Morgunblaðið - 01.05.1971, Side 30

Morgunblaðið - 01.05.1971, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1971 Krístinn Jörundsson hefur snúið á hóp varaarmanna KR og skorað fyrra mark Fram í leikmum. Þófinu lauk með sigri Fram — sem er nú eina taplausa liðið í Reykjavíkurmótinu EFTIR að hafa sigrað KR með tveimnr mörhum gegn engni í ffynrakvöld, er Fram nú eina lliðið án iaps i Reykjavíkurmófc Inu f knattspyrnu og öruKglega signrstranglegasta liðið i mótinu. J*6tt ekki sé hægt að segja með sanni að glans sé yfir knatt- spyrau Framaranna, eru þeir eínna lagnastir og ákveðnastir i leik sinum, og hafa yfir að ráða mokkrum duglegum og kraft- miklum leikmönniim, bæði í vöra ogr sókn. Má nefna varnar- mennina Sigurberg Sigsteinsson Cig Jóhannes Atlason og sóknar- leikmennina Eriend Magnússon, Kristinn Jörandsson og Ásgeir Eiiasson. Þegar Framararnir verða búnir að lagfæra hjá sér þaer veilur sem augljósar eru, má ætla að þeir verði komnir iipp með nokkuð gott lið. 1 TTLEFNI frétta, sem birzt hafa í tveimur af dagblöðunum, um zfi undirskriftarlisti gangi með- al frjálsíþróttamana, þar sem sborað sé á viðkomandi yfir- völd að veita frjálsíþróttafólki æfingaaðstöðu á Laugardalsvell- ínum, sneri Mbl. sér til Baldurs Jlónssonar vallarstjóra og innti hann eftlr hvort líkur væm á að gengið yrði að þessum óskum. Sagðist Baldur hafa heyrt um iimrædda undirskríftasöfnun, en hins vegar furðaði sig nokkuð á benni. — Það er langt síðan við Örn Eiðsson, formaður F.R.Í., kom- umst að samkomulagi um að írjálsn'þróttafólk fengi æfinga- aðstöðu á vellinum í sumar, eagði Baldur, — og þeir sem að undirskTiftasöfnun þessari hafa etaðið hefðu því getað eparað Sigur Fram í leíknum í fyrra kvöld var fyllilega verðskuldað- ur, því það sem sást af knatt- spyrnu í leiknum var leikið af þeim. Annars var þessi leikur með eindæmum þófkenndur og lengst af lélegur og á timabil- um t.d. I síðari hálfleik hafði maður það á tilfinningunni að það væri meira tilviljun heldur en hitt, ef boltinn gekk oftar en tvívegis milli samherja. Þann ig hefur islenzk knattspyrnu oft ast verið á vorin, og ekki er nein ástæða til þess að örvænta. Taka ber einnig með í reikninginn að sjaldan ná menn að sýna jafn góða leiki á malarvöllum, sem grasvöllum. Fram hafði náð eins marks forystu i leiknum þegar fiautað var til hálfleiks. Það mark gerði Kristinn Jörundsson eftir að mik sér ómakið.. Þeir hefðu einn- ig átt að eiga hæg heómatök- in, þar sem tveir af kunnustu íþróttamönnum landsins hafa starfað hjá mér í vetur, og hafa örugglega vitað um þetta. Baldur sagði að nú væri búið að bæta verulega aðstöðu frjáls- íþróttamanna til æfinga á Laug- ardalsvellinum, þar sem keypt hefðu verið lyftingatæki og þeim komið fyrir í sal undir stúkunni. Verður sá salur opinn fyrir frjálsíþróttafólk í sumar. Hins vegar sagði Baldur að sal- urinn og völlurinn yrðu aðeins opnir fyrir þá, sem lengra væru komn ir í íþróttunum, og væri það m.a. gert af öryggisástæð- um, enda viðurkennt að tölu- verð slysahætta getur verið þar sem íþróttamenn eru t.d. að æfa kastgreinar. Þorbergur Atlason hefur þarna gripið inn í — hann átti annars fremnr náðugan dag í Fram- markinii. ið þóf hafði myndazt inni í vita- teig KR eftir homspyrnu. Sýndi Kristinn þarna þá ákveðni og dugnað sem hverjum knatt- spymumanni eru nauðsynleg, er hann ruddist fram, náði boltan- um og sendi hann í netið. Áður en Framarar gerðu þetta mark hafði KR-ingum reyndar eitt sinn tekizt að skora, en það mark dæmdi Bjami Pálmason dómari af, sökum þess að brotið var á markverði Framaranna. í upphafi síðari hálfleiks náði Fram því bezta spili sem sást í þessum leik, þótt ekki væri ár- angur sem erfiði þegar nær markinu dró. Þeir skoruðu reynd ar sitt annað mark snemma í hálfieiknum úr vítaspyrau, sem mörgum fannst vera mjög hæp- inn dómur. Var það Marteinn Geirsson sem framkvæmdi spym una, og skoraði örugglega. Þeg- ar svo leið meira á leikinn virt- ust bæði liðin fremur áhugaiaus og ánægð með þessi úrslit. Fram sótti þó mun meira, og fékk marktækifæri sem ekki tókst að nýta. í Fram áttu þeir Kristinn Er- iendsson og Jón Pétursson einna beztan leik, en i KR stóð Bjöm Árnason bakvörður sig ágætiega, svo og fyririiði liðsins, Jón Sig- urðsson. Frj álsíþr óttaf ólk fær aðstöðu á Laugardalsvellinum SJðNTABPS LEIEUBIN W.B.A. — Arsenal SJÓNVARPIÐ sýnir í dag leik WBA og Arsenai, sem leikimn var á Hawthoms í West Brom- wich sl. laugardag. Leikur þesei var mjög þýðingarmikill fyrir Arsenal, þar sem iiðið má varla missa af nokkru stigi í barátt- unni við Leeds um enska meist aratitiiinn. West Bromwich Aibion var stofnað árið 1879 og hefur átt sæti í deildakeppninni frá upp hafi. Félagið hefur aðeins einu sinni borið sigur úr býtum í 1. deild, árið 1920, en það hefur hins vegar fimm sinnum unnið bikarkeppnina, árin 1888, 1892, 1931, 1954 og 1968. West Brom wich hefur oft átt skemmtáleg lið og svo er einnig nú. En sá ijóður er á núverandi líði, að því hefur ekki tekizt að vinna leik á útivelli síðan í des. 1969, en á dögunum kastaði liðið þó af sér þeim álagaham og vann Leeds á Ellan Road, WBA hef ur örugglega í huga að gera Ársenal sömu skil og Leeds í dag. Athyglisverðustu leik- menn WBA em framherjarnir, Tony Brown, Jeff Astle, Bobby Hope og Asa Hartford, en Brown er nú markahæstur allra leik- manna í 1. deild. WBA leikur í röndóttum peysum, hvítum og bláum, og hvítum buxum. Arsenal var kynnt hér i þætt inum fyrir skömmu og því varla ástæða tii að rekja sögu íélags ins að nýju, en féiagið er eitt frægasta knattspymufélag heims. Þó skal þess getið, að Arsenal hefur sjö sinnum borið sigur úr býtum í 1. deild og stefnir nú markvisst að áttunda sigrinum. Þá hefur félagið þrisv ar sinnum unnið bikarkeppnina og er nú enn í úrslitum. Arsenal og Liverpool berjast um bíkar inn á Wembley n.k. laugardag. Arsenal er þannig i fremstu víg línu á báðum helztu knattspymu keppnum Englands og gerir sér vonir um að bera sigur úr být- um í þeim báðum. Lið Arsenal er skipað mörgum frægum leik mönnum, en annars er liðið mjög samstillt og jafnt. Af leikmönn um Arsenal má helztan telja fyririiðann, Frank McLiintock, en hann var kosinn knattepyrnu maður ársins sama dag og leik ur WBA og Arsenal fór fram. Þá má nefna markvörðinn Wilson og bakvörðinn McNab, sem er enskur landsliðsmaður. Framvörðurinn Peter Storey hefur komið mjög á óvart í vet ur, en hann lék áður bakvörð. Fyrir frammistöðu sir.a í vetux var Storey valinn i enska lands- liðið, sem iék gegn Grikklandi á dögunum. Tveir ungir leikmenn hafa vakið mikia athygli í fram línu Arsenal. Það eni þeir Ray Kennedy, sem er markahæsti leikmaður liðsins og Charlie Ge orge, sem spáð er glæstrj fram tíð í enska landsliðinu, þegar hann hefur náð nægum aldri og þroska. Að lokum má nefna út herjann George Axmstrong, en hann þykir einn bezti útheTji 1 Englandi um þessar mundir. — Arsenal leikur í rauðum peysum með hvítum ermum og hvítum buxum. Lið WBA og Arsenal eru þannig skipuð i dag: WBA: ARSENAL: 1. Cumbes 1. Wilson 2. Hughes 2. Rice 3. Merrick 3. McNab 4. Lovett 4. Storey 5. Wiie 5. McLintock 6. Kay 6. Simpson 7. Suggett 7. Armstrong 8. Brown 8. Graham 9. Astle 9. Radford 10. Hope 10. Kennedy 11. Hartford 11. George Varamaður Arsemal Sammete leikur síðari hálfieikinn í dag í stað bakvarðarins, Rice. Við skulum þá slappa af fyrir framan sjónvarpsskerminn og horfa á leik West Bromwich og Arsenal. — K. L. V íðavangshlaup Hafnarfjarðar HIÐ árlega víðavangshlaup Hafn aríjarðar var háð sumardaginn fyrsta og nú í 13. sinn, fyrsta hlaupið var háð 1959. Þátttaka í hlaupinu var mikil eins og endra nær, en alls voru 136 keppendur í 7 flokkum hlaupsins. Erslit I einstökum fUikkum voru sem hér segir: Stúlkur 8 ára og yngri: 1. Kristin Sveinsdóttir 3.35.8 2. Kolbrún Þorleifsdóttir 3.37.2 3. Anna K. Sverrisdóttir 3.38.1 Stiilkur 9—11 ára: 1. Anna Haraldsdóttir 4.43.8 2. Kristjana Aradóttir 4.45.4 3. Lára S. Haildórsdóttir 4.47.8 Stúlkur 12 ára og eldri: 1. Ragnhildur Pálsdóttir 4.18.8 (gestur í hiaupinu) 2. Gyða Olfarsdóttir 4.20.8 3. Sólveig Skúladóttir 4.21.8 4. Guðrún H. Guðmundsd. 4.28.0 Drengir 8 ára og yngrí: 1. Þór Kristjánsson 3.10.0 2. Benedikt Ingþórsson 3J7.1 3. Vilhjálmur Vilhjálmsson 3J7.2 Drengrir 9—13 ára: 1. Magnús Teitsson 4 043 (gestur í hlaupinu). 2. Kristinn Kristinsson 4.06.1 3. Börkur Jóhannesson 4,075 Drengir 14—16 ára: 1. Janus Guðlaugsson 5.275 2. Sigurður P. Sigmundss., 5.32.4 3. Valur Helgason 5-50.4 Drengir 17 ára og elári: 1. Viðar Halldórsson 4.45.7 2. Helgi Ragnarsson 5165 3. Magnús Brynjólfsson 5.46.5 Viðar Halidórsson tók nú þátt í elzta aldursflokknum en hann hefur unnið verðlaunagripi til eignar í ölium hinum alðursflokk unum. Formaður víðavangshlaups- nefndar F.H., sem heíur séð um mótið frá upphafi, Eirikur Páls- son, átti sextugsafmæli á sumar daginn fyrsta og var honum 1 til efni þess sýndur margvíslegur heiður. Hallsteinn Hinriksson v. form. F.H. afhenti Eiríki fagran blómvönd frá stjórn FJL og einn ig ávarpaði formaður ÍBH, Einar Þ. Mathiesen, Eirík og fæiöi hon um blómvönd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.