Morgunblaðið - 01.05.1971, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1971
Björgunarskipin koma
ekki fyrr en 5. maí
Lítið magn af olíuuppleysandi
efnum til í landinu
BEHÍÐ er eftir dráttarskipunum
frá Noregi til þess að ná út tog-
aranum Caesari H 226 og á með-
an er ekkert aðhafzt í máiinu.
Mhl. spurðist fyrir um það hjá
olíufélögitnum í gær hvort þau
kynnu einhver ráð til þess að
ná olíunni úr skipinu og fékk
haria lítil svör, enda flestir þeir,
sem talað var við ókunnir stað-
háttum vestra. Aðeins eitt félag-
anna átti olíuuppleysandi efni í
vörugeymslu — 22 tunnur.
Fyrst ræddi Mbl. við Svan
Friðgeirsson, stöðvar.stjóra Olíu-
verzlunar íslands — BP. Svan
sagði, að félagið ætti efni, sem
kailað væri BP 1002, sem hefði
þannig áhrif á oMu að hún botn-
félli í sjó, er efninu væri spraut-
að á hana. Aðspurður um það
hve mikið magn þyrfti vestra —-
sagði Svan að erfitt væri að
áætla það, en taldi hann þó að
það myndi skipta 10 til 20 smá-
lestum. Lítrinn kostar kr. 43,50
og í hverri smálest eru um 1250
lítrar. Ljóst er því að það væri
ýmsum erfiðleikum háð að nota
efnið i Isafjarðardjúpi og á fé-
lagið aðeins 22 tunnur eða tæp-
lega 3,5 lestir.
Aðspurður um það, hvort BP
treysti sér til þess að ná olíunni
úr skipinu sagði Svan, að hann
efaðist stórlega um það — tíl
þess væru naumast til tæki.
Hann kvað þurfa á staðinn raf-
magn og vélar til þess að knýja
dælur og hita þarf upp olíuna.
Hins vegar sagðist Svan Frið-
geirsson þess fullviss, að BP
gæti dælt olíunni úr skipinu, ef
þeir ættu að gera það. Til þess
þyrfti þó að kanna aðstæður all-
ar mun betur.
Jóhann Gunnar Stefánsson hjá
Olíufélaginu h.f. — Esso kvað
þá ekki eiga nein uppleysandi
efni til þess að blanda olíu.
Hann kvaðst ókunnur aðstæðum
vestra, en kvað erfiðasta hjall-
ann að hita upp olíuna, svo að
unnt yrði að dæla henni.
Þá ræddi Mbl. við Indriða Páls
son, forstjóra hjá Skeljungi h.f.
— Shell. Indriði sagði að uppleys
andi efni væru ekki til í vörzlu
félagsins, en hins vegar væri
unnt að útvega þau á mjög
skömmum tíma. Indriði kvaðst
ókunnugur aðstæðum við Arnar
nes, en örðugast yrði að hita
upp olíuna, sem varla hnigi við
lágt hitastig. Indriði taldi þó
eftir því sem unnt væri að dæma
af blaðafregnum, að eina lausn
málsins væri að ná skipinu út
og draga tii hafnar.
Guðmundur Karlsson, umboðs
maður brezkra togara á Isafirði
sagði í viðtali við Mbl. i gær-
kvöldi að allt væri með felldu á
strandstaðnum og enn væri logn.
Veðurspáin var þá suðaustan
kaldi, sem á ekki að vera óhag-
stæð vindátt í Djúpinu. Hins veg
ar sagði Guðmundur misskilnings
hafa gætt í fregnum af komu
björgunarskipanna. Skipin væru
með þunga flotpramma í eftir-
dragi og sæktist þeim ferðin
seint. Fyrra björgunarskipið er
því ekki væntanlegt fyrr en að-
faramótt næstkomandi miðviku-
dags — en ekki um helgina eins
og ráð var fyrir gert.
Tónlistarskólinn:
Cæsar H 226 á strandstað við Arnarnes.
Ljósm.: Hjáimar R. Bárðarson.
N emendatónleikar
TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja
vik heldur tónleika í Háteigs-
kirkju sunnudagskvöldið 2. maí
kl. 9. Kór og hljómsveit Tónlist-
arskólans undir stjórn burtfarar
prófsnemenda úr söngkennara-
deild flytja Messu í B-dúr eftir
Haydn og Ave verum corpus eft-
ir Mozart. Einsöngvari er Guð-
rún Tómasdóttir en orgelleik ann
ast Martin Hunger. Aðgangur
er ókeypis og velunnarar skól-
ans eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
— Bifreiða-
tryggingar
Frámhald af bls. 32
anma rennur út og þá krefjast
hækkunar iðgjalda.
Nefnd tryggingafélaganna sat
í gær fund með dómsmálaráð-
herra og í framhaldi af þeim
fundi var áðumefnd ákvörðun
félaganna tekin. Ólafur B. Thors
sagði, að félögin hefðu vænzt
mun meiri skiinings ráðamamna
á þessu mikla vamdamáii, sem
hán erfiða afkoma bifreiðatrygg-
inganna hefur leitt til. Félögin
fengjust í raun við öryggi manna
og þau þyrftu að hafa fjármagn
til þess að standa við skuldbind-
ingar, sem þau tækju á herðar
sér.
— Ráðstefnur
Framhald af bls. 32
frönsku. Á undan ráðherrafund-
inum verður ráðgjafanefndar-
fundur EFTA, en EFTA verður
með 23 skrifstofur í hótelinu á
meðan ráðstefnan stendur yfir
til 16. maí. Þann tíma hefur
EFTA einnig fest 165 herbergi á
Hótel Loftieiðum.
Að sögn Konráðs Guðmunds-
son, hótelstjóra á Hótel Sögu,
verður ráðstefna hrezku verk-
fræðinganna 15.—19. maí, en ráð
stefnuna munu sækja hátt á ann-
að hundrað manns. Leigja þeir
eirtnig mest allt hótelið fyrir
fundi og fundamenn. Á undan
brezku ráðstefnunni verður 100
manna hafísráðstefna á Hötel
Sögu og á næstu mánuðum
verða þar fjölmargar ráðstefnur.
Hreinn Ómar Elliðason.
— Drukknaði
Framhald af bls. 32
meðvitundar aftur fyrr en
á Akureyrarspítala, en þangað
var hann fluttur í flugvél. Hreinn
var fluttur í sjúkrabifreið til
Húsavikur í spítalann þar, en
Hreinn vann þarna mikið afrek
við að bjarga félögum sínum.
Kristinn og Hreinn voru báðir
Kristinn Kristjánsson.
farnir að hressast i gærkvöldi og
átti Hreinn að fara úr spítalan-
um á Húsavík í dag, en í við-
tali við Morgunbiaðið í gær-
kvöldi kvaðst hann vart gera sér
grein fyrir atburðarásinni í þess-
um hörmulega atburði annað en
það að viljinn rak hann ðrmagna
til þess að reyna að hjálpa fé-
laga sinum. Lík Jóhanns fannst
um morguninn.
Cambridge-háskóli:
Sýning á verkum
Ólafar
Pálsdóttur opnuð
SÝNING á II höggmyndum Ólaf
ar Pálsdóttur var opnuð kl. 6 síð-
degis í gær í sýningarsal lista-
safns Cambridge-háskéla í Eng-
landi.
Cambridge-háskóli bauð frú
Ólöfu að sýna verk sín I lista-
safninu og mun sýningin standa
yfir í tvær vikur. Mun sýningin
ef til vill verða flutt til London
síðar.
Fjöldi gesta var viðstaddur
opn'un sýningarinnar, þeirra á
meðál Jim Ede, sem er stofnandi
listasafns Cambridge-háskóla. 1
sýníngarnefndinni er m.a. for-
stöðumaður Tate Gallery í Lond-
on.
Verkum Ólafar Pálsdóttur var
vel tekið af þeim, sem sáu sýn-
inguna í gær.
Reykjanes-
kjördæmi
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
efnir til almenns fundar nk. mið-
vikudag, 5. maí. Rætt verður um
skattamál. Fiindurinn' verður
nánar auglýstur síðar.
UTANKJÖRSTAÐA-
SKRIFSTOFA
- Sjálfstæðisflokksins opnuð
NÚ HEFUR verið opnuð utan-
kjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins. Skrifstofan er til húsa
í Sjálfstæðishúsinu við Laufás-
veg 46.
Kosning utan kjörstaða mun
þó ekki hefjast fyrr en 16. þ.m.
Utankjörstaðaskrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins verður opin dag
hvem til kosninga. Kjörskrá
kemur til með að liggja frammi
á skrifstofunni þegar i næstu
viku. Símar skrifstofunnar eru:
11004, 11006 og 11008.
Barnamúsíkskólinn:
Vortónleikar í
Austurbæ j arbíói
BARNAMOSlKSKÓLINN er nú
að ljúka nítjánda starfsári sínu.
Á sunnudaginn kemur verður að
venju efnt til vortónleika í Aust
urbæjarbíói, þar sem nemendur
við skólann koma fram. Hefjast
tónleikarnir kl. 14.30.
Skólinn hefur notið mikilla
vinsælda hjá borgarbúum, en
vegna husnæðisskorts, hefur
ekki verið unnt að sinna nema
hluta þeirra umsókna, sem til
hans hafa borizt ár hvert. í vet-
ur hafa nemendur við skólann
verið 286 tálsins, en kennt hefur
verið á sjö hljóðfæri. Auk þess
hefur hljómsveit og kór starfað
á vegum skólans. Kennarar við
skólann í vetur hafa verið 20.
Skólastjóri er Stefán Edelstein.
Á tónleikunum á sunnudag
koma fram rúmlega 30 nemefid-
ur, sem leika á hin ýmsu hljóð-
færi, auk kórs og hljómsveitar
skólans.
Sumardvöl
barna
að Jaðri
ALLTAF fögnum við Islending-
ar komu sumarsins eftir langan
og strangan vetur. En þá vaxa
líka áhyggjur margra foreldra
hér í borginni vegna óvissunnar
um að koma börnum sínum í
sveit til þess að njóta þar sólar
og sumars. Allir vita, að hér eru
þúsundir barna, sem þyrftu að
komast i sveit á sumrin, en nú
er löngu liðin sú tíð, að hægt
sé að koma þeim öllum í vist á
venjuleg sveitabýli.
Ýmis félög reyna að bæta úr
þessari þörf með þvi að stofna
sérstök sumarheimili I sveit fyr-
ir borgarbörnin og leysa þau
nokkurn vanda. Meðal annars
höfum við góðtemplarar haft
sumardvalarheimili fyrir börn í
húsakynnum okkar að Jaðri
mörg undanfarin ár. Þessi starf-
semi okkar hefur verið mjög vin
sæl og eftirsótt, og má m.a. þakka
það því, hve við höfum verið
heppin með starfsfólk. Því mið-
ur hefur orðið að vísa mörgum
frá árlega vegna rúmleysis.
Reynt er að hafa vistgjöld sem
allra lægst, og barnmörgu fólki
oft gefinn afsláttur.
En það er dýrt fyrirtæki að
reka slík sumardvalarheimili,
enda þótt Reykjavikurborg hafi
veitt góðan styrk til starfsem-
innar undanfarin ár. Það ríkir
því árlega nokkur óvissa með
fjárhaginn. Tekna er afláð m.a.
með merkjasölu fyrsta suhnudag
í maímánuði ár hvert. Næsti
merkjasöltidagur er því á snnnu-
daginn kemur, 2. maí. Merki
verða afgreidd í flestum barna-
skólum bæjarins. Sölubörn fá
góð sölulaun, svo sem venja er
tll.
Unglingareglan i Reykjavik
hefur veg og vanda af þessari
merkjasölu, og hún treystir for-
eldrum til þess að leyfa börnum
sinum að selja merki, og almenn
ingi til þess að kaupa merkin og
styðja með þvi gott málefnL
Fyrirspurnum um sumardvöl
barna að Jaðri verður fyrst um
sinn svarað i sima 1 57 32 £rá
klukkan 9—10 dag hvern.
(Frá Unglingareglunni).