Morgunblaðið - 30.09.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971
19
— Ræða Einars
Framliald af bls. 12
íara. Hér er um að ræða tíma-
bærar og nauðsynlegar aðgerð-
ir, sem munu draga úr afleiðing
um slíkra atburða hvarvetna.
En nauðsynlegt er að
halda áfram, svo sem lagt hefur
verið til og stofna svo fljótt sem
verða má til aðstoðar vegna
neyðarástands af öðrum sökum.
Ásandið í Pakistan sýnir glöggt
nauðsyn slíkrar stofnunar.
Þá vill sendinefnd Islands
einnig ijúka lofsorði á hin
ágætu störf tæknistofnana Sam-
eiinuðu þjóðanna, svo sem Þró-
unaráætlunar Sameinuðu þjóð-
anna og Iðnþróunarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna. Aðeins
með því að styrkja starfsemi
Sameinuðu þjóðanna á þessu
sviði mun reynast unnt að
þrengja bilið á milli auðugra
þjóða og þeirra, sem verr eru
staddar.
Herra forseti.
Það er allt of algengt að Sam-
einuðu þjóðirnar séu gagnrýnd-
ar fyrir það, að þær haldi ekki
'uppi lögum og reglu í samfé-
lagi þjóðanna. Sumir ganga svo
langt í þessu efni, að þeir
kenna Sameinuðu þjóðunum um
flest, ef ekki allt það, sem af-
laga fer í hrelldum heimi. Þeir
sem sanngjarnari eru gera sér
grein fyrir þvi, að það sem
stendur Sameinuðu þjóðunum
fyrir þrifum, er ófullnægjandi
aðstaða til að fást við mikilvæg-
ustu vandamál heimsfriðarins
og skortur á því, að aðildarrik-
in veiti Sameinuðu þjóðunum
fullan stuðning. Hvað sem því
líður, hefur það grundvallarþýð
ingu, að almenningsálitið geri
sér grein fyrir því, að enda þótt
vopnum sé beitt, án þess að Sam
einuðu þjóðirnar fái við það ráð
ið, er stöðugt unnið að geysi-
lega þýðingarmiklu og jákvæðu
starfi i þágu friðar og alþjóð-
legrar samvinnu innan Samein-
uðu þjóðanna og á þeirra veg-
um. Og það er einungis sann-
gjarnt að athygli sé vakin á
þessari jákvæðu hlið samstarfs-
ins. Mig langar til að minnast á
eitt' slikt mál við þetta tækifæri
-— mál sem öldum saman hefur
haft að geyma hættu á ósam-
komulagi, árekstrum og jafnvel
styrjöldum, en er nú reynt að
finna lausn á í þágu allra þjóða
með þolinmæði og þrotlausu
starfi í anda alþjóðlegs
samstarfs. Ég hef hér í huga hin
þýðingarmiklu undirbúnings-
störf vegna þriðju hafréttarráð-
stefnunnar, sem ráðgert er að
kveðja saman árið 1973. Fulltrú
ar 86 þjóða fást nú við þessi
undirbúningsstörf, en þar sem
þau vandamál, sem hér um ræð-
ir hafa mikla og jafnvel lífshags
munalega þýðingu fyrir alla með
limi Sameinuðu þjóðanna, eiga
umræður um þau rétt á sér hér.
Um þessi vandamál mun að sjálf
sögðu verða fjallað í fyrstu
nefnd þingsins, þegar skýrsla
undirbúningsnefndarinnar verð-
ur lögð fyrir hana.
Undirbúningsstörf vegna
þriðju hafréttarráðstefnunn-
ar hafa í raun og veru farið
fram undanfarna tvo ára-
tugi. Árið 1949 fól allsherjar-
þingið alþjóðalaganefndinni að
fjalla um réttarreglur á hafinu
í heild og Genfarráðstefnurnar
1958 og 1960 byggðu störf sín
á skýrslu alþjóðalaganefnd-
arinnar. Á þennan hátt var
fundin viðunandi lausn á ýms-
um vandamálum, en hins vegar
náðist ekki samkomulag um tvö
grundvallaratriði, þ.e. víð-
áttu landhelgi og fiskveiðitak-
mörk. Þessi tvö aðalatriði ásamt
öðrum þýðingarmiklum málum,
svo sem hinu alþjóðlega hafs-
botnssvæði, mengun, reglum
varðandi eyjaklasa, fiskveiðum
á úthafinu og vandamálum
ríkja, sem ekki eiga land að sjó,
eru enn óleyst, og undirbúnings
nefnd þriðju hafréttarráðstefn-
unnar fjallar nú um þau. Það
gefur auga leið, að lausn á þess
um málum, mundi mjög stuðla að
friði og öryggi í stað núverandi
hættulegra árekstra og óvissu.
Ríkisstjóm Islands vill nota
þetita tækifæri til að færa und-
irbúningsnefndinni þakkir sínar
fyrir vel unnin störf á fundum
nefndarinnar i marz og aftur í
júlí og ágúst s.L Á byrjunar-
stiginu hefur árangur virzt hæg
fara, en vonir standa til að á
næsta ári verði frekari árang-
ur auðveldari vegna hins þýð-
ingarmikla starfs, sem þegar er
unnið, enda þótt um margvisleg
og flókin viðfangsefni sé að
ræða. Ég mun ekki gera störf
undirbúningsnefndarinnar að
frekari umtalsefni að sinni, en
þar sem þau vandamál, sem hér
um ræðir hafa einnig þýðingu
fyrir fjölmörg ríki, sem fulltrúa
hafa hér á þingi, en ekki í und-
irbúningsnefndinni, vil ég nota
þetta tækifæri til að bæta við
nokkrum orðum um skoðun rík-
isstjómar Islands á þessu sviði.
Af Islands hálfu er fyrir
hendi algjör stuðningur við að
koma á stjórnunarkerfi fyrir al-
þjóðahafsbotnssvæðið og fram-
kvæma þær meginreglur, sem
siðasta allsherjarþing sam-
þykkti. Þau umfangsmiklu gögn,
sem þegar eru fyrir hendi í því
máli, eru nú í athugun hjá hlut-
aðeigandi íslenzkum stjórnvöld-
um. Sama er að segja um meng-
unarmálin og visindalegar rann
sóknir.
Þar sem lögsaga og umráð yf
ir fiskveiðum undan ströndum
hafa grundvallarþýðingu fyrir
Island og eru óaðskiljanlegur
hluti heildarlögsögunnar vil ég
skýra frá afstöðu ríkisstjórnar
Islands i stuttu máli.
Mikil þróun á sér nú stað
varðandi lögsögu yfir fiskveið-
um strandríkja. Almennt er nú
viðurkennt, að það fyrirkomu-
lag, sem tíðkazt hefur varðandi
annars vegar þröng fiskveiði-
takmörk og hins vegar það, að
utan þeirra sé öllum heimilar
fiskveiðar að áskildum lágmarks
verndarreglum, sem ætlað er að
gildi jafnt fyrir alla, hafi ver-
ið miðað fyrst og fremst við
hagsmuni þeirra þjóða, sem
stunda vilja fiskveiðar sem
næst ströndum annarra ríkja. 1
stað þessa úrelta kerfis
koma nú raunhæfari sjónarmið.
Þessar nýju reglur i þró-
un þjóðaréttar eru byggðar á
tveim máttarstoðum. Annars veg
ar er viðurkennt að tryggja beri
hagsmuni samfélags þjóðanna
að því er varðar frelsi úhafs-
ins vegna siglinga og viðskipta.
Hin máttarstoðin er sú, að fiski-
mið undan ströndum séu hluti af
auðlindum strandríkisins innan
sanngjarnrar fjarlægðar frá
ströndum og að þar sé um að
ræða allt önnur sjónarmið en
þau, sem hugtakið almenn land-
helgi byggist á. Ytri mörk þess
arar sérstöku lögsögu gætu ver
ið mismunandi í hinum ýmsu
löndum og svæðum og mundu
miðast við aðstæður á staðnum,
er máli skipta -— landfræðileg-
ar, líffræðilegar, efnahagslegar
o.s.frv. Verkefnið er nú að
ganga úr skugga um kröfur og
þarfir hinna ýmsu ríkja á þessu
sviði varðandi fiskveiðitakmörk,
forgangssvæði og verndarsvæði.
Slík aðferð mun verða
grundvöllur að raunhæfum og
sanngjörnum reglum.
Ríkisstjórn íslands er þess
fullviss að þetta raunhæfa kerfi
njóti nú þegar stuðnings samfé-
lags þjóðanna og vinnur nú að
útfærslu fiskveiðitakmarkanna
við Island i samræmi við þessi
sjónarmið, þannig að lögsagan
miðist við endimörk landgrunns
Islands. Þau mörk eru í samræmi
við eðli málsins og mundu t.d. á
400 metra dýpi miðast við
50—70 mílur frá ströndum,
Landgrunnið, eða stöpull sá, sem
landið hvilir á, fylgir i útlín-
um sinum lögun landsins sjálfs.
Á þessum neðansjávarstöllum
eru hin ákjósanlegustu skilyrði
fyrir hrygningarstöðvar og upp
eldisstöðvar fyrir fiskistofnana
og afk'oma íslenzku þjóðarinnar
byggist á verndun og hagnýt-
ingu þeirra. Þetta umhverfi er
óaðskiljanlegur hluti af auð-
lindum landsins. Vissulega er
það rétt að efnahagsleg afkoma
Islenzku þjóðarinnar hefur alt-
af byggzt á fiskveiðum. Landið
sjálft er hrjóstrugt — þar eru
engir skógar né málmar í jörðu
— og flytja verður inn flestar
lifsnauðsynjar og gjalda fyrir
þær með útflutningi sjávar-
afurða, sem hafa verið um það
bil 90% af heildarútflutningnum.
Fiskimiðin eru algjör skilyrði
fyrir afkomu landsmanna. Án
þeirra mundi landið ekki hafa
verið byggilegt. Það er engu lík
ara en að forsjónin hafi ætlað
sér að bæta fyrir hrjóstrugleika
landsins sjálfs með því að um-
lykja það auðugum fiskimiðum.
Að því er ísland varðar er land
grunnshafið hinn eðlilegi mæli-
kvarði fyrir fiskveiðitakmörkin
og ríkisstjórn íslands hefur til-
kynnt að hún muni gefa út nýj-
ar reglur í samræmi við þessi
sjónarmið fyrir 1. september
1972.
Ríkisstjórn íslands er þeirrar
skoðunar að nauðsynlegt sé að
vernda þessa lífshagsmuni
án tafar. Það er ljóst að hve-
nær sem er getur hátæknivædd-
um fiskveiðiflota þjóða, sem
fiskveiðar stunda á fjarlægum
miðum -orðið beint í vax-
andi mæli á Islandsmið. Þessir
flotar hafa nú um skeið haft
uppgripa afla í Barents-
hafi. Fiskveiðar þar eru nú ekki
eins arðvænlegar og áður og nú
beinist athyglin að Islandsmið-
um. Og háþróuð fiskveiðitækni
og aflaafköst risavaxinna verk-
smiðjutogara með rafeindaút-
búnaði gæti gert óbætanlegt
tjón á íslandsmiðum. Þess má
geta í þessu sambandi að þær
þrjár þjóðir, sem mestra hags-
muna hafa að gæta á Barents-
hafi hafa nú um skeið reynt að
koma á eins konar kvótakerfi á
þvi svæði, en eftir þvi sem bezt
er vitað hefur sú viðleitni ekki
borið árangur. Hvað sem því lið
ur höfum við ekki efni á að
láta reka á reiðanum og það er
einlæg von okkar að sendinefnd
ir annarra þjóða hér á þingi
muni skoða aðgerðir okkar í þvi
ljósi.
Vonir standa til að hin fyrir-
hugaða ráðstefna muni, þegar
þar að kemur ganga frá reglum,
sem þær ráðstafanir, er við mun
um gera, og hljótum að gera,
muni falla undir sem löglegar,
réttlátar og sanngjarnar ráðstaf
anir. Aðgerðir okkar eru gerð-
ar í þeim anda. Þær byggjast á
bjargfastri sannfæringu okkar
um, að áframhaldandi þró-
un þjóðaréttar muni koma í stað
þess reglukerfis, sem allt of
lengi hefur verið þolað. Yfir
tuttugu þjóðir hafa þegar sett
reglur til að tryggja sér aukna
vernd á þessu sviði.
Ná,tengt verndun og hagnýt-
ingu fiskistofnanna er verndun
umhverfisins í hafinu. Um það
mál er einnig fjallað í undirbún
ingsnefnd hafréttarráðstefnunn-
ar. Nefndin hefur til athugun-
ar greinargóða skýrslu frá aðal
ritara varðandi mengun sjávar.
Við stöndum nú frammi fyrir
þeirri uggvænlegu staðreynd að
lífinu í sjónum stafar sívaxandi
hætta af mengun hafsins, og
hún torveldar raunar einnig um
svif mannsins þar. Visindalegar
rannsóknir hafa leitt óyggjandi
í ljós, að mengun ógnar öllum
heimshöfunum. Það er þess
vegna fyllilega timabært, að
Sameinuðu þjóðirnar gripi strax
til frekari raunhæfra aðgerða
til þess að hindra þessa þróun,
og sem miði að því að vernda
auðlindir hafsins.
Sendinefnd Islands átti frum-
fcvæðið að því á 23. og 24. ails-
herjarþinginu, ásamt öðrum
sendinefndum, að stofnunum
Sameinuðu þjóðanna var falið
að hefja strax störf að þessum
vandamálum. Hefur verið
ánægjulegt að fylgjast með því
starfi, sem siðan hefur verið
unnið, bæði til undirbúnings
Stokkhólmsráðstefnunnar næsta
ár, og starfi IMCO og annarra
stofnana og einnig á sérstökum
hafsvæðum.
Sú spurning, sem nú blasir
við er sú, hvernig við getum
sem fyrst náð raunverulegum
árangri á þessu sviði. Við erum
þeirrar skoðunar, að öllum að-
ildarríkjum Sameinuðu þjóð-
anna beri að stöðva strax að-
gjörðir þegna sinna, sem vax-
andi mengun valda. Hér yrði
m.a. um að ræða algjört bann
við þvi að eitruðum og geisla-
virkum úrgangsefnum yrði
sökkt i hafið.
Nauðsynlegt er að ná sam-
komulagi um gerð alþjóðasamn-
inga og svæðasamninga svo
skjótt sem unnt er, þar sem öll-
um ríkjum verði sú skylda á
herðar lögð að forðast að eyða
fiskistofnum með mengun hafs-
ins, og skaðabótaskylda ríkja til
tekin í þessum efnum, ef þau
reynast brotleg.
Aðeins með slikum skjótum að
gerðum mun okkur takast að
vernda fiskistofnana og aðrar
auðlindir hafsins til hagsbóta
fyrir strandríkið og raun-
ar gjörvallar þjóðir heims.
Dual úrvaliS hjá okkur sýnír
L bezt þá fjöibreytni og
» framfarir sem orðnar eru í
gerð hljómflutningstækja.
Aldrei hefur verið auðveldara
að finna tæki við sitt hæfi
— vandað verk og fagurt.
Dual er þýzk framleiðsla
y sem hagnýtir tækninýjungar
þegar í stað.
Komið og heyrið
hljómburðinn.
Valið verður Duaf.
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800 RVK. OG
BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI 21630