, „tauga“-sltti, „tauga-
veiklun", og hreinni fjandsemi
þjóða milli — meira og mmna
alls almennings um viða
veröld."
0 Tangarsókn
„Þessa aðstöðu hafa áúðvit-
að samvizku og hugsunarlausir
fjárplógsmenn metið „að verð-
ugu“ — og hafið „tangarsókn“
gegn velferð mannkynsins á
þessum grundvelii, með það
fyrir augum að raka að sér
ómældum og æ vaxandi fjár-
fúlgum. Hinn armur „tangar-
sóknarinnar" stendur í sam-
bandi við innborinn áhuga
mannskepnunnar á öllu sem er
ævintýralegt og „spennandi"
— sem á þessum síðustu tím-
um hraðvaxandi tækniframfara
og múgkerfunar hefur snúizt
upp í flatneskjuláf áhorfandi
stólsitjenda einvörðungu, er
vitanlega hafa tiitölulega fljótt
orðið leiðir á tiltölulega hvers-
dagslegum lygasögum og krefj
ast æ stærri, æ sterkari,
skammta af æsandi efni, til
þess að undir þyki sitjandi og
fyrir það borgandi.
Með tilttiti til slíkrar eftir-
spumar er því ekkd meir en svo
ástæða til að hneykslast á vél-
skóflufyrirtækjum Mammons
meðal stórþjóða, þó að þau
noti sér stríðsæsingaandrúms-
loftið til að ná sem allraföst-
ustum tökum á pyngju almenn
ings með hjálp ævintýralegra
lyga í anda tækniháþróunar-
innar, sem „allir“ hafa verið
svo vitlausir í sem marka má
af þeirri mengun náttúrunnar,
sem orðin er (ný)viðurkennd
staðreynd. Hitt er annað mál,
að nóg er stríðsæsingaandrúms
loftið í heiminum, þó að ekki
sé farið að ala upp í almenn-
ingi stríðshysteríu gagnvart
himingeimnum! “
0 Mengun sálarlífs
og sambýlishátta
„Við þessum ummælum min-
um verður sjálfsagt sagt,
að enginn taki í alvöru neitt
mark á svona kvikmyndum —
þær geri engum mein — séu
bara til skemmtunar. f>að þarf
hins vegar enginn annað að
segja mér en að svona enda-
laus yfiraustur ofbeldiskvik-
mynda, sem sá er nútímakyn-
slóðin á við að búa (að
ónefndu kynórakviksyndinu!),
vinni drjúgt að því að menga
sálarlíif og sambýhshætti henn-
ar. Af einhverjum dularfullum
ástæðum hafa mengun umhverf
is og innviða mannsins haldizt
systurlega í hendur!
Mér finnst Straker-mynda-
flokkurinn, hvað þetta snertir,
viðbjóðslegur — hvaða fcosti
sem hann annars kann að hafa.
Mér finnst viðbjóðslegt að ró-
ið sé að því ölium árura að
menga horfið við himingeimn-
um með fjandsemishugarórum
— nóg af slíku jarðneskra
þjóða í milli!
Við, Örlítil, skuldum vaLfin
smáþjóð, höfum með æmum til-
kostnaði komið okkur upp
sjónvarpi — reknu af ríkmu
sjálfu. Það er sök sér þó að
kvikmyndahús ausi yfír al-
menning allri þeirri óhollustu
sem gróðavænlegust þýkir. En
að ríkisrekin menningarstofn-
un geri því um líkt, finnst mér
annað mál.
Björn O. Björnsson."
• Barnaleikritin
í Þjóðleikhúsinu
Þá er hér bréf um Ktáusana
í Þjóðleikhúsinu:
„Kaéri Velvakandí.
Oft hefur Þjóðleikhúsið hlot
ið harða gagnrýni, en miklu
sjaldnar er þess getið, sem þar
er vel gert. Hvað sem um starf
semi Þjóðleikhússins á s.l. 20
árum má segja, fullyrði ég, að
enginn mundi vilja vera án
þess og margt hefur þar ver-
ið vel gert á íiðnum árum.
Flestir munu sammála um, að
barnaleikrit Þjóðleikhúss-
ins hafa mörg verið mjög at-
hyglisverð og hlotið almenna
og verðskuldaða hylli leikhús-
gesta. Þann þátt leiklistar er
snýr að yngstu kynslóðinni hef
ur Þjóðleikhúsið rækt af stakri
prýði. Nærtækasta dæmið er
siðasta barnaleikrit Þjóðleik-
hússins, Litli Kláus og Stórí
Kláus, sem er mjög skemmtileg
og vönduð sýning og leikhús-
inu tíl mikils sóma. Aldrei áð-
ur hef ég komið á leiksýningu
þar sem leikhúsgestir tóku
jafn virkan þátt í þvi, sem gerð
ist á leiksviðinu, eins og á sýn
ingu á „Kláusunum" einn
sunnudaginn. Bæði leikstjóra
og leikurum hefur tekist að
gera úr þessu skemmtilega æv-
intýri H.C. Andersens frábært
leikhúsverk, sem allir geta not
ið og ættu að sjá.
Klemenz Jónsson hefur
stjómað mörgum sýningum hjá
Þjóðleikhúsinu fyrir börn á
undanfömum árum og að mín-
um dómi tekst honum alltaf að
ná til barnanna með sýningum
sínum. Hann virðist hafa næm-
an skilning og þekkingu á þvi,
sem hæfir hinum ungu leikhús
gestum hverju sinni. — Það er
mín skoðun að þetta sé rétta
leiðin til þess að ala upp góða
og áhugasama leikhúsgesti fyr
ir komandi tima.
Helga Magnúsdóttir".
Mesta úrval af
púskaeggium
SUÐURLANDSBRAUT 10. — SIMI 81529.