Morgunblaðið - 11.07.1971, Blaðsíða 2
MQRGUNBLA.ÐLÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLt 1971
Útflutningur EFTA til Bandarikjanna:
Útflutningur Islands
jókst um nærri 50%
Washiftgton, 9. júlí — AP
ÚTFLUTNINGUR EFTA-ríkj-
anna jókst á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs miðað við sama tíma
í fyrra, og nam tæpum 940 millj
ónum dollara. Er það 3,8% aukn
ing. Innflutningur EFTA-ríkj-
anna frá Bandaríkjunum nam á
sama tíma 1.302 milljónum doll
ara, og er það um 10% meiri
innflutningur en á fyrsta árs-
fjórðungi árið 1970.
tJtflutningur frá Íslandi til
Bandarikjanna nam á fyrsta árs
fjórðungi þessa árs 10,6 milljón
um dollara, og er það 47,2%
aukning frá í fyrra.
Kemur þetta fram í skýrslu,
sem birt var í Washington í
dag.
Meðal þeirra ríkja, sem juku
verulega innflutning sinn frá
Bandaríkjunum, eru Ísland, Finn
land, Portúgal og Bretland, en
hins vegar dró t úr innflutningi
Austurríkis, Noregs, Svíþjóðar
og Sviss frá Bandaríkjunum.
Stærstan þátt i viðskiptunum
við Bandaríkin eiga Breitar, sem
seldu þangað vörur fyrir 545,2
milljónir dollara fyrsta ársfjórð
ung þessa árs. Er það engin hlut
.fallsbreyting frá sama tíma í
fyrra. Aukningin er hins vegar
langmest frá íslandi, eða 47,2%
eina og fyrr segir, en næst koma
Finnland og Noregur méð 19,7%
aukningu. Innflutningur Dan
mórkur til Bandaríkjanna minnk
aði á tímabilinu um 8,8%.
Sláttur viða hafinn
— og heyskaparhorfur yfirleitt gódar
SLÁTTUR er nú óðum að hefj-
aat og lítur víðast alivel út með
grasvöxt. Þurrkamir f júní
drógu sem kunnugt er mikið úr
sprettu, en í rigmngunum að
undanförnu hefur gróðri farið
mikið fram og liggur við að
bændur sjái dagamun á túnum
sínum. Er Mbl. hafði samband
við fréttaritara sína úti á lands-
byggðinni var yfirleitt gott í
þeim hijóðið og sögðust þeir
bjartsýnir á að heyfengur gæti
orðið í meðallagi og væru þá síð
ustu tvö sumur ekki tekin með
í reikninginn.
VESTURLAND
HjaHi bóndi á Kiðafel'li í Kjós
sagði fyrsta bónda þar í sveit
hafa byrjað að slá 21. júní, en
almennt væri sláttur að hefjast
þessa dagana. Spretta hefði mik
ið aukizt síðustu dagana eftir
að fór að rigna og litu tún miun
betur út nú en fyrir einni viku.
Páll Pálsson á Borg í Mikia-
holtshreppi sagði að siáttur væri
hafinn á nokkrum bæjum í sveit
inni og iiti frekar vel út með
sprettu. Ekkert nýtt kal er sjá-
anlegt í túnum og ef heyskapair-
Ifið verði góð ætti enginn að
þurfa að kvarta, sagði Páll.
NORÐURLAND
í Húnavatnssýslunni hefur
sprottið vel að umdanförnu og
sagði Bjöm Bergmamn á Blöndu-
ósi að nokkrir bændúr væru
byrjaðir slátt, en aknenn hæfflst
hamn I næstu viku.
Björn Jónsson í Bæ á Höfða-
strönd sagði að grasspretta væri
á mjög góðri leið í Skagafirði
og sláttur víða að byrja, en
vegna rignimganna undanfarna
daga hefðu margir þó dregið að
slá. „Það liggur við að dagamun
ur sjáist á sprettumni," sagði
Björn. „Gamli kalblettir eru þó
iartgt £rá þvi að vera sláandi enn,
en þeir eru famir að grænka
og útlit fyrir að þeir geti orðið
eitthvað tii nota.“
Víkingur Guðmundsson á Kíflsá
í Eyjafirðli sagði að nokkuð vel
væri sprottið i Eyjafirði o.g væru
fflestir byrjaðir að slá, hefðiu
hyrjað siðustu vikuna í júní.
Væri allt útlit fyrir að þetta ætti
Sýning í
Félagsheimili
stúdenta
Sýning í Félagsheimili stúdenta..
í NÆSTU viku verða til sýnis
í anddyri Félagsheimilis stúdenta
við Þjóðminjasafnið teikningar
þær, sem um var dæmt í sam-
keppni arkitekta um gerð hjóna-
garða við Háskóla íalands. Sýn-
ingin er opin öllum almenningi
frá morgni til kvölds og er að-
gangur ókeypis.
Þess ber að geta, að í Félags-
heimili stúdenta er opin mat- og
kaffisala.
að geta orðið meðaliheyskapar-
ár.
Kristján Þórhallssion í Vogum
í Mývatnssveit sagði að þar i
sveit hefði sláttur byrjað á tveim
uir bæjum fyrir um hálfum mán-
uði og væri að mestu búið að
slá heimatúnin. En almennt væru
bændur ekki farnir að slá. Eftir
að hlýnaði aftur eftir kuldana
fiyrir nokkru hefur sprettutíð
verið hagstæð og ef svona held-
ur áfram ætti sprettan að geta
orðið í meðaliiagi sagði Kiristján.
Benedikt Sigurðsson á Grims-
stöðum á FjöHium sagði að á
FjöHium hefðii verið kaiit undan-
farlð og ekkert væri fiarið að
slá. Væri liklegt að það drægist
eitthvað, enda væru menn önn-
um kafnir við rúning. — „Túnin
verða varla slegin fyrr en seint
í mánuðinum, en kannski verður
byrjað eitthvað fýrr á útengj um,“
saigði Benedikt. „1 meðalári byrj
um við slátt um 20. júilL" Sagði
Benedikt að nýtt kal sæist í tún-
um, en það væri ekki tilfinnan-
legt.
AUSTURLAND
Ragnar Guðjónsson í Vopna-
firði sagði, að síðasta hálfa mán-
uðinn hefði spretta aftur verið
góð, eftir kulda og þurrka, sem
stöðvað hefðu grasvöxt um nokk-
urt skeið. Sláttur væri almennt
ekki byrjaður, en þó hefðu tveir
eða þrír bændur aðeins byrjað
nú í vikunni.
1 Breiðdal er sláttur ekki haf-
inn, en Páll Guðmundsson í
Breiðdalsvík sagði bændur gera
ráð fyrir að byrja seinni hluta
mánaðarins. Yfirleitt hefði seint
verið borið á og síðan komið
langvarandi þurrkar svo áburð-
urinn hefði nýtzt illa. Myndu
bændur því bíða með slátt þar
til fullsprottið væri, því ekki
væri útlit fyrir að hægt yrði að
slá tvisvar.
Egiil Jónsson á Seijavöllium
í Hornafirði sagði, að bændur í
Öræfum og vestast í Suðursveit
væru aðeins byrjaðir að slá og
mætti gera ráð fyrir að slátt-
ur byrjaði almennt strax og
þornaði. Útlit er fyrir að
uppskeran af sandatúnum verði
með eðlilegum hætti, þrátt fyr
ir mikla þurrka í júní, sem ollu
því að við lá að gras skræln-
aði. „Er útlit fyrir að gras-
spretta verði ágæt“, sagði Eigifll,
„og því rná bæta við að kartöfl'U-
garðar eru óvenjufallegir í ár.“
SUDURLAND
Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnaus
um í Meðallandi sagði að þar í
sveit væri sláttur hafinn nokk
uð víða og væri spretta aHgóð.
Framh. á bis. 31
Kortið sýnir leiðina, sem nú er búið að merkja og lagfæra fyr
ir jeppa frá Möðrudal um Kreppubrú og upp Krepputungu í
Hvannalindir og síðan þvert á hana að Brú i Jökuldal. Sælu-
hús ferðaféiaganna verður við Kverkfjallarana.
Nýtt öræfasvæði opnast
- ferðamönnum norðan Vatnajökuls
Slóöir merktar og sæluhús reist
KOMINN er sá tími, þegar
ferðamenn streyma á hálend-
ið. Nú hefur þeim opnazt nýtt
stórkostlegt öræfasvæði norð-
an Vatnajökuls. Með hrúnni,
sem sett var á Kreppu í fyrra,
laukst upp leið í Hvannalind-
ir. Nú hefur Sigurjón Rist,
vatnamælingamaður, lagað
KeflavíkurflugvöUur:
Vöntun þotueldsneytis
Varnarlióið varð að hlaupa undir
bagga með olíufélögunum
VIÐ borð lá að Keflavíkurfliig-
völliir lokaðist nú í vikunni
vegna skorts á flugvélaeldsneyti
og urðu olíufélögin að fá að iáni
af birgðum varnarliðsins til þess
að bjarga því að völlurinn lok-
aðist ekid. Ástæðan fyrir þessu
var seinkim olíuskips frá Rott-
erdam og gífurleg umferð á flug-
vellinum.
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri
hjá Olíufélaginu hf., tjáði Mbl.
í gær, að fyrir hálfum mánuði
hefðu borizt boð um seinkum oliíu
skipsins. Gerðu Esso og Skelj-
ungur þá birgðakönnun og kom
í ljós, að birgðir þeirrá voru
nægar, Jafnframt var kánnað
hvort birgðir Olíuverzlunar fs-
lands hf. væru nógar, en BP sel-
ur Loftleiðum eldsneýti. Var áætl
að að birgðir BP væru nægar.
f sl. viku þraut birgðir BP.
Var þá sýnilegt að birgðir Esso
og Skeljungs myndu ekki nægja
fyrir öll félögin þrjú. Var þá
gripið til þess ráðs að fá að láni
eldsneyti frá varnarliðinu, en af
því var nóg til. Er það Esso sem
selur varnarliðinu alla jafna elds-
neyti. Ekki var þó unnt að setja
herþotueldsneytið á venjulega
tanka undir flugvellinum, heldur
var því ekið að flugvéiunum í
bílum. Kvað Vilhjálmur Jónsson
um klukkustundartöf hafa orð-
ið á Keflavikurflugvelli hjá einni
flugvél eitt sinn er 4 flugvélar
Loftleiða voru samtímis á vellin-
um.
Samkvæmt upplýsingum frá
Loftleiðum hefur umferð um
KeflavíkurflugvöH verið gíf ur-
lega mikil. 18 stórar flugvélar
voru afgreiddar á föstudag og
annar eins fjöldi á fimmtudag.
með jarðýtu slóð fyrir jeppa
um Krepputungur og í
Hvannalindir og sett með
henni stikur. Og í sumar
munu ferðafélögin á Egils-
stöðum, Vopnafirði og Húsa-
vík setja niður við Kverk-
fjallaranann sæluhús, sem er
nú í smíðum í byggð.
Til að stytta leiðina til
Austurlands, hefur Sigurjón
einnig rutt og stikað slóð
þvert af leiðinni neðan við
Kreppuhrúna og austur að
Brú á Jökuldal, sem styttir
leiðina um 50 km, miðað við
að ekið sé aftur til baka nið-
ur að Möðrudal og á þjóðveg-
inn austur. Er slík slóða-
lagning til mikils hagræðis
fyrir ferðafólk á jeppum, auk
þess sem ein afmörkuð og vel
merkt slóð kemur í veg fyr-
ir að flandra sér út um allt
og riðlast í hrekkum á jepp-
unum og óþarfa hjólför skor-
in í jarðveginn.
Mbl. fékk nánari skýringar á
þessari leiö hjá Sigurjóni Rist,
Vatnamælingar^ Orkustofnunar
eru nú með miklar vatnamæi-
— Saknað
Framh. af bls. 1
þessúm slóðum og norðar í land-
inu er vitað um að þúsundir hafa
orðið heimilialausir vegna flóða í
ánmii Magdalenu, sem er stærsta
fljót landsims. Hjálparleiðangrar
eru n.ú á leið til flóðasvæð a-nna.
ingar í Hrafnkelsdal og við Snæ
fell annars vegiar og við Kreppu
og Jökulsá hins vegar og þvi
var þessi slóð merkt og lögð,
til að stytta leiðina mi'lli þess-
ara svæða um 50 km, miðað við ,
að þurfa að krækja niður á þjóð
veg. En Vatnamælingamenn eru
á ferðinni á öflum tímum árs. ,
Eru þarna komnar fyrir þá ágæt
ar jeppaleiðir á sumrin og snjó
bilaleið á vetrum.
Jafnframt lijóta ferðamenn
góðs af merkingum.
STYTTIR UM 50 KM
Frá Möðrudal liggur slóð aust
an Jökulsár á Fjöllum suður
að Kreppubrúnni, gem gerð var
í fyrra. í sumar var svo slóðin
lögð frá henni upp Kreppu-
tungu. Þurfti aðallega að laga
í þrengslunum milli Kreppu og
Jökulsár á móta við Upptypp-
inga. En þaðan eru greiðir sand
ar í Hvannalindir og Kverk-
fjallaranann og ekki þörf á að
stika svo langt.
Á þeim slóðum munu ferða-
félagsmenn frá Egilsstöðum,
Húsavík og Vopnafirði reisa
sæluhús sitt, sem er í smíðum
á stöðunum. Munu menn vænt
anlega safnast saman og reisa
skálann um mánaðamót júií—
ágÚ3t eða í ágúst.
Þvert frá slóðinni frá Möðru
dal að Kréppubrú, sem er rösk
ir 40 km, var svo ýtt og merkt
leið sunnan við Minnisfjallgarð
og Þríhyrning að Brú á Jökul-
dal, en þá tekur við þjóðvegur
og falleg akstursleið um Jökul
dal, sem aðalvegui'inft austur
liggur ekki um lengur. Áður var
hægt að komast þeitta og eru
þarna ýmsar jeppaslóðir, ekki
greiðfærar en stuttar og merkt
ar.