Morgunblaðið - 02.06.1971, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNl 1971
C OOOOOO OOOOO C
c oo c
c c
o c
C OOOOOO OOOOO c
ekki eins og þið búið í fjölbýl-
ishúsi. En ég get ekki ákveðið,
hvaða tegund það á að vera.
Mér datt i hug annaðhvort
franskur loðhundur eða velskur
Corgi.
hún bæði hann lika að koma aft-
ur.
Nancy og dómarinn gengu síð-
an fram í eidhúsið uiidir tónun-
um frá „Tristan og ísold,“ og lof
uðu Mary að njóta tónlistarinn-
ar í næði. Hún var ekki vitund
þreytt, en Carmody dómari hafði
gegnt þessu verki árum saman
og hefði orðið vonsvikinn, ef út
af þvi hefði brugðið.
— Ég hef verið að hugsa um
afmælið hennar Mary — er það
ekki fyrsta október? — Ég vil
hafa eitthvað sérstaklega við af
því að það er fertugsafmælið —
htTggiIeg tímamót það!
— Er það? Nancy vissi vel, að
móðir hennar var að verða f jöru
táu og eins.
— Já, vist er það sorglegt. Það
eru einmitt þau tímamót, þegar
fólk fer að gera sér ljóst, að það
er ekki ungt lengur. Þannig var
það að minnsta kosti hjá mér.
Nú á ég ekki eftir nema eitt ár
til fimmtugs, og læt mér hvergi
bregða. Heldurðu að hún vildi
eignast hund?
— Hund? Þær höfðu aldrei átt
hund og henni varð í fyrstu
hverft við tiihugsunina.
■—- Já, því ekki það? Það er
- Ég held hún gæti haft gam-
an af hundi. En hvernig lítur
velskur Corgi út?
Carmody dómari lýsti honum
fyrir henni. Ekki of stór og
heldur ekki of lítill. Og ég skal
játa, ekki sérlega fallegur held-
ur . . . Svo hélt hann áfram að
lýsa kostum hundsins með svo
mikilli hrifningu, að Nancy vissi
alveg, að hann var búinn að
ákveða sig.
— Þá verður hún heldur ekki
ein, þegar þú giftir þig.
— Gifta mig? Ég er nú ekki í
neinum giftingarþönkum.
— Það gerðirðu fyrr eða síð-
ar, og þú gætir verið óheppn-
ari en að ná í hann Evans lækni.
Hann er einhver heilbrigðasti
maður, sem ég hef Iengi hitt.
Það væri ekki svo vitlaust, Kisa
min. Ég skai að minnsta kosti
leggja blessun mina yfir ykkur.
í fyrsta sinn á ævinni þótti
Nancy fyrir þessum föðurlega
verndarsvip hans. Þau móðir
hennar höfðu þá verið að ræða
framtið hennar og velja henni
mann? Hún varð svo vond, að
rétt sem snöggvast var hún ai-
veg orðlaus. En þegar hún
fékk málið aftur vissi hún, að
hún snerist of ákaft við þessu.
Sumarblóm
fjöibreytt úrval.
Einnig BEGONÍUR, DAHLÍUR, PETUNÍUR.
GRÓÐRASTÖÐIN BIRKIHLÍÐ
Nýbýlavegi 7, Kópavogi, sími 41881.
Garðhellur — gorðóburður
Allir keppast nú við að prýða lóðir sinar.
Garðurinn verður fallegri með hellum frá HELLUVAL
og blettirnir grænni með garðáburði frá HELLUVAL
Brotsteinar og sexkantar fyrirliggjandi,
svo og áburður í kartöflugarða.
HELLUVAL SF.,
Hafnarbraut 15, Kópavogi.
Sími 42715.
Húsgagnaframleiðendur!
LEÐURLÍKI
„AMBLA"
„COSELLE"
, VYNIDE"
Fjölbreytt úrval. — Margir litir og geróir.
C. S. Jú/íusson
umboðs- og heildverzlun,
Brautarholti 4, sími 22149.
Hrúturinn, 21. marz —• 19. apríl.
Láttu öðrum eftir skapofsann ug reiðileysiS.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Það er ævinlega bctra að reyna ;vð komast bjá skammsýni.
Tviburarnir, 21. maí — 20. júní.
Stundum er gott að geta sparað sér vinnu, og það er hægt með
Jiví að fikra sig varlega áfram á stundum.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Ef þú átt þess kost, skaltu endilega taka þér frí 1 dag.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Áform þín eru dálítið undir kringumstæðunum komin núna.
Meyjar, 23. ágúst — 22. september.
Þótt samkeppni geti verið leiðinleg, er hún nauðsynleg í dag.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú stendur á dálítið óþægilegum krossgötum fortíðar og fram
tiðar. cn kemst vel í gegnum þau þáttaskil.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Höfuðatriðin koma ekki i ljós strax, en þú getur greitt fram úr
vandræðum þínum með nokkrum orðum er þar að kemur.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Ntma verðurðu að athuga kostnaðinn i ölliim verkum, sem þú
tekur þér fyrir hendur.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þær hugmyndir, scm þú hefur haft hvað mestar áhyggjur af, er
rétt að koma með upp á yfirborðið.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Mundu, að flciri en ein hlið er á öllum málum, og þér er líka
hollt að hluta á málstað náungans.
L
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Þú fyllist af göðum áformum og ef þú kemur þeim í framkvæmd
verður leiðin framundan slétt og felld.
— Heldur mundi ég deyja en
giftas-t nokkrum lækni. Þeir
eru allir andstyggilegir, og ég
hef óbeit á öllu, sem viðkemur
spítölum með öll veikindin og
þessar laundrjúgu hjúkrunar-
konur og þessa alvitru lækna.
Þegar ég finn einhvern, sem ég
viíl eiga, skal ég segja þér til,
Phil frændi . . . en það verður
að minnsta kosti ekki hann
Timothy Evans.
8. kafli.
Flmmtudagurinn og föstudag-
urinn liðu tiðindalaust. Það var
litið að gera í skrifstofunni nema
VEtndalaus bréf og ómerkilegar
símahringingar. Nancy komst
heim bæði kvöldin, án þess að
verða vör við röndótta bHinn.
Á mánudagsmorgun hitti hún
ekki Lloyd Llewel'lyn í skrifstof
unni, en þess í stað var þar sím-
skeyti, þar sem sagðíi, að hann
kæmi ekki fyrr en á þriðjudag.
Jafnvel í júlímánuði var mikill
póstur á mánudögum og þar i
fjöldi bréfa, sem voru i vanda-
samara lagi. Og símahringmg
arnar voru lika erfiðar, af því
að hún vissi ekki, hvort hægt
væri að ákveða viðtaistímann,.
Frank Dillon kom og spurði,
hvort hún þarfnaðist hjálpar
eða ráðlegginga, og Gregory
Clayton kom í sömu erindum. Og
loks kom hr. LleweUyn sjálfur.
— Hvita hárið og skeggið og
hvitu fötdn minntu hana á mynd,
sem hún hafði einhvern tirna séð
af Mark Twain, en Mark Twain
var bara aldrei svona virðuleg-
ur og kannski heldur ekki jafn
vingjarnlegur, því að venjulega
eru menn ekki gamansamir nema
dálítil illkvittni fylgi.
- Ég vona, að allt gangi vel
hjá yður, sagði hann.
— Þakka yður fyrir. Enn hef-
ur ekkert komið fyrir, sem ég
ræð ekki við.
— Lloyd segir mér, að þér sé-
uð mjög færar. Enda hefðuð þér
aldrei fengið þessa stöðu af hon-
um hefði ekki fundizt það.
Nancy skildi, að enn var ver-
ið að gefa það til kynna, að stað
an væri ekki nein verðlaun
henni til handa fyrir axlarsárið.
Ég leit nú bara inn tU þess
að segja, að þér þurfið ekki ann
að en hringja i skrifstofuna
mina, ef þér eruð í vafa um eitt-
hvað. Þér skuluð ekkert hlífast
við það, Hr. Clayton hjálpar yð-
ur með mestu ánægju.
Hún þakkaði honum og óskaði
þess heitast, að hann vildi fara,
en hann dokaði enn við.
— Mér finnst þér vera merki-
ieg stúlka, sagði hann. Marg-
ar ungar stúlkur hefðu nú þyrl
að upp miklu moldryki út af
þessu atviki. Við kunnum að
meta . . . rósemi yðar, og það,
hve litið þér viljið gera úr
þessu. Það ber vott góðu upp-
eldi og stillingu.
Hann þagnaði og Nancy sá of-
uriítinn roða koma í kinnar
hans, og vorkenndi honuin.
Hann var að reyna að þakka
henni fyrir að hafa tekið að sér
kúluna, sem sonarsyni hans var
ætluð. Hann lyfti nú langri,
grannri hendi upp að yfirskegg-
inu, og strauk það með gamal-
dags virðuleik. Svo brosti hann
og reyndi að koma gamansömum
orðum að því, sem hann taldi
vera alvörumál.
— Lloyd er sá eini, sem ég á
eftir og ég met hann mikils.
Hann þagnaði aftur, rétt eins og
hann væri að hugleiða þennan
sorgaratburð sem hún hafði af-
stýrt. Síðan hneigði hann sig
kurteislega og var farinn út, en
skildi eftir ilm af dýrum vindii
og einhverju henni óþekktu ilm-
vatni.
Þegar hún athugaði bréfin bet
ur, sá hún, að hún gat svarað
þeim öllum af eigin rammleik, og
svo vann hún í góðu skapi þar til
vinnu lauk, en þá lagði hún af
stað heim — enn dálítið kviðin
Aðalfundu Sláturfélags Suðurlands ir
verður haldinn aö Skógum, sýslu, þriðjudaginn 22. júní klukkan 13:30. Rangárvalla- n.k. og hefst
Dagskrá skv. samþykktum félagsins.
STJÓRNIN.
út af röndótta biinum.
Þegar strætisvagninn nálga<\-
ist hornið hennar tók hún að
herða upp hugann vegna rönd-
ótta bilsins. Snöggvast hafði
henná dottið í hug að stíga út
á næstu stöð á undan, en komst
að þeirri niðurstöðu, að einmitt
þess hefði Andy McCarthy ósk-
að sér. Og hann mundi gamna
sér yfir því, að hún væri að
forðast hann.
Hún var varla komin út og
komin inn á gangstiginn, þegar
hann kom og stanzaði næstum al
veg og hafði höndina á flaut-
unni. Hávaðinn af henni var af-
skaplegur, og hún gat ekki hugs
að sér, hvar hann hefða getað
náð í þessa flautu. Hún leit ekki
á hann en hún sá allt í einu lög-
reglumann á vélhjóli, sem virt-
ist hafa sprottið upp úr jörð-
inni, og sá ók að bílnum
TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF
KLAPPARSTÍG I - SKEIFAN 19