Morgunblaðið - 20.06.1971, Síða 10

Morgunblaðið - 20.06.1971, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNl 1971 Gamalt siglingakort frá Marshalleyjun Skeljarnar merkja eyjar en bambusi strai Marco Poló virðast þeir hafa verið allt að 800 tonnum að burðarmagni og þurft feyki- stóra áhöfn til að hagræða hin um stóru rám og seglmottum. Eitt af einkennum júnksins var það, að skuttréð (áfram- hald af kjaltrénu) var undir skutnum sjálfum og það var hægt að lytfta þvi, ef siglt var á grunnu vatni. Hvort sem austrið eða vestr- ið hefur orðið á undan að byggja haffær skip, þá er það staðreynd að beztu heim- ildir okkar um skip til forna eru frá egypzkum skurðmynd- um og áletrunum. Ein af greini legustu myndunum sýnir okk- ur skip Hatshepsut drottning- ar á verzlunarsiglingu til landsins Punt, sem hefur verið einhvers staðar við suðurenda Rauðahafsins. Þetta er um það bil 1500 f.Kr. Þarna er sýnt skip, sem orðið er þróað að gerð og hefur stórt mastur í miðju skipi, stórsiglu og rá fyr ir þverségl og fimmtán ræðara á hvort borð. Bæði bógur og skutur eru mjög hallandi, en til að vega upp á móti þvi, er strengdur sver kapall næstum eftir endilöngu skipinu miðju og liggur hann i tveim gafflum. Þessi skip hafa mjög líklega verið um það bil 60 feta löng. Krítverjarnir og Fönikíu- mennirnir bættu mjög egypzku skipagerðina með því að auka burðarmagnið og sjóhæfnina. Fönikíumennirnir, sem voru um þúsund ára skeið leiðandi sæfarendur við Miðjarðarhaf, voru ekki aðeins miklir verzl- unarmenn, heldur áttu þeir það „sin qua non,“ sem úrslitum veldur; þeir elskuðu hafið. Ein mikilsverð breyting varð á gerð skipanna á þessu tima- bili. Fönikíumennirnir settu búkka framan á skip sín til að gera þau öflugri i hernaði og sennilega hefur ekki heldur veitt af til að vernda þau fyr- ir sjóræningjum á Eyjahafi. Grikkirnir og Rómverjarnir tóku síðan upp hina tvöföldu eða þreföldu áraröð. Þessar margrónu galeiður týndu ört tölunni, en þó var ekki hætt að róa þeim í logni eða inn og út úr höfnum fyrr en þær voru orðnar svo stórar, að það var með öllu ógerningur að hreyfa þær með árum. Skipin á Miðjarðarhafi á síð ustu tímum fyrir Krists burð hafa verið mjög stór og viða- mikil. Það voru nærri 300 manns á skipinu, sem Páll post- uli varð skipreika á við Möltu. Á þeim tíma var farið að nota, Sótúrið kom að mjög góðum notum, eftir að það var fundið upp. Sæförum var ekki ljóst fyrr en á 12. öld, að hægt var að nota seguinál til stefnumiðunar. Þessi kínverski áttaviti var gerður á 19. öld. Gerð sextants tók miklum framfömm á 1R Það er ekki ólliklegt, að það hafi flögrað snemma að mann- inurn, þegar hann fór að rann- saka umhverfi sitt að ferðast heldur á sjó en landi. Tilraun- ir hans með báta hafa sprottið af því, að hann hefur veitt at- hytgli ýmsu sem flaut á vatni, svo sem trjábol á floti niður á eða önd á polii. Það er til- tölulega auðvelt að ímynda sér með hvaða hætti þróunin hef- ur orðið í bátagerð, fyrst hol- ir trjábolir, Síðan kajakar og þar næst byttur (coracle) með grind, sem húð var strengd á. Bátarnir sanna vel þá kenn- ingu, að nauðsynin sé móðir al'lra uppfinninga. Hvernig ætt um við með öðrum hætti að skýra hina sérstöku sjóhæfni Eskimóa-kajaksins og skjótleik hins tvibotna báts Marianaeyja skeggjanna. Magellan sagði, að tvíbotnungurinn gæti siglt hring um hans eigin skipsbát og Frobisher sagði um kajak- inn: — „Svo snarir voru þeir í snúningum og svo hraðskreiðir að það hefði verið tímaeyðsla að reyna að elta þá.“ Báðar þessar bátagerðir eru svo full- komnar að gerð miðað við þau not, sem bátarnir voru ætlaðir til, að hviti maðurinn notar þá nú við sportiðkanir, kajakinn til róðra en tvibotnunginn í kappsiglingum. Þessir æva- gömlu bátar eru þeim mun furðulegri smíði, þegar þess er gætt að þeir verða hvor tveggja til á steinöld og smíð- aðir eftir auganu einu saman og án nokkurra mælitækja. Fyrstu skipamyndirnar, sem mönnum eru kunnar, eru mál- aðar á vasa eða höggnar í stein. Af þessum myndum öðl- umst við þá vitneskju, að Egyptar áttu sér báta með mastri, segli og reistum fram- stafni, að minnsta kosti, árið 5000 f.Kr. Það er ekki ólíklegt að þessir bátar hafi verið fyr- irmyndin að skipum Krítverja og Föníkxumanna, en þá er orð inn greinilegur munur á skip- um, sem ætluð eru til verztun- arsiglinga og hernaðar. Það er einnig mjög líklegt að bæði Kínverjar og Arabar hafi náð svipaðri leikni í skipasmíði og Egyptarnir, en um það vit- um við ekkert með vissu. Eins langt og heimildir okk- ar ná af þjóðum i Austurlönd- um fjær og við Persaflóa, þá er kínverski júnkurinn og ara- biski einmöstrungurinn þar fyr ir landi og þjóna mannfólkinu 'líkt og skip Miðjarðarhafsþjóð- anna. Júnkurinn var notað- ur til farmflutninga meðfram ströndinni en arabiski ein- möstrungurinn til ferðalaga um hafið. Arabar og Kínverjar hafa smíðað skip sín með tilliti til staðhátta, einkum staðvindanna. Arabiski einmöstrungurinn hef ur tekið mjög litlum breyting- um frá þvi hans verður fyrst vart í sögunni, eða i þúsund ár. Hann einkennist af hallandi stefni og sveru stuttu mastri með geysistóru segli. Þeir hafa verið yfir 200 tonn að stærð. Kínverski junkurinn hefur breytzt jafnvel enn minna á þeim tíma, sem við þekkjum til hans. Þeir voru með reistan bóg og stefni og háan skut og voru alger mótsetning við ara- biska einmöstrunginn; miklu hægskreiðari en hka margfalt rúmmeiri. Jafnvel á tímum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.