Morgunblaðið - 01.05.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1971
11
1. maí hátíðisdagur verkalýðsins
og ekkert annað og tökum mið
af því í starfi okkar.
Á síðasta ári hóf félagið út-
gáfu tímaritsins Tónamál og vár
ætlunin að gefa það út ársfjórð
ungslega, en fæðingin hefur ver
ið nokkuð erfið, sem varla þarf
að tíunda fyrir blaðamanni. Von
andi eru þetta bara eðlilegir
byrj unarerf iðleikar.
Okkar hjartans mál hefur
lengi verið að reka ráðninga-
stofu og hófum við rekstur henn
ar fyrir þrem árum, eftir langt
hlé, en fyrir allmörgum árum
rak Poul Bemburg ráðninga-
stofu fyrir félagið með góðum
árangri.
Rekstur slíks fyrirtækis er
mikið starf og krefst alúðar,
en er okkur hljómlistarmönnum
lífsnauðsyn. Þótt hið opinbera
reki ráðningastofu hef ég aldrei
heyrt að hún hafi haft milli-
göngu um ráðningu hljómlistar
manns.
Því miður hafa ýmsir einstakl
ingar haft með höndum ráðn-
ingu hljómlistarmanna og
skemmtikrafta, en ég býst við
að þeirra skeið sé nú á enda
runnið.
f lögum „Um vinnumiðlun" nr.
52 frá 9. apríl 1965 segir:
„Almenn vinnumiðlun í ágóða
skyni er óheimil". Ég álít að
ráðningum hljómlistarmanna sé
bezt borgið í höndum þeirra
sjálfra og þeir eigi að fá laun
sín óskert.
— Hvernig er stjórn félagsins
skipuð?
— Á aðalfundi félagsins þann
13. marz sl. var hún öll endur
kjörin en hana skipa auk mín:
Einar B. Waage, varaform.
Guðm. Finnbjömsson, ritari.
Hafliði Jónsson, gjaldkeri.
Einar Hólm Ólafsson, meðstj.
Þar kom einnig fram að
gróska er mikil í félaginu og
megum við vel við una.
Fyrst þetta spjall okkar á að
birtast í blaðinu 1. maí þá vil
ég biðja þig fyrir kveðju til
allra launþega með óskum um
gleðilega hátíð.
Guðmundur H. Garðarsson
Verkalýðs-
hreyfingin má
ekki verða að
afturhaldi
segir Guðmundur H.
Garðarsson.
— Hvað vilt þú, Guðmundur,
sem miðstjórnarmaður ASf,
segja um stöðu verkalýðshreyf-
ingarinnar í dag?
—Ég er þeirrar skoðunar, að
verkalýðshreyfingin hafi tekið
miklum stakkaskiptum á undan-
förnum árum. 1 stað þess að
vera tæki ákveðins hóps manna,
sem stefndu að þjóðfélagsbylt-
ingu að hætti kommúnista, jafn-
framt ákveðinni kjarabaráttu,
hefur verkalýðshreyfingin á fs-
landi þróazt frá öfgum og sósíal-
istískri byltingarhneigð í það að
verða fag- og lýðræðislegri.
— Hvaða þýðingu hefur þessi
breyting að þinu mati?
— Breytingin tryggir betur
lýðræðislega stjórnarhætti, forð-
ar fólkinu frá yfirþyrmandi mið-
stjórnarvaldi, stuðlar að dreif-
ingu valdsins í þjóðfélaginu og
verndar einstaklinginn, óháð
stjórnmálaskoðunum hans.
— Hvernig hafa þessar breyt-
ingar áhrif á hlutverk verkalýðs-
hreyf ingarinnar ?
— Að sjálfsögðu verður það
ætíð meginhlutverk hennar að
vinna að bættum kjörum fólks-
ins eftir þeim leiðum, sem nýj-
ar og breyttar aðstæður skapa.
Það er augljóst mál, að hlut-
verk og barátta verkalýðshreyf-
ingarinnar hlýtur að breytast,
þegar haft er í huga hið tiltölu-
lega háa lífskjarastig íslenzku
þjóðarinnar. Við getum t.d. litið
á, að nú er svo til öllum tryggð
lágmarkslífskjör og stærsti hluti
launþega hérlendis býr við mjög
góð lifskjör samanborið við
launþega annarra landa. Sönnun
þessa í áþreifanlegum skilningi
er almenn íbúðaeign, fjöldi bif-
reiða i einkaeign, vel búin heim-
ili, svo ekki sé talað um allar
þær þúsundir, sem árlega fara í
orlof til útlanda.
Tryggingakerfið hefur verið í
mjög örum vexti og er þar
skemmst að minnast lífeyrissjóð-
anna, sem ná til allra launþega
á íslandi, sem aðild eiga að
stéttarfélögunum. Menntun er
almenn og ódýr á Islandi i sam-
anburði við það sem er í öðrum
löndum. Það má því segja, að
það menningar- og lífskjarastig,
sem íslenzkur verkalýður stend-
ur á í dag skapi grundvöll til
endurmats á hlutverki og þjóð-
félagsstöðu verkalýðshreyfingar-
innar í framtíðinni.
— Viltu skýra þetta nánar?
— Við lausn deilunnar um
skiptingu þjóðarteknanna, og
hver eigi að vera hlutdeild vinn-
unnar annars vegar og fjár-
magnsins hins vegar, á að vera
unnt að leita annarra og þján-
ingaminni leiða en verkfalla og
verkbanna. Það má t.d. benda á
auknar upplýsingar og þekk-
ingu um hag og rekstur fyrir-
tækja atvinnulífsins. Aukna þátt-
töku fólksins í fyrirtækjunum,
hugsanlega með beinum og
óbeinum fjárframlögum til at-
vinnuveganna. Þátttöku fólksins
í stjórn fyrirtækja, stofnana og
þess háttar, þar sem það á við.
Þá er ég þeirrar skoðunar, að
í framtíðinni hljóti samskipti ís-
lenzku verkalýðshreyfingarinnar
og vinnuveitenda að taka breyt-
ingum, þegar þúsundir ungs og
vel menntaðs fólks, verða virk-
ari þátttakendur í stéttarfélög-
unum og leysa þar með af hólmi
gömlu kynslóðina, sem hefur
gert margt gott, en hlýtur að
fara að víkja fyrir hinni ungu.
Þá er óhjákvæmilegt, að sterk-
ara samband verði milli verka-
lýðshreyfinga hinna ýmsu landa
í kjölfar þeirrar þróunar sem
orðið hefur með myndun efna-
hagsbandalaga og öflugri al-
þjóðafyrirtækja.
1 þessu sambandi vil ég að
lokum leggja á það þunga á-
herzlu, að verkalýðshreyfinguna
má ekki daga uppi I gömlum
og úreltum kennisetningum og
verða að afturhaldi I ört vax-
andi framtíðarþjóðfélagi.
Pétur Sigurðsson
Lífshagsmunamál
íslenzku
þjóðarinnar
— Rætt við Pétur Sigurðs-
son, form. Sjómannadags-
ráðs.
ÚTFÆRSLA landhelginnar er
ein af þeim kröfum, sem settar
eru fram í 1. maí ávarpi verka
lýösfélaganna. Pétur Sigurðsson
segir um þessa kröfu: Það er
að sjálfsögðu rétt og skylt af
verkalýðshreyfingunni að ieggja
áherzlu á þetta höfuðmál ísL
þjóðarinnar. Hitt er svo annað
mál, að ég er ekki jafnánægð
ur með. að tekin skuli vera ein
hliða flokkspólitísk afstaða í
samræmi við stefnu stjórnarand
stöðuflokkanna á Alþingi. Það
eru fleiri í verkalýðshreyfing
unni en stuðningsmenn þeirra.
Auk þess tel ég mikla ömun að
því, að þessi stærstu samtök al
mennings hér á landi taki á
þennan hátt undir málstað, sem
tvímælalaust mun skaða okkur
á erlendum vettvangi.
— Meginmunurinn sem kem-
ur annars vegar fram í ályktun
Alþingis, er ríkisstjórnin og
stuðningsflokkar hennar stóðu
að, og hins vegar í tillögu stjórn
arandstöðunnar, er sá, að í til-
lögum stjómarandstöðunnar er
dagurinn 1. september 1972
talinn hinn eini rétti að
færa út fiskveiðilögsöguna. Ég
hef talið, svo og aðrir stuðn-
ingsmenn ríkisstjórnarinnar, að
við íslendingar, sem for-
gönguþjóð fyrir hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna 1973
getum ekki í sömu andrá og við
biðjum um þessa ráðstefnu tek
ið einhliða ákvörðun í þessu
vandasama máli. Þessi ráðstefna
er kölluð saman tii þess að
kljá margs konar vandamál,
sem okkur og raunar fjölmarg
ar aðrar þjóðir varða.
— Að vísu skal ég undir-
strika eins og raunar kemur
skýrt fram í ályktun Alþingis
og nú síðast einróma á lands-
f undi Sj álf stæðisf lokksins, að
um einhliða aðgerðir verður að
ræða fyrir 1973, ef sókn er-
lendra fiskiskipa eykst verulega
á fslandsmið. Aðrar ástæður
geta einnig komið til, t.d. í sam-
bandi við þá undirbúningsfundi,
sem nú eru að hefjast í sam-
bandi við hafréttarráðstefnuna.
En raunar tel ég meginstuðning-
inn við þá ákvörðun að tíma-
setja útfærsluna ekki strax á
þessu stigi málsins byggjast á
þeirri staðreynd, að tíminn vinn-
ur með okkur í þessu mikil-
væga máli.
— Það hafa orðið ótrúlegar
breytingar á síðustu misserum á
viðhorfum þjóða til nýtingar
landgrunnsins og hafsbotnsina.
Ennfremur er það mín skoðun
að gera verði, allt sem unnt er
til þess að hrinda ekki frá okk-
rnr stuðningi hinna fjölmörgu
bandamanna okkar úr röðum
þróunarþjóðanna. Við megum
heldur ekki gleyma þeirri mikil
vægu ákvörðun Alþingis, að nú
þegar vérði hafnar tímabundn-
ar friðunaraðgerðir til vemdar
ungfiski utan 12 mílna mark-
anna. Þar til • viðbótar tel ég
einnig rétt eins og raunar kem-
ur fram í landsfundarályktun
Sjálfstæðisflokksins, að vernda
strax hrygningarsvæði nytja-
fiska innan 12 mílna markanna.
— Það ber vissulega að harma,
að Alþingi skyldi ekki ná sam-
stöðu í þessu máli. En hins veg-
ar ber að fagna því um leið, að
nú virðist þjóðin vera einhuga
um nauðsyn aðgerða í land-
helgismálinu. Landhelgismálið
hefur frá fyrstu tíð verið eitt
helzta baráttumál Sjálfstæðis-
manna. En á hátíðisdegi verka-
lýðsins, 1. maí, verð ég að harma
það, að forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar skuli eins og
pólitískir andstæðingar núver-
andi ríkisstjómar, draga þetta
lífshagsmunamál íslenzku þjóð-
arinnar inn í dægurþras og póli
tíska togstreitu.
Hinrik Bjarnason
Opnar leiðir til
framhalds- og
endurmenntunar
segir Hinrik Bjarnason,
kennari.
Á alþjóðadegi verkalýðsins
minnast kennarar — eins og aðr
ir hópar opinberra starfsmanna
— náins skyldleika milli sinna
eigin samtaka og samtaka verka
lýðsins, og þeirrar hliðstæðu,
sem er að finna í kjarabaráttu
beggja. Opinberir starfsmenn
hafa undanfarin ár háð harða
baráttu fyrir rétti sínum til
áhrifa um eigin kaup og kjör,
og ef til vill er þeim á þessum
degi efst í huga hvað áunnizt
hefur og ógert er í þeim efn-
um .
Samningar þeir, sem gerðir
voru milli ríkisstarfsmanna og
rikisvalds um áramótin siðustu,
eru fyrir margra hluta sakir
merkilegir. Þeir eru byggðir á
starfsmatskerfi, víðtækara en
annars staðar hefur þekkzt.
Ýmsir gallar þess kerfis eru
augljósir. En takist að
fullkomna aðferðina má ætla,
að með starfsmati sé fundinn
veigamikill þáttur í lausn þess
vanda, sem það hlýtur að vera
að annast samningsgerð í einu
lagi fyrir hóp, sem greinist í
jafn margar fylkingar og starfs-
menn hins opinbera. Það er að
vísu vafamál, hvort unnt er eða
rétt að gera slíka samninga að
einum. En verði því áfram hald-
ið er óskandi, að forysta BSRB
gæti þess í framtíðinni að auka
íhlutun starfshópa innan sam-
takanna, þegar um þeirra sér-
mál er f jallað af samningamömv
um.
Ýmsir þættir samninganna
urðu þess valdandi, að Fé-
lag gagnfræðaskólakennara í
Reykjavík taldi þá jákvæða fyr
ir sína stétt. Því réð hvorki
skipan kennara i launaflokka
né sú kauphækkun, sem þeim
fylgdi. En við fögnuðum því
fyrst og fremst, að samningar
skyldu nú nást í fyrsta skipti,
og þar með leggjast niður sá
leiði siður, að láta dómsúrskurð
gilda sem kjarasamninga 1 öðrU
lagi eygðum við kennarar í
samningunum langþráða mögu-
leika til þess að jafnað yrði það
misrétti, sem viðgengizt hefur í
stéttinni síðan 1963, en þá var
tekinn upp sá háttur að skipa
framhaldsskólakennurum í 3-4
launaflokka, enda þótt þeir
ynnu sömu störf, hefðu verið
fastráðnir sem fullgiidir til
þeirra og með svipaðan undir-
búning. I þvi nær áratug hefur
barátta fyrir leiðréttingu þess
arna tekið upp bróðurpartinn af
starfstíma forystumanna okkar
og orðið orsök óviðunandi
sundrungar i stéttinni. Með
samningunum í vetur er að
nokkru opnuð leið til þess að
bæta úr þessu, og Félag gagn-
fræðaskólakennara í Reykjávik
mun fyrir sitt leyti gæta þess
eftir föngum, að i það hlið verði
ekki aftur settur neinn draug-
ur á næstunni. Okkur var það
einnig fagnaðarefni, að nú
skyldi í fyrsta sinn vera tekið
tiHit til vinnutima kennara og
hann þannig skilgreindur
þannig, að vit væri L Geta þeir,
sem utan stéttarinnar standa, ef
til vill lesið út úr þeirri skil-
greiningu skýringuna á því,
hvers vegna ending kennara í
starfi er ekki meiri en raun ber
vitni, — þrátt fyrir þá almennu
skoðun, að þeir eigi fleiri frí-
daga en öðrum stéttum áskotn-
ast.
1 heild má segja, að við kenn-
arar teljum afstöðu fjár-
málaráðuneytisins til þessar-
ar samn in gagerðar hafa verið
jákvæðari en oft áður, þar hafi
gætt einlægs vilja til raunsæs
rnats á þörfum opinberra starfs-
manna og vilja til þess að búa
svo um hnútana, að þeir gætu
borið viðunandi hlut frá borðL
Verður sú þróun til vaxandi
skilnings hvors aðila, rikisvalds
og ríkisstarfsmanna, á sjónar-
miðum hins, vonandi svo ör í
framtíðinni, að opinberir starfs-
menn geti látið verkfalls-
rétt sinn liggja með öllu ónot-
aðan, þegar hann er fenginn.
Á þeim liðna vetri, sem nú
sér yfir úr annarri viku sumars,
mótuðust hugleiðingar kennara
um stöðu sína í islenzku þjóð-
félagi einkum af kjarabar-
áttu og athugun ýmissa nýmæla
i lagasetningu vegna skólakerí-
is landsmanna. Sjaldan hefur al
þingi fengið skólamál til af-
greiðslu í jafn tiðum og stór-
um skömmtum. Samtök kennara
álita, að ef til viH hefðu nán-
ari samráð við þau um undir-
búning þessara frumvarpa ekki
orðið þingi eða þjóð tU skaða.
Frumvarp um Kennaraháskóla
varð að lögum, en sem betur fer
gefst kennurum tóm tU að koma
á framfæri athugasemdum sín-
um við grunnskólafrumvarpið,
eitt merkasta mál síðasta þings,
áður en það hlýtur fuilnaðar-
afgreiðslu. Það frumvarp mun á
komandi árum hafa meiri áhrif
á islenzkt skólahald og islenzk-
Frambald á bls. 24