Morgunblaðið - 01.05.1971, Síða 1
52 SÍÐUR (TVÖ BLÖÐ)
97. tbl. 58. árg.
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afhendingu
þotna til
Libyu flýtt
Sex nýjar Mirage-orrustu-
vélar J>egar komnar þangað
París, 30. apríl. AP.
FKAKKAR haía afhent Libyu
sex tveggja sæta Mirage-orrustu
þolur, tveim mánuffum fyrr en
áætlaff liafði veriff. Er þar meff
byrjaff aff uppfylla samning,
sem gerffur var um sölu á 110
Mirage-þotum til Libyu.
Hernaðarsérfræðingur franska
blaðsins Le Monde, segir í grein
um þetta að líklega hafi verið
flýtt fyrir þessari fyristu af-
hendingu með því að taka flug-
vélarnar beint úr framleiðslu-
líinunni, og þurfi franski flug-
herinn því að bíða nokkuð eftir
vélum, sem hann hafi pantað.
SaOain á Mirage-þotum fil Lib-
yu hefur vakið úlfaþyt víða,
ekki sízt í Frakklandi sjálfu.
Libya gerðist nýlega aðili að
myndun sambandsríkis með
Egyptalandi og Sýrlandi, og
einn liðurinn í stefnuskránni
er að herir landanna verði und-
ir sameiginlegri yfirstjórn. Það
er því ekkert því til fyrirstöðu
að Mirage-þoturnar verði not-
aðar gegn ísrael, ef til stríðs
kemur og finnst mörgum það
hart, sérstaklega með tilliti til
þess að Frakkland neitaði að
afhenda fsrael 50 Mirage-þotur,
sem þegar var búið að borga.
Franska stjórnin hefur lýst
því yfir að í kaupsamningnum
sé tekið fram að Libya megi
ekki nota þoturnar nema til að
verja sín eigin landamæri, en
Kadafi, leiðtogi Libyu, hefur
lýisit því yifir að þjóð hans geti
gert það sem hentni þótoast við
hergögn, sem eru keypf fyrir
heniniar p'eniniga.
Hundruð gef ast
upp á Ceylon
Stórfelldri sókn hótað gegn
skæruliðum, sem ekki gefist upp
COLOMBO 30. apríl — AP.
Að niinnsta kosti 160 nppreisn-
armenn hafa gefizt upp imdan-
farna tvo sólarliringa eftir
harðnandi árásir herliðs og flug-
véla á liðssafnað skæruiiða í
Sinharaja-frumskógi, í suðaust-
urhluta Ceyions, og útvarpsstöð
hefur verið náð úr höndum
skæruliða á sömu slóðum, að
því er stjórn Ceyions segir í
tilkynningu í dag. I miðhluta
landsins hafa 80 ungir upp-
reisnarmenn gefizt upp.
Firá og með morgundegmum
haifa uppreisinarmeinn fresit í
fjóira daiga til þeiss að gefast
upp gegin taforði um góða með-
ferð, em ef stjómin teiur fjölda
þeirra sem ganga að þesisum
SkiiLmálium of Mtinn, er hótað
stórfetldri sókn gagn skærulið-
um. Stjómin er hins vegar bjairt-
sýn á, að mikilt fjöld skæru-
Framhald á bls. 19
Opnun Súezskurðar
þýddi minni stórhættu
Allende
yfirtekur
bankana
Santiago, 39. april — AP —
STJÓRNIN í Chile tók í dag öll
gjaldeyrisviðskipti í sínar hend-
nr. Einu bankarnir sem fá að
halda áfram gjaldeyrisviðskipt-
um auk landsbankans hafa ver-
ið þjóðnýttir að öllu eða mestu
leyti. Þjóðnýting bankanna er lið
ur í sósíalískri stefnu Salva-
dor Allende forseta, og á stjórn-
in nú rúmlega 53% allra hluta-
bréfa í bönkum, sem enn eru í
einkaeign. Stjórninni hefur
reynzt auðvelt að kaupa hluta-
bréf þar sem fréttir hafa verið
um að sala þeirra yrði lögboðin.
— segir William Rogers, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna
- þó ekki nein endanleg lausn
Ankara, 30. apríl. AP.
William Rogers, utanríkisráð-
herra sagði á fundi í Mið-Asíu-
bandalaginu í dag, að opnun Suez
skurðarins myndi minnka líkurn
ar á stríði i Miðausturlöndtim,
en ef tækist að koma henni til
leiðar mætti þó alls ekki líta á
hana sem neina varanlega heild-
arlausn á vandamáiunum þar.
Rogers leggur á morgun af
stað í ferð til fjögurra Araba-
ríkja og Israels, til að ræða við
leiðtoga þar um friðarsamninga.
Á fundinum i dag, sagði Rogers
að Bandaríkjastjórn bæri fullt
traust til Gunnars Jarring, sátta
semjara Sameinuðu þjóðanna,
og styddi hann eindregið í við-
leitni hans til að koma á friði.
Rogers sagði og að nú væri
þörf á nýju átaki i friðarsamn-
ingunum. Það lægi nú fyrir hver j
ar væru kröfur hinna deilandi að-
ila, og nú yrðu báðir að sýna
sveigjanleik og reyna að mætast
á miðri leið.
Ráðherrann gat þess að bæði
Israel og Arabarikin hefðu lýst
sig samþykk hugmyndinni um
að opna Suez-skurðinn, og kvaðst
vona að samkomulag næðist um
það atriði. Ef svo færi, væri
minni hætta á að strið brytist
William Rogers.
út á nýjan leik Opnun skurðar-
ins yrði þó aðeins einn liður í
friðarumleitunum, og alls ekki
nein endanleg lausn, enda yrði
ekki litið svo á í Bandaríkjunum.
Ráðherrann lagði áherzlu á þessi
atriði vegna þess að fram hefði
komið sú gagnrýni að ef opnun
skurðarins gæti orðið til að
minnka spennuna, yrði annað lát
ið sitja á hakanum.
Hussein, konungur Jórdaníu,
hefur hvatt Bandaríkin til að
taka meiri beinan þátt i tilraun-
um til að koma á friði í Miðaust-
urlöndum. Hann lagði þó áherzlu
á að Bandaríkin yrðu einnig að
reyna að beita sér fyrir því að
Israel yrði sveigjanlegra í stefnu
sinni í þessum máluun.
Gera má ráð fyrir að það sem
mest verði til umræðu þegar Rog
ers hittir leiðtoga landanna
fimm, verði þau landsvæði sem
Israel hertók í sex daga strið-
inu 1967. Israel hefur neitað ör-
yggis síns vegna að skila ölium
svæðunum aftur, og telur sig
ekki geta þegið alþjóðlegar trygg
ingar, i stað öruggra landamæra,
enda hafa slíkar tryggingar ekki
verið mikils virði þegar á reyndi
Kýr
stöðvuðu
tunglbíl
TVEIR geimfaranna, sem
eiga að fara með Apollo 15.
til tunglsims í júlí, eru nú að
reynislulkeyra tunglbílinm sem
þeir hafa meðferðis. —
Það eru þeir David Scott og
James Irvin, og þeir hafa ek-
ið um Mojave-eyðimörkina
þvera og endilanga undan-
farna daga.
Geimfararnir tveir eru í
talstöðvarsambandi við vís-
iimdamenn sem hafa bækistöð
í útjaðri eyðimerkurinnar, og
lýsa fyrir þeim því sem fyr-
ir augu ber. Tilraunirnar
hafa allar gengið vel, en þó
lentu þeir félagar eitt sinn í
miklum erfiðleikum þegar
hópur forvitinna kúa um-
kringdi þá, og urðu þeir að
yfirgefa farartækið til að
reka þær frá. Það gekk ekki
sem bezt því beljurnar sóttu
að frá öllum hliðum, og voru
hinar þverustu, en loks tókst
þeim að ryðja braut og
„trylltu þá burt á öllu út-
opnuðu“, eins og þeir myndu
segja á „rúntinum" í Reykja
vík.
f