Morgunblaðið - 12.08.1971, Page 28

Morgunblaðið - 12.08.1971, Page 28
RUCLVSinCDR £^-»22480 FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1971 Mjög góður afli — norðanlands Mun meiri en í fyrra AFLI Siglufjarðarbáta í júliímán- uði varð 1461 lest eða 538 lestum meirí en í júlímánuði á si. ári. t>ar af var handfæra- afli rúm 300 tonn frá árajmótum. Til júlíloka var afli Siglufjarðar- báta 4955 lestir eða 1256 lestum meiri en á sama tíma á fyrra ári. Afli í Norðurlandsfjórðungi í júlímánuði var 7068 lestir á móti 6394 lestum á sl. ári og £rá áramótum til júlíloka 32025 lestir á móti 30908 lestum á sama táma á fyrra ári. Bv Hafliði land- aði hér í gær um 170 lestum. — Stefán. Laxveiði aftur í Varmá EINS og sagt var frá í Morg- unblaðinu fundust um 30 dauð ir laxar og silungar í Varmá í síðustu viku. Fuilvist er tal- ið að vatnið í ánni hafi verið of heitt og einnig var mjög lítið í ánni, sem eðlilegt er á þessum tima. Ekki hefur borið á neinum íiskadauða í ánni eftir þetta og hafa veiðzt tveir 7 punda iaxar síðan og 20 sjóbirtingar 2—7 pund á þyngd. Nefnd vegna Fram- kvæmda- stofnunarinnar SKIPUÐ hefur verið þriggja manna nefnd til þess að semja frumvarp um fyrirhugaða Fram kvæmdastofnun ríkisins, sem kveðið er á um í málefnasamn- ingi stjórnarflokkanna. í viðtali við forsætisráðherra, Ólaf Jóhannesson kom fram, að eftirtaldir menn hafa verið skip- aðir í nefndina: Helgi Bergs, sem er formaður hennar, Ragnar Arn alds og Bergur Sigurbjörnsson. i ÞESSI mynd var tekin af Eld- í ey í gærdag. Ofan á þessari / þverhníptu eyju situr súla við i súlu, en talið er að um 20.000 i pör séu í eyjunni og um jiess- | ar mundir er súluunginn að / verða fleygur eða fuUgerður I eins og sagt var áður fyrr. I Á myndinni sést yfir hluta af á kolli eyjunnar, en einnig má i i sjá mergð af súlu á syllum , ; í bjarginu. Eldey var sean J kunnugt er klifin af sjö Vest- i mannaeyingum fyrir skömmu, i \ en þá voru liðin 30 ár frá þvi í að menn höfðu komið í þessa l stærstu súlubyggð í heimi, Jenda er mjög erfitt að klífa j eyna, I.jósmynd Mbl., árni j johnsen. 9% FYRSTU sex mánuði yfirstand- andi árs fluttu Loftleiðir 125.081 arðbæran farþega, og er það 18,8% aukning miðað við sama tima i fyrra. Sætanýting jókst úr 69,1% í 71,1%. Kópavogur: Brauðin skipt- ast við veginn Valgarð Ólafsson. Safnaðarfull- trúi í Digranessðkn er Axel Jóns- son og í Kársnessókn er safnað- arfulltrúi Jósafat Líndal. Brauðin hafa þegar verið aug- lýsit laus til umsóknar en séra Gunnar Ámason þjónar þeim til 1. septemiber. Kópavogssökn var stofn-uð 1952 og var þá hluti af Bústaðaprestakalli, en varð sjálfstætt prestakall 1964, en kirkjan var vigð 1962. Séra Gunnar Árnason hefur þjónað Kópavogsprestakalli frá upphafi og á árunuom 1952—1963 þjónaði hann bæði Kópavogi og Bústaða- prestakaili. Kirkjuvörður er Guðmundur Guðjónsson. Grænmeti lækkar vegna góðærisins Útlit fyrir mikla uppskeru á útiræktuðu grænmeti ÞAÐ grænmeti sem ræktað er utan dyra hefur fengið mjög góða tíð i sumar og allt útlit er fyrir mjög góða upp- skeru á gulrófum, gulrótum, hvítkáli og blómkáli, sam- kvæmt upplýsingum Þorvalds Þorsteinssonar framkvæmda- stjóra Sölufélags garðyrkju- manna. Þorvaldur sagði að verðið heíði lækkað taisvert siðustu daga og þó taldi hann iág- marksverð ekki komið enniþá á það grænmeti, sem ræktað er utandyra. Sama verð er hins vegar á tómötum og gúrkum, sem ræktaðar eru innan dyra. Ástæðan fyrir verðlækkun grænmetisins er sú að upp- skera er óvenju mikil, enda tíðarfar eins og bezt verður á kosið fyrir grænmetisræktun úti. Framboð er þvi mikið af grænmeti og um leið lækkar verðið. Á árunuin 1960 til 1967 varð vart við 30 bleiklaxa á ýmsum stöðum á landinu. Síðustu þrjú árin hefur hans ekki orðið vart hér við land svo vitað sé. Er þetta því fyrsti laxinn eftir þriggja ára hlé. Siðustu 25 árin hafa Rússar reynt að koma á bleiiklaxagöng- um á Kolaskaga við Hvítahaf. Hafa þeir flutt milljónir bleik- laxeilhrogna frá Kyrrabafsströnd- inni, þar sem heimkynni bleik- laxins eru, klakið þeim út og al- ið seiðin a. m. k. upp í 5 sm áður en þekn var sleppt. Urðu menn varir við miklar bleiklaxagöngur í Norður-Rúss- landi árið 1960 og talsvert árið 1961. Laxinn sem hér um ræðir er greinilega þannig til orðinn, þvi sjá má í hreistrinu að hann heíur verið í fersku vatni lengur en honum er eðlilegt. Æviíerill bleiiklaxins er tvö ár, þ.e. það liða tvö ár frá því að hrognunum er gotið þar til iax arnir, sem úr þeim koma, hrygna. 1 FYRRADAG var Kópavogi skipt í tvö sjálfstæð prestaköll og er Kársnesprestakall svæðið utan Hafnarfjarðarvegar með tæpa 5000 ibúa og Digranes- prestakaU austan Hafnarfjarðar- vegar með rúmlega 6000 íbúa. Ætiað er að kirkjan verði sam- eiginleg, enda er hún á miðsvæði. Búið er að kjósa í safnaðar- nefndir. 1 sáfnaðamefnd Digra- nespresítakalls eru: Rannveig Sigurðardóttir, Elínborg Stefáns- dóttir, Þórður Magnússon, Guð- mundur Guðjónsson og Salómon Einarsson. 1 Kársnesprestakalli eru: Jósafat Lindal, Hi'ldur Þor- bjarnardóttir, Margrét Ólafs- dóttir, Þorvarður Ámason og KÁ reisir eitt stærsta verkstæðishús á landinu fyrir smiðjur Kaupfélagsins KAUPFÉLAG Árnesinga er að hefja byggingu á feikn stóru verkstæðishúsi á Selfossi fyrir hinar ýmsu verkstæðisdeildir, sem fyrirtækið rekur. Nýbygg- ingin verður 3200 ferm. að flat- armáli og verður reist aust- an við smiðjurnar samfast við trésmiðjuna. Hér er um að raeða einhverja stærstu verkstæðis- byggingu á Islandi. Samkvæmt upplýsingum Odds Sigurbergssonar, kaupfélags- stjóra, í viðtali við Morgunblaðið í gær, verða flest verkstæði KÁ flutt í verkstæðishúsið þegar þar að kemur, járnsmíðaverk- stæðið, rafmagnsverkstæðið, bila viðgerðaverkstæðið, yfirbygging ar og fleira. Framkvæmdir hefj- ast innan tíðar. Um 70 manns vinna á þessum verkstæðum KÁ í dag, en í ný- byggingunni verður aðstaða fyr- ir um 100 manns a.m.k. Oddur sagði að sumt af gamla húsnæðinu væri ónýtt og verður það rifið þegar lokið er við verkstæðishúsið, en ekki er búið að ráðstafa öðru húsnæði fyllilega. Áætlað kostnaðarverð á nýbyggingunni er 36 millj. kr. Fyrsti bleik- laxinn 1 3 ár — veiddist á Hvítárvöllum VEIÐIMÁLASTOFNUNINNI hefur borizt bleildax (hnúðlax) frá Davíð Ólafssyni, Hvítárvöll- um í Borgarfirði. Fékkst fiskur- Inn í net í Hvitá þann 6. ágúst s.I. Laxinn var hrygna, 47 sm að lengd og vó 1,6 kiló. Þegar seiðin hafa lokið við kvið pokann ganga þau rakleitt til Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.