Morgunblaðið - 30.09.1971, Side 11

Morgunblaðið - 30.09.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971 11 Gestur Ólafsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins — Minning Fæddur 10. júní 1906. Dáinn 23. sept. ,1971. 1 DAG fer fram útför Gests Ólafssonar, forstöðumanns Bif- reiðaeftirlits rikisins, en hann andaSist í Kaupmannahöfn 23. þ.m. eftir stutta sjúkdómslegu. Fór hann þangaS í skemmtiferö úsamt konu sinni siðari hluta ágústmánaðar, glaður og reifur að vanda, að loknu miklu anna- tímahili í bifreiðaeftirhtinu frá því snemma í vor. Áttu þau hjón ánægjulegar samverustund- ir með góðum vinum í Dan- mörku, þar til að því kom skyndilega að flytja varð Gest í sjúkrahús til rannsóknar. Kom þá fljótlega i ljós, að hann var haldinn mjög alvarlegum sjúk- dómi. Gestur Ólafsson var rúmlega 65 ára, er dauðann bar að garði. Hann var fæddur 10. júni 1906 að Ánabrekku í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Gestur missti for- eldra sína kornungur, en ólst upp hjá fósturforeldrum, Jóni Bjamasyni bónda þar og konu hans, Guðlaugu Gísladóttur. Fluttist hann með þeim á ung- um aldri að Þrándarstöðum í Kjós og alllöngu síðar til Reykja víkur. Miklir kærleikar voru milli Gests og fósturforeldranna og mánntist hann þess oft þakk- látum huga, að þau höfðu veitt honum skjól og miðlað honum ástúðlegri umönnun, eins og um eigið barn væri að ræða. Eftir að Gestur komst á þroskaaldur stundaði hann fyrst í stað ýmis störf i sveit og á sjó, en árið 1925 gerðist hann bif- reiðastjóri. Komst hann þar með í kynni við þau tæki, er lífs- starf hans var bundið við upp frá þvi. Bifreiðastjórastafinu gegndi Gestur næstu 15 árin. Ferðaðist hann viða um og kynntist öllum landshlutum og flestum vegum, sem þá höfðu verið lagðir og færir voru bifreið um. Á þessu timabili aflaði Gest- ur sér staðgóðrar landfræðiþekk ingar og persónulegra vinsælda, sem komu honum að miklu gagni, er hann tók við opinberu starfi. Árið 1941 var Gestur Ólafsson skipaður bifreiðaeftirlitsmaður í Reykjavik og Suðurlandsum- dæmi en fulltrúi við Bifreiðaeft- irlitið varð hann árið 1956. Hann var skipaður forstöðumaður Bif- reiðaeftirlits rikisins 1. nóvem- ber 1962 og gegndi því starfi til æviloka. Vegna ytri aðstæðna átti Gest- ur Ólafsson ekki kost á langri skólagöngu svo sem hugur hans stóð til. Hann var þó víðlesinn og unni góðum bókmenntum. Aflaði hann sér góðrar þekking- ar og reynslu á starfssvlði sínu og gerði sér ávallt mikið far um að fylgjast náið með hinni öru þróun i framleiðslu og notkun vélknúinna ökutækja. Fór hann m.a. oft utan til þess að kynnast nýjungum í störfum bifreiðaeft- irlitsmanna í nágrannalöndum okkar. Gestur Ólafsson átti sæti í ýmsum nefndum sem fjallað hafa um umferðaröryggismál. Hann veitti forstöðu námskeið- um fyrir atvinnupróf bifreiða- stjóra, tók mikinn þátt í undir- búningi vegna breytingar í hægri umferð hér á landi, var síðan skipaður í Umferðarráð er það var stofnað árið 1969 og tók virkan þátt í störfum þess frá upphafi. Gestur gegndi einnig margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir starfsfélaga sína, enda bar hann hag þeirra ávailt mjðg fyr- ir brjósti. Hann var formaður Félags íslenzkra bifreiðaeftir- litsmanna í yfir 20 ár, sat 1 stjóm Sambands norrænna bif- reiðaeftirlitsmanna um langt skeið og í stjóm Starfsmanna félags ríkisstofnana á árunum 1954—1960. Þótti hann hvar- vetna eftirsóknarverður sam- starfsmaður, enda lá hann aldrei á hði sinu og lagði ávallt gott til mála. EmbættisstÖrf sin rækti Gest- ur af mikilli samvizkusemi. Hann var ötull og ósérhlifinn starfsmaður, er vildi greiða götu allra þeirra, sem til hans leituðu. Eins og margir aðrir þurfti hann að ráða fram úr ýmsum vanda- málum, stundum undir gagnrýn- issmásjá almennings. Leysti hann shk mál jafnan með hags- muni þjóðfélagsins fyrir augum en þó með þeim hætti að hlut- aðeigendur gátu vel við unað. Gestur var framfarasinnaður um bótamaður í starfi sínu og hafði ávallt það markmið að veita samborgurunum sem bezta þjón ustu. Gestur Ólafsson var tvikvænt- ur. Var fyrri kona hans Stein- unn Sigurðardóttir, ættuð úr Húnavatnssýslu. Þau slitu sam- vistum. Sonur þeirra er Jón Már, starfsmaður í Vegagerð ríkisins, kvæntur Bjarnveigu Valdimarsdóttur, en uppeldis- dóttir Guðlaug Gunnarsdóttir, fhugfreyja hjá Loftleiðum. Síð- ari eiginkona Gests var Ragn- hildur Þórarinsdóttir, gjaldkera og útgerðarmanns í Vestmanna- eyjum, Gíslasonar. Lifðu þau Gestur hamingjusömu hfi á fögru heimih í hópi barna, barna barna og annara ástvina. Er nú sorg í ranni, þegar heimllisfað- irinn umhyggjusami hefir verið burtu kahaður nær fyrirvara- laust. Með Gesti Ólafssyni hverfur af sjónarsviði drengskaparmað- ur, sem um langt árabU hefir helgað starfskrafta sína barátt- unni fyrir auknu umferðarör- yggi í landinu og mikið hefir lagt af mörkum á því sviði. Vin- ir hans og starfsfélagar geyma um hann góðar minningar. Sigurjón Sigurðsson. „Þú varst, góði, hvergi veill né hálfur, heill í orði og verki, sannleik trúr, — þína götu gekkstu og ruddir sjálfur, góður vinUm, skjól og hlífðarmúr. Guðmundur Guðnnindsson.“ Lúður haustsins hefir verið þeyttur og boðar komu dauðans í ríki náttúrunnar. Sjá ekki menn irnir glögglega eigin sögu í dauða og lífi náttúrunnar? Haust ið flytur okkur flestum árstíð- um betur, boðskapinn um þá staðreynd, að enginn ræður sín- um næturstað. Inn í þennan hinn jarðneska heim fæðumst við til mismun- andi langrar eða stuttrar dval- ar. Jarðlífinu lifum við, i gleöi og sorg, meðlæti og mótlæti. Þessa dagana horfum við á fölnað blómskrúð og fjúkandi haustlauf. Um sálir okkar fer söknuður. í dag kveðjum við góðan vin, góðan samferðarmann, er stráði ótal geislum á braut sína, og gaf okkur ótal góðar stundir, um hann eigum við bjartar minning ar. Eins og nærri má geta, verða þau orð, sem hér ritast, engin ævisaga. Gestur Ólafsson, var fæddur að Ánabrekku i Borgarhreppi i Mýrasýslu, 10. júní 1906. Fóst- urforeldrar hans voru þau hjón in, frú Guðlaug Gísladóttir og Jón Bjarnason bóndi, síðar að Þrándarstððum í Kjós. Frú Guð- laug var mikil ágætiskona, at- orka hennar og dugnaður var frábær. Þau hjón voru samhent um að gera bæ sinn vel þokkað- an, enda voru þau sérstaklega vinmörg. Fyrsta skólaganga Gests var hjó fósturmóður sinni, sem hann unni mjög mikið. Gestur var frek ar hár vexti, en vel limaður. Svipur. hans gerðarlegur og festulegur, allur hinn karlmann legasti. Þrátt fyrir erilsamt embætti, sem forstöðumaður Bifreiðaeftir lits ríkisins, en við því tók hann 1962, var hann vinsæll og við- ræðugóður. Hann vildi að sér- hver færi feginn af sínum fundi. Gestur var maður vel gefinn, hann las mikið, var vel máli far- inn, hélt fast við efni málsins, hélt fast á sinni skoðun, en gat orðið þungur í skauti ef að hon- um var veitzt. Gestur var manna gestrisnastur og höfðingi heim að sækja, glaður og reifur, allra manna trygglyndastur. Hann vildi allt fyrir vini sína gera. En sviðinn var sár, ef þeir brugðust trausti hans. Gestur var tvíkvæntur. Börn hans eru: Jón Már skrifstofu- maður hjá Vegamálastjóra og Guðlaug flugfreyja Gunnarsdótt ir, fósturdóttir. Þau hafa nú misst framúrskarandi föður, hinn mesta friðsemdarmann, varkáran og gætinn, sem lét sér mjög annt um framtíð þeirra. Minningin um föður þeirra, mun verða þeim ylgjafi. Gestur var afar blíðlyndur og hændust afabörnin að honum, þangað var yndislegt að flýja. Eftirlifandi seinni kona hans er frú Ragnhildur Þórarinsdótt ir gjaldkera og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum Gíslasonar. Frú Ragnhildur er af merkum skaftfellskum ættum. Þau hjón voru samhent um mikla rausn og höfðingsskap. Á heimili þeirra var gott að vera gestur. Gestur var heilsuhraustur maður, en hin siðari ár, kenndi hann vanheilsu, þótt lítið léti hann á því bera. Hgnn hafði stór brotna höfðingslund og við- kvæmt hjarta. Allir sakna hans, en þeir mest sem þekktu hann bezt. Ég sendi eiginkonu hans, börn um, bamabörnum og tengdadótt ur og öðrum ástvinum hans mln- ar dýpstu samúðarkveðjur. Ég bið honum Guðs blessunar í hin um nýju heimkynnum á „Paradís arsviðinu" sem hann var sjálfur sannfærður um, að tæki við að loknu þessu jarðlífi. Helgi Vigfússon. ÉG ÞÓTTIST fyrir átta árum kunna á því full skil, hvað góður maður er, en nú finn ég, er tengda faðir minn er lagður í mold, að svo var ekki. Hamn hefir dýpkað þetta mat mitt, breytt því, gefið því nýtt innihald. Alla tíð kom hann upp að hlið minni með fang ið fullt af gjöfum, fullt af ljósi og reyndi að kenna mér að velja það á vefstól morgundagsims. Nú finn ég, að ég á þá ósk sonarböm um hans, að þau líkist afa, verði traust sem hann, hreinskiptin sem hann, eigi tíma fyrir meðbræð- urna eins og hann, eigi þá lotning og traust til himnaföðurins, að enginn dagur er svo myrkur, að hann geti ekki sent í hann ljós, sem svar við bæn þess, er þorir að eiga von og keppir tii hennar. Það var gamam að sjá hann leiða þau, htlu bömin, á vit fegurðar jarðar, sjá hann leiða þau í helgi dóminn, kenna þeim að drúpa höfði. Já, nú veit ég hvað er að hafa átt vin, og í dag fyllir þökkin brjóst mitt yfir þvi að hafa kynnzt Gesti, mér finnst lífið betra, fegurð þess meiri. Ég gleðst með honum á nýjum brautum, er þess fullviss, að hann heldur þar áfram að vera verkfæri kærieika Guðs. Hafðu þökk vinur fyrir allt og allt. Tengdadóttir. Kveðja frá Fél. ísl. bifreiða eftirlitsman na og starfsfólki bifreiðaeftirlitsins. ÞEGAR dagur var að kvöldi kominn þann 20. ágúst sil., kvadd- ir þú okkur, samstarfsmenn þína við Bifreiðaeftirlátið, og kvaðst vera að fara til Norðurlamdanna til að kynna þér nýjungar á starfssviði okkar bifreiðaeftirlits- manna og þann tæknibúnað, sem starfsfélagar okkar á Norður- löndum hafa. Þú tókst þessa ferð á hendur til þess að væntanieg skoðunamstöð, sem var þitt mesta. áhugamál, yrði sem bezt búin. Ekki grunaði okkur þá að þetta yrði í síðasta sinn sem við tækjumst í hendur og sá frísk- leiki og glaðværð, sem fylgdi þér alls staðar væri frá okkur tekin. Við eigum eftir dýrmætar minn- ingar um þig sem vin, félaga og ekki sizt sem húsbómda. Við þökkum þér góða viðkynn- ingu, störf þín fyrir félag okkar og það, sem þú gerðir fyrir okk- ur hvem og einn. Við kveðjum þig nú með sökn- uði og vottum eiginfconu þinni, börnum, tengdadóttur, bama- bömum og öðmm ættingjum innilega samúð okkar. Hvíl þú í friði. Fimmtudaginn 23. síðastliðinn barst mér harmafregn. Gestur Ólafsson var látinn. Hann þessi góði og mæti maður, traustur, trúr og tryggur öllum sem þekktu hann og í sínu starfi sem var svo umsvifamikið og hlífði sér hvergi. Framhald á bls. 15. í Steypujárn er eitt af mörgu sem þér fáið hjá Byko (og aðsjálfsögöu ífullkomnu úrvali) BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÚPAV0GS sími 41010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.