Morgunblaðið - 11.07.1971, Side 10

Morgunblaðið - 11.07.1971, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JOLÍ 1971 LANDSBANKI Islands hélt í gær hátífflegrt 85 ára starfsaf mæli sitt og tók jafnframt í notkun hin nýju húsakynni, sem bankinn hefur veriff aff láta reisa á horni Fósthússtræt is og Hafnarstrætis. Einnig var við hátíðlega athöfn í gær afhjúpaff listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur — mósaíkmynd á vegg í aðalsal bankans. — Myndin sýnir þann atburff er Aðalsteinn konungur afhenti Agli Skallagrimssyni gullhring inn yfir langeldana forðum daga. Sjá baksíðufrétt um af- hjúpim listaverksins. Bankastjóramir Helgi Bergs og Jónas H. Haralz ræðast viff og á milli þeirra stendur Baldvin Jónsson, bankaráðsformaður. Myndin er tekin í herberginu, þar sem vixlar eru metnir og keyptir. Á veggnum hangir mynd af fyrsta bankastjóranum, Lárusi E. Sveinbjömssyni. — Ljósrn.: Brynjólfur. Landsbankinn 85 ára Á blaðamannafundi í vik- unni, sem bankastjórarnir Björgvin Vilmundarson, Jónas H. Haralz og Helgi Bergs og aðstoðarbankastjóramir Sigur- björn Sigtryggsson, Gunnlaug ur Krisitjánsson og formaður banikaráðs, Baldvin Jónsson héldu, kom m.a. fram að fyrsti bankastj órinn hefði verið Lár ua E. Sveinbjörnsson, háyfir dómari. Var hann bankastjóri frá 1886 til 1893, en þá tók við Tryggvi Gunnarsson og var til 1909. Tryggvi var fyrsti banka stjóri bankans, sem hafði bankastjórastarfið að aðal- starfi. Bankastjórarnir sýndu blaða mönnunum hin nýju húsa- kynni, sem eru hin vistlegusfcu í alla 3taði og bæta þau mjög alla vinnuað»töðu. Nýlega var fcekin í notkun tölva ein mikil, sem öll vixlaviðskipti bankans eru færð inn á. Helgi Bergs sýndi tölvuna og á hvem hátt víxlamir væru gataðir á spjöld. Jónas Haralz gat þess þá, að nýlega hefði tölva mót mælt kaupum bankastjóranna á víxli einum, sm þeir höfðu allir samþykkt að kaupa. Þeg ar farið var að aðgæta, hvað hefði farið úrskeiðis, kom í Ijós að einn vixilskuldarinn vár aðeins 18 ára að aldri. Víxlalögin og þjóðskráin eru á diskum í tölvunni, svo að hún mótmælti kaupunum, „Já, enda er hún þessi löngu búin að taka öll völd hér“, sagði Björg vin Vilmundarson, bankastjóri og benti á tölvuna, en viðstadd ir hlógu. Fyrsti vixilll, sem bankinn keypti var 400 krónur. Var það mikil upphæð í þá daga og var hann keyptur af Sigurði Kristjánsöyni, bókaala, sem jafnframt var eigandi fyrsta húsnæðis bankans. Er líklegit, að þvi er Jónas Haralz sagði, að afborganir hafí verið leiga húsnæðiains í Bankastræti. Til þess að koma bankaruum á fót fékk hann kr, 10.000 og hálfa milljón króna í rekstursfé, en að auki fékk hann heimild til þess að gefa út 500.000 krónur í seðlum. Bankahúsið, sem reist var 1924 var mjög við vöxt, þótt það hafi fyrir löngu „sprungið“ nú. Bankastjóramir ræddu nokkuð um það, hvort fólki þá hafi fundizt það of stórt eða of mikið til þess kostað, en það kosfcaði þá um 900 þúsund krónur. Jónas Haralz kvaðst ætla að töluverðs stolts haái gætt, meðal fólks eftir að húfl ið var risið. Stutt var frá sjálf stæðisendurheimt landsins eða aðeins 6 ár og húsið var eins konar fullvissa fólka um getu þjóðarinnar ttl að standa á e'iig in fótum.' Fyrstu árin voru Hagstofan, Fiskifélagið og lög fræðistofa til húsa í Landa- bankahúsdnu ásamt bankanum sjálfum. Starfsfólk LandsbEinkans var um síðustu áramót aiils á land inu 476. í aðalbankanum og í Hafnarhvoll, þar sem bankinn hefur aðstöðu voru um 200 manns og á Reykjavlkursvæð- inu að auki um 180 manns. í útibúum utan Reykjavíkur unnu rúmlega 90 manns. Afgreiðslur í bankanum, þ.e. bókfærð fylgiskjöl voru á ár inu 1970 4.224.000 og hafði fjölgað um 16,5% frá árinu á undan. 118 þúsund víxiar voru keyptir af bankanum og eru þá framlengingar taldar með. Lanigflestir víxlar eru ekki framlengdir. Lögum samkvæmt þarf hver einawti vixill að fara um hendur bankastjóra, svo að augljóst er að þeir eiga eril saman dag. Árlega koma í við töl við bankastjórana 12 til 15 þúsund manns og alvanalegt er að 70 til 80 manns æski við tals á dag og bankastjóramir kváðu það „dauðan dag“ ef við tölin færu niður í 40. Sparifé í árslok var 4.100 þúsund kr. og veltiinnlán 1.500 milljónir. Á blaðamannafundinum var afhent stutt ágrip af sögu bank ans og húsnæðismáium hans: Landsbanki íslands, elzti banki ísiands, tók til starfa 1. Bankastjórar Landsbanka fslanðs. Frá vinstri: Sigurbjörn Sigtryggsson, affstoffarbankastjóri, Björgvin Vilmimdarson, bankastjóri, Jónas H. Haralz, bankastjóri, Helgi Bergs, bankastjóri og Gunnlaugur Kristjánsson, affstoffarbankastjóri,. júlí árið 1886. Sá atburður virð- ist hafa þótt furðulitlum tíðind- um sæta, þvi að hans var ekki getið í blöðum, utan einnar lít- illar auglýsingar. Þó var á það minnzt nokkm síðar, að mönn um líkaði ekki gerð og útlit bankaseðlanna nýju, sem hann gaf út. Bankinn fékk fyrst inni í húsi Sigurðar Kristjánssonar, bóksala, við Bakarastíg, þar sem áður var ísafoldarprent- smiðja. Síðar hlaut gatan nafn- ið Bankastræti og hefur það haldizt siðan. Samkvæmt reglu- gerð var bankinn opinn til af- greiðslu aðeins tvisvar í viku, tvo tíma í senn. Starfsmenn voru aðeins tveir, bókari og fé- hirðir. Starfsemin var lítil í fyrstu en jókst smám saman. Eftir 1889 var bankinn opinn alla virka daga. Árið 1899 flutti bankinn í nýtt og vandað hús, sem hann hafði látið reisa á homi Aust- urstrætis og Pósthússtrætis. Húsið teilknaði danskur arki- tekt, Thuren að nafni, sá hinn sami og teiknaði holdsveikra- spítalEinn I Laugamesi. Húsið var gert úr steini, en innveggir að nokkru úr timbri. Það var um 275 ferm. og rúmmál um 2600 rúmm. Samifcímafrásögn í blaðinu Sunnanfara segir frá því, að húsið sé hið vandaðasta og veglegasta hús á landinu, nokkru minna en Alþingishús- ið, en miklu fegurra útlits. I því séu steyptir skápar í veggj- um með rammlæstum jámhurð um fyrir svo dýrum og vönd- uðum, að kostað hafi allt að 750 kr. hin dýrasta, Þá var sagt frá því, að í húsinu væri mið- stöðvarhitun, hin fyrsta og eina, sem þá var til hér á landi. Þann 25. apríl 1915 varð mik- ill eldsvoði í Reykjavík og brunnu til kaldra kola eða skemmdust mikið 10 hús í mið- bænum, þ.ám. hús Landsbaník- ans. Öruggar geymslur björg- uðu þó öllum verömætum skjöl- um bankans. Eftir þeta var starfsemin á hrakhólum í nokkur ár. Var hún fyrst í þröngu húsnæði í hluta af núverandi pósthúsi, en síðan þar, sem nú er Reykja- víkurapótek. Árið 1924 var svo tekið I notkun nýtt bankahús, sem reist hafði verið á rústum hins brunna og hefur hýst starfsemi bankans síðan. Guðjón Samú- elsson, húsameistari, teiknaði það í sama stíl og hið eldra, en talsvert stærra. Það var um 440 ferm. og einni hæð hærra en hitt. Eins og það ber með sér í dag var mjög vel til þess vandað, má í ýmsu vísa til um- mæla um hið fyrra og telja þetta hús eitt hið glæsilegasta i landinu. 1 brunanum 1915 brunnu að mestu innviðir úr steinhúsi, er stóð við hlið bankans á homi Hafnarstrætis og Pósthússtræt- is og nefndist Ingólfshvoll, en þar voru stigar, loft og þiljur allar úr timbri. Húsið var end- urbyggt í svipuðum stíl og áð- ur. Landsbankinn keypti það 1928 og fékk til afnota 1932. Árið 1938 var byggð stein- steypt 2ja hæða tengibygging milli þess og Landsbankahúss- ins. Jarðhæð hennar og kjallari voru fellö inn í mitt Ingólfs- hvolshúsið, um 100 ferm. Auk þess var byggð álma meðfram bakhlið bEinlkEihússins og vegg- ur jafnframt rifinn niður. Varð veruleg stækkun á afgreiðslu- salnum við þessa breytingu. Ingólfshvolshúsið var svo að öðru leyti smám saman tekið í notkun fyrir skrifstofur bEuik- ans. En húsið var gamalt og lé- legt, allt úr timbri að innan og brunahætta mikil. Með lögum frá 1957 var Landsbankanum skipt í tvær aðaldeildir, Seðlabanka og Við- skiptabanka, er hvor um sig laut sérstakri stjórn. Áður hafði sá háttur verið á, að deild- imar voru raunverulega tvær, en með sameiginlega stjóm og starfslið. Við þessa breytingu þrengd- ist enn í húsakynnum, sem þeg ar voru orðin of lítil. Fljótlega voru ráðgerðar nýj- ar byggingar, en Utið varð úr framkvæmdum. Stofnun nýrra útibúa bætti nokkuð úr hús- næðisskorti Landsbankans. Með lögum frá 1961 var að fullu tekið það skref að skilja að Landsbankann og SeðTabaruk Euin. En bankarnir búa enn I sambýU og hafa báðir, við aukn ingu á starfsemi og nýjum verk efnum, orðið að fá leiguhús- næði utEui sinna bygginga. Árið 1964 keypti Landsbank- inn næsta hús við, þ.e. Hafnar- stræti 10—12, hið svokallaða Edinborgarhús, en það er um 330 fermetrar. Fyrirhugað var að Seðla- bankinn byggði annars staðar, en stjóm Landsbankans ákvað að endurbyggja og endurbæta hin eldri húsakynni og er þvi nú að mestu lokið. Gamla Ingólfshvolshúsið var brotið niður og byggt upp að nýju. Hófst vinna við það i byrj un síðasta árs. Hið nýja hús er um 2500 rúmm. en heildargólf- flötur þess, að meðtaldri einnar hæðar hækkun á millibyggingu, er aðeins um 75 ferm. meiri en var í gamla húsinu. í kjallara þess eru geymalur, á jarðhæð líti'll ELfgreiðsluflal)- ur, gangur og stigahús og á 3. og 4. hæð aðsetur batika- stjórnar, fundaherbergi og amn að skrifstofuhúsnæði. Þá hafa farið fram endur- bætur á Edi nborgarhúsinu, það verið hækkað um eina hæð, byggt yfir sundið á miIHi þesa og gamla Landsbankahúaa l’ramliald & bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.