Morgunblaðið - 21.07.1971, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.07.1971, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLl 1971 SAAB órgerð 1966 til söln Upplýsingar í síma 85697 frá kl. 7 í kvöld. Bókhaldarí Ungur, reglusamur maður óskast til bókhaldsstarfs hjá stóru fyrirtæki hér i borg. Verzlunarskóla eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aidur og fyrrí störf sendist blaðinu fyrír 26. þessa mánaðar, merkt: „Bókhald — 7878". F/?A FLUGFELÆGIIVIJ r> • " y Götunnrstúlkn ósknst Flugfélag íslands hf. óskar að ráða stúlku nú þegar til starfa á götunarvélar. Umsóknareyðublöð, sem fást í skrifstof- um félagsins ,sé skilað til starfsmanna- halds í síðasta lagi þann 31. júlí. iSH FLUGFÉLAG ÍSLANDS =Cánon ^mmmmmm m Bylting í cm & kg. Bylting í millisek. & krónum. Frá Prentandi Pocketronic stærð: 101 mm x 208 mm x 49 mm. Þyngd: 820 grömm. Plús. minus, margföldun. deiling, „konstant" og 12 stafa útkoma. Verð frá 29.700 krónum. TU „Prógrammeraðra" 5 reikniverka x 16 stafa véla. Sem sagt nú geta allir eignast og unnið á „TÖLVU". Athugið verðin! Einkaumboð. ábyrgð og þjónusta. SKRIFVÉLIN Bergstaðastræti 3 Símar 19651 & 37330. Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð á varningi vefpaðar- og gjafavörudeildar Kaupfélags Siglfirðinga, Suðurgötu 4, Siglufirði, eign þrb. fé- lagsins, verður haldið áfram í kjörbúðarhúsinu, Suðurgötu 4, fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23 júlí nk. kl. 16—23, báða dagana, og laugardaginn 24. júli nk. og hefst þá kl. 10 f. h. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Siglufirði, 17. júlí 1971. — Iðnnemamót Framhald af bls. 18. engin löggæzla yrði á væntan- legri félagssamkomu þeirra, sem eitt út af fyrir sig hefði átt að nægja til rétts skilnings á heim- iMum og takmörkum mótshalds- ins ekki sizt þar sem þessi að- ili gat þess, að iðnnemar væru vanir að halda ár hvert sams konar mót og þeir ætluðu nú að efna til í Húsafelli. í»essum aðila var einnig sagt, að skriflegt leyfi embættisins væri i þeirra tilviki óþarft að venju og munnlegt samkomulag nægilegt, enda hefur sá háttur ekki valdið vandræðum fyrr. Engin ástæða þótti þá fremur en áður að ætla iðnnemum verri hlut að þessu leyti en fjöimörg- um öðrum sambærilegum félags- samtökum. 4. Að kvöldi 21. júní fékk émbættið fregnir af þvi, að iðn- nemar hefðu fest upp auglýsing ar vlðs vegar um land um mót þeirra, þar sem m.a. væri aug- lýst hljómsveit og aimennur dansleikur, diskótek til kl 03 að nóttu og allir boðnir vel komnir. í>á þegar var haft tal af siðastnefndum forráðamanni og honum gerð rækiieg grein fyrir þessum mistökum iðnnema og m.a. hvemig þau hefðu vegið að samningsbundinni úthlutun á leyfum til almennra samkoma í héraðinu. Þess var krafizt að þau kæmu i veg fyrir frekari brot á leyfisskilyrðum og létu leiðrétta þessar auglýsingar ail- ar í samræmi við fengnar ábend ingar. Þessu til áréttingar var iðnnemasambandinu sent sim- skeyti að morgni næsta dags. Af þess hálfu lofaði marg- nefndur forráðamaður þvi, að engar frekari auglýsingar myndu frá þeim fara, sem bent gætu ranglega til almenns sam- komuhaids í Húsafelli einkum almenns dansleiks og reynt yrði til hins ýtrasta að bæta úr því sem þegar var heimildarlaust auglýst sem slíkt, þótt fyrirsjá aniega væri útilokað að leið- rétta það alls staðar. Varð að samkomulagi að þeir héldu leyfínu eftir sem áður þrátt fyr ir þetta. 1 þessu samtali kom i ljós, að forráðamenn iðnnema áttu m.a. erfitt með að skilja að þeim væri leyíilegt að hafa hljómsveit og dansleik út af fyrir sig en vera jafnframt óheimilt að auglýsa það eða anr.að eins og almenna samkomu. Þá virtist þeim ókunnugt um gildandi reglur um samkomuslit i landinu og var bent á að leita þyrfti leyfis dóms málaráðuneytisins til frávika jafnvel á lokuðu félagsmóti. 5. 1 hádegisútvarpi 24. júní kom fréttatilkynning um vænt- anlegt mót iðnnema I Húsafelii og þess getið m.a. að haldnir yrðu dansleikir. Vegna þess, sem á undan var gengið og benti a.m.k. til almenns dansleiks á þessum stað og ekkert í frétta- tilkynningunni tók af þann vafa nema siður væri, var strax náð tali af sama forráðamanni, sem kvað þessa tilkynningu ekki komna frá stjómendum mótsins. Fréttastjóri ríkisútvarpsins gaf aðspurður annað í skyn, en kvað stofnunina ekki geta birt leiðréttingu eða viðauka við fréttatilkynningu. Aðila I.N.S.Í var þá tjáð að embættið neydd- ist til að birta sérstaka auglýs- ingu til að taka af allan vafa. Þá sem fyrr mátti yel skilja að iðnnemar yndu illa þessu að- haldi og hygðust fá atbeina ráðuneytis og/eða annarra til að hnekkja því. Auglýsingin var birt 2svar sinnum í hádegi 25. og 26. júní svohljóðandi: „Vegna auglýsinga Iðnnema- sambands Islands um mót þeirra i Húsafelli er sérstök athygli vakin á því, að enginn opinber dansleikur verður í Húsafelli um næstu helgi. Enginn almennur dansleikur verður í Húsafelli um næstu helgi.“ Að gefnu tilefni auglýsti einnig sá samkomuaðili, sem átti úthlutaðan almennan dansleik um þessa helgi, að enginn opin- ber dansleikur væri í Húsafelli um þessa helgi. Landeigandi samkomusvæðis- ins i Húsaíelli leítaði nú til emb ættisins. Kvaðst hann uggandi um mót þetta því hann hefði fregnað að sumir forráðamenn þess byggjust við 4—500 manns en aðrir að þeir yrðu ekki ánægðir með minna en 4—5 þús- und. Óskaði hann nærveru lög- gæziumanna vegna umhverfis- verndar- og öryggissjónarmiða. Þar sem sýnt þótti, að fram- kvæmd mótsins væri ekki nægi- lega traust, landeigandi ugg- andi og óvissa ríkjandi um til hvers myndi draga af hálfu ut- anaðkomandi fólks var embætt- ið viðbúið frekari afskiptum ef þörf krefði. Sem betur fór þurfti ekki að reyna á þessar varúð- arráðstafanir, þótt allar líkur bentu til hins gagnstæða um tíma. 6. Ástæða er til að taka sér- staklega fram að samræður und irritaðs við prúða og fyrmefnda forráðamenn I.N.S.Í. og allar að gerðir embættisins í þessu máli hafa frá upphafi verið í fullri vinsemd i garð I.N.S.Í. og félaga þess, enda engin áistæða til ann- ars þrátt fyrir gang þessa máls, sem embættið harmar en telur sig ails ekki eiga sök á, heldur hafa þvert á móti reynt allt sem unnt var til að leiðrétta það sem telja verður mistök af hálfu I.N.S.Í. Því fremur er ástæða til að undrast og vita þá aðila inn- an I.N.S.Í. sem reyna opin- berlega að bera eigin sakir á aðra. Þó er e.t.v. enn furðulegra og stórlega ámælisverðara, að slíkir aðilar geti viðstöðulaust fengið birtar þess háttar rang- færslur í dagblöðum og meira að segja með fyrirsögnum, sem fela í sér alvarlegar ásakanir. Emb- ættinu var ekki gefinn kostur á að tjá sín sjónarmið né koma að athugasemdum áður en þessar rangfærslur birtust í viðkom- andi dagblöðum. Með hliðsjón af framanskráð um staðreyndum málsins, er full ástæða til að víta harðlega slik vinnubrögð. Skrifstofu Mýra- og Borgarf jarðarsýshi, 14. júlí, 1971. Þorvaldur Einarsson, ftr. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir árekstur VW, árgerð 1960 og 1964, og að auki Renault 1964. Bifreiðarnar eru til sýnis að Bifreiðaverkstaeði Árna Gislasonar, Dugguvogi 23. Tilboð berist Hagtryggingu hf. fyrir kl. 17.00 23. þ. m. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. Til sölu Tveggja herbergja ibúð í 14. byggingarfiokki, Þriggja herbergja íbúð í 12. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar að íbúðum þessum, sendi umsóknir sinar til skrifstofu félagsins, Stór- holti 16, fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 27. júlí nk. Félagsstjómin. Auglýsing um innluusn Verðtryggðru spnri- skírteinu ríkissjóðs Frá 10. septernber 1971 til 9. sept- ember 1972 greiðist 125,74% verðbót á spariskírteini útgefin í maí 1965. Frá 20. september 1971 til 19. sept- ember 1972 greiðist 90,39% verðbót á spariskírteini útgefin í maí 1966 — 1. fl. Frá 15. september 1971 til 14. sept- ember 1972 greiðist 79,53% verðbót á spariskírteini útgefin í apríl 1967 — 1. fl. Frá 20. október 1971 til 19. október 1972 greiðist 79,53% verðbót á spariskírteini útgefin í október 1967 — 2. fl. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 19. júlí 1971. Seðlabanki íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.