Morgunblaðið - 04.07.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 4. JÚLl 1971 , 14 IFÓTBOLTA OG PÓLÝFÓN „MÉR finnst alltaf hUegllegt, þegar ég heyri fólk fjasa, slá á lærið og óskapast yfir því, hvernlg hægt sé að skrifa nneð tánum,“ segir hann bros- amdi og bætir við: „Fyrir mig er þetta eðlUegasti hlutur í heimi, rétt eins og að lesa í bók eða ganga um gólf,“ Hann situr á móti mér létt- lyndur og áhyggjulaus ný- stúdent frá Hamrahlíðinni. Fas hans er yfirlætislaust og ómögulegt að fá hann til að viðurkenna, að hann hafi unnið nokkurt sérstakt afrek með þvl að ljúka stúdents- prófi og fá háa fyrstu eink- unn og vera þó með öllu hand- arvana. „Nei, vinur, þetta er ekkert tU að hæla sér af,“ segir hann og enn brosir hann og í bros- inu er ofurlitil vorkunnsemi, honum finnst ég áreiðanlega vera hlægUegur eins og hitt fólkið. Hann heitir Ragnar Gunn- arsson, ættaður að norðan, Skagfirðingur í húð og hár frá Sólheimum í Blönduhlíð, og við ætlum að spjalla ofur- lítið saman. 1 mínum augum er Ragnar með öllu sinu lítil- læti og hlédrægni afreksmað- ur, sem með dugnaði og óvenjulegri viljáfestu hefur sigrazt á erfiðleikum, sem að máiniu Vilti væru fllesituim ofviða. HVORKI FJÖLBREYTI LEGl.'R NÉ LITSKRÚÐ L'Gl.'R „Hvað segirðu mér af náms- ferU þínum, Ragnar?" „Hann er svo sem hvorki fjölbreytilegur né litskrúðug- ur það sem af er. Fyrstu árin kenndi mamma mér að mestu eða öllu leyti og það var ekki fyrr en ég var kominn á fimmtánda árið, að ég fór í raunverulegan skóla, og þó er vist varla hægt að kalla það svo. Veturinn 1965 til 1966 dvaldist ég á Reykjalundi við æfingar og þar var haldið uppi eins konar skóla og kenndu kennararnir á Brúar- landi við hann. Lauk ég ungl- ingaprófi þar um vorið. Vetur- inn eftir stundaði ég svo nám á Brúarlandi í Mosfellssveit, en þá voru foreldrar minir hér í bænum um veturinn. Ég fór daglega á milli upp eftir með privatbíl og heim með rútunni, Þetta var fjári strembinn vetur en einhvern veginn komst maður samt í gegnum landsprófið." „Já, og þú slappst vel i gegn um það,“ skýt ég inn í. „Jú, mig minnir að það hafi gengið þokkalega. Ég sleppti hér úr nokkru, sem að vísu snertir ekki bóknámið bein- línis, en það er að ég dvaldi nokkra vetur á aldrinum sex til tiu eða ellefu ára hér í borginni og stundaði æfingar í hjálparstöð lamaðra og fatl- aðra, sem þá var til húsa í Sjafnargötunni. Þar lærði ég alls kyns verklegt nám, fönd- ur og þvi um líkt, og áð sjálf- sögðu fékk ég mikla þjálfun í að bjarga mér og á þeim árum lærði ég að skrifa, en þó var það mamma sem kenndi mér það, eins og ég hef áður tekið fram.“ „Segðu mér, voru það ekki mikil viðbrigði að fara allt í einu að ganga í skóla?“ „Nei, alls ekki. Ég hef alltaf verið fljótur að samlagast fólki og er félagslyndur að eðlisfari og svo líka hitt, sem skiptir miklu máli, að ég hef aldrei fundið annað en að jafnaldrar minir og skóla- félagar umgangist mig eíns og einn af hópnum. Eins og ég sagði lauk ég landsprófi frá Brúarlandi vor- ið 1967 og svo beint strik í Hamrahlíðarskólann og það- an lauk ég stúdentsprófi úr félagsfræðideild nú á dögun- um eins og þú veizt." „Og hvemig féli þér fjöl- mennið í Hamrahliðinni?" „Það var fínt og félagslífíð var bara grefilli gott, sérstak- lega fyrsta veturinn og þá var ekki lesið mikið, maður. Ég var í skákinni, fótbolta og öllu mögulegu. Annars er ekkert nema allt gott um skólann að segja, þó að e.t.v. hafS. Etið farið fyrir þeim tilraunum, sem þar átti að prófa, en um- fram allt var þar góður andi og prýðilegir kennarar. Lest- ur? Nei, ég held að hann hafi aldrei verið neitt gífurlega mikill, jú, kannski sæmilegur í vetur sem leið.“ UTANFERÐIR „Varstu ekki kominn I Hamrahlíðina þegar þú fórst utan til að verða þér úti um gervihandleggi ? “ „Jú, það var einmitt fyrsta veturinn minn i Hamrahlíð- inni sem ég fór til Skotlands." Ragnar Gimnarsson „Af hverju til Skotlands?" „Það gerði ég fyrst og fremst að ráði læknis míns, Hauks Þórðarsonar, og svo líka vegna hins, að f jarlægð- in var vel kristileg. Fyrst fór ég þarna út til Edinborgar um sumarið skömmu eftir lands- prófið. Svo fór ég aftur um haustið eða í nóvember. Ég var úti í mánaðartíma og allt nám fyrir bí þann tíma nema hvað ég æfðist í að tala ensku. Þetta var að sjálfsögðu ekki rétt gott svona i upphafi menntaskólanáms, þegar margt nýtt er á döfinni, en einhvern veginn bjargaðist þetta allt sarnan." „Og komstu svo heim með gervihandleggina?" „Já, og þeir hafa alls ekki dugað mér. Þegar til kom gat ég ekkert gert með þeim, sem ég ekki gat gert án þeirra. Og þótt ótrúlegt megi virðast, þá var reksturskostn- aðurinn svo hár á þeim, að það var aldeilis með ólíkind- um og varla mikið ódýrara en að reka bíl. Síðan hef ég ekki farið til Skotlands og handleggina sendi ég aftur til Edinborgar." „Og svo kynntist þú Carst- en Pedersen?" „Já. En áður en við komum að því, verð ég að segja frá því, að vorið 1969 fór ég í boði Rauða krossins til Nor- egs. Við vorum þrír Islending- ar, sem þáðum þetta boð, og dvöldum í Noregi i tvær vik- ur. Þarna var samankomið í hóp fólk frá þrettán löndum, m.a. frá Túnis og Jórdaníu, um það bil hundrað manns. Við dvöldum I sumarbúðum þar sem heitir i Hurdal. Stað- urinn heitir Haraldvang í höf- uðið á krónprinsinum. Við ferðuðumst nokkuð, m.a. til Oslóar og Lillehammer. Ég held að Osló sé einum 450 kíló metrum fyrir sunnan Hurdal. þetta var stórkostleg reisa og mér alveg ógleymanleg." CARSTENS ÞÁTTUR PEDERSENS „Já, og nú kemur Carstens þáttur." „Sama vorið og ég fór til Noregs var haldin hér ráð- stefna heyrnarsérfræðinga og á þeirri ráðstefnu var dansk- ur maður að nafni Carsten Pedersen, sem Haukur læknir Þórðarson kynnti mig fyrir. Þessi ágæti Dani bjó við ná- kvæmlega sömu fötlun og ég og hefur reynzt mér með fá- dæmum vel og er varla nokk- uð það til, sem hann vill ekki fyrir mig gera. Undir eins sumarið eftir að ég kynntist honum bauð hann mér heim til sín, en hann er búsettur í Ár- ósum og starfar þar sem skrifstofustjóri við eina af heyrnarmiðstöðvum danska ríkisins. Sem sagt ég flaug einn frá Kastrup til Árósa og þar tók Carsten á móti mér. Og það ætla ég að segja þér, að mér varð aldeilis ekki um sel, þeg- ar ég var setztur upp i bílinn hjá honum, sem hann ók sjálf- ur, og hann fór sko ekki á neinu lulli, sló heldur betur í. En ég sá fljótt, hve eldklár hann var og varð þá rólegri. Hann gerir allt með fótun- um. 1 gólfinu er einhvers kon- ar kefli, sem hann stýrir með og auðvitað er bíllinn sjálf- skiptur og þarf ekki annað en styðja á takka til að skipta á milli aftur á bak og áfram. Ég prófaði þetta aðeins og ók smáspöl. Ég held, að með æfingu ætti ég að geta þetta alveg eins og hann. Annars er Carsten ótrúlega snjall og varla nokkuð, sem hann ekki getur gert, og má með sanni segja að hann fari einn allra sinna ferða. Auk starfs síns hefur hann tekið að sér að stjórna fötluðum slkátuan og ferðasit irákiið í sambandi við það. Ég held að ég hafi haft mjög gott af dvöl- inni þarna hjá Carsten og nú í sumar er ég að spekúlera í að heimsækja hann aftur og læra meira af honum.“ SÖNGGLEÐI OG MÚSIK „Þú hefur mikinn áhuga á músik, Ragnar, er það ekki?“ „Jú, ég held ég megi segja það og eiginlega er ég hálf- gerð alæta í þeim efnum. Haustið 1969 gafst mér tæki færi á að komast í Pólýfón- kórinn og hef ég sungið með honum síðan og haft mikla ánægju af. Þetta er prýðis félagsskapur og samstæður hópur og svo er söngstjórinn stórfínn. í fyrrasumar fórum við i söngfeAi til Austurríkis til borgarinnar Graz, þar sem við tókum þátt í móti, sem kallað er Europa Cantat. Sú ferð var aldeilis konungleg og ætla ég elcki að reyna að lýsa henni, enda hafa aðrir gert það.“ „Þú sagðist vera hálfgerð alæta í músik?“ „Jú, ég hef líka gaman að poppi og þjóðlagamúsik. En hinu er ekki að neita, að vera min í Pólýfónkómum hefur gefið mér góða innsýn í músik, sem maður hafði aldrei hugsað um áður og smekkurinn hefur þroskazt. Og nú finnast mér Bach-chor- alarnir hápunktur alls þess góða og fagra, sem ég hef. kynnzt á lifsleiðinni." „Fleiri áhugamál?" „Ég hef gaman af öllum íþróttum og þó sérstaklega knattspyrnu. Sjálfur hef ég mikið yndi af að sparka bolta og í prófunum á dögunum skvetti maður sér oft upp með þvi að elta bolta og sparka. Ég hef líka verið dálítið í skák inni og var í MH-skáksveitinni fyrstu tvö árin í skólanum." „Og hvað um sumarat- vinnu?" „Hún hefur verið heldur ódrjúg og þá fyrst og fremst vegna utanferðanna og svo náttúrlega hitt, að maður hleypur ekki i hvað sem er. í hitteðfyrra starfaði ég sem túlkur hjá Ok hf, um tveggja vikna skeið, en hjá þeim var útlendingur við að setja upp steypustöð." „Gekk það ekki bærilega?“ „Það að. minnsta kosti gekk, og ég fékk það prýðilega borgað. Hitt er svo annað mál að nú er auðvitað komið að því að maður þarf að fara að geta staðið meira á eigin fótum og hafa einhverjar sumartekjur eins og aðrir stúdentar því ég ætla auðvit- að að halda áfram námi og það liggur auðvitað líka í aug- um uppi að sjálfstraustið eykst ekki svo lítið við að geta starfað og unnið sér inn peninga. En hitt vil ég þó undirstrika alveg rækilega að mér hefur aldrei fundizt ég vera neitt plagaður af minni- máttarkennd eða vonleysi." „Og hvað um áframhald- andi nám?“ „Ja, ég veit ekki, er að minnsta kosti ekki alveg ákveðinn, hef þó eitt í sigti, en ástæðulaust er að gefa það upp fyrr en að innritun kem- ur.“ „Ætlarðu að halda áfram í Pólýfónkórnum?“ „Já, alveg áreiðanlega." „Heyrðu, Ragnar, heldurðu að Skagfirðingar séu söng- Framhald á bls. 19 80 ára í dag: Júlíus Ólafsson, fyrr verandi yfirvélstjóri í dag er JúlSiuis Óllafsison, fyrrv. yfirvélstjóri hjá Land- heligisgæzlunni, áttræður. Þráitt fyriir þessi áttaitíiu ár, seim Júlíus hefur að baki, er hann alltaf jafn hress og kvílk- axir í hreyfimgium og umgur Strálkur, stálminnugur og hress í tali. Júlíus er enn í fullu starfi sem vélaeftirlltsmaður hjá Haf- slkiip og er féliagið áreiiðiainilleiga ekki svikið af þeim starfskrafti, þvl Júlíuis er tryggur og traust wir starfsmiaðuir, s'em búimm er að starfa við vélar í 62 ár, eða firá árimai 1909 er hann byrjaði sam kyndari á togaranum Marz. Samstarf okkar Júlíusar byrj aiði á varðsikipinu Ægi (1) en þar var hann þá yfirvélsrtjörl Ég kynntist þá mannkostum Júl'íuisar og sá, að hann var ídrengur góður og ekfci rýrði það mannlkosti hans að hafa eig in skoðanir á hlutunum og hafa það í hávegum sem hann áileit sannast og réttast Júlíus setti sér snemma llfsreglur, sem hann hefur farið eftir. Að mlnu áliti eru lífsreglur hans í stuttu miáli þessar: „Vertu nægjusamur og stiMtu öllu í hóf.“ Júlíus hefur al/ltaf verið ósér- hlífinn í vinmu og ég minnist þess, er við vorum samain til sjós, að hann llét siig ekki miuna um að koma upp á þitfar og rétta okfcur hásetunum hjálpar hönd ef mikið lá við, t.d. ef um bjarganir var að ræða. Júlíus byrjaði ungur að vinna, bæði við sveitastörf og sjóstörf. Hann stundaði handfæraveið- ar á opnium bátum og síðan á skútum, Leið hans lá svo um borð í togarana en síðar á far- og varðskipin. En þrátt fyrir farmennskuna virtiist fiski- mannsblóðið alltaf ólga 1 æðum hans. Það má bezt sj'á á því, að þegar Júlíus sigidi á varðskip- unuim var oft rennt færum, þeg- ar látið var reka á íisfeislóðum. Júlíus var venjulega fyrst- ur með færið í sjó og það varð strax hverjum manni Ijóst, þeg- ar hann leit þennan iágvaxna og þrekna mann standa við fær- ið, að þarna fór maður sem feunni að „keipa". Og fá- um þýddi að keppa við hann um fiskafjötdann því Július var mjög fiskinn. Júiíus Ólaifsson er fæddur, 4. júlí 1891 að Stóru-Fellsöxi í Skilmannahreppi, Borgarfjarð- arsýstu. Yngstur af tíu bömum hjónanna Ólafs Jónisisioniar, bónda og Ásgerðar Sigurðardóttur. Poreldrar Jútíusar fluttust tit Reykjavíkur með böim sín alda mótaárið. Sjómennskan var Júl- usi í blóði borin, þvt faðir hans stundaði sjómennslku með bú- skapnum og eins eftir að hann kom til Reykjavíkur. Um helztu æviatriði Júlíusar er skrifað í nýútkomnu hefti Sjómannablaðsins Víkings. Júllíus kvænltisit 26. mtai 1916 Elínborgu Kristjánsdóttur frá Sölmundarhöfða, Innri-Akra- neshreppi. Hún lézt fyrir nofcfcr um árum. Þau hjón eigmuðust 3 böm, sem öl'l ©ru á tífi, og ðlu upp eina fósturdóttur, In.gl- björgu Magnúsdöttur, systurdiótt ur JúluBa'r, en hún mlissti föðuir sinn í spönsku veikinni, 1918, þegar hún var 7 ára gðmut. Börn Júlíusar eru: Krisi- ján, yfirloftskeytamaður hjá LamdheQlglilsigæzlluninii, kvæimtur Önnu Óskarsdóttur. Loftur, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunar, kvæmbur Margréti Guðmuimdsdióitít 'ir. Sigrún, gift Magnúsi F. Áma- syni, lögfræðingi. Á þessum merkiisdegi Júlíus- ar Ólafssonar vil ég, fyrir hönd okkar fyrrverandi starfsfé- 'laga hans hjá Landhélgisgæsal- únni, óska honum langra lifdaga og biðjia honuim alllirar blless umar á hanis ókomnu ævidögum. Starfsdagar Júlíusar eru orðn ir æði margir. Bn alltaf er hann. jafn kátur og hress þegar rnaður hittir hann á fömum vegi. Og fiskimannsblóðið ólgar í æðuim hans þvi aið á þassunm degiii ler hianm, á íiskiríi með stráfeumuim símum 'éinihvers sitaðar á fögiru vatiml Ég efast ekki um, að harrn muni verða fiskinn sem fyir og að hans bezta afmæiiisgjöf miundi verða ef hann setti í þann stóra. Helgl Hallvarðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.