Morgunblaðið - 07.04.1971, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1971
. . 55 . .
virtist vera sofandi þrátt fyrir
þennan hræðilega hávaða, og
ég sá, að glugginn hjá honum
var vel lokaður. Þá fór ég fram
í eldhús og sagði við konuna, að
það væri kominn háttatími.
En hún vildi ekki fara upp.
Hún var með eitt af köstunum
sínum, þegar engu tauti verður
við hana komið. Hún hafði ein-
hverveginn náð sér í ginflösku
og var nú meira en hálfnuð með
hana. Hún sagðist alls ekki fara
neitt i rúmið í svona veðri. Hún
sagðist heyra vofuna hans Cal-
ebs ýlfra um allt húsið, og það
spáði ekki neinu góðu fyrir íbúa
þess. Og svo tók hún að væla,
eins og þið hafið sjálfsagt heyrt
hérna um daginn, þegar Caleb
dó. Svo ég lét hana eiga sig og
fór upp sjálfur.
— Það var iika það bezta sem
þú gazt gert, sagði Appleyard.
— Þetta hlýtur að hafa verið
hræðileg nótt, bæði í einu og
öðru tilliti.
— Já, það var það sannarlega.
Ég svaf ekki dúr fyrir hávað-
anum. Vindurinn þaut og hvein
gegn um tómu hlutana af hús-
inu, rétt eins og allir djö'flar
vitis hefðu sloppið lausir. Og
aðra hverja mínútu runnu hell-
urnar niður eftir þakinu
og duttu til jarðar með dynkj-
um. Og ef hávaðanum linnti and
artak, heyrði ég veinin í kon-
unni, neðan úr eldhúsinu, rétt
eins og djöflarnir væru að
kvelja hana.
—- Það er þá engin furða þó
að þú látir ekki sem bezt út, sagði
Appleyard.
— Ég þráði mest birtuna til
þess að geta séð eyðilegginguna
með eigin augum, sagði Horning.
— Og þegar morguninn loks
ins kom — en þið viljið
víst heldur heyra þetta í réttri
röð?
— Það var rétt fyrir miðnætti,
að þá heyrðust meiri brestir en
áður hafði verið. Það var eins
og rétt uppi yfir höfðinu á mér
eins og þakið væri að hrynja
yfir mig. Ég þaut niður til þess
að líta til húsbóndans. Hann var
vakandi og spurði, hvað gengi
á. Ég sagðist ekki vita það, en
skyldi aðgæta það. En
hann sagði að ég mundi ekkert
sjá og ætti heldur að biða morg-
unsins. Svo að ég fór fram í
eldhús og fann þar konuna mína
sofandi i stólnum, en flaskan lá
tóm á hliðinni á borðinu fyrir
framan hana. Ég hef komizt að
því síðan, að nokkuð af hávað-
anum stafaði frá því að þak-
ið hrundi af austurálmunni.
■<— Já, við tókum eftir þvi,
þegar við komum, sagði Appley-
ard.
— Þér hlýtur að hafa orðið
hverft við. En heyrðirðu nokk-
uð fieira þarna um nóttina?
— Hávaðinn hélt áfram lengi
á eftir að ég var kominn i rúm-
ið aftur. Það hiýtur að hafa
verið farið að birta, þegar
iygndi og ég hélt þá, að ég
gæti að minnsta kosti sofið eina
tvo klukikutíma. En það gat ég
ekki. Ég fann það einhvern veg-
inn á mér, að eitthvað hefði
komið fyrir og gat ekki sofnað.
Ég fór því niður um kfukkan
sex og hitaði mér tebolíla. Kon-
an svaf enn í stólnum og ég
vildi ekki ónáða hana.
—Þú vissir ekki þá, að turn-
inn var hruninn?
— Nei, ég hafði ekkert heyrt
í honum í öllum þessum hama-
gangi þegar hellurnar voru að
hrynja af þakinu. Og þegar ég
var búinn að drekka, fór ég að
laga svolítið til í eldhúsinu, og
eldhúsgiiuggarnir vita ekki
út að tuminum.
— Og svo, rétt fyrir sjö, var
barið á eldhúsdyrnar. Ég gat
ekki skilið, hver þetta gæti ver-
ið, svona snemma dags, en opn-
aði samt, og þama var hann
Wally litli Chudley, kafrjóður
og másandi rétt eins og hann
hefði verið á hlaupum. Ég
spurði hann, hvað i ósköpunum
væri að, og hann sagðist vera
sendur til að segja mér að turn-
inn hefði fokið um koil um nótt-
ina.
— Ég trúði nú bara ekki mín-
um eigin eyrum. Ég sagði við
Wally að það væri ekki failegt
Njótið hinnar útfjólubláu geislunar af fjallasnjónum
- VERÐIÐ BRÚN — BRENNIÐ EKKI
NOTIÐ
COPPERTONE
COPPERTONE er langvinsælasti sólaráburðurinn
í Bandaríkjunum. Vísindalegar rannsóknir fram-
kvæmdar af hlutlausum aðiia, sýna að Coppertone
sólaráburöur gerír húðina á eölilegan hátt brúnni
og fallegri á skemmri tíma, en nokkur annar sólar-
áburður sem völ er á.
Heildverzlunin Ýmir
Haraldur Árnason
Sími 14191.
heildverzlun, sími 15583.
að koma og hræða fólk með
svona reyfarasögum. En hann
stóð fast á þessu og sagði, að
imér væri þá eins gott að að-
gæta það sjáiifur. Ég kom því
hérna inn í stofuna og dró frá
glugganum. Og þá sá ég þetta,
sem við sjáum núna.
Brytinn benti skjál'fandi
fingri út um gluggann, þar sem
stóM Símonar var vanur
að slanda. Og í morgunsólinni
sást móinn, en þessi ógnandi
upprétti fingur, sem eitt hinn
hafði staðið uppd á brekkunni
var nú horfinn.
Horning hóstaði þreytulega
og hélt áfram — Ég veit ekki,
hve lengi ég stóð og horfði á
þetta. Ölil þau ár, sem ég mundi
eftir mér, hafði ég séð turninn,
hvenær sem ég leit út um glugg-
ann. Og nú var hann horfinn.
Ég hélt fyrst, að birtan væri
að gera mér einhverjar sjón-
hverfingar, og þegar sólin kæmi
bet.ur upp, mundi ég sjá turninn
standandi á sínum stað. Og þeg-
ar svo sólin kom gegn um ský-
in, sá ég móann eins og þið sjáið
hann núna, og ekkert á honum.
Og mér datt í hug það, sem kon-
an hafði verið að segja um nótt-
ina um vofuna hans Calebs og
datt í hug að kannski . . .
— Ég fór aftur fram í eld-
hús, og þarna stóð Wally enn
við dyrnar. Hann glotti til mín
og spurði, hvort ég væri nú
sannfærður, en einhvern veginn
gat ég ekki svarað honum. Ég
gaf honum nokkra sykurmola —
það var það eina, sem til var í
húsinu - og bað hann að hinkra
dálíitið við. Ég vissi fullivel, að
ég mundi bráðlega þarfnast
hjálpar.
— Þér sfkiljið, að það var
óhugsandi að leyna þessu fyrir
húsbóndanum. Það fyrsta sem
hann gerði á hverjum morgni,
þegar ég færði honum teboll-
ann hans, var að reisa hann upp
í rúminu, svo að hann gæti séð
út um gliuggann. Gluggarnir á
svefnherberginu vita í sömu átt
og gluggarnir hérna og hann
var alltaf vanur að lítá á turn-
inn þegar ég dró frá þeim. Það
virtist veita honum eins konar
öryggi, ef þið skiljið, hvað ég á
við, herrar mínir.
— Já, við skiljium það fullkom
lega, sagði Appleyard, lágt. —
Gefðu þér góðan tíma og segðu
okkur, hvað gerðist.
- Þakka yður fyrir. Ég vissi
nú ekki hvað bezt væri til
bragðs að taka. Þarna var
enginn í kallifæri nema ég og
húsbóndinn. Ekki nema konan
mín, steinsofandi og svo Walily,
sem var að bryðja sykurjnn, sem
ég hafði gefið honum og sparka
i vegginn. Og kl'ukkan var hálf
átta og vatnið sauð á katlinum
tilbúið i teið húsbóndans.
En þarna var ekkert hægt að
gera, það vissi ég strax.
Húsbóndinn hafði bjölilu hjá sér,
sem Benjamín hafði einu sinni
sett upp, og hann hefði hringt
ef teið hefði ekki verið nema
Ilniturinn, 31. marz — 19. apríl.
Reyndu að prófa getu þína í dag.
Nautið, 20. apríl — 20. niaí.
Góð framkoma gengur alls staðar.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Vendu þig við iðjusemi og samstarf. Vinir og ættingjar vilja
þér vel.
Krabbinn, 21. júnf — 22. júlí.
Almenn skynsemi gefur góða raun.
LJónið, 23. júlí — 22. ágúst.
FJiilskyldan hcimtar sinn toll, þótt crfilt sé.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
I>ú færð byr undir háða vængi á næstunni.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú færð bctri hljómgrunn cn þú áttir von á.
Sporðdrekinn, 23. oktöber — 21. nóvember.
Reyndu að halda þig utan við allar dcilur.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desenilier.
Þú ert alltof hlutdrægur þcssa stundina.
Steingeitin, 22. deseniber — 19. janúar.
Þú verður að fá betri upplýsingar áður en þú skipuicggur.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þú verður fyrir ýmsum töfum í starfinu.
l iskarnir, 19. febrúar — 20. niarz.
Rcyndu að sýna ástvinum þínnm nmhyggju.