Morgunblaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐI©, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1971 Sérstaða íslands mætir skilningi en viðræður tal dar nauðsynlegar Rætt við Friðjón Þórðarson um aðalfund Þingmannasam bands NATO AÐALFUNDUR Þingmanna- sambands NATO var haldinn í Ottawa, höfuðborjf Kanada, dag- ana 23. til 29. september. Fund- inn sátu um 150 þingmenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbanda- iagsins, þar af frá íslandi: Frið- jón Þórðarson, fráfarandi formað ur íslenzku sendinefndarinnar; Geir Hallgrímsson, Pétur Péturs- son og Bjarni Guðbjörnsson, sem tók við formennsku íslenzku sendinefndarinnar í upphafi aðal- f undarins. Morgunblaðið hafði samband við Friðjón Þórðarson, þegar han,n kom frá þingmannafur.din- um í gær, en hann hefur sl. fjög- ur ár verið formaður íslenzku sendinefndarinnar. — Hvað viltu segja um störf sendinefndarinnar þessi fjögur ár, sem þú hefur verið formaður hennar? — Það má segja, að starf nefnd arinnar hafi ekki verið mjög virkt né mikið að vöxtum, enda hefur staða íslands innan banda- lagsins ekki verið í breranidepli á undanförnum árum. Sérstak lega vil ég geta þess, að nefndin hefur öll þessi ár verið skipuð fulitrúum lýðræðisflokkanna þriggja og hefur jafnan staðið saman sem einn maður, hvað ályktanir og viðbrögð til hinna ýmsu mála snertir. — Hvernig hagaði aðalfundur- inn störfum sínum? — Fyrstu þrjá dagana var starfað í nefndum, en þar er um að ræða auk fastanefndar fimm aðalnefndir: stjórnmálanefnd, hermálanefnd, vísinda- og tækni- nefnd, fjárhagsnefnd og mennta- málanefnd. Samkvæmt venju okkar á for- Dreginn á bindinu — vitni vantar RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að heldur fruntalegri framkornu við karimann úti fyrir Veitinga- húsinu við Lækjarteig nm klnkk an 01.30 aðfararnótt laugardags- ins 25. sept. sl. Þar var ekið aftan á manninn og er hann hafði komið undir sig fótunum og hugðist tala við öku mann bílsins, sem var Volkswag- en, var gripið innan úr bílnum í bindi hans og hann dreginn með bílnum, þar tii hann féll i götuna — Afstaða Framhald af bls. 32. lenzki flugvöilurinn er óhjá- kvæmilegur fyrir Atlantshafs bandalagið til þess að sjá bandariska hernum fyrir að- stöðu til eftirlits úr lofti eða á sjó eða sem miðstöð kaf- bátavarna á þessum hluta Norður-Atlantshafsins, hvar er þá hægt að finnan annan sambærilegan stað? — (b) Þýðir þessi pólitíska stefnu- breyting íslenzku rikisstjórn- arinnar það, að Sovétrikin séu að ná fótfestu á Islandi á kostnað Vesturlanda, og er þá hugsanlegt, að í framhaldi af þvi freistist íslenzka rikis- stjórnin til þess eða verður hún talin á það að ganga úr Atlantshafsbandalaginu?" maður íslenzku sendinefndarinn- ar jafnframt sæti í stjórnmála- nefndinni og tók Bjarni Guð- björnsson þar sæti, en við hinir sátum fundi í öðrum nefndum þingsins, þótt við færum nokk- uð á milli og sætum raunar ein- staka fundí í öllum nefndunum að undanskilinni hermálanefnd- inni. En við höfum aldrei tekið þátt í störfum hennar. Sú af- staða kann þó að orka tvímælis, þar sem við þurfum að hyggja betur að því, hvernig við viljum haga vörnum landsins í fram- tiðinni og að hvaða leyti við ís- lendingar getum tekið þátt í þeim. Að loknum nefndarstörfum, er skýrt frá niðurstöðum þeirra á Sameinuðu þingi, sem við svo köllum, og stóðu fundir þar í tvo daga, 27. og 28. sept. Þar voru ályktanir einstakra nefnda ræddar og afgreiddar. Hvað vilt þú segja um störf stjórnmálanefndarinnar? 1 stjórnmálanefndinni ber margt á góma almennt um ástandið í hinum ýmsu löndum og málefni bandalagsins í heild. Þar var lögð fram mjög ítarleg skýrsia hr. Blumenfelds fvá Hamborg, sem verið hefur fram sögumaður stjórnmálanéfndar- innar í mörg ár, en þar var fjall- að' um þessi mál á breiðum grundvelii. Það sem vakti at- hygli okkar Islendinganna strax, voru ummæli Blumenfelds um afstöðu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar varnarsamnings- ins við Bandaríkin og hugleið- ingar um það, hvaða áhrif það mundi hafa bæði fyrir íslend- inga og aðrar aðildarþjóðir NATO, ef varnarliðið yrði látið Nýtt fulltrúa- þing FÍB ÞAR sem þrír stjórnarmenn F.Í.B. hafa nú óvænt sagt af sér stjórnarstörfum í félaginu og sent frá sér yfirlýsingu varðandi það mál, hefur núverandi stjórn, þ.e.a.s. tveir aðalmenn og tveir varamenn ákveðið að kalla sam- an fulltrúaþing að nýju, hinn 23. október n.k. til þess að kjósa menn í stjórn og varastjórn, í stað þeirra, sem hverfa úr stjórn- inni. - N-írland Framhald af bls. 1. ráðstafana, en hermönnunum tókst að hafa hemil á mannfjöld anum án þess að átök yrðu. Með þeim tveimur sem létu lífið í sprengingunni eru þeir nú orðn- ir 46 sem látið hafa lífið síðan óeirðirnar blossuðu aftur upp á Norður-írlandi fyrir sjö vikum. „Ekki“, sem hvarf „Ég er ekki á móti reglugerð- um eða lögum,“ svaraði Einar Bergmann, formaður matvöru- kaupmannafélagsins, Morgunblað inu í fyrradag, en prentvillupúk- inn sá sér leik á borði og stakk „ekki“ í vasann. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistök- um. hverfa úr landi. Svipaðar hug- leiðingar komu fram í skýrslu framsögumanns hermálanefndar innar, Mr. Groose frá Kanada. — Kom afstaða íslands til um- ræðu í stjórnmálanefndinni? - Bjarni Guðbjörnsson gerði þar grein fyrir afstöðu ríkis- stjórnarinnar og voru tvö aðal atriði í hans ræðu. Annars veg- ar að Islendingar ætluðu sér að vera áfram í NATO, þrátt fyrir ágreining um þau mál innan rík- isstjórnarinnar. Hins vegar að unnið yrði að endurskoðun varn- arsamningsins við Bandaríkin, án þess þó að hann gerði ná- kvæma grein fyrir því, hvernig henni yrði hagað. — Varðstu var við ugg hjá þingmönnum hinna bandalags- þjóðanna vegna afstöðu rikis- stjórnarinnar til varnarsamnings ins? Geir Hallgrímsson á aðalfundi Þingmannasambands- ins í Ottawa. — Já, ég held að mér sé óhætt að segja það. ísland er í góðu áliti sem þátttakandi í þessum samtökum og hefur alltaf átt þar skilningi og vinsemd að mæta. — Á hvað var einkum iögð áherzia í ályktun stjórnmáia- nefndarinnar? — Nefndin gerði almenna ályktun, þar sem m. a. var rætt um ástandið í Griikkiandi og framtið Atlantshafstoandalagsihs. Auk þess var samþykkt að setja á 'aggimar mililiþinganefnd und- ir forsæti fráfarandi formanns stjórnmálanefndarinnar, Mr. Jav- its öldungadeildarþingmanns frá Bandaríkjunum, til þess að hyggja gagngert að framtíðar- horfum bandalagsins og verkefn- um þess við breyttar aðstæður. Sú nefnd á að skila áliti fyrir næsta aðalfund, sem haldinn verður í Bonn i nóvember 1972. — Með hvaða hætti var mál- staður íslendinga í landheligis- málinu kynntur á þingmanna- fundinum? — Auðvitað ræddum við þau máíl i einkasamtöltum við ýmsa menn, sem þarna voru. T. d. ræddi ég iandhelgismálið við hinn nýkjörna forseta samtak- anna, Mr. Murphy frá Kanada og virtist han.n mjög vinsamleg- ur okkar máistað. Sömu við- brögðunum áttum við hvarvetna að mæta i einikasamtöluim, að fulltrúarnir virtust skilja af stöðu íslendinga, en töldu eðli- legt og sjáWsagt, að hún yrði rædd milli bandalagsþjóðanna og reynt að komast að samkomu- lagi. í stað þess að taka einhliða ákvörðun. Einnig var á fundinum dreift bæklingi ríkisstjómarmnar um landhelgismálið, en hann var undirbúinn af fráfarand,i rlkis- stjórn og unnin af sérfræðingum hennar. Norðmenn höfðu orð á því við mig, að þeim þætti þessi bók vel úr garði gerð. En fyrst og fremst var lánd- helgismálið kynnt í ræðu Geirs Hallgrímssonar í Sameinuðu þingi, þar sem han.n talaði einin íslendinganna. Fjallaði hann all- ýtarlega um landhelgismálið og lagði höfuðáherzlu á ríka nauð- syn þess fyrir íslendinga að færa út landhelgina og minnti á sam- stöðu þeirra í málinu. Jafnframt benti hann á, að það væri éðli- leg verkaskipting hjá bandalags- þjóðunum, að íslendingar önn- uðust fiskveiðarnar í stað þess að hín háþróuðu iðnaðarlönd styrktu fiskiflota sinn með háum fjárhæðum og legðu auk þess toll á ísienzka fiskinn, en sneru sér að öðrum verfkefnum, seim þeim væri nærtækari. — Hvaöa undiirtektir hlaut ræða Geirs á fundinum? -— Þetta var góð ræða að mín- um dómi og hlaut góðar undir- tektir. Þó vék einn þingmann- anna, Mr. Wall, sem er frá ná- grannahéraði Hull, að ræðunni með þeim hætti, að hann sagðist skilja hvað fyrir íslendinigum vekti í landhelgismálinu, en þar með væri ekki sagt, að íslend- ingar gætu svipt brezka fiski- menn veiðisvæðum, sem þeir hefðu sótt um aldaraðir. Við fs- lendingarnir ræddum við hann á eftir hver I sínu lagi og sagði hann þá, að það fyrsta sem geira þyrfti, væri að tala saman og sjá, hvað út úr því kæmi. — Hvað viltu segja um önnur mál, sem rædd voru á þinginu? — Ég vil sérstaklega taka það fram, að menm sem lítt þekkja til þessara samtaka, skoða þau fyrst og fremst sem hernaðar- samtök. En eftir minmi reynslu að dæma, er þar fyrst og fremst um samvinnu þjóða að ræða, sem vilja vernda frelsi sitt gegn ýms- um ógnum, sem að kunna að steðja. Eins og nöfn nefndanna bera með sér, er þar fjallað um mörg mál, sem miklu varða, t.d. í vis- inda- og tækninefndinni. Þar eru tekin til meðferðar vandamál þau, sem stafa af hávaða af flug þotum, glíman við eiturlyfin, um hverfisvernd og mengun hafs- ins, t.d. það, hvernig koma eigi í veg fyrir tjón af völdum olíu í sjó, svo sem ef árekstur verð- ur milli oliuskipa. Um þessi mál öll voru gerð- ar ályktanir. Þar eru náttúru- lega allir meira og minna sam- mála og vinna saman með að- stoð færustu vísindamanna að lausn þessara mála. I þessu sambandi má ekki gleyma þvi, að íslendingar hafa notið hárra vísindastyrkja og fé hefur verið veitt af hálfu At- lantshafsbandalagsins, m.a. til gróðursfarsrannsókna á hálendi landsins, til rannsókna á veður- fari o.fl., en veðurathugunarstöð in á Hveravöllum er reist fyrir framlag frá bandalaginu. Sóttu þingmenn allra banda lagsþjóðanna þingið? — Nei, þar var enginn full- trúi frá Grikklandi og enginn frá Danmörku. Danir töldu sig ekki geta sent fulltrúa vegna nýafstað'mna þingkosninga og þeirrar óvissu, sem ríkir í dönsk um stjórnmálum um þessar mundir. Forseti þingmannasambands- ins situr aðeins í eitt ár og var röðin komin að Danmörku að hafa forsetann næsta starfsár. En víkja varð frá þeirri reglu í fyrsta skipti vegna fjarveru Dananna og forseti var kjörinn Mr. Murphy frá Kanada, eins og ég sagði áðan. — Hvað vilt þú segja um niður stöður fundarins? — Fundurinn var vel heppnað- ur að mínum dómi, en hitt ber að sjálfsögðu að hafa í huga, að þetta er fyrst og fremst fundur þingmanna aðildarríkjanna. Þeir koma saman, ræða málin, kynn- Friðjón Þórðarson, alþingismaður. ast og gera ályktanir, en samtök- in hafa ekki raunverulegt fram- kvæmdarvald, heldur eru álykt- anirnar sendar til Atlantshafs- ráðsins og viðkomandi ríkis- stjórna. — Hvað er þér einkum minnis stætt frá dvölinni í Kanada? — Sunnudaginn 26. sept. var efnt til ferðar fundarmanna frá Ottawa til North Bay, en þar er ein af höfuðstöðvum sameigin- legs varnarkerfis Bandaríkjanna og Kanada. Stöð þessi er í mjög skemmtilegu umhverfi við stórt vatn og virðist mjög fullkomm og gegna mikilvægu hlutverki. Það vakti sérstaka athygli okk ar íslendinganna, að yfirmaður þessarar stöðvar, Mr. Magnusson, er íslenzkur í báðar ættir og fað ir hans frá ísafirði. Við ræddum nokkuð við hann og sagðist hann hafa haft lítið samband við Í3- iand og íslendinga, en taldi sig þó eiga föðurbróðir á íslandi. -— Hvað viltu segja að lokum? — Ég verð að segja það, að það var mjög skemmtilegt að. koma til Kanada í fyrsta skipti. Kanada er það land, sem stend- ur okkur íslendingum að vissu leyti næst vegna búsetu margra manina þar, sem eru af islenzku bergi brotnir. Og þó að það séu ekki marg- ir þeirra í Ottawa eða aust- urfylkjum Kanada, þá er auð- fundið, að þeir njóta góðs álits sem velmetnir borgarar í hvert skipti, sem minnzt er á þá. Síðasta kvöldið, sem við vor- um í Ottawa, vorum við boðnir heim til Mr. Benediktssonar, fyrrv. þingmanns í Kanada, sem ættaður er úr Þingeyjarsýslu. Þar voru saman komnir nokkrir menn íslenzkrar ættar, m.a. Thorson, fyrrum hæstaréttar- dómari, sem komin er yfir átt- rætt, en hann er ættaður úr Biskupstungum í Árnessýslu. Dóttir hans, frú I.ahey, er ís- lenzkur konsúll í Ottawa og greiddi hún götu íslenzku sendi- nefndarinnar á allan hátt. — H. Bl. — Grímsey Framhald ai' bls. 10 notað í hann. Þetta breytir að sjálfsögðu ekki heildarkostnaði, en breytir hlutföllum, þannig verður gerð brimvarnargarðsins dýrari og hin verkin ódýrari. Þetta hefur þýðingu, þar eð óeðlilegt virðist, að Grímseying- ar beri kostnað af brimvarnar- garðinum. Hafnabótasjóði er ætl- að að standa undir kostnaði vegna tjóna af náttúrunnar völd- um og hefur fjárveitinganefnd Alþingis ráðstöíunarvald i þeim tilfellum. Grímseyingar hafa enn ekki sótt um bætur úr sjóðnum vegna þeirra kostnaðarhluta af brimvarnargarðinum. Grímseyingum hefur verið af- hent eintak af uppgjöri hafnar- gerðarinnar, en engar athuga- semdir hafa borizt varðandi upp- gjörið til okkar. Grimseyingum voru sendar all ar teikningar og þeim kynntar áætlanir um framkvæmdir, en engar ákveðnar óskir komu fram um breytingar. Hafnamálastofnun ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.