Morgunblaðið - 11.07.1971, Blaðsíða 32
%Rðv$uttbUibi!b
nuciýsincnR
^^»22480
SUNNUDAGUR 11. JULÍ 1971
IJ: r sli tafundir
um helgina
EINS og Morgunblaðið skýrði
Irá í gær, bendir nú allt til
þess, að samkomulag hafi tekizt
milli þríflokkanna um myndun
vinstri stjórnar, þótt að sjálf-
sögðu verði ekkert um það full
yrt, fyrr en það hefur verið stað
fest af þeirra hállfu. í gær kl.
14,00 hófst fundur í viðræðu-
nefnd flokkanna en síðari hluta
dags í gær áttu að hefjast fund
iir hjá flokkunum sjálfum og má
gera ráð fyrir að þetta verði úr
slitafundir. Þar sem Morgun-
blaðið fer svo snemma í prentun
á iaugardögum er ekki unnt að
skýra frá gangi mála.
Fari svo, að samkomulag tak
izt má gera ráð fyrir, að stjórn
arskipti fari fram einhverja
næstu daga, en skv. upplýsing-
um, sem Morgunblaðið fékk í
gær, má telja víst, að stjórnar-
skiptin verði ekki á morgun,
mánudag, jafnvel þótt endanlegt
samkomiudag takist um heligina.
Bændaskóli
reistur í Odda
— undirbúningur hafinn
ad stofnun skólans
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bænda-
skóli verði stofnaður í Odda á
Rangárvöllum og hefur verið
skipuð byggingarnefnd til að
vinna að undirbúningi og stofn-
un bændaskólans í samráði við
landbúnaðarráðuneytið. Dóms-
og kirkjumálaráðuneytið og bisk
up íslands hafa samþykkt að
skólinn verði reistur í Odda og
þar verði látin í té nauðsynleg
jarðarumráð.
I fréttatilkynningu sem Mbl.
barst í gær frá landbúnaðarráðu-
neytinu segir að í lögum nr. 55
írá 1963 sé kveðið á um að hér
á iandi skuli vera þrír bænda-
sikölar oig einn þeirra skuli vera
á Suðurlandi, þegar byggingu
skólahúss og öðrum nauðsynleg-
um undirbúningi sé lokið. Með
vísan tii þessara laga hafi land-
búnaðarráðuneytið ákveðið að
hefjast handa um stofhun bænda
skóla á Suðurfandi, þar sem
bezt hentaði um staðarval, með
l»orsteinn Jónsson.
tidiiti tíl samgangna, kostnaðar
og byggingu skólahúss, rekstr-
ar og fyrirkomulags skóla og
bús. Fimm manna nefnd hafi ver
ið skipuð til að gera tiOlögur um
staðsetningu fyrirhuigaðs bænda-
skóla og haifi bent á þrjá staði
sem til greina kæmu, þar á með-
al Odda á Rangárvöilum.
Landbúnaðaráðuneytið tedur
að bændaskóia Suðurfands verði
bezt valinn staður í Odda og
skipaði 8. júlí sl. byggingamefnd
tid að vinna að undirbúningi að
stoifnun bændaskólans í sam-
ráði við ráðuneytið. I byggimga-
nefndinni eiga sæti: Hörður
Bjarnason húsameistari ríkis-
ins, sem er formaður nefndar-
innar, Hermann Sigurjónsson
bóndi í Raftholti, Magnús B.
Jónsson, ráðunautur á Selfossi
og Agnar Guðnason ráðunautur.
Mosaikmynd Nínu
í afgreiðslusal Landsbankans
AFHJCiPUÐ var í gær við
athöfn í Landsbanka íslands
veggmynd úr mósaík eftir
Nínu Tryggvadóttur. Var
þetta siðasta listaverk Nínu
Jieitinnar og sýnir þann at
burð, er Egill Skallagríms-
son sat í öndvegi gegnt Að-
alsteini konungi og konungur
dró á sverðsoddinn fingur-
guli og rétti yfir eldinn til
Egils. Listaverkið var afhjúp
að að viðstöddum ættingjum
Nínu heitinnar og ýmsum
gestum. Síðar í gær var og
boð inni fyrir starfsfólk bank
ans, en hann er 85 ára um
þessar mundir — sjá bls. 10.
Listaverkið er af þeim at-
burði, er Aðalsteinn vildi
blíðka skap Egils, sem þá
nýlega hafði misst bróður
sinn Þórólf í orrustu. í þess
um kafla Egilissögu er grein
argóð lýsing á Agli og að
þessu tilefni skal kaflinn hér
rifjaðup upp:
„Siðan fór Egill með sveit
sína á fund Aðalsteins kon-
ungs og gekk þegar fyrir kon
ung, er hann sat við drykkju.
Þar var glaumur mikill. Og
er konungur sá, að Egiflfl. var
inn kominn, þá mælti hann,
að rýma skyldi pallinn þann
hinn óæðra fyrir þeim, og
mælti, að Egili skyldi sitja
þar í öndvegi gegnt konungi.
Egill settist þar niður og
skaut skildinum fyrir fætur
sér. Hann hafði hjálrn á
höfði og lagði sverðið um
kné sér og dró annað skeið
til hálfs, en þá skellti hann
aftur í slíðrin. Hann sat upp
réttur og var gneyptur mjög.
Egill var mikilleitur, enni-
breiður, brúnamikill, nefið
ekki langt, en ákaflega dig
urt, granstæðið vítt og Jangt,
hakan breið furðulega og svo
allt um kjálkana, hálsdigur
og herðimikill, svo að það
bar frá því, sem aðrir menn
voru, harðleitur og grimm-
Framh. á bls. 22
Græða má upp auðnir
Sprengisands og Holtamanna-
afréttar í 800 metra hæð
Samkvæmt landgræðslutilraunum
í NÝÚTKOMNU hefti af rit-
inu íslenzkar landbúnaðar-
rannsóknir skýra þeir Sturla
Friðriksson og Jóhann Páls-
son frá landgræðslutilraun á
Sprengisandi. En tilraunin
sýnir, að með áburðargjöf
einni saman má græða upp
auðnir Sprengisands og
Holtamannaafréttar upp í allt
að 800 m hæð. Þannig má
hefta sandfok og aurhurð og
jafna vatnsrennsli á vatna-
svæði Þjórsár. Þennan gróður
má nýta til beitar fyrir bú-
pening, en hann gerir auk
þess auðnina lífvænlegri fyrir
dýralíf svæðisins, m.a. heiða-
Handrit Þóris Bergssonar gefin
Sauðárkróki ásamt höfundarrétti
Söfn og bær fengu fjölda
merkra gjafa
SAUÐÁRKRÓKI hafa borizt
merkar gjafir vegna 100 ára af-
raælis kaupstaðarins. Heíur
safnahúsinu nýja og þeim söfn-
um, sem þar verða verið færðar
stórgjafir. Merkust þeirra er
liklega dánargjöf Þorsteins
Jónssonar, sem bar rithöfimdar-
nafnið Þórir Bergsson, en hann
hafði ánafnað héraðsskjalasafn-
|»u handrit sín og höt’undarétt
að þeim öllum. Voru þau afhent
á al'mælishátíðinni. Er það mjög
merkileg og verðmæt gjöf.
Jafnframt var hinu væntanlega
listasafni afhent gjöf frá erf-
ingjtim Þorsteins og eru það tvö
stór olíumálverk eftir Magnús
Jónsson dósent annað frá Mæli-
felli þar sem þeir bræður voru
uppaldir og hitt frá Ási í Hegra-
nesi. Auk þess vatnslitamynd frá
Mælifelli eftir Magnús og olíu-
málverk af Þorsteini, málað af
Ásgeiri Bjarnþórssyni. Jafn-
framt fylgdi skrautritað heiðurs-
skjal frá því er Fél. ísl. ritliöf-
unda kaus Þorstein heiðursfé-
laga.
Þá bárust skjalasaifninu tvær
gjafir. Fjögur sitór bindi af öll-
uim handritaskráim Landsbóka-
safnsins, gefin af frú Siigríði Sig-
trygigsdóttur, ekkju Péturs Hann
essonar. Og frú Jóhamna Þor-
steinsdóttir fserði safniniu að gjöf
Framh. á bls. 22
gæsarinnar, segir í lok grein-
arinnar.
Tilraun þessi til upp-
græðslu gróðurlausra mela
var gerð á nokkrum stöðum
á Sprengisandi og við
Sprengisandsleið á Holta-
mannaafrétti. Sáð var tún-
vingli af dönskum 0tofte-
stofni, hvítsmára og Alaska-
lúpínu á svæðum, er lágu í
300 m, 615 m, 755 m og 800
m hæð. Á reitina var borinn
áburður, sem svarar til 350
kg af kjarna, 350 kg
af þrífosfati og 100 kg af
kalí á hektara. Sáðgrösin uxu
óverulega, en eftir átta ára
áburðargjöf hafði innlendur
gróður þétzt svo mjög, að
Báran á leið
til Eyja
BÁRAN náðist af strandstað
við Ingólfshöfða árla í gærmorg
un og um hádegisbil var hún ein
skipa á leið til Vestmannaeyja.
Eiinhver lelki var í skipirru, en
dælur höfðu vel undan. Til ör
yggis fór Lóðsinn i Eyjum tll
móts við Báruna. Björgun h.f.
vann að björgun skipsins.
hann huldi 70—80% af yfir-
borði reitanna upp í 800 m
hæð.
Athugun bendir til þess, að
unnt sé að auka verulega inn-
lendan gróður á Holtamannaaf-
rétti og Sprengisandi með áburð-
argjöf einni saman. Árlegt áfok
í reitina mældist í Illugaveri 0,44
plús eða mínus 0,22 mm og í Tóm
asarhaga 1,65 plús eða mínus 0,22
mm. Þannig má binda yfirborð
auðnanna og minnka aurburð frá
Framh. á bls. 31
Leirverksmiðja
í Dalasýslu
Á ÁRINU 1957 var á Alþingi
samþykkt ályktun um að skora
á ríkisstjórr.ina að láta fullrann
saka, hvort hagkvæmt mundi
vera að reka leirverksmiðju i
Dalasýslu og jafnframt gera at
hugun á því, hver leirlög væru í
landinu, sem bezt hentuðu til
leiriðnaðar í stórum stíl.
Iðnaðarráðuneytið fól Rann-
sóknastofnun iðnaðarins og
Orkustofnun að framkvæma
greint verkefni og ákvað sam-
kvæmt ósk Rannsókmaráðs rík
isins að láta könnunina einnig
ná til leirlaga í Þingeyjarsýslu.
Gert er ráð fyrir, að rann-
sókn þessari verði lokið á
þessu ári.