Morgunblaðið - 07.04.1971, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1971
m *jyj'‘AV'yV‘TV1"n?v*r}l"Í'v'$9i''Ji!"}'":'f }'/i •’■' ' "l" w * " í '
Á NÁMSKEIÐI því í hlýðnl
og fimiþjálfun hesta, sem
undanfarna 10 daga hefur
staðið yfir á vegum Fáks og
Landssambands hestamanna,
hefur m.a. mátt sjá beztu
hestamenn landsins að læra
nýja siði við tamningu hjá
þýzku feðgunum Feldmann.
í hópnum komu fréttamenn
t.d. auga á Boga Eggertsson,
Sigurð Haraldsson í Kirkju-
bæ, Reyni Aðalsteinsson á
Hvítárbakka, Sigurð Gunnars
son á Bjarnastöðum, Sigur-
finn Þorsteinsson o.fl., sem
riðu hring eftir hring, og
tóku leiðbeiningum Þjóð-
verjanna um ásetu, taum-
hald, stjórnun með bending-
um og með fótunum, stökk
yfir hindranir o.fl.
24 menn tóku þátt í nám-
skeiðinu, sem var tvískipt,
og komu menn hvaðanæva
að af landinu. Albert Har-
aldsson, formaður Landssam
bandsins, lagði einmitt
áherzlu á hve mikilvægt
væri að svo reyndir hesta-
menn og viðurkenndir tækju
þátt í þessu, því þeir gætu
betur valið úr og tileinkað
sér það, sem gæti komið ís-
lenzkum tamningamönnum
að gagni.
Þýzku feðgarnir eru mikl-
ir kunnáttumenn í reið-
mennsku og hafa mikla
reynslu. Undanfarin sex ár
hafa þeir eingöngu verið
með íslenzka hesta á hrossa-
búi Feldmanns í Aegidien-
borg og fjöldamörg nám-
skeið hafa verið haldin þar
í meðferð og reiðmennsku á
íslenzkum hestum. Hefur
það mjög orðið til að auka
Hestamennirnir riðu hring eftir hring í gerðinu, stilltu hestana fullkomlega og tóku ábend
ingum um ásetu
Kunnir hestamenn
nýja tamningasiði
t*ýzkir feðgar kenna
læra
Þórörn Jóhannsson úr Horna
firði: — Lízt vel á hve þeir
stilla hestana í upphafi.
veg íslenzka hestsins á er-
lendri grund. Hefur Walter
Feldmann eldri skapað að-
stöðu til þess á búgarði sín-
um að halda keppnismót fyr-
ir íslenzka hesta, og var þar
einmitt haldið fyrsta Evrópu
mót íslenzkra hesta síðast-
liðið haust. Komu þeir feðg-
ar hingað nú af áhuga ein-
um saman og settu það eitt
skilyrði, þegar orðað var við
þá að koma og kenna íslenzk
um reiðmönnum, að komið
yrði upp 20x40 m tamninga-
gerði að alþjóðlegri fyrir-
mynd. Og var það gert.
Á námskeiðinu hafa þeir
feðgar lagt mikla áherzlu á
að bæta ásetu þátttakenda
og taumhald, einnig að
kenna aðferðir til að stjórna
hestinum með ásetubreytingu
Skafti Sveinbjörnsson frá Hafsteinsstöðum lærir
hindrunarstökki.
ásetu
og fótastjórnun og í að
þjálfa þátttakendur í ásetu
þegar hesturinn stekkur yf-
ir hindranir. Er fréttamenn
komu í tamningagerðið á
Víðivöllum upp með Elliða-
ánum, riðu hestamennirnir
stillilega í hringi og höfðu
fullkomið vald yfir hestun-
um í æfingum, sem þeir
gerðu allir eins. Síðan voru
settar upp nokkrar lágar
hindranir til að fá hestana
til að breyta lullgangi fyrir
hafnarlítið yfir í gott brokk,
og loks var farið að æfa
stökk yfir hindranir. Var
auðséð að ágætur árangur
hefur náðst og menn og
hestar tileinkað sér hina
nýju siði fljótt.
Sigurður Gunnarsson á
Bjarnastöðum í Grímsnesi,
sem er kunnur tamninga-
maður og á nú bíðandi
heima 14 hesta í tamningu,
sagði að það sem hann hefði
kynnzt þarna væri töluvert
annað en hann hefði þekkt
áður. — Við höfum mest
notað taumana, en þarna er
mikið gert af því að stjórna
hestinum með fótunum qg
ýmiskonar bendingum, sagði
hann. Við lærum hér líka
jafnari ásetu og það er áferð-
arfallegra.
Kvaðst Sigurður telja
þessar aðferðir gagnlegar,
einkum í byrjun tamningar,
og væru þær góður undir-
búningur fyrir tamningu úti
á Víðavangi. Gott væri að
kenna folunum að hlýða án
átaka í lokuðu gerði, eink-
um ef hesturinn hafi freka
skapgerð. — Ég geri ekki
Feldmann-feðgamir leið^eina og Sveinbjörn Dagfinnsson, formaður Fáks túlkar. — Með
hindrunum er hesturinn látinn læra að skipta yfir í hreint brokk
Og
að
Þorlákur Ottesen, fyrrv. for
maður Fáks: — Þurfum að
leggja áherzlu á frumstigið
í tamningu
ráð fyrir að við, sem erum
orðnir þetta gamlir, leggjum
niður okkar gömlu reiðlist,
heldur að við bætum þessu
inn í, sagði hann.
Þórörn Jóhannsson var
kominn á tamninganámskeið
ið alla leið úr Hornafirði.
Hann kvaðst ekki vera
neinn tamningamaður, nema
fyrir sjálfan sig. Hann hefði
komið að gamni sínu, en þó
mundi hann .skýra mönnum
heima frá því, sem hann
hefði séð og lært. — Mér
lízt vel á þessar aðferðir,
sagði hann. Og alltaf má
velja og hafna. Þjóðverjarnir
fara rólegar í þetta en við
erum vanir, leggja mikla
áherzlu á að stilla hestana
vel í upphafi. Það er til mik
illa bóta að þjálfa þá svona
vel í að vera stilltir, meðan
ekki er ætlazt til neins af
þeim. Og Þjóðverjarnir
kenna fallega ásetu, Við
sjáum hvað þeir eru að gera
og veljum svo það, sem okk-
ur fellur vel.
Þarna var ungur piltur úr
Skagafirði, Skafti Stein-
björnsson frá Hafsteinsstöð-
um. Hann er enginn viðvan-
ingur við tamningar, því
hann er um þessar mundir
við annan mann með 26
hesta í tamningu á tamninga
stöðinni á Sauðárkróki.
Hann var sýnilega áhuga-
samur og sagði að sér litist
mjög vel á þessar aðferðir
sem hann hefði nú séð í
fyrsta skipti, og þá þjálfun
sem maður og hestur fær.
Sagði hann að á þessum
stutta tíma hefðu flestir
komizt vel upp á nýja siði,
bæði menn og hestar.
hann kvaðst ákveðinn í
notfæra sér það, sem hann
hefði lært, þegar heim
kæmi.
Þorlákur Ottesen, fyrrver-
andi formaður Fáks, stóð
undir vegg, og kvaðst hafa
fylgzt með á hverjum degi.
— Þetta er það sem okkur
hefur vantað, sagði hann. Ég
hefi alltaf haft mikinn áhuga
á að við lærum að leggja
áherzlu á frumstigið í tamn-
ingu. Þetta er það sem koma
verður, meiri stilling og stíll
í hópreið. Og ég er viss um
að taumhaldið verður þjálla,
ef svona er tamið í girðing-
um. Þá sveigir hesturinn sig
meira að vilja mannsins. Þó
við teljum okkur talsvert
góða hestamenn, þá hefur
okkur vantað einmitt þetta.
Magnús Sigurðsson, lækn-
ir, tók undir það. Ilann
kvaðst hafa kynnzt þessari
tegund af tamningu í Þýzka
landi, og hann teldi undir-
stöðuna að láta hestinn í
upphafi hlýða vel taumhaldi
og stýringu með bendingum,
Framh. á bls. 23
Sigurður á Bjarnastöðum: —
Tamning í gerði góður undir
búningur í uppbafi tamning
ar
——