Morgunblaðið - 11.07.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLl 1971 17 „Málsvari fylgjenda Kommúnista- flokksins“ Ritstjóri Þjóðviljans, sean nú igengiur berserksgang að ein- angra ísiand frá vestrænum iýð- ræðisþjóðum, segir í biaði sinu s.l. miðvikudag, að menn verði að kunna góð skil á hræsni og yfirdrepsskap til að skilja skrif Morgunblaðsins. Mörgum hefur fundizt einkennilegt, hvernig þessi ágæti maður hefur urngeng izt orð, þvi að enginn íslending ur á síðari tínaum hefur ver- i® eins atkvæðamikill við að snúa út úr merkimgu þeirra og hann. Meðal þeirra orða sem nú hafa fengið nýja merkingu fyrir lesendur Þjóðviljans eru „hræsni" og „yfirdrepsskapur". Áður hafa verið afgreidd orð eins og „lýðræði" „sjálfstæði", „þingræði" o.s.frv. Er raunar með ólíkindum, hversu mikla hæfileika ritstjórinn hefur haft til að afvegaleiða lesendur sína og þá ávallt undir því yfirskyni að hann einn noti orð í réttri merkingu, en alilir aðrir misnoti þau í skrifum sínum. Átakanlegast hefur þó verið að horfa upp á ritstjórann taia í nafni iýðræðis og frjálsrar hiugsunar, eins og hann einn sé boSberi réttrar merkingar þess ara orða. 1 grein sem hann skrif aði í dálkum simum 2. júli s.l. fjallar hann um hugtakið „lýð- ræðislegir jafnaðarmenn" og sýnir auðvitað fram á að hann og nánustu samstarfsmenn hans séu hinir einu sönnu lýðræðis- sinnar meðal vinstri manna, en menn eins og Gylfi Þ. Gíslason séu það ekki. Ritstjórinn sagði einhvern tíma eina setningu sem minnisstæð er: að sá sem skrifi lýsi engum nema sjálf um sér. Það er rétt. Aí þeim sölcum tekst ekki betur tiil en svo að í fyrrnefndum dálkum, þar sem Magnús Kjartansson reynir að sýna fram á að hann og stuðningsmenn hans séu lýð- ræðissinnar, sýnir hann svo að ekki verður um villzt, að hann hugsar eins og kommúnistafor- ingjar í austantjalldslöndum þ.e. þeir sem sifélldlega tönnlast á „lýðræði fóiliksins" — og misnota það. Undarlegt hefur verið að fylgjast með, hvernig kommún- istum hefur á undanförnum ár- um tekizt að innræta fólki, og þá ekki sízt mörgu ungu fólki, þá reginfirru að þeir séu ekki verri iýðræðissinnar en aðrir sem að stjórnmálum starfa á Is- landi. Þó ættu þeir sjálfir að vita betur og einnig þeir sem hafa látið snúa á sig. Ástæðan er einfaldlega sú, að þeir sækja iflestar fyriirmyndir sínar tii kommúnistaríkjanna, og þá eink um Sovétríkjanna. Þar eiga þeir sitt hugsjónalega föðurland. At- hyglisvert er að lesa nýútkomna bók Kristins E. Andréssonar um svonefnda rauöa penna, þar sem höfundur talar óhikað um sam- bandið við erlendar kommúnista hreyfingar, línur að utan og lögð áherzla á nauðsyn þess að rita söguna blóði og tárum, byiltingin sé fyrir öUu. Kristinn er einarður og vílar ekki fyrir sér að nefna Muitina réttum nöfnurn og mættu lærisveinar hans taka hann sér til fyrirmynd ar í þeim efnum. Þeir sem halda, að Þjóðviljinn sé ekki máigagn kommúnista fá sannleikann um- búðalaust í bók Kristins, bls. 324, þar sem hann segir: „Hið fyrsta táikn hinna breyttu við- horfa var stofnun Þjóðviílijans, er tök við af Verklýðsblaðinu í októberlok 1936. Með honum eign aðist Kommúnistaflokkurinn dag- blað . . .“ Og í ávarpl til les- enda Þjóðviljans þá segir m.a. að biaðið eigi „að vera málsvari flylgjenda Kommúnistaflliokiksins". Ekki ætti að þurfa frekari vitna við. „Lýðræði“ ríkisvaldsins Þegar litið er á dálkaskrif rit stjórans 2. júlií, sem fyrr eru nefnd, blasir við sú staðreynd að þar skrifar maður sem hugs- ar eins og leiðtogi í alþýðulýð- veidi. Þessi fuiliyrðing er síður en svo út í bláinn. Ritstjórinn segir m.a.: „Borgaralegir fllokkar sagja oft að hugmyndin um efna hagslegt lýðræði brjóti i bága við aknennar hugsjónir lýðræð- isins, vegna þess að hún feli í sér takmarkanir á frelsi ein- staklingsins tii þess að eiga og stahfirækja fyrirtæki. Vissulega er það rétt . . .“ Ennfremur seg- ir hann að „gagnrýni sósíalista á lýðræðisskipan Islendinga er ekki sú að hún sé of rúm, held- ur einmitt að hún sé allt of þröng, lýðræði verði að ná til Reykjavíkurbréf ----- Laugardagur 10. júlí -—--— fleiri þátta þjóðlífsins . . . Það er einmitt hugmyndin um efna- hagslegt lýðræði sem greinir sósíailista frá borgaralegum flokkum." o.s.frv. Forsendur lýð ræðis eru þær að einstakling- ar hafi nægilegt svigrúm í þjóð- félaginu til að láta hæfileika sína njóta sín. Þeir búi við efna- hagslegt sjálfstæði og fylástu mannréttindi. Þeir krefjast þess að í þjóðfélaginu ríki skoðana- hugsana- og prentfrelsi. Það er í andstöðu við lýðræði að rík- isvaldið sé einrátt um athafnir þegnanna og skammti þeim, að eigin geðþótta andlegt og ver- aldlegt fóður. Þjóðviljaritstjór- inn kallar það aftur á móti for- réttindi, ef einstaklingar hafa ileyfi til að vinna að hugðarefn- um sínum innan þess lýðræðis sem er einkenni íslenzks og raunar vestrænna þjóðfélaga. Hann fliytur þá kenningu að rik- ið eigi að hafa hönd í bagga með öMum hilutum. Þá fyrst sé unnt að tala um lýðræði, þegar and- leg og efnahagisleg velferð ein- staMingan-na er algerlega kom- in undir forsjá ríkisvalldsins. Veit ekki þessi ágæti ritstjóri og samferðamenn hans að það sem ein-mitt skilur á milli feigs og ófeigs, lýðræðis og einræðis, er f-rel-si einstakl-ingsins í því opna lýðræðisþjóðfélagi sem við höfium búið við. í dular-gervi reynir rit- stjórin-n að boða iýðræði, talar fjáltg'lega út í hött um það orð, veit eða veit kannski ekki að undir niðri er hann að krefjast hins sama og leiðtogar alþýðu- lýðvelda, sem hafa gert hugsjón ir Þjóðviljaritstjórans að stað- reynd í þeim þjóðfélögum þar sem þeir ráða löguim og lofuan,. Það er florsjá rikisvaldsins sem ritstjórinn boðar, og með þessa forsjá að leiðarljósi og takmarki skrifar hann um lýðræði og leg-g ur sama skilning í það orð og aðrir kommúnistaforingjar. Það er ek-ki -lýðræði einstaklingsins sem hann krefst, heldur lýðræði rikisvaldsins, þeirrar ófreskju sem gerði Sovét-rífcin að staMn- istisku þjóðfélagi. Að leggja nafn Guðs við hégóma Merkilegt er að huga að því, hvernig komimúnistu-m hefu-r tek izt að brejHtfc uaerkingu orða. Á sínum tíma voru þeir kaMaðir þjóðsvikarar, sem vildu slá skjaldborg u-m lýðræði og öryg-gi Islands. Nú eru þeir, sem vilja einræði ríkisvaldsi-ns, kalil- aðir einu lýðræðissinnarnir á ís- landi. Á yfirborðinu virðist þetta gert af einfelidni. En þegar betur er að gáð, blasir við sú stað reynd að þeir sem misnota orð á þenna-n hátt vita vel, hvað þeir eru að gera. Du-largervin blasa alls staðar við. Nýjar og nýjar grimur eru settar upp fyr- ir hvern þátt þeirrar harmgleði sem komimúnistar hafa nú sett á svið og virðast ieika aða-lhiutverk ið í. Eitthvað þætti bogið við þann pres-t, sem aldrei þyrði að vitna til eða fjaMa um Bi-bM-una af pré- dikunarstóli, en sækti allan styrk sinn í fræði Marx og Len- ins. Ekki hefur borið á því að Magnús Kjartansson treysti sér til að kalla Marx eða Lenin til vitnis um ágæti þeirra kenninga sem hann er að boða, heldur tönnlast hann sífellt á setning- um úr Biblunni. Rétt er að þar er að finna sterkari siðferðis- boðskap en í ritu-m marxistanna. Hitt er aftur á móti athyglisvert að leiðtogi kommúnista skuli leg-gja sig svo fr-am uim að draga athygMna frá raunveru- legu takmarki sjáifs sín og fllokks sins, að hann treyst- ist aldrei til að koma fram í því gervi sem honum er eigin- legt og með þær bæk-ur að vopni sem standa hjarta hans næst. Hann hefur lagt höíuðáherzlu á að varpa burtu gervi einræðis- grýlunnar, sem Hannibal Valdi- marsson minntist á í sjónvarp- inu, og er engu likara á stund- um en hann ætli sér það hlut- verk helzt að taka við af Ágúst- ínusi kirkj-u-föður. Að visu er þessi áætl-un rétt h-ugsuð. Krist- indómurinn er skapfeMilegri á allan hátt en sá kommúnistísM rétttrúnaður, sem Magnús Kjartansson prédikar milli Mn- anna. En einhvern tíma hlýtur að koma að því að honum dugi ekM lengur það gervi sem h-ann notar: að ganga fram fyr- ir þjóði-na -með orð Krists á vör- um, en mynd Marx og Maós i hjarta. Og einhvern tima hlýtur það að renna upp, bæði fyrir hon-um sjálfum og öðrum, að Magnús Kjartansson er ekki eini lýðræðissinninn á íslandi! Ummæli Hannibals um keppinautana ÞjóðvMjinn er stundu-m mjög sár við Morgunblaðið vegna þess að það sporðrennir ekki þeirri ful-lyrðingu að kommún- istar séu lýðræðissinnar og aM- ir Alþýðubandalagsmenn jafn- framt. Einhverjir samferða- menn kommúnista nú á dögu-m eru samt haldnir þessari grillu, og þá ekki sízt ýmsir úr hópi -ungs fólks sem vantar þroska og reynsl-u til að meta og skilja og draga ályktanir af því sem á undan er gengið. En við það verður að sitja, því að en-ginn fær aðeins reynslu af öðru-m. Eigin reynsla er það eina sem dugar, einfcum ungu fólki. Fyrr var minnzt á Hannibal Valdi-marsson. Fólk hefur und- anfarið fýllgzt með stjórnar- myndun og samstarfsviðræðum svokallaðra vinstri fllo-kka. H-anni bal Valdi-marsson hefu-r bitra reynslu af samstarfi við komm- únista og er ómyrkur í máli, þeg ar hann hefur rætt u-m þá. Hann hefur átt meiiri þátt í því að svipta af þei-m dulargervinu en fllestir aðrir. Reynslan af sam- starfmu við þá var honum dýr- keypt. Samt er óvíst að hún muni duga honum. En rifj- um upp orð hans um Alþýðu- bandalagið. Hann sagði í Nýju landi 25. febrúar s.-l.: „Þá er það Alþýðubandalagið nýja — það er ungur flokkur segja menn. Og rétt er það að visu í orði. En jafnsatt er hitt, að það stend ur á stólparót Komimúnistafllokks Islands, sem stofnaður var 1930. Sanntrúuðum kommúnistum þótti Sa-meiniinganflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokk-urinn all-tof blandaður lýðræðissinnum o-g enn verr undu þeir hag sin- um í samstarfssamtökum Al- þýðubandalagsins gamla. Með stofn-un -nýs flokks, sem valdi sér nafn samstarfssamtakanna í blekkingarskyni, var Kammún- istaflokkur Islands endurreist- ur. En iíí þótti við liggja, að fela það, að þaðan væri bæði ívafið og uppistaðan . . . En sterkasta sönnun þess, hvers konar stjórnmálaflokk-ur' Alþýðubandalagið nýja er, þráft fyrir alla svardaga og felubrögð forinigjanna, er dagleg og st- felld dásömun aðal-málgaignsins, Þjóðviljans, á alræðissósíalisma A-ustur-Evrópuianda . . . Og loks er hér kommúnistaflokkur í felum, se-m viMir á sér heimildir með vinsæl-u heiti Alþýðubanda- lagsins gamla." Þetta eru ekki orð Morgu-n- blaðsins. Þetta er ekki „of- stæki" þess. Þetta er lýs-inig Hannibals Valdi-marssonar á þeim flokki sem hann þekk- ir betur en flestir aðrir hér á landi. Og þótt undarlegt megi virðast tekst Þjóðviljanum aldrei að dylja úlfseyrun undir gærunni. 1 Þjóðviljanuim 3. júiM s.I. var heil opna um mál ungs kúbansks rithöflundar Her- bertos Padilla, sem Castro lét nýlega handtaka fyrir „andbýlt- ingarlega starfsem-i", og jafln- framt stuíðzt við um-mæli ein- hvers Retama-rs, sem er ó- myrkur í máli. Þjóðviljinn virð- ist hafa sérstáka velþóknun á því, hvaða afstöðu h-ann hefu-r til ritskoðunar og frelsis rithöf- unda, ef dæma má af uppslætti greinanna: „Að okkar dómi er ri-thöfundurinn einn af verka- mönnunum, sem taka þá-t-t í upp- byggingu sósíalismans. Ef verka maður ástundar skemmdarverk verður hainn að taka afleiðin-gum gerða sinna." Þetta er það lýðræði seim „ihinir vigreifu" dálk-ahöfundar Þjóðvi-ijans og samferðamenn þeirra ku-nna vafalaust að meta: ef rithöfundar eru ekki hallir undir ríkisvaldið verða þeir að sæta þeim refsingum sem leiðtogarnir, kenningin og kerf- ið krefjast. Það er ekki frelsi einstaklingsins, það eru ekki undirstöður lýðræðis, skoðana frelsi og prentfirelsi, sem spurt er u-m, heldur: hvemig getur kommúnisminn notað einstakl- in-ginn, beitt hon-um fyri-r sinn pðlitíska vagn? En eins og Þjóð- viljamönnum tek-st að duilbúa hugsanir slnar, virðist þessi Retamar einnig hafa fengið þó nokkra tilsögn í því. Vagnkarlar vinstristefnunnar Athyglisvert hefur verið að fylgjast með stjórnarmynd-un svokallaðra vinstri flokka. En með ummæli Hannibals Valdi- marssonar í huga og afstöðu Magnúsar Kjartanssonar fyrr og síðar, er ekki hægt að neita því að gömul frásögn um stall- ara Haralds konun-gs Sigurðs- sonar komi í hugann, þegar lit- ið er til þessara viðræðna. Stall- arinn kom á skyrtunni einni saman úr orrustu, eins og frægt er. Hann hafði, að sögn Snorra, hjálm á höfði eins og Hannibal og sverð í hendi eins og Magnús Kjar-tansson. Þá kom á móti hon- um vagnkarl einn og af lýsingu Snorra að dæma gefcur hann ver- ið bæði fulltrúi Hannibals og Ólafs Jóhannessonar. StalLaran- um svalaði, þegar han-n hrat-t af sér mæðinni, og vildi kaupa kös- ung bóndans eða vagnkarlsins enska. En þegar bóndinn sá að þar var Norðmaður á ferð sagði hann, að hann vildi helzt drepa hann „en nú er svá illa at ek hefi ekki vopn þat er nýtt sé." Þá maMti stallarinn: „Ef þú mátt mig ekki drepa, bóndi, þá hkal ek freista at ek mega þik drepa" — reiðir u-pp sverðið og setur á háls honum, „svá at fauk af höf- uðit,“ tók síðan skinnhjúphm og fór til strandar. Þessi frá- sö-gn er ein hin broslegasta í öl!l- um fomsögum okkar og ekki að ástæðul-ausu að hún kemur nú -upp í huigann,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.