Morgunblaðið - 12.08.1971, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1971
—---- ------—;---i-------—i— ......:—
Kristján Jóhannesson
Minningarorð
Fæddur 8. apríl 1920.
Dáinn 31. júlí 1971.
Þegar ég heyrði um andlát
Kristjans Jóhaxmessonar, fyrr-
um vaktarfélaga mins og jafn-
aldra í starfi, kom mér i hug
að stutt væri stórra högga í
miilli. Á rúmu ári hafa sjö starfs
félagar fallið i valinn, flestir á
góðum aldri eða báðum megin
við fimmtugt, og er það stórt
skarð í ekki stærri hóp.
Kristján Jóhannesson var
fæddur á Akranesi 8. apríl 1920,
en fluttist þaðan á fyrsta ári
með foreldrum sínum til Borgar
ness, þar sem faðir hans setti
upp verzlun, sem hann rak til
dauðadags.
Foreldrar Kristjáns voru
Jóhannes Jósepsson og Jónína
Jónsdóttir. Var Kristján elztur
þriggja systkina. Aðeins fjög-
urra ára missti Kristján föður
sinn á sviplegan hátt. Þann 30.
október 1924 var Jóhannes far-
þegi á mótorbát frá Borgarnesi
á heimleið frá Reykjavík. Bát-
urinn stey'tti á skeri í Borgar-
firði og fórst. Drukknaði
Jóhannes þar ásamt nokkrum
mönnum öðrum, en sumum báts-
verja tókst að ná upp á skerið
og varð siðan bjargað. Jónina
stóð þá uppi með þrjú ung börn,
og eins og á stóð, mun hún hafa
te'kið því fegins hendi, er hjón-
in á Hamri við Borgarnes, þau
Elínborg Sigurðardóttir og
Kristófer Jónsson, buðust til að
taka Kristján í fóstur og ganga
honum í foreidrastað. Hjá þeim
sæmdarhjónum var Kristján til
fullorðinsára og leit á þau og
mat sem eigin föður og möður.
Þótt Kristján ætti því láni að
fagna, að njóta ástríikis fóstur-
foreldranna, fer ekki hjá því, að
það hefiur verið mikil raun ung-
um sveini að missa föður sinn
fjögurra ára og síðan móður sína
aðeins ndu ára gamall. Ef til vill
hefur þessi æskuraun hans mót-
að það viðhorf, sem var svo ríkt
með honum að bera ekki til-
fin.ningar sinar á torg.
Leiðir okkar Kristjáns lágu
fyrst saman árið 1912, er við hóf
um störf í lögregluliði Reykja-
vikur. Varaði sú samfylgd i 26 ár,
eða þar til Kristján varð að láta
af störfum vegna heilsubrests.
Vorum við allan þennan tíma
vaktarfélagar. Við fyrsitu kynni
vakti Kristján athygli mína sem
óvenju hár maður, beinvaxinn,
sviphreinn og drengilegur í
framgöngu. Öll kynn.i mín af
honum síðar voru í samræmi við
þetta. Hann var orðvar, og minn
ist ég þess ekki, að hafa heyrt
hann leggja hnjóðsyrði til nokk
urs manns, traustur starfsfélagi
og vinsæli.
Oft er lögreglan kvödd á sam-
komustaði eða i heimahús, þar
sem skapofsi eða æsing hefur
svo að segja firrt fólk allri
skynsemi. Undir slikum kringum
stæðum var Kristjáni, með sinni
prúðu og hægu framkomu, eink
ar sýnt um að lægja öldiurnar
og róa fólk, svo að það áttaði
sig á aðstæðum, og eyða misklíð-
arefninu, sem venjulega stafar
af míisskilningi. Yrði ekki hjá
því komizt að beita handafli,
var það gert með sömu stilling-
unni og án allrar óþarfrar harð-
ýðgi. — Þótt þessa sé hér að-
eins getið sem dæmis, var slík
framkama einkenni Kristjáns i
starfi og umgengni.
Kristján hafði fagra tenór-
rödd og starfaði árum saman i
lögreglukórnum. Minnast kórfé-
lagarnir hans með þakklæti fyr-
ir ánægjulegar samverustundir.
Æskubyggð sinni unni Krist-
ján mjög, og þangað leitaði
hann, er fristundir gáfust. Þá
mun hann hafa unað sér bezt, er
hann sat góðan hest á ferð um
æskustöðvarnar, en hann hafði
yndi af hestaimennsku og reyndi
jafnan að eiga einn eða fleiri
hesta, sem hann sýndi sérstaka
nærgætni og umhyggju.
Þann 2. nóvember 1946 gekk
Kristján að eiga eftirlifandi
konu sina, Sesselju Jónsdóttur,
og eignuðust þau þrjár dætur:
Elínborgu. gifta Ágústi Ög-
mundssyni skrifstofumanni,
Guðrúnu, gifta Hilmari Sigurðs-
syni viðskiptafræðingi, og
Jónínu, sem enn er í heimahús-
um. FjöLskyldu sinni unni
Kristján og helgaði henni krafta
sina meðan heilsa entist. Byggði
hann hús við Tómasarhaga með
starfsfélögum sínum, og þar
bjuggu þau hjónin vistlegt heim
ili. Ég votta fjölskyldunni inni-
legustu samúð mina og bið Guð
að styrkja hana.
Eins og fyrr segir, fór að bera
á þverrand'i heilsu Kristjáns fyr
ir nokkrum árum. Þó að hann
starfaði eftir það um árabil í
lögreglunni, var okkur, sem bezt
þekktum, Ijóst að hann var oft
þjáðari en hann lét uppi. Fyrir
nokkru lagðist Kristján inn á
Borgarspítalann og gekkst þar
undir upþskurð til að freista
þess að bæta heilsuna. Virtist
svo, sem uppskurðurinn ætlaði
að heppnast, og vonir.um betri
líðan kviknuðu. Þær vonir
brugðust óvænt, og á stuttri
stundu var hérvist hans lokið.
Slikir atburðir virðast jafnan
koma okkur á óvart, og við
reynumst óviðbúin siíkum tíðind
um, en við vonum og trúum, að
hér sé aðeins uim bústaðaskipti
að ræða. Þótt við söknum vin-
ar, sem gott er að minnast, biðj-
um við, að vegferð hans á hinni
nýju braut framtíðarinnar verði
björt.
Jónas Jónasson.
Ágústa Guðjónsdóttir
Fáein kveðjuorð
„Dyggð og tryggð þitt dæml
kenni.
Dána! Þú varst islenzk kona.“
FRÚ Ágústa Guðjónsdóttir, Rétt-
arholtsvegi 45, andaðist 6. þ.m. á
Heilsuverndarstöðinni hér í borg
eftir erfiða sjúkdómslegu. Hún
var fædd 6. ágúst 1902 og and-
aðist því á 69. afmælisdegi sín-
um. Jarðarför hennar fer fram
frá Dómkirkjunni í dag. Hún
var dóttir hjónanna Guðjóns
Bjarnasonar og Guðbjargar
Brynjólfsdóttur, sem lengi
bjuggu á Geirseyri við Patreks-
fjörð, en þau voru bæði Árnes-
ingar að ætt.
Árið 1926 giftist Ágústa eftir-
lifandi manni sínum, Guðmundi
Guðmundssyni prentara. Eign-
uðust þau þrjú börn, Guðbjörgu,
Láru og Kristin, en þau eru nú
öll uppkomin og gift. Einnig ólu
þau upp dótturson sinn, Hilmar.
Ágústu tókst, þrátt fyrir það
að hún gekk sjaldnast heil til
skógar að búa börnum sínum og
manni fagurt og friðsælt heimili,
þar sem gestrisni var i hávegum
höfð og nutu þess frændfólk og
vinir þeirra hjóna.
Ágústa var afar félagslynd
kona eins og systkini hennar og
frændfólk allt. Starfaði hún mik-
ið fyrir Barðstrendingafélagið í
Reykjavik og einnig fyrir félag-
ið Berklavörn þar sem hún var
lengi virkur félagi, enda hafði
hún af eigin raun fengið að
kynnast þvi hvað berklaveiki var
hér á árum áður. Aldrei heyrð-
ust þó æðruorð af hennar munni
hvorki þá né nú síðast er hún lá
banaleguna oft sárþjáð. Um
dyggð hennar og tryggð efast
enginn sem til hennar þekkti. Því
mun minningin um Ágústu lengi
lifa í þakklátum hugum þeirra,
sem þekktu hana og mátu að
verðleikum.
Nú á kveðjustundu sendir
kona mín Gústu innilega kveðju
með þakklæti fyrir áratuga
órofa tryggð og vináttu og biðj-
um við henni Guðs blessunar.
Guðmundi prentara Guðmunds
syni, börnum þeirra, tengdabörn-
um og barnabörnum vottum við
samúð okkar og biðjum að minn-
ingin um eiginkonu og móður,
sem aldrei brást, mégi ylja þeim
um ókomin ár.
Ge.
Innilegar þakkir til barna
minna allra og vina, nær og
fjær, er heiðruðu mig á 80 ára
afmæli mínu 3. ágúst sl.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Þorvarðarson,
frá Laugarvatni.
Útför sonar, föður og bróður,
BJÖRNS Þ. M. MARKÚSSONAR,
Baugsnesi 1, Skerjafirði,
sem andaðist 3. ágúst síðastliðinn, fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 13. ágúst klukkan 1.30 eftir hádegi.
Jóhanna Jónsdóttir og Markús Jónsson,
Kristín Bjömsdóttir og Snorri Gestsson,
Viðar Björnsson og Sigurjón Bjömsson,
Guðmundur Björnsson, Sigurd Markússon,
Margrét M. Jones, Ambjörg Markúsdóttir.
Skrifstofur vorar verða
lokaðor eftir hódegi í dag
vegna jarðarfarar Kjartans Thors, forstjóra.
Vinnuveitendasamband íslands.
Húsasmiðir - Húsgognasmiðir
Okkur vantar nokkra smiði nú þegar.
HURÐAIÐJAN SF.,
Kópavogi,
sími 41425.
íbúð 1 kaupmannahöfn
íslendingur, sem undanfarin ár hefur verið búsettur í Kaup-
mannahöfn, vill, vegna heimflutnings til Islands, selja einbýlis-
hús (kædehus),.sem hann á þar.
Húsið er vel staðsett, byggt árið 1966, að stærð 105 fermetrar,
með öllum nýtizku þægindum, vandað og vel meðfarið.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á kaupum, sendi tilboð, merkt:
„Kaupmannahöfn — 5720" til afgr. blaðsins fyrir 20. ágúst.
Skrifstofustúlkn óskast
Stórt fyrirtæki í miðborginni óskar að ráða
skrifstofustúlku nú þegar. — Vélritunar-
kunnátta nauðsynleg — góð málakunnátta
æskileg.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt:
„Framtíð — 4186“.
Fittings
Vorum að fá mikið úrval af
sænskum og þýzkum fittings.
J. Þorláksson & Norðmann hf.
Skólastjóri
Skólastjóra og kennara (aöalkennslugrein
danska) vantar við Gagnfræðaskóla
ísafjarðar.
Upplýsingar gefur formaður fræðsluráðs í
síma 94-3164 og 94-3417.
Fræðsluráð ísafjarðar.
F. sumarbústaði
W.C. sett í sumarbústaði nýkomin,
verð aðeins 933,00 krónur.
A J. Þorláksson & Norðmann hf.