Morgunblaðið - 03.07.1971, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JCLl 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðaistræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakiö.
TRAUST FJÁRMÁLASTJÓRN
Deikningur Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 1970
var lagður fram á fundi borg-
arstjórnar sl. fimmtudag.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, fylgdi umræðum úr
hlaði og sagði m.a., að þegar
tekið væri tillit til þeirra
verulegu launa- og verðlags-
hækkana, sem urðu á síðara
misseri ársins, væru rekstrar-
útgjöld sæmilega í samræmi
við fjárhagsáætlun.
Á árinu 1970 hækkuðu laun
almennt um 25 til 30%, sem
jafngilti 13 til 16% viðbót við
launaliði borgarsjóðs. Þar til
viðbótar komu verðlagshækk-
anir, sem metnar hafa verið
3 til 15%. Það kom fram í
ræðu borgarstjóra, að þess-
um almennu hækkunum var
reynt að mæta með auknum
sparnaði, án þess að draga úr
eða skerða þjónustu við borg-
arbúa. Rekstrargjöld fóru
þannig aðeins 12% fram úr
fjárhagsáætlun ársins. Þrátt
fyrir hinar almennu launa- og
verðlagshækkanir, hækka
rekstrargjöld borgarsjóðs þó
aðeins um 18,7% miðað við
árið 1969.
Fjárveitingar til félagsmála
fóru 26,5 millj. kr. fram úr
áætlun. Félagsmálin eru enn
sem fyrr langstærsti útgjalda-
liður borgarinnar eða 39%
heildarútgjaldanna. Þessi
Innbyrðis átök
ær viðræður, sem nú fara
fram milli hinna svoköll-
uðu vinstriflokka og Fram-
sóknarflokksins, hafa varpað
skýru ljósi á sundurlausa
stefnu þeirra og innbyrðis
flokkadrætti. Það eru eink-
um sameiningarhugmyndim-
ar, sem leyst hafa þessar deil-
ur úr læðingi nú. Stærsti
st j órnar andstöðuflokkurinn
er klofinn í afstöðu sinni til
þessa máls. Þannig hafa ung-
ir framsóknarmenn lagt
mikla áherzlu á sameiningu
lýðræðissinnaðra jafnaðar- og
samvinnumanna. Hin aftur-
haldssama forysta Framsókn-
arflokksins hefur á hinn bóg-
inn lagzt gegn þessum hug-
myndum. Dagblaðið Tíminn
hefur skýrt frá því, að við-
ræður um sameiningu nú
myndu tefja og jafnvel koma
í veg fyrir stjórnarmyndun
þá, sem nú er verið að undir-
búa. Afturhaldsforysta Fram-
sóknarflokksins hefur því
lagzt gegn sameiningarvið-
ræðum í andstöðu við hluta
flokksins.
Hannibal Valdimarsson,
formaður Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna, lagði
mesta áherzlu á sameiningar-
hækkun á útgjöldum til
félagsmála stafar fyrst og
fremst af viðameiri félags-
málaaðstoð og hækkun á lög-
boðnum gjöldum.
Tekjur borgarsjóðs hækka
nú einkum vegna betri inn-
heimtu útsvara og aukinna
tekna úr jöfnunarsjóði. Tekj-
urnar fóru þannig 66,6 millj.
kr. fram úr áætlun. Rekstrar-
afgangur borgarsjóðs varð
engu að síður 65,9 millj. kr.
lægri en áætlað hafði verið.
Þessi lækkun hafði þó ekki
þær afleiðingar, að dregið
væri úr verklegum fram-
kvæmdum á vegurn borgar-
innar. Af þessum sökum varð
borgin óhjákvæmilega að
taka aukin lán, þannig að
skuldir hafa hækkað nokkuð.
Fjárfesting á vegum borgar-
sjóðs sjálfs varð 15% meiri
en ráðgert hafði verið. Ekki
var þó unnt að koma í veg
fyrir óhagstæðan greiðslu-
jöfnuð og valda því hinar
miklu verðlagshækkanir, sem
urðu á árinu 1970.
Niðurstöður reikningsins
sýna, að með traustri fjár-
málastjórn hefur Reykjavík-
urborg tekizt að yfirstíga þá
erfiðleika, sem hinar almennu
launa- og verðlagshækkanir
höfðu óhjákvæmilega í för
með sér.
og sundurlyndi
hugmyndina eftir kosningar.
Nú hefur tvíklofin flokks-
stjórn Alþýðuflokksins sent
SFV áskorun um sameining-
arviðræður. Samtökin hafa
hins vegar ekki svarað þess-
um tilmælum enn sem komið
er. Þessar dræmu undirtekt-
ir benda því e.t.v. til þess, að
þau öfl hafi náð undirtökun-
um í flokknum, sem leggja
meira upp úr ráðherradómi
en sameiningu lýðræðissinn-
aðra jafnaðarmanna í einum
stjórnmálaflokki.
Kommúnistum í Alþýðu-
bandalaginu hefur á undan-
förnum árum tekizt að fá til
samstarfs ýmsa þröngsýna
lýðræðissinna. Hugmynda-
fræðileg átök eru því óum-
flýjanleg í flokknum; þannig
gengu þrír þingmenn úr
þingflokki Alþýðubandalags-
ins á síðasta kjörtímabili.
Hinir nýju samferðarmenn
kommúnista úr röðum lýð-
ræðissinna eiga eflaust eftir
að reka sig á sama vegg og
hinir fyrri.
Þetta sundurlyndi er eitt
megineinkenni þeirra stjórn-
málaflokka, sem nú reyna
stjórnarmyndun undir for-
ystu afturhaldsafla Fram-
sóknarflokksins.
Haraldur Júlíusson í verzlun sinni
Sauðk]
100 ára
— í>ú kemur hingað 1912.
Hvar vainnstu fyrst?
— Ég réðst hingað fyrst til
starfa hjá Kristni Briem, sem
verzlaði hér í næsta húsi fyrir
sunnan, þar sem fatahreinsun-
in er nú til húsa. Hjá Kristni
vann ég í 7 ár. Við vorum kunn
ingjar frá Akuneyri og um leið
og hann setti hér upp verziun
ákvað ég að flytjast hingað.
Kristinn verzlaði með sams kon
ar varning og ég kom síðar til
með að verzla með.
— Þú sagðir, að verzlunin
hefði verið í vöruskiptum fyrstu
árin?
— Já. Hér bjuggu margir
ágsetir bændur og ég keypti uil
hjá þeim — í simáum stil, en
peningaverzlun var þó ekki lak
ari hjá mér en öðrum. Fyrstu
5 árin voru fjarska erfið, svo
og kreppuárin 1932 tii ‘38. Þá
var verzílunin lítil og erfitt að
fá vörur. 1 raun fór ekki að
rétta úr kútnum, fyrr en stríð-
ið skali á. Það voru Ijótir tím-
Eyþór Stefánsson
UM ÞESSA helgi halda Sauðkrækingar 100 ára afmæli
byggðarinnar á Sauðárkróki hátíðlegt. 100 ár eru liðinn frá
því er Árni Árnason, vert, settist þar að og opnaði gistiað-
stöðu. Sauðkrækingar hafa líka alltaf kunnað að taka á
móti gestum. Þórir Bergsson hefur m. a. sagt svo frá fyrstu
kynnum sínum af Sauðárkrók, þá er hann var ungur dreng-
ur: „Ég hef séð nokkrar stórhorgir síðan, en enga, sem hefur
haft slík áhrif á hug minn og Sauðárkrókur þennan fagra
vordag 1893. Þarna stóðu húsin í öllum regnbogans lit-
um. . . .“ Já og þarna stóðu þau í öllum regnbogans litum og
þegar okkur bar að sáum við að verið var að mála. Sauð-
krækingar voru að snyrta til bæinn sinn fyrir afmælið — og
við tókum nokkra þeirra tali.
— Ég er fæddur á Akureyri
1885 og er því 86 ára — segir
þessi aldni heiðursmaður —• ég
sfcend enn í búðinni, þótt ekki
sé ég nema hálfur maður eða
minni að því er varðar úthald.
Það er munur frá því er áður
var.
Og hjá Haraldi fæst allt milii
himins og jarðar — allt nema
metravara, eins og hann sagði
sjálfur, en við hana hætti hann,
þegar metravaran var gefin
frjáls: — Þá hafði ég um tvennt
að velja — segir Haraldur, —
að hafa mikið úrvat eða hætta
við hana og það kaus ég vegna
húsnæðisskorts.
— Jú, verzlun árið 1919, þeig-
ar ég var að byrja sjálfstæðan
rekstur, var erfið, enda pen-
ingar litlir og verzlunin í smá-
um sfcíl . . . og það er hún raun-
ar enn, — segir Haraldur af lit-
iUæti.
— Verzlunin var aðallega í
mynd vöruskipta, ég tók við ull
og smjöri af bændum. Jú svolitl-
ir pehingar voru í umferð, en
fátækt var mikil. Þá voru íbú-
ar Sauðárkróks um 300 manns.
— Hve mikil var veltan á þess
um árum?
— Ég man það ekki svo að
unnt sé að fara með þær tölur
á prent, en ég gæti þó fundið
það í gömlum frumbókum frá
þeim tíma.
• ALLT MILLI HIMINS
JARÐAR
Verzlun Haralds Júlíussonar
er við Aðalgötu 22 á Sauðár-
króki. Þar verzlar Haraldur og
hefur gert í samfleytt 52 ár, en
Sauðkrækingur hefur hann ver-
ið í 59 ár eða frá þvi er hann
fluttist frá Akureyri, þar sem
hann er fæddur:
Jón Nikodemusson