Morgunblaðið - 30.09.1971, Qupperneq 15
15
. —’ ■■■» --— 1 ■ * 1 n" i"—-----TT—
MORGUNIBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971
— Minniiig
Gestur
Framhald af bls. 11.
Það var mikið lán að dvelja
á heimili þeirra hjóna, þar rikti
gleði og gestrisni. Alltaf var
hann glaður, ræðinn, glettinn
og gamansamur.
Fyrst er ég sá Gest Ólafsson
1959 fannst mér hann ofurlitið
kaldranalegur í fasi, sem fljótt
fór af við nánari viðkynningu.
Þar sló heitt hjarta og göfugt í
barmi sem bar hag þeirra smáu
er máttu sín lítils í þjóðfélaginu.
Þannig var Gestur Ólafsson
sómi sinnar þjóðar, hann talaði
ekki um sín vandamál, en spurði
þá fátæku um þeirra líðan, alltaf
jafn fús á að greiða götu þeirra
ef unnt var.
Hann var stórbrotinn persónu
leiki, en stærstur var persónu-
leiki hans er hann greiddi götu
smælingjanna. Og sem aldrei
mun gleymast mér eða öðrum
sem nutu greiðvikni hans.
Ég sé hann í glöðum góðvina-
hópi, hrók alls fagnaðar taka lag-
ið með sinni fallegu söngrödd
sem alls staðar hefði notið sín, en
því miður var hann of hlédræg-
ur á að láta hana heyrast á al-
mannavettvangi, hann kærði sig
ekki um hrós, aðeins gleðja aðra
og gleðjast með glöðum. Þannig
var Gestur Ólafsson sem við
kyeðjum í dag hinztu kveðju
með sárum söknuði.
Blessuð sé minning hans.
Dýpstu samúð votta ég eigin-
konu hans Ragnhildi Þórarins-
dóttur, syni hans og fósturdótt-
ur og fyrri eiginkonu hans,
tengdafólki, vinum og vanda-
mönnum.
Steinunn Guðniundsdóttir.
„Mínir vinar fara fjöld
feigðin þessa heimtir köld
Ég kem eftir, kannske í kvöld
með klofinn hjálm og rofinn
skjöld,
brynju siitna, sundrað sverð
og syndagjöld."
Þannig orti Bólu-Hjálmar við
brottför sinna vina.
Svipað verður mér oft í huga.
Vinirnir hverfa einn af öðrum út
yfir landamæri hins óþekkta.
Ein hvað er samt sælla en minn
ingin um góðan vin, hraustan
dreng, samnan heiðursmann?
Þar birtist mér hin óbrotgjarna
fyrirmynd, hinn sanni arfur, gull
ið frá kynslóð til kynslóðar.
Hver slíkur er ljós, sem kem-
ur, lýsir — fer.
Og Gestur Ólafsson var einn af
þeim. Við áttum samleið og sam
etarf um áratugi og þekktumst í
hinum ýmsu ábökum lifsinis, í
gleði og í skuggum.
Hann var einn hinna beztu.
Hann var eins og meistarinn
sagði í sinni meitluðu mannlýs-
ingu:
íslendingur, „sem engin svik
voru fundin í.“ Það eru stór orð
og fögur nú á dögum, þegar fátt
verður, sem fulltreysta má.
„Lær sanna tign þin sjans
ver sjálfur hreinn og frjáls.“
Það var sú manngildishugsjón,
sem við áttum að takmarki, aida
mótakynslóðin, þrátt fyrir litla
skólagöngu. Og einmitt þess
vegna lærði ég að meta Gest.
'Hahn varð mér á ýmsan hátt.
Uppfylling þessarar hugsjónar í
holdi og blóði, anda og sann-
ieika.
Drenglund hans og karl-
mennska var á þann hátt, sem
Snorri lýsir, „vaskur maður og
batnandi", það er að segja vax-
ámdi.
Karlmennsku og drenglund get
úr stundum fylgt nokkur harka
óg steigurlæti.
En bros Gests birti hins vegar
Ijúflyndi hans og alúð, en um-
fram allt samúð með öllu sem
lifir.
Éf þú varst með honum á
skemmtiferð úti í sveit, þá
kómstu að raun um að þessi
vörpulegi, sterki maður gat tek
ið á sig krók til að slíta ekki
köngulóarvef í móum, styggja
ekki móður aí eggjum, setja ekki
sorp í leirflag mótað regni og
stormi fhóður náttúru.
Þannig var hann. og vildi vera
öllum góður, grómtaus og hlýr,
en þó fastur fyrir og óbifamleg-
ur sem drangur í ölduróti, ef svo
bar undir.
„Lær sánna tign þín sjálfs."
„Ó, faðir ger mig sigursálm,
eitt signað trúarlag,
sem afli blæs í brotinn hátm
o.g breytir nótt i dag.“
Megi ykkur öllum verða þann
ig í söknuði við kveðju, „drengs-
iins góða“.
Gamall samferðamaður.
Ég segi þetta ekki til að hrósa
Gesti. Hann á sitt hróa í vitund
allra, sem þekktu hann. En þetta
má ekki gleymast. Þetta er arf
urinn, sem yngri kynslóðin, já,
allir, sem enn ganga um garða
heims þurfa að koma auga á, dá
og meta, varðveita til vaxtar í
samfélagi einstaklinga og þjóða.
Og Gestur mátti ekkert aumt
sjá án þess að vílja tíkna og
hugga. En þar fór hann oft utan
við alfaraleið og lét sín ekki get
ið.
Og í starfi átti hann þessa trú
mennsku, sem nú þykir næstum
brosleg. Hann vann fyrir aðra
eins og sjálfan sig, leit á hag
vinnuveitanda sem sinn hag, og
lét sig einu gilda þótt hann al-
heimti ei daglaun að kvöldum.
Starf var honum blessun i sjálfu
sér, þótt verður sé verkamaður
launa sinna. Og Gestur átti sjón
út yfir hringinn þrönga. Hann
göfgaði guðstrú sína og eilífðar
sýn með hugleiðslu, lestri og á
ferð um fagrar jarðarslóðir.
„Fögur er foldin
heiður er Guðs himinn“,
var líkt og meitlað í þrár hans og
hjartslátt.
Og þannig getur mannsbam á
jörðinni vavðveitt ástarþrá sína
unga og gjöfula langa leið
Og ástin gefur sumar og sælu.
Og þótt þati Gestur og Ragna
ættu ekki samleið fyrr en seint á
ævinni, tvær fullorðnar mann-
eskjur, þá var Guð þeim góður.
Þau voru hamingjusöm. Það var
aftanskin, en samt morgunn lífs
og vona. í raun og veru voru þau
ennþá ung. Þrátt fyrir minningar
frá mörgum árum, áttu þau enn
þá hæfileikar.m til að ejska, vera
glöð og góð. Líf þeirra saman
líkt og brúðkaupsreisa.
„Vesalings hjartkæra hugljúfa
þrá,“ segir eitthvert skáldið um
þennan loga í hjörtum okkar
eldra fólksins. En er það ekki
þessi dulda þrá hjartans, þessar
Iifandi lindir undir hrauninu, sem
gefa lífinu lit og dögun þess gildi
og gerir þá verða þess að lifa og
starfa, hlakka til og finna bæði
sælu og söknuð, vita að himn-
eskt er að lifa.
Frænka mín, þetta er ekki ævi
minming ástvinar þín-s.
Fá ár, nokkrir dagar, já „eitt
augnablik helgað af himinsins
náð, oss hefja til farsældar má.“
Auknablikið, sem helgað er af
Guðsloga felur i sér eilífð og
helgar bæði gleði og sorg, minn
ingar og vonir sem gull úr hönd
um Alföður.
Guð huggi þig, með þeirri vissu I
og ykkur öll, sem vissuð, hver I
vinur hann var.
Minning hans verkar svalandi
og huggandi. Hann var svo sann I
ur maður og hugljúfur.
Mér fannst oft, ekki sízt á
ndum vonbrigða og í vanda
l'kt og þessi bæn skáldsins væri
skráð logaletri í vitund hans:
í DAGLEGRI umgengni við
menn eins og Gest Ólafsson er
dauðinn eins og hver ainmar
óraunveruleiki.
í starfi hans, sem var mjög
erilssamt og ábyrgðarmikið, er
vart hægt að hugsa sér meiri vel-
vilja eða drenglund en fram kom
-hjá honum. Öll störf hams voru
unnin af hógværð og tillitssemi
við þá, sem áttu við hann erindi.
Það má segja að hver einasti
bíleígándi þessa lands hafi á ein-
hvern hátt, beint eða óbeint, átt
við hann samskipti.
Starf hans var meðal annars
fólgið í því að halda til haga
sögu hverrar einustu bifreiðar,
sem skráð hefur verið í þessu
landi.
Anrnað aðalstarf hams var að
vaka- yfir velferð samborgara
sinna, með stöðugu eftirliti á
bifreiðaeign landsmanna, þan.nig
að þeim stafaði sem minnst hætta
af.
Það féll í hlut Gests, ásamt
Jóni heitnum Ólafssyni, að móta
Bifreiðaeftirlit rSkisins. Slik
stofnun er mismetin eins og eðli-
legt er.
Almenningur vill fá góða þjón-
ustu, sem gengur hratt og vel
fyrir sig, en bíllinn, sem er að
hálfu leyti skráður sem fasteign,
gengur manma á milli sem
lausafé. Öðrum þræði vill fólk
ekki sætta sig við skriffinnsku-
bákn kerfisinis en kxefst samt
fyllsta öryggis um sögu farar-
tækisins frá upphafi.
Þerman starfa hafði Gestur
með höndum í áraraðir og við
mjög erfið starfsskilyrði.
Velvild hans var einistök.
Venzlafóllki hans er vottuð
samúð.
Þf.
LESIÐ
DRCLECR
Royal
íbúBir óskast
HÖFUM KAUPANDA AÐ ÖLLUM STÆRÐUM ÍBÚÐA OG
EINBÝLISHÚSA. í MÖRGUM TILFELLUM ER UM MJÖG HÁAR
ÚTBORGANIR EÐA STAÐGREIÐSLU AÐ RÆÐA.
VINSAMLEGAST LÁTIÐ SKRÁ ÍBÚÐIR YÐAR SEM FYRST.
MIÐSTÖÐIIM
KIRKJUHVOLI
SÍMAR 26260 26261
HEIMASÍMI SÖLUSTJÓRA 84417.
mokarinn
mikli frá
BM VOLVO
Stór hjól; drif ó tveim eða fiórum
h|ólum; mismunadrifslós; 80 ha.
dieselvél með beinni innspýtingu;
rúmgott og hljóðeinangrað örygg-
ishús með Volvosæti; vökvastýring;
liðlegur og kraftmikill í ómokstri;
lyftir, staflar, dregur, ýtir.
Allar upplýsingar um LM 621, LM
641, og aðrar ómokstursvélar fró
BM Volvo eru óvallt til reiðu.
ámokstursvél
LM 641-621
K9 Suóurlandsbraut 16*Reykjavik*Simnefni Volver*Simi 35200
Fræðslumnlashriislofan
er flutt í fræðslumáladeild Menntamálaráðuneytisins,
Hverfisgötu 6, fjórðu hæð.
Sími er hinn sami og í Stjómaráðinu, nr. 25000.
FRÆÐ SLUMÁLAST JÓRI.
Laus staða
Staða bókara á aðelskrifstofu verksmiðjunnar á Akranesi
er laus til umsóknar. Verzlunarskólapróf eða tilsvareodi
menntun áskilin.
Umsóknarfrestur til 15. okt. 1971.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
SEMENTSVERKSMIÐJA RlKISINS.
Afgreiðslustörf
Stúlknr óskast til afgreiðslustarfa hálfan
daginn í fataverzlun í Miðborginni.
Tilboð er greini aldur og fyrri störf sendist
í afgr. Mbl. fyrr 1. okt. merkt: „Strax — 3067“.