Morgunblaðið - 01.05.1971, Side 12

Morgunblaðið - 01.05.1971, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1971 Ivar Eskeland, forstjóri Norræna hússins GÖMLU norsku sæfararnir. Landnámsmennirnir. Gömlu ís- lenzku sæfararnir með Leif Eiriksson sem ókrýndan kon- ung. Og síðarmeir: Jón Indía- fari. Fridtjof Nansen. Roald Amundsen. Helge Ingstad. Thor Heyerdahl. Hvað ætluðust þeir fyrir? Hvað ætlast þeir fyrir? Nýtízkulegur stofusálfræðing ur mundi sennilega afgreiða þessi einkennilegu fyrirbæri með því, að þau hljóti að hafa átt erfiða bernsku í heimahús- um. Kannski átt slæma for- eldra. Við látum þá spurningu liggja milli hluta. Við látum okkur nægja að slá því föstu, að þeir voru þar — og eru þar — á ólíklegustu stöðum, um heim allan og einkanlega á ófærustu stöðum heims, á erfið ustu sjóleiðum heims og á eyði legustu ísbreiðum heims. Þeir hafa óþreyjuna í blóð- inu. Eða réttara sagt: þeir eiga hina fullkomlega óstýrilátu æv- intýraþrá. Óstýrilátu? Nei, þá á það ekki heldur við. Varla er hugsanlegur leiðangur sem var undir betri stjórn eða betur skipulagður en Kon-Tiki-leið- angurinn — nema það hafi þá verið Ra-ferðirnar. Það er engin furða, heldur fullkomlega rökrétt, að Thor Heyerdahl, átrúnaðargoð ung- menna sem skipta hundruðum þúsunda, skuli einnig hafa lát- ið heillast af Islendingasögun- um, nákvæmlega eins og Helge Ingstad. 1 þeim skilningi er gott samhengi í sögunni. Thor Heyerdahl hefur verið vittur, einkum af vissum há- skólamönnum vestan hafs, fyr- ir að hafa einungis fært sönn- ur á eitt með Ra-ferðum sín- um: að margir Norðmenn séu góðir sjómenn og að Thor Heyerdahl sé einn þeirra. „En það vissi heimurinn áður,“ bætti hin óþekkti bandaríski prófessor við. Ergo: heimurinn er samur fyrir og eftir Ra-ferð- irnar. Og það virðist af ein- hverjum dularfullum ástæðum vera áríðandi að sanna. Og þó er það alrangt. Hvað segir þá Thor Heyer- dahl sjálfur um málið? Um horfurnar á þvi, að hægt hafi verið að sigla sefbáti frá Norður-Afríku til Ameriku? Hann segir orðrétt: „Hvað ætlaði ég að sanna? Ekkert. Ég ætlaði ekki að sanna eitt eða neitt. Mig langaði til að komast að því, hvort slíkur bát- ur væri nothæfur á höfum úti. Ég hafði hug á að komast fyr- ir, hvort það væri rétt, sem sér- fræðingarnir héldu, að Föníkiu- menn hefðu orðið að koma til Nílar til að sækja sefgrasið, vegna þess að Egyptar sjálfir voru þess ekki umkomnir að sigla út fyrir ósa Nílar í sef- bátum sínum. Mig langaði til að komast að því, hvort Egypt- ar hinir fornu hefðu ekki sjálf- ir verið sæfarar áður en þeir settust í helgan stein og urðu myndhöggvarar, faraóar og múmíur. Ég vildi komast að raun um, hvort sefbátur gæti ekki siglt 400 kílómetra sjóleið, fjarlægðina frá Egyptalandi til Líbanons. Ég vildi komast að raun um, hvort sefbátur gæti siglt ennþá lengra, alla leið frá einni heimsálfu til annarrar. Ég viidi komast að raun um, hvort sefbátur kæmist alla leið til Ameríku." Og svo gerði hann það. Siðan komst hann að raun um það. Svo auðgert var það. Og þó svo nálega vonleysislega tor- velt. Þegar hann hafði farið fyrstu „misheppnuðu" Ra-ferð sina, ferðina sem heimsbyggðin fylgdist með af mikilli eftir- væntingu og dæmdi sneypuför, þá var í rauninni visindainað- urinn Thor Heyerdahl ánægð- ur, alveg eins og Helge Ingstad þegar hann hafði gert fyrstu athuganir sínar i L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi. En hvorki áhangendur hans né andstæðingar voru ánægðir. Við erum nú einu sinni flest þannig gerð, að við heimtum að fá að sjá naglafarið áður en við trúum. Og það fengum við að sjá. Thor Heyerdahl endurtók ferð sína. Helge Ingstad hélt uppgrefti sínum áfram og fann „spinnehjulene" og hring- nálina. Sá fyrrnefndi endurtók ferð sína og komst á leiðar- enda. Við áttum eiginlega seinni Ra-ferðina inni hjá hon- um. Það erum við sem borgum leiðangra hans. Við, hvert og eitt af þeim hundruðum þús- unda sem kaupa og lesa bæk- ur hans. Fyrir hvern einasta leiðangur er hann að fara á hausinn. Síðan Jíemur bókin, bækurnar, kvikmyndirnar, og hann er aftur á réttum kili, al- veg þangað til honum lánast að nota hverja krónu, hverja líru, ekki handa sjálfum sér né sín- um fábrotnu lífsháttum, heldur til að undirbúa og hrinda af stað næsta leiðangri. Thor Heyerdahl heldur á- fram: „Hvers vegna? Vegna þess að enginn vissi, hver komst fyrst til Ameriku. Kóiumbus, ségja kennslubækurnar. En Kólumbus fann ekki Ameriku. Hann fann hana aftur. Hvað hafði í rauninni átt sér stað í Mexikó og Perú áður en Kólumbusi skaut upp í Amer íku? Var það fáfróður stein- aldarmaðurinn frá túndrum norðurhjarans sem hjálparlaust varð sá meistari, að hann sáði fræjum alls þess sem Spánverj arnir fundu? Eða höfðu ætt- ingjar hans staðið á ströndinni og tekið á móti óþekktum sæ förum, sem rak yfir Atlants- hafið án farmiða til baka, ef til vill við öróf alda löngu áður en menningin hafði breiðzt frá Afríku og Litlu-Asíu norður til stranda óþjóðanna í Evrópu? Já, það var einmitt þetta, sem var spurningin. Og svarið var nei. Ótvírætt nei. Ef til vill nei. Ef til vill. Ég fann hvernig kaðiahrúgan nuddaði mig í hrygginn og settist dálít ið órólegur upp í tjaldinu. Ef til vill. Spurningin angraði mig.“ Hún angraði hann svo lengi að hann hófst handa og fann svarið. Eíasemdirnar voru ákaflega máttugar. Heyedahl segir sjálf ur: „ísler.zku konungasögurn- ar, skrifaðar í smáatriðum af söguriturum víkinganna löngu fyrlr tíma Kólumbusar, voru eitt af þrætueplunum. Enginn gat neitað að norsku víkingarn ir höfðu fyrst tekið sér ból- festu á íslandi og síðar íslend ingar á allri suðvesturströnd Grænlands þar sem þeir höfð ust við i fimm hundruð ár áður en Kólumbus dró segl að mastri og þar sem þeir skildu eftir rústir af mörgum bæjum, kirkjugörðum, 16 kirkjum, tveimur klaustrum og einum biskupsstóli sem var í sam- bandi við páfagarð fyrir til- stilli reglulegra siglinga til Noregs. Nýlendan greiddi Nor egskonungi skatta. Það er jafnlangt yfir Norð- ur-Atlantshaf og yfir Suður- Atlantshaf frá Afríku til Bras ilíu. Það var örstutt sigling á- fram frá Grænlandi til megin lands Ameríku. En það var þessi síðasti bútur sem aldrei var farinn, sögðu einangrunar- sinnarnir. Hann var farinn, stóð í forn sögunum . . . A því gat ekki leikið neinn vafi. Hjá L’Anse aux Meadows á norðurodda Ný- fundnalands höfðu víkingarnir gengið á land og gert tilraun með stutta búsetu kringum ár ið 1000 . . . Uppgötvunin var gerð af hinum þekkta norska Grænlandssérfræðingi og sögu könnuði Helge Ingstad, sem hafði fálmað sig áfram með því að rannsaka hina fornu ís- lenzku texta. Þetta voru blá berar staðreyndir. Enginn gat andmælt þeim. Víkinganiir höfðu verið á Nýfundnalandi. Þeir höfðu komizt til Ameríku með því að sigla yfir Atlants- hafið á undan öllum öðrum. En, sögðu einangrunarsinnarn ir, þeir höfðu komið og farið aftur án þess að skilja eftir önnur spor en nokkra grasi- kiædda hóia. Heimsókn þeirra skipti engu máli fyrir gang sög unnar . . .“ ,,Á Suður-Atlar.tshafi unnu einangrunarsinnarnir orrust- una,“ skrifar Thor. Nei, þeir gerðu það ekki. Thor Heyerdahl vann orrust- una, þá orrustu sem hann vildi sjálfur heyja. „Yvonne," sagði hann við konu sína, „við verð um að fara upp í Andesfjöllin og líta á sefbáta indíánanna einu sinni ennþá. Og við feng um Ingstad-hjónin í lið með okkur til að dæma um, hvort aðrir en víkingar hefðu getað gert sér glæsilega farkosti.“ Og sú varð niðurstað- an. Sú varð vissulega nið- urstaðan. Síðan lá leiðin til blökkumannaríkisins Tsjad í ó tilkvæmilegum iðrum Afríku til að kanna sefbátinn „réttu megin“ úthafsins. Og svo hófst ævintýrið, nýtt Heyerdahl-ævintýri, eftir geysi lega vandasaman og mjög ná- kvæman undirbúning. Síðan komu ,,ófarirnar“ í augsýn allr ar heimsbyggðarinnar — og að lokum ótvíræður sigurin.n. Og bókin. Að síðustu kom bókin. Bókin um Ra-ferðirnar, bezta bók sem Thor Heyerdahl hefur skrifað, kannski vegna þess að hún gefur þrátt fyrir alit betri mynd en nokkur fyrri Heyerdahl-bók af þess- um sérkennilega manni, sem er í senn hlýr og hlédrægur. Og svo kann hann að skrifa! Heyrið bara og sjáið sam- þjöppunina í upphafskafla hinnar digru bókar um Ra, efni sem er svo yfirgripsmikið að minni rithöfundur en Thor Heyerdahl hefði átt á hættu að drukkna í því: „Sefblað bærist fyrir vindin- um. Við brjótum það af. Það flýtur. Það gæti verið frosk- ur. Tvö hundruð súsund sef- blöð bærast fyrir vindinum. — Heilt engi bylgjast eins og grænn akur meðfram bakkan- um. Við skerum sefið niður. Bindum það saman eins og stór kornbindi. Knippin fljóta. Við förum um borð. Rússi, blökkumaður, Mexíkani, Eg- ypti, Bandaríkjamaður og ég Norðmaður, ásamt apaketti og mergð af gargandi alifuglum. Við ætiurn til Ameríku." Myndríkari höfundur en Thor Heyerdahl hefur tæpazt samið bækur af þessu tagí. Hann getur rólegur hafið sam- keppni við ljósmyndarana. — Hann er gæddur dásamlegri, frelsandi kímnigáfu. Ég vil kveða svo sterkt að orði, ,að án þessarar kimnigáfu hefði hann aldrei harkað af sér erf iðleikana, hvorki fyrir eða eft ir siglinguna né meðan á henni stóð. Hvað hefur hann sannað? Eins og hann segir sjálfur: ekkert. Ekki annað en það, að svo margir sur.durleitir menn frá svo mörgum ólíkum þjóð- um geta siglt saman svo lengi við svo þröng og bágborin kjör. Jú, örlítið meira: að sef er efni sem hægt er að nota til Ameríkuferðar. Eins og Aft enposten komst að orði: — „Varðandi það atriði sópaði hann burt öllum efasemdum, og með því hefur hann gefið öðrum vísindamönnum dálítið nýtt matsefni í umræðunni um, hvernig menningarnar handan hafsins urðu til, allt frá menningu Azteka og Maja í norðri til menningar Inka í suðri.“ Og mig langar til að halda áfrarn að vitna í landa minn, dr. Henning Sinding Larsen, í Aftenposten: „Það þarf dirf-sku til að gefa út þó ekki væri nema eina línu eftir að hafa skrifað bók eins og „Kon-Tiki.“ Thor Heyerdahl á þessa dirfsku. Með „Ra“ hefur hann reist nýja burðarstoð í rithöf undarstarfi sínu. Æskuiýðurinn mun setja bókina i hiiluna við hliðina á Fridtjof Nansen, Heige Ingstad og þeim höfund um öðrum sem lýst hafa leið- öngrum. Hún verður lesin og rædd á öllum norskum heimil um og hvarvetna í þeim heimi sem hann sigraði með fyrra hetjuverki sínu um ævintýri sæfarans. Frá því liggja streng ir til íornsagnanna og hinna grísku sæfara fornaldarínar, og þar eð með öllum Norð- mönnum leynist sæfari, mun bókin auka á þrá okkar til hafsins." Persónulega vil ég gjarna mega bæta við: Þótt Thor Hey- erdahl hefði ekki „sannað“ möguleika eins eða neins með Ra-ferð sinni, þótt hann hefði ekki getað ieitt neitt i ljós ann- Framliald á bls. 22. RA II á siglingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.