Morgunblaðið - 21.07.1971, Side 17

Morgunblaðið - 21.07.1971, Side 17
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLl 1971 17 Chile-byltingin Eftir prófessor Hugh Thomas Ofan á efnahagserfiðleika bætast erfiðleikar af völdum tíðra jarðskjálfta í Chile. Þessi mynd er frá síðasta jarðskjálftanum fyrir nokkrum dögiun og sýnir skemmdir á dómkirkju í Valpara- iso. LÍTILL skilningur virðist vera á því hvílík stórtíðindi hafa verið að gerast í Chile síðan sósíalistinn Salvador Allende forseti kom til valda í nóvember og hófst handa um svokallaða Chilebyltingu með hjálp samráðherra sinna úr samsteypustjórn, sem hann myndaði með kommúnistum, róttækum vinstri mönnum og nokkr- um öðrum. Þessi stórtíðindi hafa mikil áhrif annars staðar eins og allir miklir viðburðir. Kosn- ing stjórnar, sem kallar sig marxistíska, hefur mikla þýð ingu í vissum Evrópulöndum, og að minnsta kosti ítölsk og frönsk blöð hafa fylgzt ræki lega með gangi mála í þessum heimshluta. Á því er alltaf hamrað, að vestrænt þingræði eigi ekkert erindi til Þriðja heimsins. En nú er látið í það skína að flytja megi sósíalisma Chile til Fyrsta heimsins, ef það er réttnefni. Chilemenn líta ekki þannig á málin. Þeim virðist vanda málið tvíþætt. Stuðningsmenn stjórnarinnar eru uggandi um, að róftæk stefnuskrá stjórnar innar verði ekki hrundið í framlcvæmd eða famkvæmd hennar verði hindruð. Þessi stefnuskrá gerir ráð fyrir víð tækri jarðaskiptingu, þjóðnýt- ingu kopariðnaðarins og fjöl mörgum öðrum ráðstöfunum til að koma til leiðar þjóðfé- lagsbreytingum. Andstæðingar stjórnarinnar óttast, að stefnu iskrá s'ijórnarinnar verði fram kvæmd eða að það sé mögu- legt i samræmi við gildandi stjórnarskrá, að framkvæma hana, og hins vegar óttast þeir, að Chile sé þvert á móti á barmi hyldýpis, sem allir þekkja of veL ❖ FYRIRBOÐI Þessar áhyggjur einkenndu baráttuna fyrir bæjar- og sveit arstjórnarkosningarnar, sem fóru fram í april. Vinir stjóm- arinnar töluðu um „undirróö- ur“ hægrisinna, og virtust trúa því í alvöru að vopnaðir flokk- ar afturhaldsmanna væru þess albúnir að koma i veg fyrir að kosningarnar færu fram. Kristilegir demókratar og íhalds menn (Þjóðernissinnaflokkur- inn) töluðu með jafnmiklum ugg um trúlegar afleiðingar mikiils stórsigurs. Var þetta sama ástandið og í Tékkósló- vakiu eða Ungverjalandi 1947? En kosningarnar fóru frið- samlega fram, og sannaðist það sem sagt hefur verið, að Chilemenn eru snillingar í að halda kosningar. „Chilemenn eru kannski vanþróaðir í efna hagsmálum en þeir eru háþró aðir í stjómmálum," sagði rekt or háskólans i Auistral de Valdivia, William Thayer, fv. verkamálaráðherra í stjórn Freis forseta. í Chile eru kosn- ingasvik næstum því óhugs- andi. Kosningarnar sýndu líka að þjóðin er klofin í tvo álíka stóra hópa; stjórnarflokkarnir fengu 49,73% atkvæða og stjómarandstaðan 48,05%. En ekki er hægt að snið- ganga auða seðla og ógilda. Kona nokkur sagði mér, að hún hefði skilað auðu af á- settu ráði: hún hefði kosið vinstri menn alla ævi, en stjórn vinstri manna hefði vald ið henni vonbrigðum. „Það er allt i lagi að segjast vera vinstri sinni, en enginn vifll í raun og vera láta taka frá okkur sveitabýli, þjónusitufólk, sumarbústaði og árlegar ferð ir til Evrópu.“ Þar við bættist, að 25% mættu ekki á kjörstað, og sú tala er býsna há þegar þess er gætt að báðir aðillar höfðu lagt á það ríka áherzlu að kosningarnar yrðu afdrifa rikar, og talan er hærri en venja er til í forsetakosning- um. Allir sögðust hafa sigrað í aprílkosningunum og höfðu nokkuð til síns máls. Staða samsteypustjómar Allendes hafði vissulega batnað, og fylgi hennar var meira en í forsetakosningunum i septem- ber er stjómarflokkarnir hlutu 36%. Flokkur Allendes stór- jók fylgi sitt og hlaut næst- um því 23% greiddra atkvæða, sem samsvarar næstum því 10% fylgisaukningu miðað við síðustu bæja- og sveitastjórna kosningar. Þetta var vissulega persónulegur sigur fyrir All- ende. Á hinn bóginn er Kristi- leg demókrataflokkurinn sem fyrr stærsti flokkurinn, og meira að segja ihaldssami Þjóðernissinnaflokkurinn fékk miklu meira fylgi en komm- únistar. Hleypidómalaus álykt un þessara úrslita gefur til kynna, að Alllende og sam- steypustjórn hans hafi umboð frá kjósendum, en naumlega þó, til þess að framkvæma hugmyndir sínar um þjóðfé- lagsbreytingar, en hins vegar með þvi skilyrði, að farið verði eftir þeim stjórnlagalegu leik reglum, sem Chilemenn hafa vanizt. Allt sem gengi í meiri öfgaátt, án tillits til þess að slíkt mætti réttlæta með því að neyðarástand steðjaði að þjóðinni, mundi stofna í alvar lega hættu öllu því sem nú þegar mætti gera innan ramma stjórnanskrárinnar og gæti jafn vel boðið heim hættu á borg- arastyrjöld. Þessi fremur bjartsýna túlk un styrktist, ef höfð er hlið- sjón af því sem gæti gerzt eft ir eibt eða tvö ár. Þótt All- ende hafi ekki meirihluta á Þjóðþinginu, gæti hann vafa laust gert sér vonir um að fá með stuðningi kristilegra demó krata samþykktar langflestar af tillögum Sínum í þjóðfélags málum og efnahagsmálum. — Kristilegir demókratar virðast vera ósammála Alllende um jarðaskiptingu svo dæmi sé nefnt, aðeins hvað sneritir smá atriði, tímasetningu og þá á herzlu, er skuli leggja á það mál. Stefnan í bankamálum og armálum, sem kristilegir demó kratar boðuðu í síðuistu for- setcikosningum, er næstum því eins víðtæk og stefnan sem Allende hafði fram að færa. En i áætlunum stjórnarinnar voru einnig tillögur um að leggja niður núverandi lög- gjafarþing og í staðinn skyldi koma frekar ólánlegt sambland af stéttaríkiskerfi og þjóð- legri ráðstjórn, og þær hafa einnig að geyma tillögur um stofnun alþýðudómstóla eftir kúbanskri fyrirmynd. Þessar fyrirætlanir komast ekki gegnum Þjóðþingið nú. í tilvikum sem þessum veitir stjórnarskráin heimild tll þjóð aratkvæðagreiðslu. En þar sem því fór fjarri að Allende hlyti yfirgnæfandi stuðning í bæja- og sveitastjórnakosningunum, gæti hann ekki, jafnvel þótt hann vildi, tekið þá áhættu að bíða ósigur í máli, sem væri orðið mikilvægt, þegar það væri borið undir þjóðarat- kvæði, og kosningasvik má úti loka. Eini möguleikinn er þá, að stjórninni taki'st að hræða þingið og kjósendur svo, að menn þyrðu ekki að láta í ljós skoðanir sínar í frjálsum kosningum eða skoðanakönnun Um, og sumir halda því ákveð ið fram, að þetta sé sennileg ur möguleiki. Stjórnin hefur þegar reynt í vaxandi mæli að leggja undir sig fréttamiðla og hefur hafið mikla krossferð, sem mikið er til kostað, gegn öllum stofnunum íhaldsmanna, svo sem E1 Mercurio, aðalmál- gagni íhaldsmanna. Nú þegar á sér stað hjá afar íhaldssömu blaði, E1 Sur, í borginni Con cepción i suðurhluta landsins að prentarar bæta við eigin athugasemdum (coletillas). — Augljóst er, að stjórnin hefur möguleika til þess að leggja undir sig útvarp og sjónvarp og það vekur ugg. Stofnun „samtaka vinstrisinnaðra blaða manna“ fyrir tilstilli Allende hlýtur að teljast uggvænleg- ur fyrirboði eftir evrópskri reynslu að dæma. En þar með er ekki öll sag an sögð um hlutverk, mann- gerð og stöðu Allende, „félaga forseta", eins og hann kallar sig gjaman eða Chicho, eins og kunningjar hans kalla hann. Allende stendur á sextugu og hefur um árabil staðið í orrahríð stjórnmálanna. Hann hefur fimm sinnum boðið sig fram til forseta. Hann er af borgaralegri en róttækri fjöl- skyldu og hefur lifað mjög þægilegu lífi öll þau ár sem hann hefur barizt til þess að komast á tindinn. Hann er gleðimaður og, snyrtimenni. ❖ EINLÆGUR „Ég held, að það sé augljóst að Allende hafi engan áhuga á því að verða annar Fidel Castro. Hann vill vera fyrsti Allende Suður-Ameríku," — sagði Andrés Bianchi, ritstjóri Panorama Economico, og þótt ég geri ráð fyrir að virða beri einlægni Allendes sem „marx ista“ er þó líklega leyfilegt að velta þvi fyrir sér hvaða merk ingu hann leggi í orðið. Þjóð- nýtingu bankanna og kopar- námanna að sjálfsögðu, en útrýmingu smábænda eða smá kaupmanna? Mjög ósennilegt. Allende og þeir sem eru hon um handgengnir gera sér full komna grein fyrir þeim „skysis um“ sem hafa verið gerðar í öðrum sósíalistalöndum eins og Kúbu. Margir vinstrisinnað ir hagfræðingar frá Chile störf uðu á Kúbu í nokkur ár, þar á meðal Jacques Chonchol, nú verandi landbúnaðarráðherra. Allir foringjar stjómar AIl endes gera sér auk þess grein. fyrir því, að þeir hafa komizt á tindinn eftir lýðræðislegum leikreglum, sem merkir að þeir eru góðir í röksemdafærslu og áróðri. Mér fannst, að þeir væru nógu greindir til að gera sér þess grein, að við hvers konar þjóðfélagskerfi annað, til dæmis þar sem aðgerðir rík isstjórna stjórnast af valdi eða ógnunum, yrðu þeir sennilega látnir víkj-; fyrir öðrum harð skeyttari mönnum, sem eru búnir öðrum hæfileikum en orðsnilld. Aðrir þættir ástandsina benda til þess að þegar öllu sé á botninn hvolft verði of- an á í Chile starfhæf og rót- tæk lýðræðisjafnaðar- stefna. Andúð á Norður-Amer íkumönnum gætir varla að nokkru ráði þrátt fyrir gamla og umfangsmikla hlutdeild Bandaríkjamanna i efnahags- lífi Chile, einkum námurekstri. Virk íhlutun Bandaríkjanna í landi svo fjarri Bandaríkjun- um er óhugsandi. Einangrun sú sem Andesfjöli veita og hafa varðveitt sjálfstæði Chile fram til þessa mun sennilega bjarga landinu frá öiílum milli ríkjadeilum í framtíðinni. Göm ul reynsla Chilemanna í að gera út um ágreiningsmál með mála miðlun, pólitískt hlutleysi hers ins og sú staðreynd að ofbeldi hefur ekki að neinu marki sett svip sinn á stjórnmál Chile — allt hefur þetta áhrif á núver- andi ástand. Enginn sósíalisti eða kommúnisti í Chile hefur eytt beztu árum ævi sinnar í fangelsi öfugt við kommúnist ana sem tóku völdin í Austur- Evrópu eftir síðari heimsstyrj öidina. Allende kemur heldur ekki ofan úr fjöllum eins og Tító eða Castro í fararbroddi sigursæls hers, sem megnar að halda í skefjum á friðartímum þeirri spennu, sem leiðir af bar dögum, og getur þar af leið andi borið öllum andstæðimg á brýn að þeir hafi verið leigu Þý. Framhald á bls. 1S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.