Morgunblaðið - 11.07.1971, Qupperneq 31
•1
■...I' 1 11 ''■II...'. .......—.....
MORGUNBLAÐTÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLf 1971
Ol
Sáð I hina svörtu auðn á Sprengisandi.
— Græða
Framh. af bls. 32
þeim að Þjórsá, auk þess sem
gróðurinn getur komið búpen-
ingi og öðrum grasbítum að not-
um, segir í yfirlitinu í upphafi.
Seinna í greininni segir m.a.:
Eins og að framan getur, er á
Sprengisandi viðáttumikil gróð-
urlaus auðn. Og þar á upptök
sín ein vatnsmesta og lengsta á
landsins, Þjórsá. Syðst að svæð-
inu liggur Tungnaá og er
Sprengisandsauðnin framhald
hinna miklu eyðivikra Tungnaár-
öræfa. Á þeim öræfaslóðum
höfðu verið gerðar nokkrar at-
huganir til uppgræðslu. Hófust
þær árið 1960 og sýndu fljótlega
alljákvæðan árangur.
1 framhaldi þeirra uppgræðslu-
rannsókna, sem áður höfðu ver-
ið gerðar, þótti rétt að kanna,
hvort eins mætti auka gróður
með sáningu og áburðargjöf
norðar á Holtamannaafrétti og
jafnvel á sjálfum Sprengisandi.
Fyrri uppgræðsluathuganir
höfðu fyrst og fremst verið gerð-
ar til að sýna, hvernig stöðva
mætti gróðureyðingu á hálend-
inu og hvernig auka mætti gróð-
ur með sáningu og áburðargjöf,
er síðan mætti nýta til beitar.
• ÁBURÐUR OG FOKEFNI
Uppgræðsla á vatnasvæði
Þjórsár gat þó skipt enn viðtæk-
ara máli, þar sem gróðurhula
þessa svæðis getur bæði komið
að notum sem vatnsmiðlari og
auk þess verið heftandi á hreyf-
ingu hins lausa jarðvegsyfir-
borðs. Rannsókn þessi gat því
snert eitt þeirra vandamála, sem
við verður að striða í virkjun ís-
lenzkra fallvatna, þ.e. aurburðinn
Sauðárkrófld, 10. júlí.
Frá Steinairi J. Lúðvíkssyni,
bim. Mbl.
FJÓRTÁNDA iandsmót Ung-
mennafélags íslands var sett í
glampandi sólskini og logni hér
á Sauðárkróki í morgun. TJm
hádegisbil voru úrslit kunn í
tveimur grreinum; Jón Pétursson,
HSH, sigraði í kringlukasti með
43,87 metra og Halldóra Ingólfs-
dóttir USÚ sigraði í kúluvarpi
með 10,35 metra kasti. Kepp-
endur í mótinu eru um 650.
Mótssetningin hófst með því, að
íþróttafólkið gekk fylktu liði iin.n
á : völhmin uivdir félagsfánum.
Þo]nsteinn Einarsson, mótsstjóri,
stjórnaði göngunni og fánaberi
var Gestur Þorsteinsson. Á hæla
fáiUaberanum gengu gestir móts-
iras; Nil Ibsen frá Dánmörku,
Jóh Þorsteinsson, Sigurður
Greipsson o. fl. Frermst íjrrótta-
fóíksins gengu félagar í UÍA, én
síðastir inn á völlinn gengu
Skagfirðingar.
eða flutning óuppleystra stein-
efna, er síðar setjast fyrir í miðl-
unarlónum og inntaksuppistöðu
rafstöðva og fylla þau smám
saman.
Uppgræðslutilraunir sem þess-
ar gátu hugsanlega varpað Ijósi
á, að hve miklu leyti aurburður
á upptök sín í fokefnum af landi,
sem er að blása og jafnframt
gefið vísbendingu um hvort og
að hve miklu leyti unnt muni
vera að draga úr aurburðinum
með heftingu uppblástursins.
Vegna þessa tvíþætta viðfangs-
efnis var höfð samvinna milli At-
vinnudeildar Háskólans og Raf-
orkumálaskrifstofunnar um val
athugunarsvæða og tilhögun til-
raunarinnar. Sá Atvinnudeild
Háskólans, nú Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, um sáningu,
áburðardreifingu og gróðurmæl-
ingar, en Raforkumálaskrifstof-
an (nú Orkustofnun) um áfoks-
mælingar.
Mælingastaðimir fimm voru
valdir 4. júlí 1963. Þeir voru í
300 m hæð við Tangafit, I 615 m
hæð vestan Illugavers, I 640 m
hæð í Eyvindarkofaveri, í 800 m
hæð í Tómasarhaga og í 760 m
hæð við Fjórðungsvatn. Leitazt
var við að finna reitunum stað
á berangri eöa á ávölum jökul-
öldum í nokkurri fjarlægð frá
gróðursvæðum, þar sem jarðveg-
ur var útskoluð og veðruð jökul-
möl og sandur, er virtist snauð-
ur af lífrænum efnum. Gróður
á þessum melöldum var mjög
strjáll og huldi aðeins 0,02 til
4.50 hundraðshluta af yfirborði
landsins. Markaðir voru hring-
laga reitir og ekki afgirtir, þar
sem talið var að fé kæmist ekki
greiðlega þangað og reitirnir því
friðaðir af náttúrunnar völdum,
Stefán Pedersen, formaður
landsmótsnefndar, flutti ræðu og
bauð landsmótsgesti velkomna.
Á eftir honum tók til máls Guð-
jón Ingimundarson, formaður
iþróttanefndar Sauðárkróks.
Lýsti hanin hinum nýju íþrótta-
marmvirkjum og afhenti þau
bæjarstjóranum, Hákoni Torfa-
syh'i, sem síðan afhenti þau
æskufóiki Sauðárkróks til af-
nota.
Lúðrasveit Sauðárkróks lék
„Skín við sólu Skagafjörður“ og
um leið voru fánar Norðurlanda
og Sauðárkróks dregnir að húni.
Hafsteinm Þorvaldsson, form.
U.M.F.Í., setti mótið og að því
loknu fór fram fánahylling. Lék
þá lúðrasveitin „Rís þú unga
íslands merki“.
Bjöm Magnússon, form.
landsmótswefndar 13. landsmóts-
ina að Eiðum, afhenti Guðjóni
Ingimuindarsyni svo hátíðarfána
landsmótsins og lauk setningar-
athöfninni með því, að hátíðar-
fáninn var dregtnn að húni
nema hvað heiðagæs sækir þang-
að úr verunum. Var gróðurfar
í reitunum mælt á hverju ári.
Þroski nýgræðingsins er mjög
hægur við hin erfiðu vaxtarskil-
yrði, sem eru á athugunarstöð-
unum. Á fyrstu árunum eftir
sáningu var hinn mesti urmull
smáplantna í reitunum, en ekki
vinnandi vegur að greina þær til
tegunda. Sandfok virtust hafa
gjöreyðilagt sáninguna við
Tuiriignaárkrók og Fjöróungistvatn
og var því hætt að bera á þá
reiti strax á öðru ári, en farið
að bera aftur á við Fjórðungs-
vatn.
• GRÓÐUR ÞÉTTIST
STÖÐUGT
Ef athugaðar eru niðurstöð-
ur mælinganna, kemur í ljós, að
þrátt fyrir nokkrar sveiflur hef-
ur gróður stöðugt verið að þétt-
ast á svæðunum og hefur náð að
hylja 70—80% af hverjum reit,
nema við Fjórðungsvatn, þar
sem sandfok og rokgjam jarð-
vegur hafa gert gróðrinum mun
torveldara að festa rætur.
Má ætla að gróður muni þekja
reitina til fulls á næstu árum
verði haldið áfram að bera á þá.
Reitimir standa allir á skjóllaus-
um stöðum og þar, sem uppþorn-
un jarðvegs er mikil. Má þvi bú-
Fór 1 fylgd
Brúarfoss
THOLSTRUP, sæfarinn, sem er
á leið vestur um haf á litlum
hraðbáti ráðgérði að sigla utan
kl. 20 í gærkvöldi. Þá var einn
ig brottför Brúarfoss. Ætlar
Tholstrup að vera í samfloti
með F\»ssinuim til öryggis.
— Sláttur
Framh. af bls. 2
Ekkert bæri á nýju kali og væri
úfclitið yfirleitt allgott.
Markús Jónsson á Borgareyr-
um í Rangárvallasýslu sagði að
ágaetis grasveður hefði verið
Undanfarið og tún að verða
nokkuð góð. Sláttur er hafinn
á flestum bæjum og eumir bænd
ur búnir að ná einhverju í
hlöðu. Undanfama daga hefur
verið þokuloft og lítill þurrkur
og því ekki mikiiM áhugi á
slætti. Markús sagði ekkert nýtt
kal vera í túnum og væri hartn
nú búinn að sá að nýju í um
10 hektara tún, sem kóíl í hitti-
fyrra og liti það nokkiuð vel
út. — „Horfur eru nú yfirleitt
betri en þær hafa verið í mörg
ár og sjálfur man ég varla eft-
ir eins góðu vori og það sem
af er sumri og nú,“ sagði Mark
ús.
Keppni hófst strax að setn-
ingarathöfninni lokkiind, en
keppniu er mjög umfangsmikil.
Keppt er í fjölda greina frjálara
íþrótta, sundi, knattspyrmu,
körfuknattleilk, handtoniattleik,
skák og starfsíþróttum.
Valur —
Akureyri
í dag kl. 4
í DAG fer fram leikur í 1. deild
ísliandismótsins á Lau.gardalsvélii.
Leika þá Valsmenn og Akureyr-
ingar. Leikurinn hefst kl. 4.
Þrír leikir áttu að fara fram
om þessa heigi, en tveimuir
þeirra var breytt végna Lands-
mótsins á Sauðórkróki. Leik
ÍBV og Breiðabliks var fíýtt og
fór fram á miðvikiudag. Á miánu
dag var ráðgerður leikuir KR og
Keffliavikuir en honuim hefur ver
ið frestað til miðvifeudaigskvölds.
ast við mun hagstæðari árangri
á stöðum, þar sem betur hagar
til um skjól og jarðraka. Benda
því niðurstöður tilraunarinnar til
þess, að með áburðargjöf megi
koma samfelldum gróðri á svæði,
sem jafnvel bjóða upp á hin óblið
ustu vaxtarkjör. er það í sam-
ræmi við árangur, sem fékkst við
uppgræðslu á Tungnaáröræfum.
Ekki er að svo stöddu unnt að
sýna fram á, hvemig gróðrin-
um muni reiða af, eftir að hætt
er að bera á hann. Þó skal þess
getið, að árið 1968 var hætt að
bera á reitina, sem belgjurtum
hafði verið sáð í við Svartá og
Eyvindarkofaver. 1 þá var kom-
Sýning
í Casa Nova
JÓHANN G. Jóhannsson opnaði
málverkasýningu i Oasa Nova í
gœr. Á sýningunni eru 27 mynd-
ir, allar mólaðar á þetssu ári, og
eru þær flestar til söflu. Jóhann
er Njarðvtkinigur, og lók með
hfljómsveitinni Óðmönnium. Hann
stundaði nóm í augflýsimgateikn-
un í tvö ár áður en hamm hóif
feriil sinn sem tónlisitanmaður.
Eitt olímmálverk er á sýninig-
unni, en állar hinar myndimar
eru miálaðar með þekjuliitum.
ÞeHfca er fyrsta sýning Jóhanns,
og verður hún opin til 18. júlí,
kl. 2—10 e. h.
*
Islenzkur
drengur
slasast á Fjóni
TVEGGJA ára gamall íslenzkur
drengur varð fyrir bíl i Fáborg
á Fjóni í fyrradag og var fluttur
í sjúkrahús í Odense. Var hann
höfuðkúpubrotinn og eitthvað
meira slasaður.
Drengurinn heitir Björn Harð-
arson, sonur Harðar Þormóðs-
sonar og Inger konu hans, sem
hafa verið á Fjóni að undanförnu
í sumarleyfi.
Að ólöglegum
veiðum
Á FÖSTUD AGSK V ÖLD stóð
flugvél Landhelgisgæzlunnar
bátinn Lárus Sveinsson SH 126
að ólöglegum togveiðum 0,6 sjó
mílur frá landi út af Snæfells-
nesi. Átti að taka máiið fyrir
hjá sýslumanninum i Stykkia-
hólmi í gær.
Borgarstjóra-
heimsókniu
BORGARSTJÓRI Eidin'borgar,
Sir James W. MeKay og frú
hans, voru í gær boSin til Þing-
valla eftir hádegið. 1 cbag er ætl-
unin að borgarstjórinn remmi
fyrir lax í BUiðaámtm.
in um það bil 30% hula af inn-
lendum gróðrí. Ekki verður séð,
að nein afturför hafi orðið á
gróðurfari í þeim, þótt þeir hafi
verið áburðarlausir í fjögur ár.
Bendir það til þess, að innlend-
ur gróður muni haldast nokkuð
vel á þessum stöðum, eftir að
hann hefur einu sinni fest rætur.
SVO MIKLU BETRI
!
mm
STÆRRI
BETUR RÚLLAÐUR
MILOUR
HAVANNA
Punch Senior
FRÁ
HIRSCHSPRUNC
Kort af miðhálendinu mtnnan jökla. er sýnir staðsetningu upp-
græðslureita á Sprengisandi og við Sprengisandsleið á Holta-
mannaafrétti.
m
14. landsmót UMFI
— hafið á Sauðárkróki
orgunblaðsins