Morgunblaðið - 30.09.1971, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971
Árni Tryggvason fer með aðalhlutverkið i Höfuðsmanninum frá Köpenieh og þar skiptast á skin og skúrir, en leikritið er þekkt fyrir gamansemi sína.
I»jó51eikhúsiö í kvöld
Hann keypti sér höfuðsmannsbún
ing og þá var nú munur að lifa
Höfuðsmaðurinn frá Köbenick
fyrstur á svið
Pjóðleikhússins í vetur
ÞEGAR dimma tekur eftir
sumarlangan dag lifnar aftur
yfir iífinu í álfhólum og kiett
um huldufólksins og það brást
ekki heldur í hamrabygging-
unni við Hverfisgötu, Þjóðleik
húsinu, Söm ris hún dimm og
mikilúðleg, en innan veggja
hrærast sálir í sköpun lista-
manna Thalíu. Vetrarstarfið
er hafið.
Við fylgdumst með æfingu
á Höfuðsmanninum frá Köp
enick fyrir skömmu, en það
verður frumsýnt í kvöld.
Leikritið er byggt á sann-
sögulegum atburði, sem var
aðhlátursefni um allan heim á
sinum tíma. Leikurinn fjaliar
um gæfuiítinn tugthúslim
að nafni Wilhelm Voigt. Af-
brot hans var að vísu mjög
lítið, en refsingin að sama
skapi hörð. t't úr varðhald-
inu kemur hann vegabréfslaus
og án vegabréfs fær hann
hvergi atvinnu. Þá grípur
hann til þess ráðs að kaupa sér
gamlan og snjáðan höfuðs-
mannsbúning, stöðvar prússn
eska hersveit og lætur hana
í nafni þess búnings hertaka
ráðhúsið í Köpenick — til þess
að komast yfir vegabréf. En
margt fer öðru vísi en ætlað
er og leikslok verða mjög ó-
vænt og spennandi.
Höfuðsmanninn leikur Árni
Tryggvason, en leikstjóri er
Gísli Alfreðsson. Óskar Ingi-
marsson þýddi verkið, sem er
eftir þýzka leikskáldið Carl
Zuckmayer. Flestaliir leikarar
Þjóðleikhússins taka þátt í
þessari sýningu og leika marg
ir fleiri en eitt hlutverk og
sumir mörg.
Æfingar á Höfuðsmannin-
Ævar Kvaran, Jón Gunnarsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Bríet Héðinsdóttir og Baldvin Hall
dórsson í hlutverkum sínum í Höfuðsmanninum.
um hófust sl. vor og að uhdan
förnu hafa verið tvær æfingar
á dag. Leikurjnn er í þremur
þáttum og skiptist í 20 atriði.
Höfundur leiksins Carl Zuck
mayer, er eitt af þekktustu
leikskáldum Þjóðverja á þess
ari öld. Fæddur er hann í Ma
inz árið 1896 og er því nú 75
ára að aldri. Sautján ára gerð
ist hann sjálfboðaliði í fyrri
heimsstyrjöldinni og barðist á
Vesturvígstöðvunum, var
sæmdur járnkrossinum fyrir
frækilega frammistöðu, særð
ist sumarið 1918, sendur heim
og skráður óhæfur til herþjón
ustu.
Hitlers. Frá Sviss fór harnn til
Bandaríkjanna og dvaldist
þar meðan á síðari heimsstyrj
öldinni stóð.
Helztu leikrit Zuckmayers
eru: Höfuðsmaðurinn frá Köp
enick, Hershöfðingi djötfuls-
ins (1946), Nóttin kalda (1955)
og Hinir makalausu, (1964).
Hann hefur auk þess skrifað
mörg kvikmyndahandrit t.d.
að hinni þekktu kvikmynd
„Bláa englinum", sem gerði
Marlene Dietrich fræga á sín
um tíma og Rembrandt mynd
inni, sem Alexander Korda
gerði með Charles Laughton I
titilhlutverkinu.
Þess má geta að leikur þesst
nýtur mikilla vinsælda um
þessar mundir og er nú sýnd
ur þæði í Danmörku og I Sví
þjóð og í Þjóðleikhúsi Breta,
þar sem hinn heimsþekkti leik
ari Paui Scofield leikur aðal
hlutverkið — áj.
Að stríðinu loknu tók hann
mikinn þátt í þóhema- og
listamannalífi Berlínar næsta
áratuginn og þá hófst einnig
langur og merkur ferill hans
sem leikritaskálds, sem náði
hámarki með leikritinu Höf-
uðsmanninum frá Köpenick,
árið 1931. Á þessum tímum
var Zuckmayer meðal þeirra
er mestan svip settu á hið at-
kvæðamikla leikhúslíf í Þýzka
landi, náinn vinur og sam-
starfsmaður heimsþekktra leik
húsmanna svo sem Max Rein
hards, Erwins Piscators, Bert-
olts Brechts og Josephs von
Sternberg.
Hann varð að flýja til Sviss
undan ofsóknum nasista árið
1939 og leikrit hans Höfuðs-
maðurinn í Köpenick var bann
að í Þýzkalandi á valdatíma
Þóra Friðriksdóttir og Þórhallur Sigurðsson í hlutverkum
síntim.
Gísli Alfreðsson, leikstjóri ræðir við Þorgrím Einarsson og
vígalegan leikara, sem er til alls vís.