Morgunblaðið - 12.05.1971, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGITR 12. MAÍ 1971
19
Ingvar Stefánsson,
skjaiavörður-Minning
Fæddur 9. .júní 1935
Dáinn 30. apríl 1971
Þegar mér barst sú harma-
fregn fyrir fáeinum dögum, að
Ingvar Stefánsson, starfsbróðir
minn, hefði látizt hinn 30. april
s.L, kom hún mér ekki á óvart.
Svo lengi hafði hann legið þungt
haldinn á sjúkrahúsi, fyrst hér
heima en siðan í Lundúnum. Við
hinu höfðum við, sem unnum
með honum daglega, aftur á móti
ekki búizt, þegar hann fór á
sjúkrahús í s.l. nóvembermán-
uði, að þau veikindi, sem höfðu
bagað hann alllengi, vœru eins
alvarlegs eðlis og raun var á.
Af slíkri þolinmæði hafði hann
aUtaf umborið þau og stundað
störf sín eftir sem áður, eins og
ekkert hefði í skorizt.
Ingvar er fæddur í Reykjavík
9. júní 1935. Eru foreldrar hans
Jórunn Jónsdóttir frá Nautabúi
í Skagafirði og Stefán Þórarins-
son, prests á Valþjófsstað
Þórarinssonar, og stendur því
að honum mikið dugnaðar- og
gáfufólk í báðar ættir. Hann
lagði ungur út á mennta-
brautina, eins og hugur hans
stóð til. Lauk stúdentsprófi úr
máladeild Menntaskólans á
Akureyri 1955 og varð
cand. mag. í islenzkum fræðum
frá Háskóla íslands 1964. Seink-
aði honum verulega í háskóla-
námi af völdum alvarlegs slyss,
sem hann varð fyrir á þeim ár-
um og hefir ef til vill verið und-
irrót þeirra veikinda, sem drógu
hann til dauða.
Ég kynntist Ingvari veturinn
1964-'65, er hann vann sem styrk
þegi við Handritastofnun ís-
lands, sem var þá til húsa
í Safnhúsinu við Hverfisgötu.
Síðan réðst það svo sumarið
1965, að mér var veitt riflegt
leyfi frá störfum mín-
um við Þjóðskjalasafnið til rit-
starfa, en Ingvar var ráðinn
staðgengill minn þar. Varð það
svo úr, að hann ílentist á Þjóð-
skjalasafninu, þar eð föst staða
losnaði þar árið 1968.
Aðalprófgrein Ingvars var
annars bókmenntasaga, og upp-
haflega mun hugur hans fremur
hafa staðið til bókmenntasögu-
legra viðfangsefna en starfa við
stofnun eins og Þjóðskjalasafnið,
sem er aðallega vettvángur
sagnfræði og annarra félagsvís-
inda. En hann var gæddur fjöl-
þættum gáfum ásamt mikilli fróð
leikslöngun og almennum áhuga
á mönnum og málefnum i samtíð
og fortíð og undi þvi safnstörf-
unum vel, þegar til kom. Að
eðlisfari var hann lika ötull og
samvizkusamur starfsmaður og
ávallt boðinn og búinn til að
taka þar til hendi, sem með
þurfti. Með þvi að Ingvar var
ennfremur vandvirkur, glögg-
skyggn og hafði til að bera
ágæta skipulagsgáfu, afkast-
aði hann miklu verki og góðu
á þeim fáu árum, sem hans
naut við á Þjóðskjalasafninu. Á
fyrstu árum sinum þar kom
hann m.a. röð og reglu á kirkna-
safnið, sem hafði verið i hinni
mestu óreiðu, allt siðan hluti
var varðveittur utan borgarinn-
ar á stríðsárunum af öryggis-
ástæðum. Síðar vann hann t.d.
ásamt fleirum að endurröðun á
skjalasafni stiftamtmanns. En
það verk, sem mun vafalaust
lengst halda á loft minningu hans
á Þjóðskjalasafninu, er endur-
skipulagning skjalasafns lands-
höfðingja, sem hafði alltaf ver-
ið afar óaðgengilegt og því ekk-
ert áhlaupaverk að koma i gott
horf. Ingvar kom hins vegar
ágætu skipulagi á það og gerði
yfir það skilmerkilega leiðbein-
ingaskrá. Þessu hafði hann lok-
ið á s.l. hausti og var nýbyrj-
aður á öðru, umfangsmiklu
verki, þegar hann fór í sjúkra-
vist þá, sem hann átti ekki aft-
urkvæmt úr.
Áhugi Ingvars á mönnum og
málefnum naut sin þeim mun
betur, þar eð hann var gæddur
frábærri athyglisgáfu og minni.
Lýsti þetta sér meðal annars í
þvi, hve fjölfróður hann var um
samtíðarmenn og mannglöggur í
víðustu merkingu þess orðs.
Hann fylgdist einnig vel með
þjóðmálum og gerði sér far um
að mynda sér sjálfstæðar skoð-
anir á hverju máli, enda snar
þáttur í skapgerð hans að fara
eigin götur.
Ingvar var fremur ómann-
blendinn og fámáll meðal ókunn
ugra, að þvi er mér virtist. I
hópi kunningja og samstarfs-
fólks var hann hins vegar ræð-
inn og bráðfyndinn. Þá átti
hann það stundum til að yera
dálítið striðinn, en allt var það
græskulaust, og hann kunni
líka vel að taka því, ef sá, sem
stríðni hans beindist að, svaraði
í sömu mynt.
Fráfall Ingvars í blóma lífs-
ins, aðeins tæpra 36 ára, er mik-
ið áfall fyrir islenzk fræði. Auk
fyrrnefndra starfa sinna hjá
skjalasafninu, hafði hann þegar
lagt allmikið af mörkum
til vísindalegrar útgáfusatarf-
semi. Þannig bjó hann undir
prentun vandaða útgáfu af
Dægradvöl Benedikts Gröndals,
sem kom út á vegum Máls og
menningar 1965. Þá hafði hann
og búið til prentunar 1. bindi
Alþingisbókanna, sem staðið hef-
ir til, að Sögufélagið gæfi út að
nýju. Loks hafði hann í takinu
útgáfu á mikilii og merkri ætta-
tölubók frá 17. öld eftir séra
Þórð Jónsson í Hítardal, sem
Handi'itastofnunin ætlar að gefa
út, en átti nokkru ólokið af því
verki.
Þegar ég tala um ís-
lenzk fræði, á ég að sjálfsögðu
einnig við Þjóðskjalasafnið, sem
er jú undirstöðustofnun ís-
lenzkrar sögu og annarra félags
vísinda, en hefir þó að ýmsu
leyti verið hálfgerð hornreka
meðal íslenzkra menningarstofn-
ana og t.d. haft allt of fámennu
starfsliði á að skipa. Þegar þann-
ig er ástatt, er þeim mun meira
um vert, að valinn maður sé í
hverju rúmi. Það var því Þjóð-
skjalasafninu mikið happ, þegar
Ingvar réðst í þjónustu þess, og
að sama skapi er tjón þess nú
mikið við fráfall hans svo löngu
fyrir aldur fram.
Við, sem höfum átt því láni
að fagna að starfa með Ingvari,
missum með honum traustan og
skemmtilegan félaga. En sárari
en orð fá lýst, er missirinn aldr-
aðri móður hans, sem á nú á
bak að sjá einkasyninum, sem
svo miklar og verðskuldaðar
vonir voru bundnar við.
Sigfús H. Andréssnn.
Eftir að vinnudegi lauk í Þjóð
skjalasafni íslands hinn 30.
apríl, barst sú harmafregn hing-
að til lands, að Ingvar Stefáns-
son skjalavörður hefði látizt þá
um kvöldið á sjúkrahúsi í
Lundúnum, en þar hafði hann
dvalizt frá því seint í desembor
í vetur. Samstarfsmenn hans og
vinir gerðu sér ljóst, að líf hans
hékk á veikum þræði mánuðum
saman, en þeir vonuðu i lengstu
lög, að til hins betra mætti
bregða um heilsufar hans.
Sú von hefur nú brugðizt. Fall-
inn er i valinn í blóma aldurs
síns hinn mætasti drengur og
mikill hæfileikamaður, sem
sýndi ótvirætt á stuttum starfs-
ferli, að af honum var góðra
verka að vænta. Þó að þyngstur
harmur sé kveðinn að móður
hans, sem á nú á bak að sjá einka
barni, yndi sinu og eftirlæti, eru
þeir ófáir, skyldir og vandalausir,
sem finnst tilveran tómlegri og
lífið snauðara, eftir að Tngvars
nýtur ekki lengur við. f dag er
útför hans gerð frá Fossvogs-
kirkju.
Ingvar Stefánsson var fædd-
ur í Reykjavik 9. júni
1935. Móðir hans er Jórunn
Jónsdóttir, sem lengi var ráðs-
kona á Vífilsstöðum, eitt hinna
mörgu og gervilegu barna Jóns
Péturssonar bónda á Nautabúi í
Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.
Faðir Ingvars var Stefán Þórar
insson, verzlunarmaður í Reykja
vik, prests á Valþjófsstað Þórar
inssonar, en Stefán dó aðeins
31 árs að aldri árið 1938. Að
Ingvari stóðu á báðar hliðar
kunnar og þróttmiklar ættir,
skagfirzkar, austfirzkar og
þingeyskar. Heimili Jórunnar og
Ingvars hefur um mörg undan-
farin ár verið að Eskihlíð 6 B
hér í borg.
Ingvar Stefánsson lauk
stúdentsprófi á Akureyri vor-
ið 1955, en kandidatsprófi í
íslenzkum fræðum í árs-
byrjun 1964. Eftir það vann
hann sem styrkþegi við Hand
ritastofnun íslands um árs
skeið, en 1. júlí 1965 var hann
settur skjalavörður við Þjóð-
skjalasafn íslands, fyrst i orlofi
annarra skjalavarða, en fékk
veitingu fyrir skjalavarðaremb-
ætti við safnið frá 1. janúar
1969. Fyrstu árin í safninu vann
Ingvar mest að afgreiðslustörf-
um, en jafnframt því starfi hlúði
hann vel að ýmsum skjalagögn-
um. Minnist ég einkum frá
þeim árum ágæts verks, er eftir
hann liggur í kirkjuskjaladeild
safnsins. Hin síðari ár
vann hann mest að röðun og
skrásetningu skjala. Sýndi
hann þá brátt, að hann var
bæði afkastamikill og vandvirk-
ur við það starf. Mesta verk
hans á því sviði var ný röðun,
skrásetning og umbúnaður
skjalasafns landshöfðingja,
(1873—1904), en einnig mætti
nefna skjalasafn stiftsyfirvalda á
sama tímabili. Segja má um
skjalasafn landshöfðingja,
að það hafi að sumu leyti verið
fremur óaðgengilegt, áður en
Ingvar lagði til atlögu við það.
En hann leysti verkefni sitt ai
hinni mestu prýði. Auk þess sem
upprunaleg hjálpargögn þessa
skjalasafns, bréfadagbækur og
flokkunarskrár eftir málefn-
um, halda gildi sínu að fullu
áfram, gerði Ingvar nýjar skrár,
þar sem sjá má á augabragði,
hvort tiltekið skjal liggur á sin-
um upprunalega innkomustað
eða hefur verið flutt til, eins og
oft tíðkast í skrifstofuhaldi, og
þá hvert. Allt þetta verk er svo
vel af hendi leyst, að vart er
unnt að hugsa sér, að annar
hefði betur gert. Það þarf því
engan spámann til að sjá fyrir,
að þessar skrár Ingvars verða
um langa framtíð tii ómetaniegs
hægðarauka öilum þeim, sem
rannsaka vilja sögu landshöfð-
ingjatímabilsins, en þar liggja
oft rætur þess, sem átti eftir
að bera blómlegri ávöxt síðar.
Eitt síðasta verk hans í Þjóð-
skjalasafni var að ganga frá
handriti að skrám sínum um
landshöfðingjasafn til bók-
bands, en ekki auðnaðist honum
að sjá þær innbundnar.
Þegar Ingvar hafði lokið við
röðun landshöfðingjasafns,
sneri hann sér að landfógeta-
safni og hugðist gera því svipuð
skil. Hann hafði þó aðeins unn-
ið við það nokkrar vikur, er hann
varð frá að hverfa sökum sjúk-
leika upp úr miðjum nóvember í
haust.
Samhliða skjalavarðarstarf-
inu, sem Ingvar rækti af sér-
stakri alúð og kostgæíni, vann
hann að fræði- og útgáfustörf-
um í tómstundum sínum. Hefur
ýmislegt af þeim verkum ekki
enn komið fyrir almenningssjón
ir.
Árið 1965 sá hann um útgáfu
á Diægradvæl Benedikts Grön-
dals á vegum Máls og menning-
ar „með hófsamlegum og vitur-
iegum skýringum," eins og ég
heyrði einu sinni vandlátan lær-
dómsmann taka til orða, er út-
gáfu þessa bar á góma. Hefur
verk þetta vafalaust notið þess,
að Ingvar fékkst talsvert við rit
Gröndals á skólaárum sínum.
Einnig vann hann að endurskoð
aðri útgáfu fyrsta bindis af Al-
þingisbókum Islands fyrir
Sögufélagið, en það verk hefur
enn ekki séð dagsins ljós.
Þá bjó hann til prentunar fyrir
Handritastofnun íslands ættar-
artöiubækur eftir séra Þórð
Jónsson i Hítardal (d. 1670) og
séra Jón Erlendsson í Villinga-
holti (d. 1672), en þessar bæk-
ur eru af dómbærum mönnum
taldar undirstöðurit í síðari
alda ættfræði. Góðar horfur
eru á, að þetta verk verði gefið
út, áður en langt um líður.
Ingvar Stefánsson var mikið
prúðmenni, hógvær og yfirlæt-
islaus. Hann var dulur og fá-
skiptinn og gat jafnvel virzt
þurr á manninn við fyrstu
kvnni. En i kunningja hópi var
þó auðfundið, að hann átti til
að bera mikla hlýju og ein-
lægni, samfara notalegri gaman-
semi. Þó að oft sé torvelt að vita,
hvað undir annars stakki býr,
hygg ég, að undir rólegu vfir-
bragði Ingvars hafi dulizt mik-
il viðkvæmni og ríkar tilfinn-
ingar. Síðustu árin gekk hann
ekki heiil til skógar, en bar það
svo vel, að fáir urðu þess varir.
Hann naut álits og vinsælda
meðal samverkamanna sinna, og
gestir þjóðskjalasafns hafa
rómað hann fvrir glöggskyggni
og hjálpfýsi við leit heimilda,
sem getur stundum reynt á þol
rifin. Mjög ána^gjulegt var að
fela honum verkefni, því að
hann vann allt til meiri
hlítar og betur en hann lofaði.
Skjalavarzla krefst vandvirkni
og þolinmæði, ef vel á að vera,
en þeim kostum var Ingvar
rikulega gæddur, enda fannst
mér, að hann vndi starfi sínu
frá upphafi mjög vel. Fráfall
hans er mikil harmsaga, en einn
ig óbætanlegur missir litlu sam-
félagi, sem munar um manns lið-
ið.
Fyrir hönd þeirrar stofnunar,
sem hann helgaði krafta sína
nær allan sinn starfsferil. kveð
ég Tngvar Stefánsson nú að
le'ðarloknm með þökk fvrir vel
unnin störf, ánægiuleea sam-
vinnu og droomleu'a framkomu.
*’tfin"rium hans flvt ég samúð-
arkveðlur og bið hin æðstu
máttar'mld að ^efa móðtir hans
ot-urk í hun"ri raun.
B'esstið sé minning Tngvars
<5tofánssonar.
Bjarni Vilhjálnisson.
þegar ár og atburðir rifjast upp
á hátíðarstundum og sjaldgæf-
um endurfundum skiljum við
betur og metum á ný þetta hnoss
minninganna, sem ekki verður
frá okkur tekið. Og þegar sorg
arfregn berst um andlát bekkjar
bróður eftir erfiða sjúkdómslegu
á erlendri grund tæpu ári eftir
ógleymanlegt 15 ára stúdentsaf
mæli er eins og strengur bres.ti
í bi'jósti okkar og á ný vakna
gamlar minningar að norðan.
Ingvar Stefánsson var um
margt óvenjulegur maður. Hann
var greindur og glöggur. svo af
bar. Við fyrstu kvnni virtist
hann einrænn og fáskiptinn, en
þeit' sem kynntust honum nánar
fundu fljótt, að undir bjó iilýtt
hjarta. Og þeir sem þekktu
hann bezt vissu, að þrátt fyrir
hið ytra borð var Ingvar íélags
lyndur í eðli sinu og naut þess
að vera í hópi náinna vina og
kunningia og var þá hrókur a'ls
fagnaðar. Hann hafði óvenjulegt
skopskyn, sem laðaði að sér þá
kunningja hans er kynntust því
og kímnigáfa hans var að því
leyti sérstök, að hann naut þess
að skopast á eigin kostnað og
hafði af því rnikið yndi. Er
þetta óvenjulegur eiginleiki í
skoplítilli þjóðarsál þar sem hin-
ar örfáu glettur eru oftast á ann
arra kostnað. Og ekki spillti, að
Ingvar hafði í ríkum mæli þá
snilligáfu húmoristans, að þegar
hann fór á mestum kostum var
hann alvaran uppmáluð, en
glettnisbros á næsta leiti. Ég
hygg, að það hafi ekki sízt ver
ið þessum sérstaka eiginleika
Ingvars að þakka, að mér leið
alitaf vel í félagsskap hans og
sóttist eftir honum.
í menntaskóla kom fljótt í
ljós hvert hugurinn stefndi. Ing
ar var mikill sögu- og íslenzku
maður og flestum fremri í lat
ínu og nám í norrænudeild Há-
skólans var því eðlilegt fram-
hald. Samhliða námi og síðar
störfum átti Ingvar sér ýmis á-
hugamál. Fáir voru betur að sér
í ættfræði og þó að stjórnmála
afskipti hvörfluðu ekki að hon'
um var leitun að manni, sem
þar var betur heima. Og þótt
hann bæri hvorki tilfinningar né
skoðanir á torg fylgdust fáir bet
ur með málefnum samtimans en
Ingvar og ég hygg að ekkert
bekkjarsystkinanna hafi fylgzt
jafn náið með tilvist og gengi
skóiafélaganna og hann. Þessi
ræktarsemi var einn þátturinn í
óvenjulegri skaphöfn h*ns.
Á siðari árum hneigðist hug
ur Ingvars til fræðistarfa. Þau
þekkja aðrir betur, en ég veit,
að öll störf vann hann í kyrr-
þey með lítillæti hins gáfaða
manns.
í gömlu Carminu var stund-
um skrifuð franska tilvitnunin
Partir e’est mourir un peu. Að
skilja er að deyja örlítið. Þetta
má skilja á ýmsa vegu og út I
það slcal ekki farið. En við þessi
leiðarlok senda gömul bekkjar-
systkini móður og ættingjum
innilegar samúðaróskir um leið
og þau minnast ógleymanlegs
skólafélaga.
Heimir Hannesson.
EFTIR því sem árin liða og
glevmska og önn fyrna yfir mis
mikia þekkingu á Gallastríðum
og Senectute greipist í huga
gamalla stúdenta skýr mynd af
gamla skólanum, sem var annað
heimili okkar margra í allt að
sex ár — agaði. mótaði og þrosk
aði i senn. Vináttutengsl þessara
ára reynast öðrum strekari og
Hjartans þakklæti færi ég
börnum mínum, tengdabörn-
um og öllum skyldum og
vandalausum, fjær og nær,
sem glöddu mig með heim-
sóknum, gjöfum, skeytum I
tilefni af 80 ára afmælinu 28.
apríl sl. Guð blessi ykkur öll
og farsæli framtið ykkar.
Þorsteinn Tyrfingsson.
Atvinna
Nokkrir vanir verkamenn óskast nú þegar.
Upplýsingar í síma 96-21822.
NORÐURVERK HF.