Morgunblaðið - 30.09.1971, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.09.1971, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971 6000 látizt úr kóleru medal flóttamanna frá Austur-Pakistan Gonf, 29. sept., NTB. KÓLERUFARALDURINN í Ind- landi hefur kostað tæplega sex þúsund austur-pakistanska flótta- menn lífið, segir í tilkynning-u frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni i dag. AIls hafa verið skráð 46.469 tilfelli, meðal flóttamann- anna og er búizt við að margir fleiri láti lifið á næstu dögum. Talsrruenn stofnunaTÍnnar sögðu frértJtamönnum að þessar tölur væru þó liklega alltof lágar, því að ógeramgur værd að fylgjast nálkvæmlega með faraldrinum, og mörg tilvik kæmu sjálfsagt aldrei fyrÍT augu starfsmiafnfna stofnunarinnar. AHs hafa verið sfcráð tæplega 20 þúsund dauðsföll af völdum kóleru í heiminum, það sem af er þessu ári. Rúmlega 9 þúsund í Asíu og rúmiega 10 þúsund í Afríku. Þá hafa verið skráð 34 tilfelli af kóleru í Ewópu, en engin dauðsföll. Ástand flugvalla; Þarf að skera brýnustu þarfir mjög niður? EINHVERRA endurbóta er þörf á yfír 100 flugvöllum á landinu, sagði Hannibal Valdimarsson, samgönguráð- herra, í viðtali við Mbl. i gær. Talið er, að árlega þurfi 150 miUjón króna fjárveitingu næstu þrjú árin tU þess að koma brýn- ustu endurbótunum í kring, en ég geri mér þó enga von um að geta útvegað það fjármagn; þykist góður geti ég fengið þetta 75 tU 80 miUjónir króna, en þá verður aðeins að vega og meta hve þörfin er brýn og skera hana niður um helming. Samgönguráðherra skoðaði I fyrradag þrjá flugveUi ásamt flugmálastjóra, Agnari Kofoed Hansen, og flugu þeir á flugvöU Húsvikinga i Aðaldalshrauni, tU Grímseyjar, Akureyrar og Isa- fjarðar. Sagði ráðherra, að fyr- irhugað væri að skoða fleiri flug- velli á næstunni — hér væri að- eins upphafið. Þessir rúmlega 100 flugvellir, sem ráðherra nefndi, sagðl hann vera malar- boma flesta, á þá vantaði lýs- ingu og sumir væru ekki girtir. Þvi væri oft og tíðum hættulegt að lenda á þessum flugvöllum, er sauðfé færi inn á þá í myrkri. Sums staðar þyrfti ef tii viU Utið fé tU þess að bæta úr sárustu þörfinmi, en tU væru staðir, þar sem endurbætur væru mjög fjár- frekar, s.s. í Vestmannaeyjum, STJÓKNENDASKIPTI VIÐ „DAGLEGT MAL“ Jóhann S. Hannesson, fyrr- um skólameistari á Laugar- vatni, mun í næstu framtíð annast þáttinn „Daglegt mál“ í Ríkisútvarpinu, en Jón Böðvarsson, menntaskóla- kennari, lætur nú af stjórn þáttarins. þar sem áætiað væri að endur- bætur kostuðu 40 mUljónir kr. 1 Aðaldalshrauni, þar sem Hannibal lenti í fyrradag, sagði hann brautina góða, en á henni væri ófuUkomin lýsing. Raf- magn væri á staðnum, en lýs- ingin kostaði ein um 2,5 mlUjón- ir króna. 1 Grímsey er gras- vöUur, sem er blautur á vorin og hefur komið fyrir að flugvél- ar sökkvi í forina. Nauðsynlegt er, sagði ráðherra, að malbera brautina þar, en sá er gallinn að í Grímsey er enga möl að fá og mjög kostnaðarsamt yrði að mylja grjót í völlinn. Einnig kæmi til greina að fá sanddælu- skip tU þess að flytja möl tii eyj- arinnar, en slíkt yrði einnig dýr framkvæmd. Tryggvi Helgason heldur uppi vikulegu flugi tU Grímseyjar og er fargjaldið skaplegt, 700 krónur. 1 fyrradag var brautin ágæt og hörð. Held- ur hefur íbúum eyjarinnar fjölg- að en hitt og þar er mikill upp- gangur. Á Akureyri kvað ráðherra ástandið vera með því bezta ut- an Reykjavíkur. Þar er Tryggvi Helgason nú að reisa flugstöð fyrir mikUvægt þjónustuhlut- verk sitt og skortir hann fé. Hann kvað Tryggva nauðsyn- lega þurfa að endurnýja 14 ára gamla sjúkraflugvél sína. Þá sagði ráðherra, að fyrir- hugað hefðS verið að koma við á Sauðárkróki, en þar sem seint var orðið og lítiU timi tU stefnu, var frá þvi horfið og haldið til Isaf jarðar. Á Isafirði er verið að vinna að breikkun flugbrautar- innar og verið að gera aflíðandi halla við jaðra hennar, svo að minni hætta sé á því að flugvél- ar skemmist fari þær út af brautinni. Þörf er á að malbika brautina og þar þarf að koma upp rafmagnsvarastöð. t>jónar vörðu sina Ziirich, 29. september. VEITINGAÞJÓNAR í Zurich, voru orðnir ákaflega Ieiðir á hóp mótorhjólapilta í svörtum leðurjökkum, sem höfðu þann leiða vana að ráðast á gesti þeirra þegar þeir yfirgáfu veitingahiísin, og rændn þá og jafnvel mLsþyrmdu. Þjón- arnir nrðu sammála um að skyldur þeirra við gestina næðu lengra en yfir barborð- ið og ákváðu að binda enda á ósómann. Og í siðustu viku, þegar leð urjakkarnir voru á ferðinni rétt einu sinni, vissu þeir ekki fyrr en vígalegur hópur þjóna hafði umkrimgt þá. Það varð lítið um vamir. Þjónarn- ir drifu „töffarana“ úr hverri einustu spjör, og neyddu þá svo til að dansa í kringum bál, sem var kveikt með leð- urjökkunum dýrmætu. Þjón- arnir héldu svo sigri hrósandi til að sinna gestum sínum, en það var lágt risið á andstæð- íngum þeirra þegar þeir töltu heimleiðis, ekki aðeins jakka- lausir, heldur kviknaktir. Slátursala hófst í Reykjavík í g ærmorgun. Myndin er tekin í slátursölu Sláturfélags Suðurlands í gær, en þá var handagangur í öskjunum, svo sem myndin sýnir. — Ljósm. Mbl. Sv. -Þorm. Brezkir sendi- ráðsmenn 1 j ósmy ndaðir — vanalegt fyrir brottrekstur frá. Rússlandi Moskvu, 29. september. NTB. BREZKA sendiráðið í Moskvu, býr sig nú undir hefndaraðgerðir stjórnvalda þar, vegna þeirrar ákvörðunar brezku stjórnarinnar að reka úr landi 105 sovézka embættismenn, sem sakaðir voni um njósnir. Sovézk stjórnvöld hafa látið að því Iiggja, að gagn- aðgerða verði ekki langt að bíða. Varðmönnum við brezka sendi ráðið hefuir verið fjöligað til njuna, og i dag var starfsfólk sendiráðsins ljósmyndað í bak og fyrir, þegar það hélt heim Istanbul, 28. sept. NTB. • Tveir ráðherrar úr stjórn Tyrklands sögðu af sér í dag og óttast menn nú að fyrir dynim sé alvarlegt stjórnmálaástand í landinu. Ráðherrarnir tveir voru hinir fyrstu, sem fara úr stjóm dr. Nihats Erims, sem mynduð var utan flokka í marz sl. Þeir eru Haluk Arik samgöngumálaráð- herra og Ishan Topaloiglu, orku- málaráðherra. Þá hefur yfirmað ur hersins í landinu, Faruk Gurl- er krafizt breyttra stjórnarhátta í Tyrklandi. Hann endurtók í út- varpsviðtali í dag aðalatriði í úr- slitakostum hersins, sem settir voru fram í marz sl. oig leiddu til þess að stjóirn Suleymans HAGSTOFA íslands hefur sent frá sér bráðahirgðatölur um verðmæti út- og innflutnings í ágúst 1971 og birtir samanburð- artölur frá í fyrra. Vöruskipta- jöfnuðurinn í ágúst nú er óhag- stæður um 380.3 milljónir króna, en var í fyrra hagstaeður um 146 milljónir króna. Það, sem af er árinu 1971 er vöruskiptajöfnuður inn óhagstæður um 2.598.3 millj- að lokinni vinniu. Slíkar Ijós- myndanir eru aiigengar í Sovét- ríikjunum, áður en diplómötum er vísað úr landi. Pravda, málgagin kommún- istaflokksins, réðst í dag harka- lega á brezku sitjómina, og í sjö dálka grein skrifaði Viktor Mevski, einn af helztu pólitístou fréttaskýrendum blaðsiirs, að Bretland hefði aldrei verið vin- veitt Sovétríkjunum. Þá var þar og að finna ýmsar aðrar ásakan- ir í svipuðum dúr. Demirels fór frá. Hótar herinn að tatoa völd í sínar hendur, takist ekki stjórn- málamönnum að gera þær þjóð- félagsumbætur, sem nauðsynleg- ar teljast og halda uppi lögum og reglu. Neyðarastand er nú í 11 hér- uðum af 67 í landinu, — og her- inn hefuir gert víðtækar ráðstaf- anir til þess að bæla niður hryðjuverkastarfisemi. Ýmsar þjóðfélagsbreytingar hafa verið gerðar frá því dr. Erim tók við stjómartaumum en tillögur hans um meiri háttar umbætur í land- búnaðimum hafa mætt harðri mótspyrnu, einkum Réttlætis- floktosins, sem er stærsti stjóm- málaflokkurinn i tyrkneska þjóð- þinginu. ónir króna, en var í fyrra hag- stæður um 528.4. Af útflutningi er ál og álmelmi fyrstu 8 mánuði ársins 549.8 milljónir króna, en var í fyrra 1.158.7 milljónir króna. Af inn- flutningi eru skip, flugvélar og innflutningur vegna Búrfells- virkjunar og íslenzka álfélagsins h.f. 1.827.7 miilljónir króna, en var í fyrra á sömu 8 mánuðum 743.1 milljón króna. S.F.H.L mót- mælir einangrun þjóðfélagshópa STJÓRN Stúdentafélags Háskóla íslands samþykkti á fundi sánum þann 16. september 1971 eiftirfar- andi á'lyfctun með öllum greidd- um atkvæðum. Ályktun þessi er send öðrum stú'dentas aimitökum, byggingasamvinnufélögum, opin- berum ráðamönnum og stjóarn- málafloktoum. „Háþróuðum iðnaðarþjóðfélög- um fylgja ýmis ilHeysanleg vandamál, sem við enn erum að mestu laus við. Miklu fé og fyr- irhöfn er nú eytt ti'l að leysa stórborgarvandamál, en orsaka þeirra er að leita áratuigi aftur í tímann, er þekking manna á sam félaginu var rniklu minni en nú. Er m. a. reyní að spoma við þeirri þróun að einstakir þjóðfé- lagHhópar einangri siig í mann- hafinu með því að blanda þeim saman. Farið er að bera á þessari öf- ugþröun hér á landi t. d. með byggingu verkamannabústaða, elliheimila og hjónagairða stúd- enta. Stjóm S.F.H.Í. beinir því þeirri áskorun til almennings og við- eigandi ráðamanna að leysa vandamál augnabliksins á annan hátt en á kostnað framtíðarinn- ar. Stjórnin vill með ályktum þessari aðeins vekja athygli, ekki sízt stúdenta, á þessum vandamálum.“ „Flóamarkaður“ í Norræna húsinu NORDMANNSLAGET í Reykja- vík heldur „flóamarkað“ („loppe marked“) í kjallara Norræna hússins laugardaginn 2. októ- ber nk. kl. 14—22, til efUngar fjárhag sínum. Þetta kom fram á blaðamanna fumdi, sem félagið hélt í Norr- æna húsinu í gær. Else Aass, formaður N ordmannsl agets, sagði, að á „flóamarkaði" þess- um væru ýmsar vörur á boð- stólum, þ.á m. kjólföt, sem selj- ast ættu á 250 krónur, og eru þau jafntframt það dýrasta, sem þarna verður selt. Allt eru þetta gjafir frá félags mönnum I Nordmannslaget og vörurnar bæði notaðar og ónot- aðar. Verðinu er mjög stiHt í hóf, og eins og fyrr segir kost- ar ekkert meira en 250 kr., en salan stendur aðeins yfir þenn- an eina dag. Nordmairumslaget hefur verið starfrækt í 38 ár, og eru félagsJ menmimir um 330 talsám* *. Félagið á skála í Heiðmörk, þar sem félagsmenm geta dvalizt í frístundum sinum og mun ágóð- anum af sölu þessari verða var- ið til reksturs hans. Tyrkland; Óttast alvarlegt st j órnmálaástand Óhagstæður vöru- skipta j öfnuður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.