Morgunblaðið - 01.05.1971, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.05.1971, Qupperneq 6
6 HJÖN MEÐ ÞRJÚ BÖRN vantar þriggja til fjögurra herbergja íbúð sem allra fyrst í Reykjavík. Sími 5-28-23. HÚS TtL SÖLU á Eyrarbakka. Upplýsingar í síma (99) -3132 á kvöldin. HÚSBYGGJENDUR Framleiðum milliveggjaplötur 5, 7, 10, sm, inniþurrkaðar. Nákvæm lögnu og þykkt. Góðar plötur spara múrhúð- un. Steypustöðin hf. LlTIL (BÚÐ óskast til leigu frá 15. mal eða 1. júní. Tvennt í heimili. Upplýsingar í síma 12801; SVEIT Stúlka tæplega 14 ára og piltur 12 ára, bæði vön, óska eftir sveitaplássi í sumar. Upplýsingar í síma 42529. ÓSKA EFTIR vistlegiri 2ja—3ja herb. íbúð á miðju sumri. Húsaleiga gr. á þann hátt sem óskað er. Hreinlegri og heiðarlegri fram komu hertíð, sími 17987. SKERMKERRA ÓSKAST Upplýsingar í síma 25723. IBÚÐ I JÚLl Bandarísk hjón óska eftir stórri íbúð eða einbýlishúsi á leigu í júlí — með hús- gögnum. Leiga $300. Hringið í síma 26290. RAMBLER AMERICAN árgerð '64 ;— til sölu. Sími 37509. TVEGGJA TIL ÞRIGGJA herbergja íbúð óskast til leigu strax, fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í sima 31469. SVEIT Getur góður bóndi tsekið strák, sem verður 11 ára í sumar, í sveit? Hringið í síma 40278. Góður hnakkur óskast. Uppl. í sama síma. KONA MEÐ 12 ÁRA DRENG óskar eftir ráðskonustöðu eða vinnu á sveitaheimifi í sumar. Tiliboð, merkt „Sveif 7257", óskast fyrir 15. maí. HÚSASMIÐIR ATHUGIÐ Vill ekki einhver góður mað- ur hjálpa einmana ekkju að byggja hús? Tilboð, merkt „Sumarvmna 7258", óskast fyrir 10. maí. ÚMSLAG MEÐ KODAK litfifmu tapaðist á Hverfis- götu eða Laugavegi 28. apríl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 13658. KONA ÓSKAR EFTIR ráðskonustöðu í sveit, helzt sunnanlands. Sími 20487. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGIJR 1. MAl 1971- Messur á morgun Dómkirkjan Messa kL 1L Séra Jón Auð- uns. Fermingarguðsþjónusta kl. 2. Séra Guðmundur Þor- steinssom Garðakirkja Helgistund fjölskyldunnar kL 11 árdegis. Nemendur úr Tónlistarskóla Garðahrepps leika við athöfnina. Bílferð kL 10.45. Séra Bragi Friðriks- son. Langholtsprestakall Engin messa. Sóknarprestar. FUadelfia Keflavák Guðsþjónusta ki. 2. Haraldur Guðjónsson. Bústaðaprestakall Barnasamkoma í Réttarholts- skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Ásprestakall Messa í Laugarneskirkju kl. 5. Barnasamkoma kl. 11 í Laugarásbíói. Séra Grímur Grímsson. Oddi á Rangárvöllum Fermingamiessa á sunnudag kl. 2. Séra Stefán Lárusson. Hallgrimskirk j a Barnaguðsþjónusta kl. 10. Árni Bergur Sigurbjömsson, stud. theoL Messa kl. 11. Dr. Jakob Jónsson. Árbaejarprestakall Barnaguðsþjónusta I Árbæjar skóla kl. 11. Fermingarguðs- þjónusta og altarisganga í Dómkirkjunni kL 2. Séra Guðmundur Þorsteinsson. Laugarneskirkja Messa kL 2. Séra Garðar Svavarsson. Grensásprestakall Sunnudagaskóli kL 10.30 í Safnaðarheimilinu. Guðsþjón usta kl. 2. Séra Jónas Gísla- son. Kópavogskirkja Bamasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Gunnar Ámason. Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Bjömsson. Dómkirkja Krists konungs í Landakoti Lágmessa kl. 8.30 árdegis. Há messa kl. 10 árdegis. Lág- messa kl. 2 síðdegis. Iláteigskirkja Messa kL 2. Séra Arngrímur Jónsson. Neskirkja Messa kl. 11. Séra Jón Thor arensen. Guðsþjónusta kL 2. Séra Frank M. Halldórsson, Seltjarnarnes. Barnasam- koma í Félagsheimilinu kl. 10.30. Séra Frank M. Hall dórsson. * Fuglaskoðun F.I. á Reykjanesi Við viljum vekja athygli á fuglaskoðunarferð Ferðafélags Islands um Miðnes og Hafnaberg 2. maí. Áætlað er að leggja af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9:30 árdegis. Ekið verður að Garð- skagavita og hugað að fuglum þar, síðan til Sandgerðis og Hafna. Þá verður Hafnaberg skoðað, en í berginu er mikið fuglalif, og má þar sjá allan íslenzkan bjargfugl. Á heimleið verður komið við hjá Reykjanesvita og í Grindavík. Fólki skal bent á að hafa meðferðis kíki og þeir sem eiga Fuglabók Almenna Bókafélags- ins, ættu að hafa hana meðferðis. Myndina af lundanum tók Grétar Eiríksson. Sæljón í Sædýrasafni Álltaf er líf og fjör í Sædýrasafninu i Hafnarfirði og ekki sízt eftir að sæljónin þrjú komu til sögunnar, þótt margt annað sé skemmtilegt að skoða þar. Myndina hér að ofan tók Sveinn Þormóðsson á dögunum suður í safni, og þar er eitt sæljónið að koma stormandi eftir gómsætri loðnu. Mikil aðsókn hefur verið að safninu, sérstaklega, þegar vel viðrar. Oft eru vandræði með bílastæði, og eru þau þó bæði stór og aðgengileg. — Fr-S. DAGBÓK Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. — Sálm- ar Davíðs, 121, 1—2. I dag er laugardagttr 1. maí og er það 121. dagur ársins 1971. Eftir lifa 244 dagar. Verkalýðsdagurinn, Tveggja postula messa. (Filippus og Jakob.) Valborgarmessa. Árdegisháflæði kl. 11.05. (Cír íslands almanakinu). Næturlæknir I Keflavik 3.5. Arnbjöm Ólafsson. AA-samtökin Viðtalstími er i Tjarnargötu 3c frá kl. 6—7 e.h. Sími 16373. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 75, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4 Aðgangur ókeypis. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsuvemd arstöð Reykjavíkur á mánudög- um frá kl. 5—6. (Inngangur frá Barónsstíg yfir brúna). Orð lífsins svara í sima 10000. RáðgjafaþJónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þjón- ustan er ókevpis og öllum heim- IL Frá Ráðleggingastöð kirkjunnar Læknirinn verður fjarverandi um mánaðartíma frá og með 29. marz. Náttúrugripasafnið Hverfisgötu 116, 3. hæð (gegnt nýju lögreglustöðinni). Opið þriðjud., fimmtud., laug- ard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. FRETTIR Farfugladeild Reykjavikur 1 skrifum um ferðir Farfugla féllu niður uppl. um, að skrif- stofa þeirra að Laufásvegi 41 er opin alla virka daga kl. 3—7, að auki á föstudagskvöldum kl. 8—10. Síminn er 24950. Margir hafa sýnt áhuga á þessu starfi Farfugla, og hringt og spurt um þetta.. Og hér er það þá komið. Kristniboðskonur hella upp á könnuna I dag, 1. maí, ætla konurnar í Kristniboðsfélagi kvenna að hella upp á könnuna fyrir Reyk víkinga. Allt þeirra starf er unnið í sjálfboðavinnu og af fórnfýsi, til þess eins gert að létta róðurinn fyrir íslenzka kristniboðið í Eþíópíu. Kaffisala þessi hefst í Betaníu kl. 2.30 og þangað eru aUir velunnarar kristniboðsins boðnir velkomnir. Fyrir hádegi verður tekið við kökunum, sem síðastar urðu til í bökunarofnum kvennanna í gærkvöldi. Undanfarin ár hef ur verið húsfyUir hjá kommum, og væntanlega verður einnig svo nú, því að mörg verkefni eru framundan, og enginn má Uggja á liði sínu af kristniboðs vinum. Myndin til hliðar sýnir, hvar hungruðum svertingjum er gefin mjólk á íslenzkri kristni- boðsstöð. Vinningar i „Ferðahappdrætti Islenzkra Ungtemplara." L 3449, 2. 301, 3. 2888, 4. 1041, 5. 2969, 6. 2792, 7. 4671. Handhafar vinningsnúmera vinsamlegast hringi I síma 17763. ÍUT. Fermingarskeyti sumarstarfins Myndin hér að ofan er af skála sumarstarfs KFUK í Vindáshlið í Kjós, og leiðir hugann að fermingarskeytum starfsins þar og í VatnaskógL Sala fermingar skeyta hefur um langt árabiL verið mjög til eflingar á hinu þarfa starfi, sem Séra Friðrik Friðriksson hóf á sínum tíma. Fermingarskeytin verða aðeins afgreidd á tveimur stöðum á sunnudag, en það er í Rakará- stofu Árbæjar og i húsi KFUM og K við Amtmannsstíg. Dýraverndarfélag Reykjavíkur heldur framhaldsaðalfund sinn I Norræna húsinu á sunnudag, 2. maí kL 3. Dýraverndarfélagið sinnir merku starfi, enda nýtur það trausts og virðingar. Mörg verkefni liggja framundan hjá félaginu um þessar mundir. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólan- um þriðjudaginn 4. maí kl. 8.30. SkemmtiatriðL Prentarar 1. mai verður í dag að Hverfis- götu 2L í Félagsheimili prent- ara frá kl. 2. Kvenfélagið Edda. Toppskarfur (Phalacrócorax aristotelis (L)) Náttúrugripasafnið, Hverfisgötu 116, 3. hæð (gegnt nýju Lögreglustöðinni). Opið þriðjud., fimmtud., laug- ard. og sunnud. kl. 13.3046.00. SA NÆST BEZTI Kennslukonan: „Mikill sóði ertu, Pétur. Þú hefir ekki þvegið þér áður en þú fórst í skólann. Ég get séð, hvað þú hefur borð- að í morgun." Pétur: „Hvað ég þá í morgun?" Kennslukonan: „Egg“. Pétur (fagnandi): „Nei! Þér getið skakkt fröken. Ég fékk fisk í morgun, en egg i gærmorgun."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.