Morgunblaðið - 11.07.1971, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLl 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkveamdaatjóri Hiraldur Sveinsaon.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundssom
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6, simi 10-100
Augiýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Askriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlsnds.
I lausasölu 12.00 kr. eintakiö.
LANDBÚNAÐARSTEFNA
INGÓLFS
rpíminn skrifaði mjög óskyn-
samlega um landbúnaðar-
mál í forystugrein í fyrradag,
ekki sízt með hliðsjón af því,
að líklegt má telja, að Fram-
sóknarmenn beri innan tíðar
ábyrgð á yfirstjóm þeirra
mála. í>egar svo er komið er
hyggilegt að hætta ábyrgðar-
lausum skrifum frá fyrri tíð
og taka upp nýja siði. Tíminn
heldur því fram í þessari for-
ystugrein, að þeir Ingólfur
Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason
hafi sameiginlega mótað land-
búnaðarstefnu þeirrar ríkis-
stjórnar, sem setið hefur að
völdum sl. áratug. Þetta er
auðvitað alrangt. Það hefur
alltaf legið ljóst fyrir, að inn-
an ríkisstjórnarinnar hafa
verið uppi tvær skoðanir um
stefnuna í landbúnaðarmál-
um. Annars vegar fram-
leiðslu- og ræktunarstefna
Ingólfs Jónssonar og hins veg-
ar sú afstaða Gylfa Þ. Gísla-
sonar, að takmarka beri fram-
leiðslu landbúnaðarafurða
sem allra mest við þarfir hins
innlenda markaðar. Gylfi Þ.
Gíslason hefur aldrei farið
levnt með skoðanaágreining
þeirra Ingólfs Jónssonar í
þessu efni, en það er að sjálf-
sögðu stefna Ingólfs, sem
fylgt hefur verið.
Landbúnaðarstefna Ingólfs
Jónssonar hefur m.a. borið
þann ávöxt, að framleitt
mjólkurmagn hefur aukizt
um nær helming og kjötfram-
leiðsla sömuleiðis. Tún hafa
stækkað um nær helming og
framfarir í landbúnaði hafa
aldrei orðið jafn miklar og
á sl. áratug, þrátt fyrir harð-
æri og óáran á tímabili. I
þessu sambandi er rétt að
benda á, að ef landbúnaðar-
framleiðslan hefði ekki aukizt
svo mjög, hefði orðið skortur
á búvörum, þegar harðærið
dró mjög úr framleiðslu
bænda.
í þessari tilvitnuðu forystu-
grein Tímans sl. föstudag er
því haldið fram, að Fram-
sóknarmenn hafi lagt sér-
staka áherzlu á að halda niðri
rekstrarkostnaði landbúnað-
arins. Ekki fær þessi fullyrð-
ing staðizt. í stjórnartíð
Framsókitarmanna í landbún-
aðarmálum var tollur á vél-
um landbúnaðarins 35%, en
hann er nú kominn niður í
7%. Nú er enginn tollur eða
söluskattur lagður á fóður-
bæti, áburð og ýmsar aðrar
rekstrarvörur landbúnaðar-
ins. Þes'sar staðreyndir sýna,
að fullyrðingar Tímans um
þetta efni eru út í hött. Það
er einmitt í stjómartíð nú-
verandi ríkisstjórnar, sem
lögð hefur verið áherzla á að
lækka rekstrarkostnað land-
búnaðarins.
Þá er því haldið fram í
Tímanum, að kjör bænda hafi
farið versnandi. Auðvitað er
ljóst, að þeir bændur, sem bú-
ið hafa á þeim svæðum, sem
orðið hafa fyrir þungum
áföllum vegna kals, gras-
brests, öskufalls og annarra
náttúruhamfara, hafa lent í
erfiðleikum, en þegar á heild-
ina er litið hafa bændur stór-
aukið eigur sínar á því stjórn-
artímabili, sem nú er að
ljúka, eins og skýrt hefur
komið fram í athugun, sem
gerð hefur verið á efnahag
bænda. í þeirri athugun kom
í ljós, að það eru aðeins 200
bændur, sem talið er eðlilegt,
að veitt verði sérstök aðstoð,
en það er ekki 1 bóndi
til jafnaðar á hvern hrepp í
landinu. Það hefur alla tíð
verið svo, að það hafa verið
til fátækir bændur, en það er
ekki fyrr en Ingólfur Jónsson
tók við stjóm landbúnaðar-
mála, sem talin hefur verið
ástæða til að rétta þessum
bændum hjálparhönd. Það
hefur líka alltaf verið svo, að
bændur hafa safnað talsverð-
um lausaskuldum, en Fram-
sóknarmenn töldu ekki
ástæðu til að breyta slíkum
lausaskuldum í föst lán. Hins
vegar hefur það verið gert í
stjórnartíð Ingólfs Jónssonar.
Framsóknarmenn hafa á
undanförnum ámm lagt á það
ríka áherzhj að. skapa tor-
tryggni meðal bænda í garð
þeirrar landbúnaðarstefnu,
sem Ingólfur Jónsson hefur
mótað og fylgt fram allt frá
árinu 1959. En þessar tilraun-
ir Framsóknarmanna hafa
mistekizt. Bændur vita, að
stjóm á málefnum þeirra hef-
ur verið betri sl. áratug en
nokkru sinni fyrr og þeir hafa
borið sérstakt traust til nú-
verandi landbúnaðarráðherra.
Hins vegar verður fróðlegt
að sjá hvernig Framsóknar-
mönnum farnast, ef nú fer
sem horfir, að þeir taki við
yfirstjórn landbúnaðarmála.
Aðvörun
¥ andlæknir hefur gefið út
^ sérstaka viðvömn um þá
hættu, sem börnum stafar af
lyfjum, sem geymd eru í
heimahúsum. Nýlega hafa tvö
ung börn látið lífið vegna
„Það kostaði mig taJlsvert
átak að verða skýr og aug-
ijós í stað þess að halda mig
við óræðni, af þvi að hún var
orðin partur af málfarslegum
forréttindum bókmennta-
rnanna, sem vegna stéttairflor-
dóma höfðu litið niður á alþýð
legan tjáningarihátt og einfald
'leik þjóðkvæða. . . Ég hef
ákveðið að með hverjum degi
skuli hin nýju ljóð min verða
ljósari og Ijósari."
Pablo Neruda.
Pablo Neruda
— skáldið í sendiherranum,
sendiherrann í skáldinu
Þessi ummæli Pablo Ner-
uda, þekktasta rithöfundajr
Chile, kunna að varpa
nokkru ljósi á hvers vegna
hann þáði fyrir skömmu að
gerast sendiherra lands síns
í París; það er einnig kunn-
ugt að Neruda er róttækiur í
þjóðfélagsmálum og því mjög
að skapi hin nýja marxiska
stjóm Salvador Ailende.
„Þau öfl meðal þjóðar minn-
ar, sem ég hef ávallt stutt
hafa nú náð völdum. Það var
skylda mín að takast á hend-
ur það verkefni sem mér var
falið," sagði skáldið nýlega i
blaðaviðtali. Hann vill þó
ekki kenna sig við marxisma:
hann nefnir stjórnarfarið
ekki sósíaMskt heldur plúrail-
ískt, þ.e. „margmennisstjórn“;
þetta var hefðum blönduð
bylting. Um herstjómimar i
nágrannalöndunum segir Ner
uda: „Nú viljum við fá að
vinna í friði. Við vitum ekki
hvort að hinir geta nokkuð
lært. Við höfum ekki áhuga á
að flytja hugmyndir okkar
eða byltingu út. Við höfum of
mikið að gera. Og við erum
of hógværir."
Neruda finnst sendiherra-
embættið nokkuð erfitt,
míklu erfiðara en að vera
skáld; þó er auðveldara fyrir
skáld að vera sendiherra í
Paris en annars staðar, þar
hefur alltaf verið heimili fyr
ir suður-amerisk skáld og
einnig þetta ýtti undir
ákvörðun hans um að þiggja
stöðuna. Þó að Neruda
minnist á hættulegt aðdrátt-
arafl Parísar fyrir skáld
heimalands sins, getur hann
sjálfur ekki staðizt seiðinn:
„Hjarta sjálfs mín hefur
aldrei yfirgefið Chile, en mér
hefur alltaf veitzt örðugt að
verjast þessum Paris-isma.“
Aðdáunin er gagnkvæm;
Pablo Neruda er nú kominn
í tízku í París, en reyndar
var hann allvei þekktur í
Evrópu fyrir, m.a. hefur
hann komið til greina við
veitingu bókmenntaverð-
launa Nobels. En nú veita
frönsk blöð Ijóðum hans
mikla athyigli og nýútkomin
er ein bóka hans „Estravag-
ario“ í franskri þýðingu.
1 Ijóðum Neruda birtist
flókinn persónuleiki hans.
„Ég hef, eins og öli skáld, lot
ið lögmáli listarinnar, sem er
i eðli sinu lögmál lífsins. Ljóð
mín endurspegla þróun sjálfs
min. Fyrst sem stoltur en hlé-
drægur unglánigur, hinn skir
liífi siðleysingi í „Tuttugu ást
arljóð og örvæntingarsöng-
ur.“ Og síðan einmana flöru-
maður, ráfandi treglega um
Indland; það birtist í „Bústað
ur á jörðu," dapurlegt
og hættulegt æviskeið."
Spánska borgarastyrjöldin
olii straumhvörfum í lifi
skáldsins: „Hún breytti mér i
hermann, sem mótmælti órétt
læti og barðist fyrir friði;
m.ö.o. ég varð friðarsinni sem
þráði þann dag er menn lifðu
áhyiggjulausu lífi.“
Neruda heflur sætt gagn
rýni fyrir hringlandahátt og
mótsagnir, en hann svarar:
„Fyrst mannkynssagan sjálf
er mótsagnakennd, hvemig
má þá ætlast tiil að skáldgrey
í fjarlægu landi nálægt Suð-
urpólnum geri betur. -— Sér-
hver bóka minna er þannig
dálítið hopp út í tómið, —
stJökk út um gl'uggann og nið
ur á stræti og frá strætinu
aftur upp inn um gluggann.
Ég hef alltaf neitað að sér-
hæfa mig eða tileinka mér
einhverja sérstaka gerð ljóö-
listar."
Hann orti um tíma þung-
lyndisleg Ijóð um lífið í Suð-
ur-Ameríku: „Allt umhverfis
mig virðist eyðilegt og ömur-
legt. Ég varð að finna létt-
ari tón. — Svo að ég hætti
Iblóðþyrstum terroristaskrif
um og reyndi sœtari og ætari
Ijóð. Þá ásökuðu menn mig
fyrir að vera of bjartsýnn.
Ég hef aldrei hætt að sjá ein-
manaleik, angist eða viðbjóð,
en ég hef þörf fyrir að ná
öllum hljómium, draga saman
öll llitbrigði og leita Mfgjafa
hvar sem þeir kunna að
liggja, hvort sem er í upp-
byggiingu eða niðurbroti, fæð
ingu eða eyðingu.“
Tvær ljóðabækur Neruda
enda á n.k. testamenti
(,,Estravagark)“ og „Almenn-
ur sönigur") sem hann segir
vera vegna þess að skáld
þurfi einhvern tíma að
stokka upp llf sitt og
drauma: „ Testamentið er
þannig einstakt og óvenju
lega glaðvært Ijóðform, af
því að höfund'urinn er svipt-
ur klæðum, stendur ber-
skjaldaður eftir og er viðbú-
inn að hefja nýtt Mf.“ En
testamentin þjóna einnig öðr
um tilgangi, — þau eru iijós
og auðskilinn boðskapur sem
nær beint til almennings, og
eru einn liður í fráhvarfli Ner
uda frá hulduljóðum skýja-
borgaskálda. En þótt slík
Ijóð eigi auðvitað fullian rétt
á sér og ekki síður en áróð-
urslist (eða tilgamgslist, svo
notað sé kurteislegra orð),
eru þessi félagslegu viðhorf
skáldsins í fullu samræmi við
aðstæður í hans heimsálfu;
þar er jarðvegur frjósamur
og ti'ltJÖIulega ósáinn af félags
legum hugsjónum öðrum en
valdagræðgi, og veitir ekki
af liðsinni ijóðlistarinnar. Og
Pablo Neruda, sendiherra og
skáld, segir: „Ábyrgð skálds
ins er óaðskiljanleg ábyrgð
hans sem manneskju er tek-
ur þátt í áhættu allra
manna."
A.þ.
17. júní í Stuttgart
í TILEFNI dagsins bauð íslenzki
ræðismaðurinn í Stuttgart, dr.
jur. Otto A. Hartmann, öllum
Islendingum í Stuttgart til kvöld-
verðar m.m. i veitingahúsinu
„Paul Greener's Landliche
Gáste“, sem er staðsett í Hohen
Park Killes Berg, Stuttgart.
20 manna ferðahópur, sem sam
anstóð af íslenzkum Kiwanis-
mönnum og konum þeirra, er
voru að koma frá Evrópuþingi
Kiwanis, sem haldið var í Strass-
burg í Frakklandi, höfðu ákveðið
að vera í Stuttgart 17.—18. júní.
í þvi tilefni hafði verið haft sam-
band við Einar Ásgeirsson, sem
býr í Stuttgart, og hann beðinn
um að kanna, hvort landar þar
myndu halda upp á daginn og
þá hvar.
þess, að þau komust í tauga-
lyf. Vitað er, að á fjölmörg-
um heimilum eru til lyf, sem
börnum eru hættuleg. Það
verður aldrei lögð nægilega
rík áherzla á það, að fólk
Eftirmiðdaginn 17. júni kom
hópurinn til Stuttgart og lágu
þá fyrir boð frá ræðismanninum
um að koma til hófsins með Is-
lendingunum, sem búsettir eru
þar. Hófinu stjórnaði formaður
íslendingafélagsins í Stuttgart,
Magni Bjamason, af skörungs-
skap miklum. Hóf þetta sátu um
50 manns. Islenzki ræðismaður-
inn, dr. jur. Otto A. Hartmann,
var erlendis og gat því ekki verið
viðstaddur, en það undirstrikar
þann rausnarskap, sem hann
sýndi löndum vorum, sem búsett-
ir eru þarna að viðbættum ferða-
félögum undirritaðs. Það er ekki
lítill styrkur fyrir landann, sem
dvelur langtímum erlendis, að
eiga að slíkan fulltrúa landsins,
sem er jafn höfðinglegur og raun
geymi slík lyf á öruggum stað
í læstum hirzlum og komi
þannig í veg fyrir þá hörmu-
legu atburði, sem nýlega hafa
orðið.
Ræðismaður íslands í Stnttgart
dr. jur. Otto A. Hartmann.
bar vitni um. Jafnframt þessu
mun hann hafa styrkt ferðasjóð
félagsins í sambandi við 17. júní
hátíðahöld, sem áttu að fara
fram í Freiburg tveimur dögum
síðar. Það gleymist oft að þakka
það sem vel er gert og viljum
við, sem komum þama eingöngu
sem ferðafólk, efla sjóð þakk-
lætisins til þeirra manna, sem
eru fulltrúar þjóðar okkar úti í
hinum stóra heimi, með þessari
frásögn.
Bjarnl B. Asgeirssom.