Morgunblaðið - 06.07.1971, Side 28
flUGIVSinCRR
€Í*-«22480
LESIÐ
•“““sawaRggBIJfn
DOGIEGn
ÞBIÐJUDAGUK 6. JÚLÍ 1971
Rif á. Snæfellsnesi;
Tveir drengir
drukknuðu
HELLISSANDI 5. júlí. —
1 gær varð hörmulegt slys á Rifi.
Drukknuðu þar tveir drengir 6
og 7 ára gamlir. Klukkan hálfniu
f gærkvöldi voru þeir að leika
sér á litlum báti úti á tjöm, sem
þar er. I>essi tjörn er mjög
grunn í annan endann, en nokk-
uð djúp í hinn.
Hötfðu drengixnir oft verið þar
að leik og var alltaf lögð rík
áherzla á það við drengina að
þeir færu aldrei á þann
hluta tjamarinnar sem
dýpri var. Litíu síðar var
fólki litið til tjamarinnar og var
þá báturinn horfinn og dreng-
imir sáust hvergi. Var þá brugð-
ið skjótt við og fundust þá skór
drengjanna á bakkanum. Vissu
þá allir hvað gerzt hafði. Var
þá tekið að sflæða tjömina cg
fannsit þá lík annars drengsins,
en hitit likið fann kafari, sem
fenginn var frá Óiafsfirði. Aliir
era hér miður sín út af þessu
hörmutega slysi, en nöfn drengj-
anna er ekki hægt að nefna að
sinni vegna fjarstaddra ættingja.
— Rögnvaidur.
Bandarík j amaður
hrapaði til bana
Akureyri, 5. júlí.
BANDAKÍSKUR maður af Kefla-
víkurflugvelli hrapaði til bana í
djúpu gili í Öxnadal um nónbil-
ið í dag. Menn úr flugbjörgunar-
sveit Akureyrar voru kallaðir
út og náðu líkinu úr gilinu við
illar aðstæður, en maðurinn
mun hafa beðið bana samstundis.
Hópur fólks af Keflavíkurflug-
velli var á ferð um Öxnadal í
þremur bílum I dag og stað-
næmdist hópurinn hjá eyðibýlinu
Gloppu. Einn mannanna, sem
þarna var á ferð með konu sinni,
fór þá um 100—150 metra upp
eftir fjallinu norðan við djúpt
gil, sem þar er, og ætlaði að taka
myndir. Honum hefur skrikað
fótur á gilþreminum og hrapaði
hann þár niður 30—40 metra,
fyrst eftir snarbrattri skriðu, en
síðan tók við 15 metra hengiflug
niður í gilbotninn.
Samferðafólkið gerði viðvart
um slysið frá Engimýri og lög-
reglustöðin á Akureyri fékk boð-
in þaðan um kl. 15.15. Þegar í
stað var sendur sjúkrabíll með
lækni vestur i Öxnadal og þar
að auki var ein deild Flugbjörg-
unarsveitar Akureyrar kölluð út.
Hún fór með útbúnað til bjarg-
sigs og klifurs, því að nokkuð
var óljóst hvernig hagaði til á
slysstað. Jafnframt fóru Banda-
ríkjamennirnir i einum bíl til
Akureyrarflugvallar, sem
kynnti Keflavíkurflugvelli u
Framhald á bls. 18
til-
Hans Tholstrup, danski ævintýramaðurinn, kemur til Vestmannaeyja í gær á hraðbáti sínum,
Eiriki rauða. Sjá frétt á biaðs. 2. (Ljósm. Mbl.: Sigurgeir).
Afstada Alþýðuflokksins til sameiningarmálsins:
Viðræður við SFV og
Alþýðubandalagið
Ný stjórn
á mið-
vikudag?
SFV vill sameiningarrád með þátttöku Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks
í GÆR kom upp ný staða í
sameiningaráformum hinna svo-
nefndu vinstriflokka. Alþýðu-
flokkurinn samþykkti að óska
eftir vtðræðum um sameiningu
jafnaðarmanna við Samtök
frjálslyndra og vinstri mannaog
Alþýðubandalagið. Samtök frjáls
lyndra og vinstri manna sendu
hins vegar í gær bréf til Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins þar sem lagt er til, að
stofnað verði sérstakt samein-
ingarráð þessara þriggja flokka
til þess að sameina jafnaðar- og
samvinnumenn.
Samitök frjálslyndra og vinstri
manna teggja þanndg áher/iu á
samstöðu með Framsöfcnar-
fílokfcnum, en Allþýðutftekkuriínn
óskar ekki eftir viðræðum við
hann. Alþýðutftokkurinn ósfcar
hins vegar eftir viðræðum við
Allþýðubanidalagið, en SFV leggja
ekki til, að það eigi hlutdeild að
að sameiningarráðinu.
Bréf það, sem SFV sendi tiil
Allþýðuftokksins og Framsókn-
arftokksins er svohljóðandi: „1
framhaldi af fyrri tilraunum
floifcks okkar til sameiningar iýð
ræðissinnaðra jafnaðar- og sam-
vinnumanna í einum fliofcki og
með tilliti til samþykktar flofcks
stjórnar Aliþýðutftokksins frá 30.
júní sL þar sem m.a. segir, að
úrsiiit kosninganna hafli áréttað
mlifcillvægi sameininigarmálsins,
viM framkvæmdastjórn Samtaka
frjállisiliyndra og vinstri manna
leggjia til etftirfarandi:
Að rmyndað verðli nú þegar
Framh. á bls. 18
\ VIÐR/EÐUR Fram9Ókn.ar-
I flokfcsins, Alþýðubandalagsins
/ og Samtafca frjálslyndra og
vinstri manna um stjórnar-
myndun standa enn. Hanndbal
Valdimarsson, formaður Sam-
táfca frjálslyndra og vinstri
raanma, tjáði Morgunblaðinu í
gær, að frétta af stjórnar-
myndunartilraununum væri
efcki að vænta í nótt eða á
rmorgun, þriðjudag, en ef til
vill kæmi eitthvað í ljós á
miðvikudag.
Fiskblokkamarkadurinn í Bandaríkjunum:
Verðið hefur tvöfald-
azt á 3 árum
— Fyrir hvert enskt pund
fást nú 43 til 44 cent
— Jafnvel búizt vid enn
frekari hækkunum
ÞORSKRLOKKIR á Banda-
rikjamarkaði hafa hækkað
nú nýlega úr 40 til 41 centi
hvert enskt pund í 43,5 cent,
að því er segir í þættinum
„Úr verinu“ eftir Einar Sig-
urðsson, varaformann Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna
í Mbl. sl. sunnudag. Segir
þar að verðið hafi verið nokk
nð stöðugt frá því síðast á
árinu 1970, en hafi nú hækk
að um nærri 10%. Er þetta
mjög mikilvægt fyrir íslend
inga, sem framleiða jafnan
mikið af blokk, sem flutt er
út til Bandaríkjanna, segir
Einar í þætti sínum.
Guðjón Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar SÍS sagði í viðtali
við Mbl. í gær að verðið
væri nú 43 til 44 cent og
kvaðst hann persónulega
halda að þetta verð yrði var
anlegt einhvern tíma. Sagði
hann að talið væri heldur lík
tegt, að verðið gæti enn hæfck-
að eitthvað.
Heildsöluverð á þorsk-
blokk í Boston í Massachu-
setts samkvæmt opinberum
skýrslurn, fór allt niður í 21,2
cent í ágúst 1968, en um mitt
ár 1968 tók verðið að fallla
og var verðið stöðugt í þessu
lága marki þar til í apríl
1969. Fór það þá að hreyfast
upp á við og verður 24,3 cent
hvert enskt pund. f árslok
1969 fer verðið aftur að
hækka og hefur hækkað á-
fram og er nú komið í 43 til
Framhald á bls. 27
600 milljón kr.
skaðabótakrafa
— Bandarískt fisksölufyrirtæki hækkar kröfur
á hendur Sambandinu og sakar það um brot
á lögum til hindrunar hringamyndunum
BANDARlSKA fyrirtækið Mrs.
Paid’s Kitchens, Inc., sem verið
hefur um árabil seljandi íslenzks
fisks á Bandarikjamarkaði skýr-
ir frá þvi í bréfi ttl Mbl. að það
hafi ekki aðeins stefnt Sambandi
islenzkra sam v4 nn uf é Iaga og
dótturfyrirtækl þess í Bandaríkj
unum, Iceland Products Inc, fyr-
ir samningrsrof, heldur og fyrir
brot gegn bandarísku lögunum,
er banna hringamyndanir. Seg-
ir í bréfinu, að fyrirtækið vilji
skýra frá þessu, þar eð forráða-
mönnum þess hafi borizt til
eyrna að „einhver" hafi látið í
það skína að sættir hefðu tekizt
í málinu.
£ bréfinu segir að sættir muni
ekfci tafcast og málinu munlefcfci
verða tofcið fyrr en dómstólar
hafi kveðið uipp sinn dóm og
jafntfiramt er láttð sifcina í bjart-
sýnl í hréftok. Nefha bréfritar-
ar þær greinar úr hringamynd-
unarlögiunium, sem þeir telja að
íslienzfcu fyrirtækin hatfli brotið.
Þá skýra þeír frá þvl að Mrs.
Paui’s Kitohens Inc. hatfi hækk-
að sfcaðabótakröfu sína úr 165.5
milíijónium króna I rúmtega 605
mliílilijónir króna. Til nánari skýr-
inga á brotunuim er þess og getið
að Sambandið hatfi útitofcað Mrs,
Paui’s Kitchens Inc. og ffleiri fyr
irtæki utan samtaka framieiö-
enda frá íslenzka freðtfiskmark-
aðinum. Þvi hæklki fyrirtækið
skaðabótakröfiU sina á hendiur
Sambandinu og dótturfyrirtælki
þess um rúmlega 440 milljónir
króna.
Guðjón Ólafsson, framfcvæmda
stj'óri Sjávarafurðadei'ldar SlS
sagði í viðtali við MbL í gær að
titefnd bréflsins væri það að bréí-
rituranum hefði borizt til eyma
að Sambandið hefði liátið í veðri
vaka að málið væri leyst. Guð-
jón sagðd að sér væri ekki fcunn-
ugt um að nofcfcur forráðamanna
Sambandsins hefði iátið það í
veðri vaka. Tvtisivar hefði verið
Framhald á bls. 27