Morgunblaðið - 01.10.1971, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1971
— Flandrað um Evrópu
Framhald af Us. 17.
ettir þriggja tima ílug,
og var þá orðið áMtið kvölds.
Flugvölluriim er í einkaeign og
var augljóst, að umferð var þar
lítil. Allt starfsfólk flugvallar-
ins var í óða önn að snúast í
kringum þessa einu vél, og
reyndi að gera allt sem bezt úr
garði. Sá galli var þó á gjöf
Njarðar, að ekki fékkst þar
matarbiti, utan fjórar brauð-
sneiðar, og voru þeim gerð góð
skil.
Þegar upplýsingar um veður
í Alsír bárust, var sýnilegt, að
nokkur seinkun yrði á brottför
frá Forli, þvi þoka, eða öllu
heldur hitamistur, hafði lokað
flugvellinum í Algeirsborg. Var
þvi ákveðið að láta fyrir berast
á flugvellinum i Forh í f jóra
tíma.
Eftir að hafa blundað dágóða
stund, héldum við af stað og
stefndum að því að verða
komnir til Algeirsborgar í
morgunsárið, fullvissaðir um,
að þegar sólin kœmi upp hyrfi
mistrið.
1 Alsír var loftslag mettað
raka og hitinn 26°C, þótt
klukkan væri aðeins sex að
morgni. Á móti okkur tók
hópur innfæddra, dökkir á brún
og brá. 1 fyrstú reyndist erfitt
að skilja þá, þar eð málakunn-
áttu beggja aðila var mjög
áfátt. Fljótlega kom þó ensku-
mælandi embættismaður, borða
lagður mjög og var hans fyrsta
verk að banna blaðamanni
notkun myndavélarinnar, að
viðlögðu fangelsi.
Eftir tæpra tveggja tíma
skriffinnsku, fórum við inn í
afgreiðslusal flugstöðvarinnar
og þáðum sinn kaffibollann
hver og eftir að hafa bragðað
á þvi, þótti bezt að hugsa sér
einhvern annan drykk en kaffi.
Klukkan var nú farin að nálg
ast átta og fólki f jölgaði í brott
fararsalnum. Við veittum þvi
athygli að úti fyrir bygging-
unni fjölgaði einnig stöðugt
bláklæddum lögreglumönnum,
og lagður var rauður dregill á
flugvölhnn. Að vörmu spori
kom þarna að rússnesk flug-
vél af gerðinni IMjusin 18 og
var henni lagt við endann á
rauða dreglinum. Eftir að hafa
leitað fregna hjá fjölda manns
tjáði okkur loks einn innfædd-
ur, að forseti Nigeríu, Gowan
hershöfðingi, hefði daginn áð-
ur komið i opinbera heimsókn
til Alsír. Væri hann nú á för-
um, og mætti búast við mik-
ilM kveðjuathöfn á flugvelMn-
um. Ekki gafst okkur þó tæki-
færi til að fylgjast með þeirrí
athöfn og brátt var Alsír að
baki og næsti áfangastaður var
Trieste á Italíu.
1 Trieste dvöldum við í hálf-
an annan sólarhring, og höfð-
um því tækifæri til að skoða
borgina að Htlu leyti. Trieste er
fögur borð og er þar að finna
nær því ósnerta byggingarHst
18. aldar, söfn frá tímum Róma
veldis, þar sem m.a. eru minj-
ar frá einu elzta þinghúsi Róm-
verja. Nútíma breiðgötur um-
lykja ýmis fögur torg, sem tím-
ans tönn hefur ekki megnað
svo neinu nemi að umbreyta frá
miðöldum. Mirimare kastalinn,
sem stendur í úthverfi borgar-
innar, hefur án efa verið mik-
ilfengleg bygging á þeim tíma
sem hinn harðskeytti keisari
Mexikó, Maxmilian, reisti
hann og notaði sem sumarhöM.
Stendur hann á sjávarhömrum
og er enn glæsilegt tákn ný-
gotneska stilsins, sem var ríkj-
ancM í byggingarlist heldri
manna siðustu aldar.
Ibúar Trieste eru mjög bland-
aðir, bæði Júgóslavar, Þjóðverj-
ar, Arabar og Italir, sem er
stærsta þjóðarbrotið. Þeir hafa
ýmist tilheyrt slavneskum þjóð
um, Þýzkalandi eða Italíu, en
eftir síðustu heimsstyrjöld var
þar stofnað fríríki, sem var
sjálfstætt um nokkurt sikeið, en
síðan innlimað i Italiu.
Að kvöldi næsta dags var svo
haldið af stað til Bengazhi i
Lýbíu og lent á Benini-flug-
velli síðla kvölds.
Benini-flugvöllur var um mitt
sumar mikið í fréttum, því þar
var VC-10 flugvélin frá BOAC
neydd til að lenda þann 22. júlí
og tveir farþegar, El-Noor og
Osmann, sem voru á leið frá
London til Kartoom i Súdan,
handteknir. Voru þeir báðir á
leið til Súdan til að taka við
æðstu embættum í hinni nýju
byltingarstjórn kommúnista, en
skömmu eftir að þeir höfðu
verið handteknir, kom tilkynn-
ing um að gagnbylting hefði
verið gerð i Súdan og Numeiry
aftur tekinn við völdum. Voru
þeir þá sendir til Kartoom í
fygld sendinefndar frá Líbýu,
og líflátnir þar eftir að bylt-
ingardómstóMinn hafði fjallað
um mál þeirra.
Á flugvellinum tók á móti
okkur hópur starfsmanna og
vakti það athygli okkar, að all-
ir, að tveimur undanteknum,
voru klæddir samkvæmt gam-
alli hefð Múhameðstrúarmanna,
í síðum kufli með rauða koU-
húfu.
Hinir tveir, sem klæddir voru
að sið Evrópumanna, réyndust
vera yfirmenn flugvallarins, og
voru báðir á að gizka 25 ára
gamlir. Þetta reyndust vera
mjög alúðlegir menn, og eftir
að gengið hafði verið frá fylgi-
skjölum, buðu þeir okkur upp
á veitingar. Ræddi blaðamaður
þá góða stund við annan
þeirra, og var hann mjög vel
upplýstur um land sitt og
stjórnarfar þess.
Byrjaði hann á því að lýsa
landinu, kostum þess og göll-
um. Hann sagði að íbúar
Lýbíu væru um tvær milljónir,
og væru tekjur á hvem ibúa
áætlaðar 1.900 doMarar árið
1971. Með þeim hefur Lýbíu-
stjóm keypt til landsins 35 þús-
und Egypta og 15 þúsund
Túnisbúa til að stjórna skól-
um og þjónustustofnunum, og
hjálpa til við að koma i fram-
kvæmd 840 millj. dollara fjár-
hagsáætlun til þróunarmála —
aðeins fyrir árið 1971.
— Lýbía er nú róttækast,
næstum því auðugast, og þó.lítt
þekktast meðal allra Araba-
landa, sagði hann. Svo er olíu
fyrir að þakka, að tekjur á
hvern íbúa hafa hækkað um
5000% á áratug.
f júlilok lét Lýbíustjórn
hætta allri erlendri menningar-
starfsemi i landinu nema tungu
málakennslu. Stórfyrirtæki í
eigu útlendinga hafa verið
þjóðnýtt og bandarískum og
brezkum stöðvum lokað. Gerðir
hafa verið harkalegir samning-
ar við olíufélögin; t.d. hafði
verið málað yfir merkin á þeim
olíubílum, sem voru á flugveH-
inum.
Aðeins arabískt letur má
koma fyrir almenningssjónir,
en á flugvellinum voru á hin-
um arabískletruðu skiltum
einnig óverulegar teikningar af
merkingu letursins.
— Gaddafi ofursti, sem fer
með öll völd í Lýbiu er 28 ára
gamall. Hann komst til valda
þegar Idris konungi var steypt
af stóli fyrir tveimur árum.
Þegar Lýbia varð sjálfstætt
ríki 1951, undirritaði Idris vam
arsáttmála við Breta, sem
var veittur réttur til að hafa
herstöðvar í landinu gegn
þvi að þeir veittu vemd
gegn erkióvininum, Egypt-
um. Nú er hins vegar svo kom-
ið, að Lýbia er komin í stjórn-
arsamstarf við Egyptaland,
Súdan og Sýrland og er til-
gangurinn að sameina rikin í
stríðinu gegn fsrael.
— Gaddafi er að mörgu leyti
mjög merkur, sagði Lýbíumað-
urinn. Hann hefur bætt fjár-
hagslega stöðu einstaklingsins
innan ríkisins til muna og virð-
ist vinna að því að þjóðin fái
sjálf að njóta þeirra náttúru-
auðæfa, sem landið býr yfir.
Hann hefur bætt aðstöðu
bændastéttarinnar til stórra
muna og lætur t.d. herinn að-
stoða við uppgræðslu jarðvegs-
ins langt inn i eyðimörk.
— Lýbía er einstakt land
fjárhagslega séð. Þar er aldrei
unnt að eyða öllum þeim pen-
ingum, sem samþykktir eru
með fjárlögum ár hvert og það
eina sem íbúana skortir er
þekking, sem þeir verða að
leita út fyrir landsteinana, m.a.
með því að flytja inn leiðbein-
endur frá öðrum löndum.
Eftir u.þ.b. klukkutíma rabb
um Lýbíu og Arabalöndin, buð-
ust þessir yfirmenn flugvaUar-
ins til þess að sýna okkur
helztu mannvirki þar. Þegar
við koraum upp í ílugturninn
hittum við fyrir tvo Egypta og
aðspurður sagðist annar þeirra
hafa verið á vakt, þegar brezku
flugvélinni, sem áður er getið
um, var rænt. Vildi hann sem
minnst um það tala og sagði,
að þeir hefðu aðeins verið að
framfylgja skipunum frá
stjómvöldum landsins.
í Trieste höfðu þau skilaboð
borizt að fyrir lægi flug frá
París til Ojuda í Marokkó, og
var því stefnan tekin á Paris.
Eftir u.þ.b. fjögurra tíma
flug voru fyrstu geislar morg-
unsólarinnar farnir að skína og
fram undan voru Alpafjöllin.
Við flugum yfir Mount Blanc,
hæsta fjaM Evrópu. Toppur
þess var baðaður sólskini, en
niður í dölunum, sem voru að
nokkru huldir þoku, voru enn
leifar liðinnar nætur.
Þegar við flugum yfir
Frakkland var himinninn heið-
skír og niður undan okkur sá-
um við landslagið, flatt en lit-
skrúðugt.
Farmurinn, sem flytja átti til
Marokkó var nokkuð annars
eðlis en sá sem v*ið höfðum
áður flutt í þessari ferð, nefni-
lega rúmlega 90 Arabar, sem
unnið höfðu í Evrópu í fjóra
mánuði til að kynnast atvinnu-
háttum þar.
Skömmu eftir að við vorum
komnir til Parísar, lenti þar
önnur vél frá Fragtflugi, sem
ætluð er til farþegaflutninga og
var hún að koma frá Marokkó
út Arabaflutningum. Brottför
var áætluð kl. 6 um kvöldið,
þannig að tími gafst til að fara
á hótel og hvílast í nokkurn
tíma.
Þegar komið var út á flug-
völl um kvöldið voru þar fyrir
þrjár flugfreyjur, allar belgísk-
ar, en Fragtflug hefur, eins og
fyrr er sagt, samstarf við
belgíska flugfélagið Pommair
að því leyti að þeir leigja þeim
og fá leigðar áhafnir og voru
þessar stúlkur flugfreyjur hjá
því félagi.
Eftir að gengið hafði verið
frá öllum undirbúningi og far-
þegarnir voru komnir um borð,
var haldið af stað, i þetta sinn
með farþegaflugvélinni TF-
OAD. Brátt var farið að
skyggja og þegar komið var
yfir suðurhluta Frakklands var
orðið aldimmt. Yfir Pyrenea-
fjaUgarðindum og út eftir
ströndinni var þykkt belti af
þrumuskýjum. Þegar flogið var
í gegnum þetta belti var eins
og siglt væri í ólgusjó, enda
gerðu innyfM flestra farþeg-
anna uppreisn. Úti fyrir var
sem himinninn stæði í björtu
báU, þrumurnar bárust eyrum
okkar gegnum vélarniðinn.
Þrumuskýin voru brátt að
baki og í fjarska eygðum við
strönd Spánar. Við flugum yfir
Méillorca og Palma birtist í allri
sinni ljósadýrð, — Palma, sem
fær svo ríflegan skerf af gjald-
eyristekjum fslands. Vafalaust
voru hvergi eins margir léttir
fslendingar saman komnir
þessa stundina og einmitt í
Palma.
Á Ojuda-flugvelli var lent kl.
um 11 að staðartíma. Hitinr. var
tæp 30 stig á Celsius, en hafði
fyrr um daginn verið yfir 40
stig. Margt fólk var sarhan
komið í móttökusalnum, en
umhverfis flugvallarbygging-
una var f jöldi varðmanna, vopn
aðir vélbyssum og rifflum, og
voru þeir ýmist úr her lands-
ins eða lögreglu. Minnti þetta
óneitanlega á það fyrirkomulag
sem viðhaft var í þriðja ríkinu
á sínum tíma, þegar lögreglan
var sett til höfuðs hernum og
öfugt.
Brátt var Marokkó að baki og
París framundan.
Þar var dvalizt i einn dag, en
siðan haldið aftur til Oostende,
þar sem farmur af rafmagns-
tækjum beið ferðarinnar til fs-
lands.
Ráðgert var að fljú'ga til ís-
lands um kvöldið, og buðu
Fragtflu'gsmenn þá blaðamanni
í ferð til Brússel þar sem við
skoðuðum okkur uim það sem
eftir var dagsins. Var þar
margt að sjá, enda borgin göm-
ul. Markverðast þótti okkur að
sjá „Le Grand Place", sem er
fornt torg í hjarta borgarinnar.
Við torgið eru ýmsar fagrar
byggingar, með mikl'U skrauti
og útflúri sem sumt er úr skíra
gulli. Enn'fremur sáum við
styttuna fræ'gu, „Maniqu de
piss*‘ sem lengi hefur verið
tákn höfuðbo'rgarinnar. —
Segir sagan, að eitt sinn fvrir
langa iöngu hafi prins týnzt í
Beligíu. Var hans leitað iengi
og víða, og gaf konungurinn,
faðir hans, þá yfirlýsingu. að
þegar hann fyndist, skýldi gerð
stytta af honom i þeim steMing-
uan sem hann þá væri. Prins-
inn fannst fjarri mannab>’ggð-
um, sem nú er þar í miðri
Brússel.
Eftir skemmtilegan dag í
höfuðborginni var haldið til
Oostende, og þaðan um kvöldið
til íslands. Þegar hingað kom
var hæglát sunnanátt, og
fannst manni helzt sem liðinn
væri mánuður síðan við fórum
af stað í þessa löngu ferð, í
stað þess að liðin var rúm v ka.
Við höfðum lagt að baki vega-
íengd sem svarar nærri hálfri
leiðinni í kringum hnöttinr og
ekki var laust við að í hugan-
um minnkaði heimsmyndin
nokkuð.
2 vanir óskast lyftaramenn
Skipaútgerð ríkisins
BUSLOÐ
SPÍRA
svefnbekkurinn
Opið til kl. 10
í kvöld
BUSLOÐ
HÚSGAGNAVERZLUN
VK) NÓATÚN — SlMI 18520
Verzlunarmoður óskust
til afgreiðslu- og lagerstarfa, þyrfti að vera vanur að aka bil.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf, leggist >nn á afgreiðslu
blaðsins fyrir 5. október merkt: „Verzlunarmaður — 3070".
Vöruflutningabifreið
Til sölu er lítið ekrnn 2ja hásinga vöruflutningabifreið. tegund
OM titano, árg. 1968, skráð frá verksmiðjunni fyrir 26 tn.
heildarþunga. Hentug fyrir mjólkurflutninga.
Einnig er til sölu 2ja öxla flutningakerra.
Uppiýsingar gefur Svanlaugur Ólafsson verkstj, B.S.A verk-
stæðinu Akureyri, sími (96) 11806.
Gísli Baldur.