Morgunblaðið - 01.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1971 Útgefandi hf. Árvekur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. AðstoOarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritatjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðaistræti 6, sfmi 22-4-80. Áskriftargjaid 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasöiu 12,00 kr. eintakið. FYRSTI MAÍ Borgarmál eftir Birgi fsl. Gunnarsson Á MIKLATÚNI, þar sem smám saman er að mótast stærsti skrúðgarður borg- arinnar, verður staðsett ein stofnun, sem nú er langt komin í byggingu. Það er myndlistarhúsið, sem risið er við Flókagötu. í Reykjavík hefur lengi verið nauð- syn á slíku húsi. Listamannaskálinn gamli við Kirkjustræti var í notkun mun lengur en hlutverki hans var sam boðið og önnur salarkynni hér í borg, þ.m.t. bogasalur Þjóðminjasafnsins, hafa alls ekki uppfyllt þá miklu þörf á sýningaraðstöðu, sem hið ört vaxandi myndlistarlíf í borginni hefur kallað á. Árið 1968 hóf Reykjavikurborg að reisa myndlistarhúsið á Miklatúni í samvinnu við samtök listamanna og er nú svo komið, að fyrsti áfangi þess verður væntanlega tekinn í notkun á hausti komanda. í húsinu verða tveir sýningasalir. Öðrum salnum er ætlað að skapa aðstöðu til að kynna borgar- búum myndverk, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og ekki eru þegar aðgengileg úti við eða í stofnunum borg arinnar, sérstaklega þó verk eftir Jó- hannes S. Kjarval, en húsið verður tengt hinu mikla framlagi hans til myndlistar á íslandi. Reykjavíkur- borg á nú þegar verðmætan sjóð lista- verka, sem ekki er aðstaða til að borg arbúar fái að njóta eins og eðlilegt verður að teljast. f hinum salnum á að verða aðstaða til listsýninga, og hvers kyns kynningar á lista- og menningarstarfsemi, sem eðli legt þykir að þar fari fram. Þá er og ráðgert að í húsinu verði málverka- geymsla og í göngum hússins verði að- staða til að sýna höggmyndir. Veitinga stofa verður í húsinu og aðstaða til úti veitinga í tengslum við garðinn. Garð- yrkja borgarinnar kemur og til með að hafa bækistöð í húsinu, bæði vegna skrúðgarðsins á Miklatúni og annarrar garðyrkjustarfsemi, sem borgin hefur með höndum í hverfinu. Samkvæmt framkvæmda- og fjáröfl- unaráætlun borgarsjóðs er ráðgert, að í lok þessa árs muni 55 milljónum króna hafa verið varið til hússins. Borgarráð hefur nýlega samþykkt reglur um húsið, sem settar hafa verið í samráði við stjórn Bandalags íslenzkra listamanna. Samkvæmt þeim reglum er rekstur hússins í höndum sérstakrar hússtjórnar, sem starfar undir yfirstjórn borgarráðs. Hússtjórnin er svo skipuð, að í henni eiga sæti borgarstjóri eða fulltrúi, sem hann skipar í sinn stað og tveir menn kjörnir af borgarráði til fjögurra ára í senn. Hinn almenni sýningarsalur hússina verður undir stjórn sérstaks sýningar- ráðs, en í því eiga sæti auk hússtjórn- ar fjórir fulltrúar, sem Bandalag ísl. listamanna skipar til fjögurra ára. — Stjórn sýningarráðs á salnum verður í því fólgin, að ráðið ákveður, hverjum skuli heimilað að halda þar listsýning- ingar og hve lengi. Ennfremur skal sýn ingarráð ákveða, hvort og hvenær skuli heimila afnot salarins til annarra nota, t.d. til tónleikahalds, upplestra eða annarrar áþekkrar starfsemi. Eins og fram kemur í þessum reglum eru það fulltrúar frá samtökum lista- manna, sem haft geta úrslitaáhrif á til hvaða nota hinn almenni sýningar- salur verði og hverjir muni geta sýnt þar. í reglunum er hins vegar ákvæði þess efnis, að telji aðili sér ranglega synjað um að fá salinn til afnota eða einhver þeirra, sem sýningarráð skipa telji, að ranglega hafi verið synjað um afnot og getur þá hlutaðeigandi óskað þess við borgarráð, að slík ákvörðun verði endurskoðuð. Ef borgarráð telur rök fyrir slíkri ósk, skipar það tvo men.n sérstaklega til að fjalla um þessa ósk ásamt þeim, sem fyrir eru í sýn ingarráði. Ef meirihluti sýningarráðs, þannig skipað telur óskina á rökum reista, getur það leyft umrædd afnot, en ef meirihluti er andvígur er ekki unnt að leyfa afnotin. Þessar reglur um afnot hins almenna sýningartsalar mið- ast fyrst og fremst við það, að samtök listamanna sjálfra geri þær kröfu um listgildi, sem uppfylla þurfi til að fá salinn til afnota fyrir sýningar, en hins vegar gert ráð fyrir ákveðinni málsmeðferð, ef ágreiningur kemur upp um einstakar ákvarðanir, sem t.d. gætu byggzt á kreddubundnum sjónarmið- um um ágæti ákveðinnar ste-fnu í list- um. Starfsemin í hinu nýja myndlistar- húsi á að verða lyftistöng listalífi í borginni og þar á að verða vettvangur eldri sem yngri listamanna, sem þurfa að koma list sinni á framfæri við al- menning. Húsið á að geta stuðlað að blómlegu menningar- og listalífi í borg inni. Þegar myndlistarhúsið á Miklatúni verður fullgert, bíða fleiri verkefni ó- leyst. Á sviði menningarmála eru nú tvö brýn verkefni, sem bíða úrlausnar. Annað er bygging nýs aðalsafns fyrir Borgarbókasafnið, en hitt er bygging Borgarleikhúss í samvinnu við Leikfé- lag Reykjavíkur. Iðgjaldatekjur líf- eyrissjóða 520 millj. kr. Á 1. maí, hátíðisdegi verka- lýðsins, er að þessu sinni rík ástæða til að líta yfir far- inn veg og athuga, hvernig launastéttunum hefur vegn- að á undanfömum misiserum. Eins og allir vita, var tíma- ' bilið frá 1967—1969, þjóðinni mjög erfitt, og það kom að sjálfsögðu fram í skertum l'ífskjörum alls almennings og alvarlegu atvinnuleysi meðal landsmanna í fyrsta sinn í tvo áratugi. í ársbyrjun 1969, var ástandið þamnig, að atvinnu- leysi var mjög mikið, þúsund- ir manna um allt land höfðu ekki atvinnu á fyrstu vikum þess árs, og gemgisbreyting, sem framkvæmd hafði verið í nóvember 1968 leiddi óhjá- kvæmilega tiil verulegrar verðhækkunar á nauðsynja- vörum almennings. Ríkis- stjómin, Alþýðus'amband ís- lands og Vinnuveitendasam- band fslands komu sér sam- an um ákveðnar aðgerðir til að vinna bug á atvinnuleys- tnu og atvinnumálanefndir voru settar á stofn í öllum kjördæmum landsins, en At- vinnumálanefnd ríkisins veitti á því ári lán að upp- hæð um 350 milljónir króna, sem stuðluðu mjög að því að örva atvinnu og framkvæmd ir í landinu. Nú rúmum tveimur árum síðar er ástandið þannig, að atvinna er nú næg um allt land og víða er skortur á vinnuafli. Launþegar hafa bætt mjög hag sinn og er tal- *ið, að kaupmáttur meðal- kauptaxta verkafólks hafi aukizt frá 1969 um 16%— 17%, en kaupmáttur atvinnu- tekna og ráðstöfunartekna um 20% eða meira. Er þetta ótrúlega mikil breyting á svo skömmum tíma og stað- festir, að stjómarvöldin hafa brugðizt á réttan hátt við erfiðleikum fyrri ára. Þannig eru viðhorfin nú, þegar launþegar í landinu halda hátíðlegan 1. maí, há- tíðisdag verkalýðsins, að lífs- *kjör alls almennings eru orð- in mjög svipuð og þau urðu bezt á árinu 1966 og framan af ári 1967, áður en áföllin fóru að marki að segja til sín. Á síðastliðnu hausti gerði ríkisstjómin sérstakar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að ný verðbólgu- þróun eyddi þeim ávinning, sem launþegum og lands- 'mönnum í heild hafði tekizt að ná. Verðstöðvunin hefur tryggt batnandi lífskjör, og hún hefur veitt svigrúm til þess að takast á við þau vandamál, sjm fylgja þeirri velmegun, sem nú er í land- inu. Á 19. landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, sem nýlega er lokið, var fjallað um viðhorf- in á vinnumarkaðnum og í stjórnmálayfirlýsingu lands- fundar segir m.a.: „Efla ber skilning á því með aðilum vinnumarkaðarins að raun- hæfar kjarabætur verði bezt tryggðar með aukinni fram- leiðslu, framleiðni og bætt- um viðskiptakjörum og jafn- framt stöðugu verðlagi. Til þess að jákvæður árangur náist á þessu sviði, er vinnu- friður grundvallarnauðsyn.“ Ennfremur segir í stjómmála yfirlýsingu landsfundar: „Stuðlað verði að því, að að- ilar þessir komi á með sér rammasamningum um sam- starfsnefndir með aukið at- vinnulýðræði í huga. Áfram verði unnið að vinnurann- sóknum, hagræðingu og hag- kvæmni í rekstri fyrirtækja auk hvetjandi launakerfa, sem mun, ásamt frjálsum samningum þessara aðila, stuðla að réttlátri skiptingu þjóðartekna.“ Fengin reynsla hefur kennt okkur að ganga hægt um gleð innar dyr. Þessari þjóð mun vegna vel í framtíðinni, ef og þegar hinir ýmsu hags- munahópar í þjóðfélaginu gera sér grein fyrir því, að við erum öll í einum bát, að hagur launþega er undir því kominn, að hagur atvinnu- fyrirtækjanna sé góður og að það eru hagsmunir at- vinnufyrirtækjanna, að fólk- ið í landinu búi við góð og lífvænleg kjör. Beggja hagur og þjóðarbúsins alls, er, að kjarabætur haldist í hendur við eðlilega framleiðniaukn- ingu atvinnuveganna. Nú er stundum spurt, hvað við muni taka að loknu verð- stöðvunartímabilinu 1. sept. n.k. Það er að sjálfsögðu þeirrar ríkisstjórnar, sem við tekur að loknum kosningun- um í júní að marka stefn- una að verðstöðvunartímabil- inu loknu. Hitt er ljóst, að framvinda mála verður mjög undir því komin, hvernig verkalýðssamtökin bregðast við, Ef ábyrgð og heilbrigð skynsemi ráða ferðinni þarf þjóðin ekkert að óttast. AÐALFUNDUR Landssambands lífeyrissjóða var haldinn að Hót- el Sögu föstudaginn 23. þ.m., en aðalfundir sambandsins eru haldnir annað hvert ár. Fundinn sóttu fulltrúar 26 lífeyrissjóða, en aðildarsjóðir sambandsins eru nú 49 sjóðir. Formaður landssambandsins Bjarni Þórðarson, trygginga- fræðingur, flutti skýrslu stjórn- ar. Kom þar fram, að áætlaðar iðgjaldatekjur allra lífeyrissjóða landsins hefðu numið um 520 millj. kr. árið 1970 og saman- lagður höfuðstóll hefði í lok þess árs numið um 3.600 millj. kr. Þá var gerð grein fyrir baráttu landssambandsins gegn lögfest- ingu skyldukaupa lífeyrissjóða á skuldabréfum veðdeiMar Lands- banka Islands til fjáröflunar hiins opimbera húsnæðislána- kerfis og samkomulagi því, sem lifeyrissjóðirnir gerðu við rikis- stjórnina. Samkvæmt samkomu- lagi þessu samþykkti 31 lífeyr- issjóður innan sambandsins og allmargir sjóðir aðrir, að kaupa skuldabréf veðdeildarinnar fyrir um 90 millj. kr. á tímabilinu frá 1. maí 1970 til 30. apríl 1971, enda lýsti ríkisstjórnin því yfir, að hún mundi fella niður ákvæðið um skyldukaupin og að sjóðfé- lagar þeirra sjóða, sem sam- þykktu kaupin mundu njóta ó- skertra lána úr hinu opinbera húsnæðislánakerfi. Á fundinum flutti Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, er- indi um þróun eftirlaunamála og reglugerðir hinna nýju lífeyris- sjóða. Skýrði hann ítarlega reglu gerðir þeirra lífeyrissjóða, sem hafa verið stofnaðir samkv. sam- komulagi því, sem gert var milli Alþýðusambandsins og vinnu- veitenda í maí 1969. Einnig gerðí hann grein fyrir löggjöf um eft- irlaun til aldraðra launþega. Ingólfur Finnbogason, húsa- smiðameistari, sem átt hefur sæti í stjórn sambandsins frá stofnun þess, baðst undan endur- kjöri, en kjörnir voru til næstu tveggja ára: Aðalstjórn: Birgir Isl. Gunn- arsson, hrl., Bjarni Þórðarson, tryggingafræðingur, Gunnar Zo- ega, lögg. endurskoðandi, Gunn- laugur J. Briem, deildarstjóri, Hermann Þorsteinsson, fulltrúi. Varastjórn: Eyþór Þórðarson, vélstjóri, Tómas Guðjónsson, vél- stjóri. Endurskoðendur: Einar Th. Magnússon, fulltrúi, Þórður Ág. Þórðarson, fulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.