Morgunblaðið - 01.05.1971, Blaðsíða 14
( 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1971
1. maí ávarp
Fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna í Ileykjavík
Á hinum alþjóðlega hátíðis- og
baráttudegi verkalýðsins lýsir
islenzk alþýða yfir samstððu
srnni með öllum þjóðum og stétt-
um, sem berjast fyrir frelsi,
friði og jafnrétti. Hugsjónin um
jafnan rétt allra manna hefur
aldrei verið brýnni en nú, þeg-
ar meiri hluti mannkyns býr við
skort og fáfræði og bilið milli
snauðra þjóða og auðugra fer
enn vaxandi. íslendingum ber
að styðja baráttu hinna snauðu
þjóðféiaga fyrir efnahagslegu og
stjómarfarslegu frelsi og ’ jafn-
rétti og leggja fram sinn skerf
til þess að jafna metin. Sérstak-
lega lýsir íslenzk alþýða sam
stöðu sinni með þeim þjóðum,
sem verða að búa við erlent her-
nám eða verja frelsi sitt með
vopn í hönd. Þar ber enn hæst
kröfuna um frið í Viet-Nam,
brottflutning alls erlends herliðs
þaðan og að Vietnamar fái
óskoraðan ákvörðunarrétt um
eigin framtíð, án íhlutunar er-
lendra þjóða.
íslenTfc alþýða leggur 5 dag
áherzlu á nauðsyn stóraukins
jafnréttis á öllum sviðum hins
íslenZka þjóðfélags. Að undan-
förnu hefur misrétti aukizt á
háskalegan hátt; kjör aldraðs
fólks og öryrkja eru með öllu
ófullnægjandi; kaup láglauna
fðlks ekki í neinu samræmi við
þjóðartekjur og mikið skortir á
jafnrétti karla og kvenna.
Hins vegar hefur kaup há-
launamanna verið hækkað mjög
stórlega og sköttum verið létt
af gróða á sama tíma og venju-
legir launamenn eru að sligast
undan ofurþunga skattabyrða.
íslenzk alþýða krefst þess að
gert verði stórátak til þess að
tryggja vaxandi launajafnrétti
og hliðstæða afkomu allra þegna
þjóðfélagsins, jafnan rétt til
menntunar og annarra lífsgæða.
I þvi sambandi ber að leggja
áherzlu á þessi meginatriði:
Lægstu laur> verði 20 þús. kr,
á mánuði.
Gerð verði áætlun um hækk-
un bóta til aldraðra og ör-
yricja, sem tryggi llfvænleg
kjör þeirra.
40 stunda vinnuvika, með
óskertu kaupi verði tafarlaust
tekin upp í samræmi við ramn-
inga, sem ríkið hefur gert.
öllum þegnum verði þegar í
stað tryggt 4 ra vikna orlof með
óskertu kaupi.
Þegar í stað verði leiðréttur
stuldur sá á umsömdum visitölu-
uppbótum, sem alþingi sam-
þykkti á síðasta vetri.
Þegar í stað verði létt af vísi-
töluákvæðum á ibúðalánum.
Framkvæmd verði gagnger
leiðrétting á skatta- og útsvars-
Iðgum, til þess að létta óhæfi-
legum byrðum af launafólki.
Sett verði löggjöf, sem tryggi
að launamenn hafi fulla trygg-
ingu fyrir kaupgreiðslum, þótt
atvinnurekendur komist í
greiðsluþrot, eða verði gjald-
þrota.
Forsenda þess, að hugsjónir is
lenzkrar alþýðu um þjóðfélag
jafnaðar og félagslegs réttlætis
geti rætzt, er, að íslendingar
ráði einir yfir landi sínu og auð-
lindum. Því leggur verkalýðs-
hreyfingin á það þunga áherzlu
að erlendum auðfélögum verði
ekki leyft að hirða arðinn af
orku íslenzkra fallvatna og
hvera og flytja hann úr landi
eða arðræna íslenzkt verkafólk.
Forsenda gróandi þjóðlífs er,
að Islendingar stjórni sjáifir
öllu kerfi efnahagsmála og at-
vinnumála og setji sér enn það
mark að búa einir og frjálsir í
landi sínu. í þessu sambandi er
það frumskilyrði að landsmenn
tryggi sér full yfirráð yfir land
grunninu og hafinu yfir því og
geri ráðstafanir til þess að koma
í veg fyrir háskalega mengun á
hafsvæðunum umhverfis landið.
Það er skýlaus krafa verka-
lýðssamtakanna, að íslendingar
lýsi þegar i stað lögsögu sinni
yfir landgrunnshafinu öUu, er
tryggi landsmönnum einum rétt
til fiskveiða á því svæði. Jafn-
framt verði því lýst yfir, að
mengunarlögsaga nái 100 sjó-
mílur á haf út.
íslenzk alþýða krefst þess að
vinna verði metin að verðleik-
um við aUt skipulag þjóðfélags-
ins. í því sambandi er það meg-
in nauðsyn, að verkafólki sé
tryggt sem vistlegast og heilsu-
samlegast umhverfi á öllum
vinnustöðum, m.a. með ráðstöf-
unum tU þess að koma í veg fyr
ir háskalega mengun. Launa-
menn mótmæla þvi sérstaklega,
að erlendum auðhring skuli
leyft að starfrækja hérlendis
einu álbræðslu í heimi, sem fær
að menga umhverfi sitt án
hreinsitækja.
Náttúruvernd og mannsæm
andi aðbúð á vinnustöðum er
einnig liður í kjarabaráttu launa
fólks.
Sameinumst til baráttu fyrir
þjóðfélagi jafnaðar og réttlætis,
þjóðfélagi, sem lætur mannleg
sjónarmið vera yfirsterkari öli
um gróðaviðhorfum.
Helztu kröfur dagsins eru
m.a.:
Landgrunnið fyrir íslendinga.
50 milur 1972.
Kjarasamningar verði friðíhelg
ir.
40 stunda vinnuvika.
4ra vikna oriof.
Lágmarkslaun 20 þús. á mán-
uði.
Stórhækkun elli- og örorku-
bóta.
Visitöluskerðing er brot á
samningum,
Afnám Vísitölu á íbúðalán.
Fúllkomið öryggi á ölium
vinnustöðum.
1. maínefnd Fulltrúaráðs
verkalýðsfél. í Rvík.
Við undirrituð skrifum undir
með fyrirvara um orðalag kröf-
unnar um útfærslu landhelginn-
ar.
Jón Sn. Þorleifsson
Guðjón Jónsson
Guðm. J. Guðmundsson
Hilmar Guðlaugsson
Jóna Guðjónsdóttir
Sigfús Bjamason
Kvikmyndir
HeyerdaMs
eftirsóttar
Kvikmyndir Thors Hyerdahls
og Sænska sjónvarpsins um Atl-
antshafsleiðangur papýrusbát-
anna RA I. og RA II. eru orðnar
eftirsóttar um allan heim. Sjón-
varpið í Svíþjóð hefur sett texta
við myndirnar á mörgum tungu-
málum, og í hinni enSku og
þýzku útgáfu er Heyerdahl sjálf
ur textaþulur.
Merkjasaia
Vorblómsins
Hinn áriegi kynningar- og
fjáröflunardagur Unglingaregl-
unnar verður næstkomandi
sunnudag 2. maí. Þá verða eins
og venjulega seld merki og bók-
in VORBLÓMIÐ alls staðar, þar
sem bamastúkur starfa. Merk-
in kosta kr, 25.00 og bókin að-
eins kr. 60.00. Þessi barnabók
Unglingareglunnar, VORBLÓM'
IÐ, sem nú kemur út í 8. sinn,
hefur náð miklum vinsældum
og selst í stóru upplagi,
Það eru einlæg tilmæli for-
vígismanna þessa félagsskapar,
að sem allra flestir landsmenn
taki vel á móti sölubörnum okk-
ar, þegar þau bjóða merkin og
góða bók á sunnudaginn kemur.
(Frétt frá Unglingareglunni).
Sýnishorn af nokkrum munum unnum úr minkaskinnuni
1200 sútuð minka-
skinn f rá Loðdýrum hf.
LOÐDÝR H.F. á Kjalaraiesi
var eima minkabúið, sem
flutti inn til landsins livolpa-
fuilar minkalæður og því
var það eina búið sem var
með skinnaframleiðslu í
fyrra. Til landsins eru nú að
koma úr sútun um 1200 skinn
em félagið sendi aðeims utm
20% framleiðslu sinnar á hrá
skinnamarkað hjá Hudson
Bay í London í haust. Enn á
fyrirtækið um 500 skinn, sem
ekki hefur verið tekin ákvö'rð
un um hvcrnig seld verða.
Síðastliðið haust var fram-
leiðslan ú þriðja þúsund
skinn hjá Loðdýrum hf.
Enn er ekki uruut að súta
minkaskinn hérlendis — að
sögn forráðamanns Loðdýra
h.f. — og er það aðallega
tæknilegum vandkvæðum
bundið. Þau 1200 skinn, sem
nú koma til landsins eru
seld hér á innlendum mark
aði og sér Rammagerðin um
dreifingu og sölu skinnanna.
Munu skinnin og verða til
sölu í sambandi við ráðstefn
ur í sumar. Hér er um fyrstu
vinnslu á íslenzku minkahrá 1
efni að ræða og vísi að nýrri 4
iðngrein, sem vonandi á eftir
að rísa hér og eflast.
Hluthafar í Loðdýrum h.f.
eru riú yfir 150 og er hluta-
féð, 6.5 millj. uppselt og irttv-
borgað. Félagið hefur að
Lykkju á Kjalamesi aðallega
2 tegundir minka og um þess
ar mundir eru hvolpar að
fæðast þar. Búizt er við að
um 500 þúsund hvolpar fæð
ist í vor. Meðalafkvæma-
fjöldi minks er 3.8 hVolpar.
1. maí ávarp
Fulltrúaráös verkalýðs-
félaganoa í Hafnarfirði
1. mai er sá dagur ársins sem
alþýða þessa lands, sem annarra
lýðfrjálsra landa, hefur helgað
sér um áratugi sem hátíðar- og
baráttudag.
Baráttan hefur verið hörð og
miskunnarlaus, atvinnuleysi,
kreppur og öryggisleysi hafa
mætt verkalýð og annarri al-
þýðu. Daglegt brauð og önnur
sjálfsögð mannréttindi hefur ai-
þýðan mátt sækja í greip-
ar þröngsýnna sérhagsmuna-
manna.
Sú sókn hefur kennt þeim
hluta verkalýðsins sem í barátt
unni hefur staðið að meta gildi
samtaka sinna, án þeirra hefði
ekki tekizt að heimta skerf
þann sem þó hefur náðst.
Fyrir afl verkalýðssam tak-
anna hafa fjötrar kúgunarinn-
ar verið brotnir, kjörin bætt og
knúðar fram mikilsverðar þjóð-
félagsbætur,
Þrátt fyrir það að margt
hafi áunnizt, er mikið ógert. Enn
ríkir ójöfnuður, fámennur hóp-
ur stóratvinnurekemda og verZl-
unarauðvald sitja yflr hlut al-
þýðunnar og enn fær alþýðan
að reyna dýrtíð og öryggisleysi.
1 dag mótmælir verkalýð-
urinn því gerræði stjórnarvalda
að brjóta gerða samninga verka
lýðsfélaga við atvinnurekendur
með skerðingu visitölu, og býr
sig und'tr baráttu fyrir því að
ttyggja vaxandi launajafnrétti
og hliðstæða afkomu allra
þegna þjóðfélagsins.
Að þessu sinni rennur 1. mai
upp við þær aðstæður að ís-
lenzka þjóðin hefur hafið bar-
áttu fyrir þeim frumrétti sínum
að lögsaga tryggi landsmönnuxn
einum rétt til nýtingar á land-
grunninu öllu og haftnu yfír
því.
Það er krafa dagslns að fisk-
veiðilögsagan verði færð út, fyr
ir árið 1972 i 50 rriílur.
Fram til baráttu.
LESIfl