Morgunblaðið - 07.10.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
226. tbl. 58. árg.
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
asaMMM
í hinu langa hafnarverkfalli á vesturströnd Bandaríkjanna, hefur fjöldi skipa safnazt saman í
höfninni í San Francisco, og biðnr lestunar eða losunar.
Krag reynir
st j ór nar my nd
un í dag
Kaupmannahöfn, 6. okt. NTB. I
FRIÐRIK, Danakonungur, bað í
dag Jens Otto Krag, formann |
danska ■Tafnaðarmannaflokksins
að niynda nýja ríkisstjórn. Peg-
ar Krag koni af stuttum fundi
símini með konungi, sagði hann
að hann niyndi biðja Ieiðtoga
stjórnmálaflokkanna að koma til
fundar við sig kl. 10 í fyrramál-
ið, til að ræða stjórnarmyndun.
Hann sagði að hann myndi
einnig biðja grænlenzku fulltrú-
ana tvo að vera til taks, ef svo
færi að óskað yrði eftir afstöðu
þeirra og áliti. Krag sagði að
sitt eina hlutverk væri að mynd.a
ríkisstjórn, sér væru engar regi
ur settar um hvernig hún yrði
samansett, otg hann vildi ekki að
svo komnu máli spá nokkuð um
það.
Krag sagði og að skömmu fyr-
ir fund sinn með konungi, hefði
hann haft samband við Knud
Hertling, annan grænlenzká þing
manninn og innt hann eftir hvori
Nixon fer
fram á
verkfalls-
bann
Washington, 6. okt. AP.
NIXON forseti skipaði dóms-
málaráðuneytinu í dag að
fara fram á dómsúrskurð til
að fá að beita Taft-Hartley
lögunum svonefndu, til að
binda enda á verkföll hafnar-
verkamanna á vesturströnd
Bandaríkjanna. Með þessu fá
stjórnvöld 80 daga frest til að
rannsaka kröfur verkamanna
og reyna að komast að sam-
komulagi við þá.
Nixon ákvað að beita Taft-
Hartley lögunum, þegar nefnd
sem hann hafði skipað til-
kynnti að það gæti tekið tölu
verðan tíma að ná samkomu-
lagi við verkamennina.
Fer Nixon til Kína í
næsta mánuði?
Kfssinger skipuleggur síðustu
atriði heimsóknarinnar í
Peking síðar í þessum mánuði
Washington, 6. okt. — NTB-AP
Fyrirhuguð Kínaför Nixons for-
seta verður ef til vill far-
in jx’gitr í næsta mámiði.
ef ráðgjafi forsetans, Henry
Kissinger, nær samkomulagi við
Pekingstjórnina í wndirbúnings-
heimsókn þeirri, sem hann
hyggst fara til Kína og skýrt
var frá bæði í Washíngton og
Peking í gær.
Emn heifur ektoert verið
sagt um neinn ákveðinn tíma
fyrir heimsókn Nixons tid Kina
annað en það, að hún muni eiga
sér stað fyrir maílok á næsta
ári. En eftir að það vitnaðist, að
Kissinger fari nú til Peking í
annað sinn á fáum mánuðum,
reikna stjórnmálafréttarátarar í
Er annar njósn-
ari flúinn?
Dularfullt hvarf Rússa í Rrussel
BRÚSSEL 6. október — NTB.
DularfuUt hvarf eins af starfs-
ítMVmmm sovézku verzlunarsendi-
nefndarinnar í Brússel hefur
komið af stað orðrómi um að
hann hafi tekið þann kostinn að
flýja af ótta við að Oleg Linialin,
KGB maðurinn sem ljóstraði upp
um brezka njósnahringinn, hefði
gefið einhverjar upplýsingar
sean snertu hann.
Taismaður sovézka sendiráðs-
íms heifur viðurkennt að þessi
starfemaður, sem heitir Anatoli
Tsjibotarev, hafi ekki sézt síðan
híuun íór í ökuflerð síðastliðinn
Himraudaig, en vildi ekkert mena
'asn mélið seigja.
Betgísk yfirvöid hafa gefið út
yfirlýsingu um að Tsjibotarev
hafi ekki beðizt hælis sem póli-
tisikur fllóttamaður í Belgiu, og
að þau viti ekkert um hvar hann
kunni að vera niðurkominn.
Belgisk blöð benda á að í Brússel
sé að finna höfuðstöðvar bæði
Efnahagsbandalags Evrópu og
Nato, og því sé þar eftir ýmsu
að slæða fyrir njósnara, og þau
minna á að Oleg Linialin, var
einnig starfsmaður í sovézkri
verzlunarsendinefnd. En þrátt
fyrir góðan vilja, hefur engum
tekizt að finna neitt, seim gæti
sannað að samband væri á mihi
þessara tveggja Rússá.
Washington með því, að síðustu
atriði fyrirhugaðrar heimsóknar
forsetans verði skipulögð og að
af henni verði fyrir ára-
mót, ef til vill fyrir mánaða-
mótin nóvember/desember.
Kissinger, sem er nánasti ráð-
gjafi Nixons forseta i utanríkis-
og vamarmálum, sagði í gær, að
hann reiknaði með þvi, að tim-
inn fyrir heimsókn Nixons for-
seta yrði ákveðinn á meðan hann
dveldist í Peking og að tilkynnt
yrði um timann stuttu síðar.
Kissiniger heimsótti Peking með
leynd í júlí sl., er hann var á
ferðaJagi um Asíu. Töldu blaða-
menn, sem voru með honum á
ferðaJagi hans, að hann hefði
farið til hvildar og hressingar til
einhvers staðar í Paldstan vegna
meltinggrtruflana og vissu aldrei
um för han til Pelting.
Kissinger mun sennilega
dveljast þrjá eða fjóra daga i
Framliald á bls. 21.
Stærsta olíuhreins-
unarstöð Noregs
Ósló, 6. október, NTB. i Um 1400 manns munu starfa
NORSK Hydro og Norsk | hjá nýja fyriirtækinu.
Brændseloolje a/s hyggjast sam-
kvæmt frásögn Aftenposten reisa
Jens Otto Krag
hann myndi styðja stjórnarmynd
un jafnaðarmanna. HertJing
hefði svarað þeirri spurningu ját
andi.
Stjórnmála-
samband
við Peking
Dakar, Senegal, 6. okt. AP.
SENEGAL og Kína hafa komizt
að samkomulagi í grundvallar-
atriðum um að koma á fót stjóm
málasambandi sin á miili. Birti
stjórn Senegals tilkynningu um
þetta i dag. Senegal, sem var áð
ur fyrr frönsk nýlenda, viður-
kenndi Pekingstjórnina árið 1960
en kom aldrei á stjórnmálasam-
bandi við Kína. Stjórn landsins
hélt áfram stjórnmálasambandi
við Formósu og sagði utanríkis-
ráðherra Senegalstjórnar í dag,
að eitt þeirra atriða, sem eftir
væri að ræða um við Peking-
stjórnina, væri samskipti Sene-
gais og Formósu.
í sameiningu þriðju olíuhreinsun-
arstöð Noregs. Verður hún reist
í Mongstad og á að vera sú
stærsta í Iandinu til þessa. Samn-
ingaumræður um smíði hennar
eru nú á lokastigi. Kostnaður við
smíði Mongstad-olíuhreinsunar-
stöðvarinnar er áætlaður nálægt
600 niillj. króna og luin á að geta
hreinsað um 88.000 tunnur af
hráolíu á dag.
Þá munu 3 norsk fyrirtæki í
Sandefjord, Bergen og Brevi'k
hafa tekið hönduim saman um að
koma á fót fyrirtæki, sem á að
heita „The Norwegian Manu-
factures of Oil Rigs“ eða „Nor-
marig“. Verður markmið fyrir-
tækisiras að fraimleiða olíuborun-
arpalla og annan útbúnað, sem
með þarf við leit og vinnislu olíu.
Hvert þessara þriggja norsku
fyrirtækja hefur áður starfað á
þessu sviði, en með því að sam-
eina kraíta sína, hyggjast þau ná
þeirri framleiðslugetu, að þau
geti smíðað stærstu borunarpalla,
sem nú eru í notkun við borun
og framleiðslu á olíu jafnt í
Norðursjó sem anonars staðar.
Mótmæla
geðrannsókn
Moskvu, 5. október. — NTB
HÓPUR sovézkra borgara
mótmælti því í dag að Vladi-
mir Bukovski hefur verið
lagður inn á Serbski geð-
veikrahælið í Moskvu, til geð-
rannsóknar. Bukovski var
handtekinn fyrir óiöglegar
stjórnmálaaðgerðir fyrir sex
mánnðum. Meðal þeirra sem
undirrita bréfið eru Piotr
Grigorenko, fyrrum hershöfð
ingi og Alexander Ginsburg,
sem báðir hafa átt í útistöð-
um við sovézk stjórnvöld.
Hópurinn sendi bréf til Al-
þjóða heilbrigðismálastofn-
unarinnar og til yfirmanns
Serbski-geðveikrahærlisins. I
bréfinu segir að nokkrir
þeirra, sem hafi undirritað
það séu sjálfir í fangelsum
eða á geðveikrahælum, og
hafi vinir þeirra undirritað
fyrir þeirra hönd að þeirra
eigin ósk.
Þá segir og að ef Bukovski
verða úrskurðaður geðveikur,
sé það glæpur, sem þeir und-
irrituðu muni berjast gegn
með öllum löglegum ráðum.
„Ekkert okkar er í vafa um
að Bukovski sé fullkomlega
andlega heilbrigður. Hann
hefur aldrei látið hótanir eða
kúganir hræða sig, og hefur
alltaf verið reiðubúinn til að
hlusta á skynsamleg rök, og
skiija skoðanir annarra."
*