Morgunblaðið - 09.09.1971, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1971
Hver á Þórisvatn og
Holtamannaafrétt ?
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hcfur
fyrir hönd ríkissjóðs krafizt við-
urkenningar á cigTiarrétti ríkisins
að Þórisxatni, Holtamannaafrétti
Magnús Már Lárnsson,
háskólarektor.
Heiðurs-
doktor
GUÐFRÆÐIDETLD Háskóla Is-
lands heíur einróma með sam-
hljóða sa.m.þykiki háskólaráðs,
þar sem varaforseti þess stýrði
afgreiðslu máls, sæmt rektor Há
skóla íslands, prófessor Magnús
Mg Lárusson, Jur. H. D., nafai-
bótinni dooktor theologiae í heið
ursskyni. Afhentu deildarfor-
seti og kennarar deildarinnar
doktorsbréfið himn 2. þessa mán-
aðar, að því er segir i frétt frá
Hásioóla Islandls.
og Þjórsártiingum, en bein form-
leg eignarheimild að iandsvæðum
þessum Hggur ekki fyrir. Hefur
sýslumaðurinn í RangárvaHa-
sýsSn birt eignardómsstefnn í
Lögbirtingarbiaðinu og er stefnu
fresttir til 26. nóvember, en þá
á hver sá, sem kynni að telja
til réttar gagnvart fyrrgreindum
landsvæðum að mæta fyrir auka-
dómþingi Rangaórvallasýslii, sem
háð verður á skrifstofu sýslu-
mannsins á Hvolsfelii.
f stefnunni i Lögbirtingarblað
inu segir að það aé mikils um
vert og öllum hlutaðeigendum
nauðsyniegt, að fá skorið úr rétt-
arstöðu þessara landsvæða,
„enda Uklegt að dómur í málinu
MJÖG harður árekstur varð á
gatnamótum Kringlumýrarhraut
ar og Háaleitisbrantar í gærmorg
un á 10. tímanum. Skali þar sendi
ferðabíll á Citroen-fólksbíl, sem
skemmdist mikið. SendiferðabíU
inn virtist ekki eins mikið
skemmdur eftir áreksturinn, en
svo undarlega vildi til að við
áreksturinn hrökk bensintankur
hans undan bílnum og kastaðist
upp á grasflötina, sem þama er
utan við gatnamótin. Engin slys
urðu á ökumönnunum.
Tildrög þessa harða árekstrar
voru þau, að sendiferðabíllinn ók
yrði til mikilsverðrar leiðbeining
ar um eignarréttarstöðu gagnvart
öðrum afréttum í landinu“. Land
svæðin, sem málsó'kn þessi
tekur til afmarkast af Þjórsá að
vestan, Sprengisandi eftir vatna
skilum að norðan, Tungnaá að
sunnan en að austan eftir Blautu
kvisl frá Tungnaá í Blautukvísl
arbotna, þaðan í sjónhendmg í
Þó.ristind, baðan í Þveröldu norð
austan Þórisvatns og síðan aust
ur í Svartakamb, þar sem hann
er hæstur og þvert i Tungnaá.
Þaðan upp eftir Tungnaá og allt
upp til jökla og síðan til Vonar-
skarðs, Tungnafellsjökuls og loks
norður á Sprengisand.
vestur Háaleitisbraut, en fólks-
bíllinn ók eftir Kringlumýrar-
braut. Ekill sendiferðabílsins seg
ist hafa tekið eftir Cit.roen-bíln-
um, en þar sem hann hafi verið
svo langt undan er hann hugði
að honum, taldi hann fráleitt ann
að en að hann slyppi yfir gatna-
mótin.
Ekill sendiferðabílsins ók því
rólega inn á gatnamótin og varð
þá áreksturinn. Fólksbíllinn kast
aðist þvert yfir umferðareyjuna
norðan gatnamótanna, en sendi-
ferðabíllinn kastaðist til og sne<ri
í norður eftir áreksturinn.
Harður árekstur á
mesta slysahorni
borgarinnar
frettir
í $tuttu máli
Líknarmorð
Kaupm.hofn, 8. sept. NTB
TVEIR utigir menn, 19 og
26 ára að aldri frömdu í
nótt líknarmorð á móður
sinni, sem þjáðist af
ólæknandi sjúkdómi. Móð-
irin lá á héraðssjúkrahús-
inu í Hróarskeldu og höfðu
synirnir fengið leyfi til að
vera hjá henni yfir nótt-
ina vegna þess hve líðan
hennar var slæm. Um tvö-
leytið var komið að þeim
við sjúkraheð henar og
höfðu þeir þá gefið henni
sprautu með hanvænu
efni.
Þeir tjáðu lögreglunni til
skýringar á verknaðinum að
móðir þeirra hefði árum sam-
an verið alvarlega veik og
þeir hefðu ákveðið að binda
enda á þjáningar hennar.
f dönskum lögum eru ekki
sérstök ákvæði um líknar-
morð en þar eru hins vegar
ákvæði um að drepi maður
einhvem, eftir eindreginni
ósk þess, sem drepinn er, sé
aðeins hægt að dæma þann,
sem verkið vinnur, í allt að
þriggja ára fangelst.
Berlín
Bonn, 8. sept. — NTB
I VEÐTALI sem Biid Zeitung
birtir í dag við Kenneth Rush,
sendiherra Bandarík.janna í
Bonn, fcemur fram að Banda-
ríkjastjórn hyggst fara að
dæmi Sovétstjómarinnar að
koma á fót aðalræðismanns-
skrifstofu í Vestur-Berlín.
Þingkosningar í
Egyptalandi
Kairó, 8. sept. — AP
ANWAR Sadat, forseti
Egyptalands, hefur leyst upp
þing landsins og boðað nýjar
kosningar 27. október n. k.
Gerir hann ráð fyrir að nýtt
þing koml saman 11. nóv.
Þessi ráðstöfun forsetans
stendur í sambandi við þjóð-
aratkvæðagreiðslu, sem fram
fer á laugardaginn um nýja
stjórnarskrá. Samkvæmt
henni á að kjósa 350 þing-
menn í almennum .leynileg-
um kosningum, en forsetinn
getur skipað 20 þingmenn.
8 klst. á sundi
Liibeck, 8. sept. — NTB
24 ÁRA Aiistur-Þjóðverji var
í dag tekinn upp í vestur-
þýzkt skip, sem var á sigl-
ingu um þrjár og hálfa mílu
frá Travemunde. Hafði mað-
urinn þá verið á sundi á
Eystrasaltsflóa f átta klukku-
stundir. Hann hefur sótt nm
hæli í Vestiir-Þýzkalandi sem
pólitískur flóttamaður.
Haile Selassie til Kína
Addis Abeba, 8. sept. NTB
HAILE Selassie, keisari
Eþiópíu, fer í opinbera heim-
sókn til Kína 6. október og
dvelst þar í landi til 12. okt.,
að þvl er eþiópiska utanríkis-
ráðuneytið tilkynnir. Fer keis
arinn þessa ferð í boði Kín-
versku stjómarinnar og tfl*
gangur hennar er að styrkja
vináttusamband þjóðanna.
Eþiópía viðurkenndi Peking-
stjórnina í nóvember 1970.
Að lokinni Kínadvölinni fer
Selassie til frans, þar sem
hann dvelst 13.—17. okt. og
verður við hátíðahöldin vegna
2.500 ára afmælis iranska
keisaradæmisins.
Stærsta olíuskip heims
Tokíó, 8. sept. — NTB
STÆRSTA olíuflutningaskip
heims Nitseki Maru, sem er
372.400 lestir, hélt í dag upp
í jómfrúrferð sína. Á skipinu
er 35 manna áhöfn, þar af
fjórar stúlkur. Það er búið
margvíslegum rafeindatækj-
um af fullkomnustu gerð og
allur búnaður mjög nýtízku-
legur. Skipið er 347 metrar á
lengd og 54.5 m breitt. Kostn-
aðarverð þess nemur sem
svarar rúmlega 2.100 milljón-
um íslenzkra króna. Það er í
eigu japansks skipafélags og
á fyrst um sinn að fara níu
ferðir með olíu milli Persa-
flóa og Japans. Siglingabraði
skipsins er 14.5 hnútar.
Samvinna um haráttu
gegn mengun
Stokkhólmi, 8. sept. NTB
í DAG hófust í Stokkhólmi
viðræður sænskra og sovézkra
sérfræðinga um mengun
sjávar og kom það helzt
fram af viðræðunum í dag
að hugsanlega yrði komið á
samvinnu rikja við Eystra-
salt um að verjast mengun á
þeim slóðum. Finnar eiga
þrjá áheyrnarfulltrúa í þess-
um viðræðum. Sovézku sér-
fræðingarnir eru sex talsins
en hinir sænsku fimmtán.
Viðræður þessar áttu upphaf-
lega að hefjEist í júní en var
frestað til hausts, þar sem
Sovétmenn gátu ekki lokið
undirbúningi fyrr.
Unnið er að því að koma upp endurvarpsstöðvum fyrir sjón-
varp í Skagafirði. Síðastliðinn miðvikudag voru þrjú 26 metra
möstur reist þar, eitt við Glæsibæ, annað norðan Feiis í Sléttu-
hlíð og þriðja norðan Haganesvikur. Þessi mynd er tckin
norðan Fells. Ljósm. Steingrímiur.
Námskeið til undir-
búnings undir iðnnám
I LOK september liefst í Reykja-
vík þriggja mánaða námskeið á
vegum Fræðshimálaskrifstofunn
ar og er það ætlað fólki, 18 ára
og eldra, sem ekki hefur lokið
miðskólaprófi, en liefur hug á
að fara í iðnnám. Eiga nemend-
urnir að ganga undir próf að
námskeiðinu loknu og veitir það
rétt til fullgildingar iðnnáms-
samnings og inngöngu í iðnskóla.
Stefám Ólafur Jónsson fulltrúi
á FræðslumátokrMstotfunni, sem
iþar heifur m.a. á hendi námsráö-
gjiöf, sagði í viðtali við Mbl. að
í sumar hefftu um 30 einstakling-
ar mest karlmenn snúið sér til
hans til að vita hvort einhver
leið væri fyrir þá til að öðlast
réttindl til að hefja iðnnám.
Hefði þetta fólk, sem flest var
kiomið yífir tvítugt, hætt í skóla
að loknu unglingaprófi eða jafn-
vel fyrr. Fyndisí því það vera
orðið of gamalt til að fara í gagn
fræðaskóla á ný og sér þvi vera
allar bjargir bannaðar. Hefði þvl
komið upp sú huigmynd að hjálpa
þessu fólki mieð þvi að efna til
sér.staks námsikeiðs og væri það
í samræmi við hið breytta við-
horf, sem riikti í að greiða götu
sem flestra til menntunar.
Námskeiðið stendur þrjá mán-
uði og verður kennt 6 atundir á
dag, kl. 13—18,20 fimm daga vik
unnar. Fjórar grein&r verða
kenndar, íslenzka, enska, danska
og stærðfræði og á að fara yfir
jafn mikið i þessum greinum og
kennt er á einum vetri í gagn-
Suðurlands
kjördæmi
AÐALFUNDUR KjördæiaíSráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Suður-
landskjördæmi verður haldinn
að Vík í Mýrdal nk. laugardag,
11. sept., og hefst kl. 4 e.h.
Hópferðabíll fer frá Selfossi kl.
1 e.h. með viðkoinu á Hellu og
Hvolsvelii.
fræðaskóla. Aldur nemenda er
miðaður við 18 ár og sagði Stef
án Ólafu.r að það hefði verið gert
til þess að enginn unglingur léti
sig dreyma um að fara úr venju
legum skóla og á þetta námskeið
í von um að geta stytt sér leifi að
iðnnáminu.
Dýralæknar
á námskeiði
FÖSTUDAGINN 27. ágúst efndi
Dýralæknafél ag Islands til nám-
skeiós á Selifossi fyrir dýra-
lækna í heilbrigðisskoðun á kjötL
Á námiskeiðmiu var fjailað um
nýbyggiingar og breytimgar á
sláturhúsum í það horf sera
erlendar þjóðir fást til að viður-
kenina, framkvasmd hreindætis og
hreinlætiseftirlit í sláturhúsum,
sjúkdóma í sláturfé og. tíðni
þeirra og iög og regliugerðir er
lúta að sLátruin og meðtferð slát-
urafurða. Þá var hið nýja slátur-
hús Sláturfélags SuSurland* á
Selfossi sikoðað. Þeir, sera filutt'u
erindi á némsikeiðiniu, voru Gunn-
ar I>orsteinisson arkitekt, Had'ldór
Gíslason efnaverkfræðingiur og
Pálil Agnar Pálisson yfirdýra-
læknir.
Daginn eftir hélt Dýrafækna-
félaig Isiands aðalfund sinn. Á
fundinum flutti Sigurður Sig-
urðssón dýralæknir tiilraiunastöð-
inni á Keldum erindi um vamir
gegn gamaveiki í búfé og útrým-
ingu hennar. Kvað Sigurður hana
mögulega ef bændur eyðilegðu
ekki visvitandi árangur vamar-
aðgerða með þvi að láta ekki
bólusetja öll lömb sdn við garna-
veiki. Þá sagði Siigurður að fram-
vegis yrði harðar tekið á þess-
um máliurn en hinigað til. Þá
flutti Bimir Bjamason héraðs-
dýraiæknir í Höfn í Homafirði
erindi um eftirlit með sæðingu
búfjár.
Formaður félagsins var endur-
kjörinn Brynjðlfur SandhoK,
héraðsdýrateknir, Reykjavík.