Morgunblaðið - 30.09.1971, Page 21

Morgunblaðið - 30.09.1971, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1971 21 > - V.R. Framhald af bls. 32. hefur stórleg'a eflzt og hefur sjaldan staðið í meiri blóma en nú. 3. Á sl. sutnri urðu mikil straumhvörf í stjórnmálum á ís- laindi, sem leiddu af sétr að á rniðju sl. sumiri var mynduð rikis stjórn, sem i stjórnarsáttmiála sín- um gaf launþegum í hinu frjálsa atvinnulífi ákveðin fyrirheit um kjarabætur.“ Um 1. lið þessarar greinagerð- ar sagði Guðmundur ennfremur: — „í desember 1970 gerði Banda lag starfsmanna ríkis og bæja samning við fjármálaráðherra sem fól í sér, að opinberir starfsmenn fengju auk 15% almennrar kauphaekk- unar, sem þeir höfðu fenigið sum- arið 1970, 16—74% kauphækkun ofan á þá hækkun. Munu þessir samining*- vera einhver mesta bylting sem orðið hefur í samai- ingagerð á íslandi, svo vitað sé. Sem dæmi má nefna, að bilið á milli hins hæst- og lægstlaun- aða varð við þá rúmlega 400%, og verða laun sumra æðstu emb- ættismanna þjóðarinnar komin upp í rúmlega 70.000 krónur á mánuði 1. júlí 1972. Hliðstæðar hækkamir urðu hjá starfsmömn- um Reykj avíkurborgar og sveitar stjórna í samni'ngum um miitt þetta ár. Eninfremur gerðu bank- arnir sérsta'ka samininiga við sam tök bankamanma, sem fólu í sér sambærilegar hækkanir til starfs- manna bankanna og opin- berir starfsmenn höfðu áður fengið.“ M. a. á fyrrgreindum forsend- um ítrekaði Guðmundur H. Gai'ð arsson þá sérstöðu sem VR hefur inman sameiginlegrar_ kjara- og samninganefndar ASÍ. Þá sagði hann eninfremur: — „Myndun þessarar ríkis- stjórnar og fyrirheit hennar hafa skapað ný viðhorf hjá ýmsum forystumönnum verkalýðsihreyf- ingariinmar varðandi það, hvernig skyldi standa að saminingum í haust. Til marks um það hversu viðhorf hafa breytzt má geta þess, að í 1. maí ávarpinu 1971 voru allir sammála um að krefj- ast þess, að lágmarkskaup skyldi ekki vera lægra en 20.000 krónur á mánuði, en í umiræðum um væntanlega kröfugerð hefur margoft komið fram hjá stuðm- ingsmönnum ríkisstjómiarinnar í verkalýðshreyfingunni, að ekki er stefnt að því nú, að í þessum samniingum takist að ná þessu marki fyrr en þá í lok þess samm inigstímabils, sem í hönd gengur, en ýmislegt bendir til að sumir þeirra muni geta hugsað sér að samið verði til tveggja ára mið- að við 1. október 1971.“ Loks gerði Guðmundur grein fyrir þeim tillögum til kröfu- gerðar sem fimm manna kjararáð hafði undirbúið. Er þar gert ráð fyrir, að samkvæmt nýrri flokka uppstillingu séu í A-flokki, sem er meginkjarni samningsins, 12 undirflokkar. I fyrsta flokki A, sem er neðsti flokkurinn, er gert ráð fyrir, að byrjunarlaun (grunnlaun) verði 16.667 kr. á mánuði og í 12. flokki A, sem er efsti flokkurinin, er gert ráð .fyrir að byrjunarlaun verði 38.333 kr. Ofan á þessar tölur reiknast svo vísitala, sem er 7,19%. Þá ræddi Magnús L. Sveinsson, varaformaður VR, um önnur atr- iði samningsins, þ. á m. varð'andi vininutímastyttingu og orlofslemg ingu. í sambandi við vinnutímastytt- inguna kom fram, að gert er ráð fyrir að dagvinmutíma ljúki kl. 18, og dagvininuviku verzlunar- manna verði lokið kl. 18 á föstu- dögum. Það sem unnið væri fyriir utan þann tíma í verzlunum fengi stairfsfólkið greitt með yfir- vimnuálagi, eða feragi frí aðra daga vikuninar á móti unnum yfir vinnutíma. Nokkrar umræður spuninust um þetta atriði, og var samþykkt að með tilliti til skiptivimnu yrði ráðið fólk í stað þess sem femgi frí, til þess að forða verzlunar- fól'ki frá of miklu vinnuálagi. Að öðru leyti var fundurinin mjög einhuga um þær kröfur, sem fram voru lagðar. Fundarstjóri var Elías Adolphs- soin. — Thieu Framhald af bls. 1 verkamönnum, sem vaðið hafa uppi í landinu að undanförnu, en ekki fyrr en að kosningunum afstöðnum. Flest hryðjuverkin hafa verið framin til að^ mótmæla því að Thieu skuli vera einn í framboði. Talið er fullvíst að Thieu nái kosningu á sunnudaginn. Ástæð- an fyrir fyrirskipuninni nú er talin sú að í morgun sprakk sprengja í veitingahúsi í Saigon, sem stórslasaði 24 óbreytta borg ara, sem sátu þar og snæddu morgunverð . — Bann Framh. af bls. 1 veiðiráðstefna Vestur-Evrópu fordæmir einróma þá áætlun Is-' lands og færa einhliða fisk- veiðilögsögu sína út fyrir 12 milur. Afleiðingarnar yrðu bæði alvarlegar og víðtækar fyrir all- an fiskiðnað í Vestur-Evrópu. Ráðstefnan samþykkir i sam- ræmi við það að þau lönd, sem eiga hér fulltrúar, biðji rikis- stjórnir sínar að gera Islandi það alveg ljóst, að útflutnings- vörur þess verði ekki leyfðar í þessum löndum, ef það heldur fast við þá ólöglegu ákvörðun sína að færa landhelgina út fyr- ir 12 milur. Fulltrúar þeirra landa hér, sem eiga aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, skulu einnig fara fram á að bandalagslöndin geri sömu ráð- stafanir. Þessi tillaga var samþykkt af þeim, sem sátu ráðstefnuna. - Kína Framhald af bls. 1 muni ekki halda sína árlegu ræðu í möttökunni. Erlendir fréttamenn hafa mikið reynt að kornast að því hvort hann verð- ur yfirieitt viðstaddur móttök- una, en utanríkisráðuneytið hef- ur ekkert viljað láta uppi um það. Talsmaður ráðuneytisins sagði að upplýsingar um það myndu ekki liggja fyrir fyrr en á fimmtudag. Talsmaðurinn sagði einnig að ástæðan til að veizlunni væri af- lýst, væru „breytingar", en það er sama ástæða og gefin hefur verið fyrir þeirri ákvörðun að hafa ekki skrúðgönguna á þjóð- hátíðardaginn. Þrátt fyrir ítrek uð loforð um nánari skýringar, hafa engar slíkar komið frá stjórnvöldum. — Ahorfendur Framhald af bls. 30 man sem skoraði með fallegu skoti óverjandi fyrir Þorstein markvörð. Fjórða mark Totten- ham var svo skorað örskömmu fyrir lok fyrri hálfleiiks og var þar Ralph Coates á ferðinni. Á 13. min síðari hálfleiks skor- aði Chivers 5:0 með skalla og á 21. min bætti Knowles bakvörð- ur sjötta markinu við. Gilzean skoraði svo sjöunda markið á 32. min og á 33. min var hann aítur á ferðinni og skoraði 8:0. Níunda og síðasta markið kom svo skömmu fyrir leikslok og var það Philip Holder sem skor- aði það. Bezta tækifæri Keflvikinga kom seint í siðari hálfleik, en þá komst Birgir Einarsson frír inn fyrir vörn Tottenham, en Jennings, markvöi'ður, náði að verja. Lið Tottenham í leiknum var þannig skipað: Jennings, Evans, Knowles, Mullery, Beal, Coates, Perry- man, Chivers, Peters, Gilzean og Holder. Lið Kefiavíkur var þannig skipað: Þorsteinn Ólafsson, Ástráður Gunnarsson, Ingimundur Hilm- arsson, Einar Gunnarsson, Guðni Kjartansson, Gísli Torfason, Ólafur Júliusson, Karl Her- mannsson, Steinar Jóhannsson, Hörður Ragnarsson og Birgir Einarsson. Dómari í leiknum var Coppel frá Sviss. ■\x . • - . einkenni þeirra sem klceðast KORÓNAfötum ^JGLÝSfNGASTOFA KfllSTlNAR 7.14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.