Morgunblaðið - 30.09.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.09.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971 17 Hraunhellur . . . þari . . . krossfiskar . . . . . marglitir sroáfiskar — Tja, sagði Jerry. — Þeir ERU náttúrlega hérna í Miðjarðarhafinu, sagði Tom. Þeir hjálpuðust að við að spenna afitur á mig kútinn (eft- ir að hafa dregið mig upp úr káetunni) og svo var mér hent útbyrðis. — Gud i hirnlen. Mama mia. Þviiií'kt útsýni. Um 15—20 metr um fyrir neðan mig lá ný ver- öld. Ég hef kafað vitt og breitt um hafið kringum Island, ég hef kafað i vötn og gjár, og ég hef verið gagntekinn af feg urðinni. En aldrei, ALDREI, hef ég séð nokkuð sem gæti jafnazt á við klettabotninn sem var undir Southem Com- fort. Sjávargróður, sem líktist þara, en sem ég kann annars ekfci að nefina, teygði arma sina móti okfcur. Stórar torfur marg litra fiska skutust milli brúsk anna, og upp úr og ofan í gjót- ur. Stærri fiskar slettu sporðin- um letilega og „lulluðu" fram- hjá. Skeljar, kuðungar, kross- fiskar, krabbar. Og allt lék þetta leiftrandi litum frá Mið- jarðarhafssölinni sem skein yf- ir okkur — úr öðrum heiimi. Ég beygði mig í viníkil og rétti úr fótunum, skauzt nið- ur á botn. Ég varð ölvaðri af fegurðinni þarna en ég hafði orðið af ölluim „Ouba Libre" sjússunum sem ég hafði með- tekið á Melia Magaluf, og hefði það þó naegt í meðal köfiunar- túr. Mama mia. ■ Tom og Jerry, komu synd- andi upp að mér, og leiddu mig áfram, þeir voru komnir á fiomar slóðir. Við syintum áfrasm góða stund, þar til við komum yfir hengiflug. Það var svo tært, að augnablik fannst mér sem ég væri að detta, og hnipraði mig saman. Ég áttaði mig þó þegar ég heyrði óljóst hlátursskrækina í Jerry, og sá hann haimast við að blása sjó úr gleraugunum. Það er dálíit- ið óheppilegt að hlæja mikið neðansjávar, gleraugun fyllast þá af vatni og ef manni er mik ið skemmt, þarf líka að velta sér á bakið og halda munn- styfckirau fyrir ofan höfuð til að hreinsa úr því vatnið með loftþrýstingi. Þeir skemmtu sér auðsjáanlega konunglega að hafa þarna með sér „norð- urpólsbúa" sem var ekki van- ur að sjá langt fram fyrir hendurnar á sér í köfiunarferð- um. Það leið töiuvert langur tlmi þar til mér duttu hákarlar aft- ur í hug, svo þið getið ímynd- að ykkur hvað var dásamlega faliegt þarna. Jafnvel ameríska stúlkan sem við Einar urðum ástfangnir af, var gleyimd, og það getum við sagt ykkur, að þar þarf enga smá gleymsku til. Tom og Jerry voru búnir að toga margoft í mig áður en ég áttaði mig. Það var ekki fyrr en Jerry benti á dýptar- mælinn sinn sem sýndi rúm 70 fet, sem ég áttaði mig á að við værurn liklega búnir að vera nógu lengi niðri, ef ekki of lengi. Ég kinkaði þvl kolli, og fylgdi þeim eins og hlýðinn drengur upp á yfirborðið. Við Sluppum við aflþjöppun, enda I vorum við ekki með nema einn kút hver, en ég var lengi að dóla með snorkel í yfirborð- ínu, og var orðinn vatnsó.sa I staðinn fyrir OubaJlibre-ósa, þegar þeir gripu til sama ráðs og þeir höfðu notað til að koma mér í sjóinn og drógu mig um borð á hönd- um og fótuim. Mallorca er falieg á yifirborð inu. Dásamlega falleg. En hún fellur samt alveg í skuggann af þeirri litadýrð og þeirri fegurð sem er að finna undir yfirborð inu úti af ströndum hennar. GRÍSAVEIZLA Einn af hápunktum Mallorca ferða er óhjákvæmilega grisa- veizlan mikla. Það hefiur ver- ið sagt að þar komi grísir til að éta grísi, og í sumum til- vikum, er það kannski ekki fjarri sanni. En allavega er þetta hlutur sem maður upplif- ir hvergi nema á Spáni (að ég held), og vel upplifunarinnar verður. Það var Kristmann Eiðsson, nýr skrifstofustjófi Sunnu í Palrna, sem stjómaði rútunni sem ég var i. Kristmann er keninari, auk þess að vera gam all blaðaimaður, svo ég skildi ekkert í því að hann fór þrjár ferðir um rútuna til að telja hausa, sérstaklega þar sem hann var bláedrú. Ég átti eftir að fá skýringu á þvi. Þegar komið er að gfisa veizlustaðnium, yfirgefa grisirn ir, afsakið farþegarnir, rútuna og ganga að borði þar sem er framreitt Sangria, sem er millj- ón sinuum búið að segja ökkur að sé blóð Spánar. (Efltir frammistöðu okkar að dæma, ætti Spánn að vera gersamlega blóðlaus þessa dagana). Meðan það er sötrað, er geng ið framhjá eltíuim, þar sem grís ir snúast á teinum, og þaðan inn í matsal. í grísaveizlum eru margir ferðahópar saman komn ir, og þar muwu aðskiljanlegar þúsundir manna af ýmsum þjóð ernum safnast saman til að gera sér glaðan dag. Fyrst er borið fram vín. Svo er borið fram meira vin. Svo er borinn fram kjúklingur með enn meira víni, og svo er bor- ið fram meira vín. Þá er bor- inn fram grís með meira vini og loks er borið fram vín. Þegar tillit er tekið til þess að flestir eru búnir að fá sér nokkur glös „heima" áður en lagt er af stað, þarf engan að undra þótt menn séu örlítið hreifir að þessu loknu. En þá hefst drykkjan. Úti í garðinum leikur spænsk hljómsveit 'skozíka dansa, og i þeim snú- ast allra þjóða kvikindi, eins og þeirn sé borgað fyrir það, en kófsveittir barþjónar báru fram drykki. Það var ekki annað en hægt að dást að þessum bar- þjónum. Ekki ósjaldan kom það tfyrir að menn náðu að stynja Upp pöntunum rétt áður en þeir hurfu heiminum, og ultu út af. Þeir voru viðbragðssnöggir þj'ónarnir . þegar þeir vippuðu sér yfir borðið, annar tók und- ir herðarnar en hinn fætuma, og báru viðkomandi bak við, þar sem hann var mjúklega lagður til. Þegar svo skemmt- uninni lauk, töldu fiararstjór- arnir sinn hóp (VANDLEGA eins og Kristmann hafði gert) og fóru svo bak við til að sækja það sem á vantaði. Það var með tötwerðu stolti sem við sá um að allir Sunnu-farþegam- ir höfðu gengið (eða minnsta kosti komizt) til sinna bíla. HÖTELVANDRÆÐI En þótt Mallorca sé surnar- leytfisparadls fyrir flesta, er hún martröð fyrir suma. Ég er ekki að meina magapestirn- ar — af hverjum ykkar ein- lægur fór þó ekki varhluta — heldur hótelmálin. Það er „business" mönnum eðlilegt að reyna að hafá sem mest upp úr sínu fyrirtæki, og þótt Spánverjar séu einstak- lega indælt fólk, þá eru þeir engin undaniteknirDg á því sviði. Afleiðingin er sú að í sum- ar hafði nær hvert einasta hótel á Mallorca gróflega yfir bókað, sum allt að níutíu prós- ent. Það hafði aftur í för með sér að þangað kom f jöldi ferða manna með „bevís" og pappíra frá sinni ferðaskrifsotfu, upp á að þeir ÆTTU inni á viðkom- andi hóteli, en fengu að- eins „no comprendo" og „adios" að launum. Það kvað svo rammt að þessu að sumir hóparnir (ekki þó frá íslandi) urðu að snúa aftur til síns heima eftir óþægilega nótt í fluighöfninni. Við vissum um brezkan hóp sem hafði komið með allla papþíra klára, eins og Breta er von og vísa, en fékk þau svör að engin herbergi væru Iaus. Því miður voru klárir pappírar það eina sem var dæmigert brezkt fyrir suma i hópnuim, því það kom til blóð- ugra slagsmála við starfislið hótelsins, og lögreglulið Gen- eralissimo Franco varð að skakka leikinn. Sunna fór ekki varhluta af þessum vandræðum. Ferðahóp- arnir fengu hver á eftir öðr- um þau svör að því miður væri ekkert herbergi laust, og það þótt það hefði verið pamtað með margra vikna fyrirvara. Vegna góðra sambanda, tókst þó Sunnu að koma sínu fólki í hús, og lagði þá áherzlu á að taka betri hótel en höfðu ver- ið pöntuð í upphaifi. Þegar sást hvað verða vildi var send ur liðsauki út til skrifstofunn- ar í Palma, og barðist hann með kjafti og klóm fyrir því að bæta ástandið. Þó fór svo með nokkuð marga að leiðin- legir skuggar voru á sólskins- björtu sumarleyfi þeirna af þessum sökum. Spænsk ferðayfirvöld sáu sig loks trlneydd til að grípa í taumama, sérstaktega eftir mik- il skrif um þessi mál í brezlk- um blöðum, og hóta nú miifcl- um sektum þeim hótelum sem gera sig sek um svona atferli. Hefur bót og betrun verið lof- að, enda ætti Mallorca ekki langa framtíð fyrir sér sem ferðamannaparadís, ef fólk fengi þar ekki inni. — ót. Starfsfólk SUNNU klæðist safari jökkum, og hér er Valdimar eins og Stewart Granger í Námur Salómons konungs, ásamt Eðdu og einum ferðahópnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.