Morgunblaðið - 21.07.1971, Síða 10

Morgunblaðið - 21.07.1971, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLl 1971 „Friður og samlyndi ein- kenna litla þorpið í Wales, þar sem heimurinn hetfur hald ið innreið sína tii að syngja og danisa“ segir á forsíðu auka blaðs Liiverpool Eoho, sem geá ið var út 10. júli sl. í tdlefni tónlistarhátíðarinnar, sem þá stóð yfir í Llangollen í Wales. Yfirs'kriftin á siðunni er „há- tið vináttu", en meginhluta hennar þekur geysistór mynd of kór Hamrahlíðarskólans í Reykjavik, þar sem hstnn er að syngja úti undir beru lofti á bökkum árinnar Dee. Segir undir myndinni að þessi lit- ríkd íslenzki kór lýsi vel þeim anda gleði og tóntístar, sem svilfi yfir litla þorpinu. Áður en kórinn hélt utan Varð 6. í alþjóðlegri æskukórakeppni — fyrr í mánuðinum var í Mbl. nokkuð sagt frá tónlistarmót- unum, sem haldin hafa verið árlega í Llangollen í Wales si 25 ár. Þar hefur á þess- um ársfjórðungi komið sam- an fólk frá yfir 50 löndum, kórar, einsöngvarar, dans- flokkar og hljóðfæraleikarar tii að skemmta sér og öðrum og keppa í hinum ýmsu grein um tónlistarinnar og dansins. Pólýfónkórinn tók þátt í mót- inu 1961, fyrstur íslenzkra kóra og þá var Þorgerður Ingólfsdóttir ein í kómum. Hún hreifst þá mjög af þeim anda sönggleði og vináttu, sem rikti á mótinu — og þeg- ar hún var komin með sinn eigdn kór, kór Menntaskólans við Hamrahlíð, langaði hana til að kórinn fengi tækifæri til að fara á Llangollen-mótið, hitta aðra kóra og sjá hvern- ig hann stæði í samanburði við þá. Þetta varð að veruleiika nú í sumar og kórinn fékk svo sannarlega futívissu um að hann ætti erindi á mótið, því hann varð sjötti i alþjóða- keppni æskukóra og varð eitt vinsælasta blaða-, sjónvarps- og útvarpsefni, Var hann m. a. vatínn til að koma fram í sjónvarpsþætti BBC-1 um mót ið, þar sem hann söng mokk- ur lög og rætt var við þor- gerði söngstjóra. Þá var hann fenginn ásamt tveimur öðr- um kórum og austurrísfcum dansflokki til að syngja og dansa í gömlum klausturrúst- um, meðan myndir voru tekn ar, bæði kyrrar og kvikar, til að nota til kynningar fyrir næsta mót að ári I blöðum Hér tokur kórinn lagið á göngu ferð í Llangollen. ingur, mikill skilningur á verkinu, samræmi í söngnum og samhlj ómur góður. Þetta var fyrsiti kórinn sem sýndi virlkilega sönggleði." — Ekki var dómnefndin alveg eins ánægð með síðara verkið, fannst söngurinn góður en túlfcun textans ekki nægilega sannfærandi, en þetta var mj'ög rómantískur texti eftir Shelley. Kórinn náði þó 6. sæti og var sigri hrósandi yfir árangrinum, þvi meðal keppenda voru þrautþjiálfaðir kórar, sem sumir höfðu verið valdir úr hópi margra kóra heima fyrir, t.d. í Bandarikj- unum og Sövétríikjunum. birtist mikið af myndum af kórnum og er þar alis staðar talað um hve framkoma kórs ins hafi verið sérstaklega skemmtileg og frjálsleg. Og ekki virðist „stelpustjórnand- inn“, eins og Þorgerður er yfirleitt kölluð í blöðunum, siður hafa vadkið athygli, enda sfcar hún sig nokkuð úr stjórnendahópnum þar sem hún var langyngst og gekk um í góða veðrinu á nýtízfcu- legum stuttbuxum. í æskukórakeppninni, þar sem 20 kórar sungu sömu verkin, verk eftir Palestrina og annað eftir Matthews Will- iarns, nútímatónskáld, varð Hamrahtíðaækórinn eins og fyrr segir númer 6 og í um- sögn dómnefndar um verk Palestrina segir: „Góður flutn Nú er kórinn kominn heim fyrir nokkru og er ekki of- sögum sagt, að kórfélagarnir séu enn i hálfgerðum drauma- heimi, og Þorgerður stjórn- andi sagðist varla trúa þvi enn að þetta hefði allt verið raunveruleifci, þegar við báð- um hana að segja okkur frek- ar frá ferðinni. — Móttökurnar voru svo stórkostlegar og andinn þarna svo yndislegur að krakkarnir höfðu aldrei fcynnzt öðru eins. Strax og við komium hélt Gwynn Willi- ams tónskáld og tónlistar- ráðunautur mótsins boð fyrir okkur, — og vorum við eini kórinn, sem fékk slíkar mót- tökur. Við bjúggum öli í litlu þorpi mokkru utan við Llan- gollen, en þar hafði okkur verið komið fyrir á einkaheim ilum. Þannig búa ailir þátt- takendur mótsins og má segja, að hvert hús í Llan- golien og nágrenni sé undir- lagt. Og það er ékki lítið, sem ibúarnir leggja á sig í sam- bandi við mótið, því öli und- irbúningsvinna er sjálfboða- vinna og fólkið tekur ekki eyri fyrir gistirými og morg- unverð, sem það lætur í té. Ibúamir gera þetta allt af svo mikilli igleði og ftnnst þeir fá ómakið margfalt end- urgoldið í söng og þeirri Skemmtan, sem aðkomiufólkið hefur fram að færa. — Við vorum að sjálfsögðu mjög önnum kafin allan dag- inn — fcepptum í æstoukóra- toeppninni og þjóðlagakeppni;, þar sem okkur gekk ekki eins vel, og svo sumgum við á tvenmum tónleitoum á mótiinu. Einmig héldum við sjálfstæða tónleika í litla þorpinu, sem við bjuggum í, og ég held að ég hafi aldrei fyrr heyrt kór svo inmiiega fagnað. Inn á millii þurftum við svo að æfa og æfingastaðimir voru niú svona upp og ofan — einu sinni eefðum við uppi á vöru- bílspalli og í annað skipti uppi á hól, en það jók bara á ánægj una. Þegar við þurftum að fá að hvlla oktour milli þess sem við komum fram var stundum erfitt að finna góðan stað og í eití skiptið tókum við það ráð að syngja otokur inn á að- alhóelið í bænum og hótel- stjórinn varð svo hrifinn, að hann lét okfcur fá aðaldag- stofuna í hótelimu og þar lagð Framliald á bls. 21 Gætmn lært margt af íslendingum Rætt við A. P. Maillis frá Bahamaeyjum „ÉG hef svo oft heyrt talað um þorsk, ýsu og lúðu, en aldrei séð þessa fiska og þar sem veiðar eru mitt aðaltóm- stundagaman ákvað ég að skreppa tU íslands og fara í veiðiferð með báti,“ sagði Al- exander P. Maillis frá Ba- hamaeyjum, er Mbl. ræddi við hann í gær. MaiUis liefnr þó ekki aðeins áhttga á sjónum kringum ísland, heldttr og há- loftunum, því hann er stjórn- arforntaður flugfélagsins Int- ernational Air Baliania, dótt- urfyrirtælds Loftleiða. Maillis kom hingað sl. sunnudag éisamt konu sinni, skoðaði þá Reykjavík og ná- grenni og fór síðan á mánu- dag í veiðiferð með Hópsnes- inu og var lagt upp frá Grindavík. 1 gærmorgun fór Maiilis í land í Vestmannaeyj- um og flaug þaðan til Reykja víkur og ætlaði síðan heim á leið síðdegis í gær. „Það er svona með okkur lögfræðingana, sem rekum eigin lögfræðiskrifstofu, að við gebum ekki verið lengi i burbu i einu — þá stoppar allt, og því get ég ekki verið hér lengur að þessu sinni. En eibt er víst, að ég á eftir að koma oft til Islands, til að veiða, bæði í sjó og ám. Is- land er yndislegt land og ég er svo hrifinn af öllu í Reykja vik, aðallega húsnæðinu. Ég held að það geti engin öninur borg státað af að hafa svo mikið af góðu húsnæði og engin fátækrahverfi." Maillis sagði að hann væri mjög ánægður með að Loft- leiðir skyldu hafa tekið við rekstri International Air Ba- hama og væri félagið á hraðri uppleið og hefði farið úr 21. sæti upp í 16. að því er varð- ar farþegafliutning yfir At- lantshafið. „Ég er ekki einn um að vera ánægður með þátt Loft- leiða, því þjóðin er öli þakk- lát Loftleiðamönnium, sem komu eins og bjargvættir þeg ar verst stóð á. Þeir hafa gert mikið fyrir ferðamál á eyjun- um, fjöldi ferðamanna frá Evrópu hefur mikið aukizt og nú hafa ibúar Bahamaeyja tækifæri til að ferðast ódýrt til Evrópu. Og þotan, sem flýgur 6 ferðir á viku til Lux- emborgar, hefur verið svo stundvis að það liggur við að fólk geti sett klufckumar sin- ar eftir henni!“ Maillis sagði að á síðast- liðnu ári hefði komið ein miildj ön og tvö hundruð þúsund ferðamenn til eyjanna, lang- flestir frá Bandaríkjunum. Hótelrekstur og þjónuista við ferðamenn væri aðalatvinnu- vegur eyjabúanna og væru um 85% þjóðartekna tekjur af ferðamönnum. „íbúafjöldinn á Bahamaeyj- um — eyjarnar eru alls 700 — er aðeins minni en í Reykjavík, og um heimingur- inn býr í höfuðborginni, Nassau. Það er því margt líkt með eyjunum og Islandi, nema hvað við höfum ekki fullt sjálfstæði. Samhandið við Bretland er svipað og sam band íslands við Danmörku var 1918—1944, að því er mér er sagt, og á þinginu okkar sitja 38 þingmenn. Vegna þess hve þessir þættir eru lik- ir heima og hér á ísilandi finnst mér sérstaklega gaman að koma hingað og sjá, hvað 200 þúsund manns hafa getað gert í sjálfstæðu landi, og ég held að við gætum margt af því lært. Það hefur mikið verið rætt um það á Bahamaeyjium hvort eyjarnar eigi að slífa alveg sambandinu við Breta Alexander P. MaiUis og kona hans. (Ljósm. Mbl. Br. H.). — og sumir segja að ætlunin sé að gera það 1973.“ Meðan Alexander Maillis reri til fiskjar fór kona hans í ferð um Suðurfand, m. a. að Gullfossi og Geysi, og sagðist hún hafa verið mjög hrifin af því sem fyrir auigu bar. Bkki féll hún þó í stafi yfir hitanum úti fyrir og aðspurð uim loftslag sagði húin að dag- urinn í gær myndi teljast frernur kaldur vetrardagur á Bahamaeyjum. Það væri ekki nema rébt yfir hávebur- inn, sem ekki væri hægt að ganga í ermalausum kjól. Þagar farið var að riifja upp hve langt væri síðan Internat ionai Air Bahama var stofnað kom í ljós að félagið átti þriggja ára afmæli í gær —r- var stofnað 20. júlí 1968. I marz 1969 fóku Lotftieiðir við farmiðasölu féla'gsins og í oktöber sama ár við retostrin- um öiilum. Nú starfa alils um 100 manns hjá fédagintt og í Nassau er íslenzkur sböðvar- stjóri, Gunnar Sigurðisson, og ein íslenzk sfcúika er ffliug- freyja hjá félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.