Morgunblaðið - 12.05.1971, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.05.1971, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVLKUDAGUR 12. MAl 1971 13 Vantar bókara Kaupfélag vestanlands vill ráða bókhalds- mann nú þegar. STARFSMANNAHALD S.Í.S. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfiokksins UT ANKJÖRST AÐASKRIFSTOFA Kosningaskriístofa Sjálfstæðisflokksins, nt- ankjörstaðaskrifstofa, hefur verið opnuð í Sjálfstæðishúsinu, Laufásvegi 46. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl. 9—12 og 1—6. Símar skrifstofunnar eru 11004, 11006 og 11008. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst og veita upplýsingar um kjósendur, sem verða fjarverandi á kjördag — innanlands sem utan. — Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 11006. 1 HVERFISskrifstofur . .hl í Reykjavík Starfandi eru á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæöisíélaganna og hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir- taldar skrifstofur: Eru skrifstofumar opnar frá klukkan 4 og fram á kvöld. Nes- og Melahverfi Reynimel 22 (bílskúr), sími 26686. Vestur- og Miðbæjarhverfi Vesturgötu 17, sími 11019. Austur- og Norðurmýrarhverfi Bergstaðastræti 48, sími 11576. Hlíða- og Holtahverfi Stigahlíð 43—45, simi 84123. Laugarneshverfi Sundlaugarvegur 12, sími 34981. langholts-, Voga- og Heimahverfi Goðheimum 17, sími 30458. Háaleitishverfi Dansskóli Hermanns Ragnars, sími 85141. Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Dansskóli Hermanns Ragnars, simi 85960. Breiðhöttshverfi Vikurbakka 18, simi 84069. Arbæjarhverfi Bílasmiðjan, sími 85143. Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til hverfisskrifstofarma og gefa upplýsingar, sem að gangi geta komið í kosningunum. svo sem upplýsingar um fólk sem er og verður fjarverandi á kjördag o. s. frv. Hvert rör mölbrotið MIKIÐ mag:n skolpröra var brolið í Logalandi i Fossvogs- hverfinu á hádeginu á mánudag. Grunur leikur á, að þarna hafi börn eða unglingar verið að verki og biður rannsóknarlög- reglan þá, sem upplýsing-ar geta gcfíð, að gefa sig fram. Rörin stóðu viS grumn að Logalandi 9—19, þar sem í gær- morgun var urunið að lagningu skolpleiðslu. Þegar meimn mættu aftur til vininu eftir hádegið var búið að möibrjóta hvert einasta rör og fyrir utan óhagfæðið olli þessi verikinaður málklu fjárhags- legu tjóni. Byggð í hættu Catania, Sikiley, 10. mai — AP TVEIR nýir gígar opnuðust í eldfjallinu Etnu í gærkvöldi og ógnar nú hraunstraumur úr þeim tveimur bæjum við fjalls- ræturnar. Gos hófust í Etnu fyrir rúmum mánuði, og er áætlað að um 15 milljónir tonna af hrauni hafi streymt úr gigunum, sem þá urðu virkir. Gígar þessir eru of- arlega i fjallinu, og f jarri byggð, svo lítil hætta hefur stafað af gosinu þar til nú. Nýju gígarnir tveir eru hins vegar mun nær byggð og eru það aðallega bæirn- ir Milo og Fornazzo, sem I hættu eru. Bílnvarahlutir til söln Til sölu er afturöxull fyrir Hen-chel HS 14 vörubifreið. Vökvasturtur fyrir vörubifreið og Deutz mótor 130 ha. loft- kældur. Hlutir þessir eru nýlegir og lítið notaðir. Nánari upplýsingar á bíiaverkstæðinu Rauðalæk, sími um Meiri-Tungu og á kvöldin í síma 99-5142. Auglýsing frá borgarlækni Þess hefur orðið vart í vaxandi maeli, að starrar gera sér hreiður í eða mjög nálægt mannabústöðum og að íbúarnir verði fyrir biti flóa af nefndum fuglum eða úr hreiðrum þeirra. Það er vitað, að þessir fuglar hyllast til að gera hreiður sin í veggjagöngum, til dæmis i loft- eða hitarásum húsa. ' } Borgarbúar eru eindregið hvattir til að gefa þessu gætur og gera ráðstafanir til þess, að starrar geti ekki gert hreiður sín á slíkum stöðum. Reykjavík, 10. maí 1971. HAFIÐ ÞÉR REYNSLUEKIÐ NÝJA SKÓDANUM? SÉRLEGA ÞÆGILEGUR BÍLL — OG EYÐIR UTLU TEKKNESKA BIFREiÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SlMI 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.